1 / 42

Atferlisstefnan: Erindi hennar við kennara nú á tímum

Atferlisstefnan: Erindi hennar við kennara nú á tímum. Dr. Anna-Lind Pétursdóttir, lektor annalind@hi.is 29. september 2008. Dagskrá. Hvað er atferlisgreining? Hvaða erindi á hún við kennara nú á timum? Grunnhugtök Aðdragandi - hegðun - afleiðingar Jákvæð styrking - neikvæð styrking

anka
Télécharger la présentation

Atferlisstefnan: Erindi hennar við kennara nú á tímum

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Atferlisstefnan: Erindi hennar við kennara nú á tímum Dr. Anna-Lind Pétursdóttir, lektor annalind@hi.is 29. september 2008

  2. Dagskrá • Hvað er atferlisgreining? • Hvaða erindi á hún við kennara nú á timum? • Grunnhugtök • Aðdragandi - hegðun - afleiðingar • Jákvæð styrking - neikvæð styrking • Slokknun - refsing • Hagnýtar útfærslur • SOS – Hjálp fyrir foreldra • Hvatningarkerfi • PMT • PBS – SMT • ART

  3. Atferlisgreining (behavior analysis) • Vísindagrein sem fæst við rannsóknir og hagnýtingu á lögmálum hegðunar • Meginmarkmið: að skilja, spá fyrir og hafa áhrif á hegðun einstaklinga og lífvera • Fjölbreytt viðfangsefni • fjallar um alla hegðun í víðasta skilningi þess hugtaks, þ.á m. mál, hugsun og tilfinningar • t.d. frumrannsóknir, hagnýting í klínísku starfi, kennsla og stjórnun fyrirtækja • Lausnamiðuð: Áhersla á að leysa vandamál með velferð einstaklinga í fyrirrúmi

  4. “Erindi nú á tímum”? • Grunnurinn að árangursríkri kennslu • bekkjarstjórnun, kennsluhættir, mat • Viðurkennda leiðin fyrir börn með sérþarfir • hegðunarfrávik (sbr. lög: IDEA 1997, 2004) • einhverfu og önnur þroskafrávik (sbr. heilbrigðisyfirvöld NY, landlækni BNA) • námserfiðleika (sbr. NCLB, RTI, CBM) – sjá www.morningsideacademy.org • Vaxandi eftirspurn eftir atferlisfræðingum og námi í atferlisgreiningu • Sterk og vaxandi vísindagrein • t.d. fjöldi meðlima tvöfaldast á s.l. 10 árum • Sjá grein Ragnars (2001) og Dunlap o.fl. (2001)

  5. Hagnýting grunnrannsókna • Grunnrannsóknir s.l. 110 ár hafa leitt af sér fjölda aðferða sem nýtist vel við kennslu • Jákvæð styrking (positive reinforcement) • Neikvæð styrking (negative reinforcement) • Klassísk skilyrðing (classical conditioning) • Virknimat (functional behavioral assessment) • Afmarkaðar kennsluæfingar (discrete trials) • Hnitmiðuð færniþjálfun (precision teaching) • Námsskrártengdar mælingar (curriculum based measurement) • Hlítarnám (mastery learning) • Hvatningarkerfi (token systems) • Verkgreining (task analysis) • Keðjun (chaining)

  6. Hagnýting grunnrannsókna, frh. • Aðferðir byggðar á atferlisgreiningu, frh. • Alhæfing (generalization) • Mótun (shaping) • Stýringar (prompting) • Fjörun (fading) • Þynning styrkingar (thinning) • Styrkingarhlé (time-out) • Kerfisbunding ónæming (systematic desensitization) • Meðferðarflæði (flooding) • Eyðuglósur (guided notes) • Sjálfsnámskennsla (programmed instruction) • Svarspjöld (response cards) og fleira, og fleira...

  7. Grundvallarhugtök • Hegðun er lærð og tengist aðstæðum • Margir þættir sem hafa áhrif á hegðun: • koma af stað • styrkja /viðhalda • ýta undir að hegðun eigi sér stað Hegðun Bakgrunns-áhrifavaldar Aðdragandi Afleiðingar Tilgangur

  8. Hegðun tengist aðstæðum • Margir þættir sem hafa áhrif á viðeigandi hegðun • koma af stað • styrkja /viðhalda • ýta undir að viðeigandi hegðun eigi sér stað Viðeigandi hegðun Bakgrunns-áhrifavaldar Aðdragandi Afleiðingar Tilgangur

  9. Hegðun tengist aðstæðum • Margir þættir sem hafa áhrif á erfiða hegðun • geta komið af stað • styrkt/viðhaldið • ýta undir að erfið hegðun eigi sér stað Erfið hegðun Bakgrunns-áhrifavaldar Aðdragandi Afleiðingar Tilgangur

  10. Aðdragandi (antecedents) • Það sem gerist rétt áður en hegðun á sér stað – (einstaklingsbundið!) • Aðdragandi viðeigandi hegðunar • Ýtir undir viðeigandi hegðun • t.d. skýr fyrirmæli, leiðbeiningar, aðstoð • Þegar Axel fær fyrirmæli um að ganga frá setur hann dótið sitt ofan í tösku • Aðdragandi erfiðrar hegðun • kemur hinni erfiðu hegðun af stað, “kveikja” • t.d. stríðni, fyrirmæli, verkefni, áreiti... • Þegar Jón á að reikna dæmi hendir hann bókinni í gólfið og blótar • Þegar Gunna stríðir Páli slær hann til hennar seeds

  11. Afleiðingar (consequences) • Það sem gerist strax á eftir hegðun og hefur áhrif á hvort hún eigi sér stað aftur við sömu aðstæður (sama aðdraganda) • Styrkjandi afleiðingar (“styrkjar”) • atburðir/áreiti sem auka hegðun, sbr. tilgang hegðunar • Geta styrkt viðeigandi hegðun • Þegar Axel setur dótið í töskuna hrósar kennarinn honum (og Axel fær að fara út í frímínútur) • ...eða erfiða hegðun • Þegar Jón hendir bókinni á gólfið og blótar, fer kennarinn til hans og aðstoðar hann • Þegar Páll slær til Gunnu hættir hún að stríða honum

  12. Afleiðingar, frh. • Slokknun (extinction) • Það sem styrkir hegðun er fjarlægt • Dæmi: Virk hunsun: athygli sem styrkti hegðun er ekki lengur veitt • t.d. kennari hættir að sinna þeim sem kalla á aðstoð yfir bekkinn Ókostir: • Slokknunartoppur: erfið hegðun eykst áður en hún slokknar • Ef notuð ein og sér, gæti önnur erfið hegðun (sem þjónar sama tilgangi) komið í staðinn • => verður að styrkja viðeigandi hegðun (með sama tilgangi) samhliða

  13. Afleiðingar, frh. • Refsandi afleiðingar • atburðir eða áreiti sem fylgja strax í kjölfar hegðunar og minnka líkur á að hegðun eigi sér stað aftur við sömu aðstæður • Viðbót á einhverju óþægilegu (t.d. skammir) • Brottnám á einhverju eftirsóknarverðu (t.d. sekt) Varúð: • Krefst mikillar lagni að nota mildar refsingar rétt • Kennir ekki viðeigandi hegðun • Getur vakið neikvæð tilfinningaviðbrögð og andúð á þeim sem beitir • Getur haft slæm áhrif á sjálfsmynd • Getur hætt að virka => stigmagnandi viðbrögð

  14. Bakgrunnsáhrifavaldar • Aðrir, einstaklingsbundnir þættir sem ýta undir að hegðun eigi sér stað (setting events) • Geta ýtt undir viðeigandi hegðun • t.d. ná athygli áður en fyrirmæli eru gefin, tryggja að nemendur kunni grundvallaratriði vel áður en flóknari hlutir eru lagðir inn, ná góðum tengslum við nemendur... • ...eða erfiða hegðun • t.d. svefnleysi, rifrildi á leið í skóla, svengd, lítil kunnátta í námsefni, meðfæddar tilhneigingar, s.s. ADHD... • Mikilvægt að huga að bakgrunnsáhrifavöldum við kennslu

  15. Jákvæð styrking • Jákvæð styrking • Hegðun leiðir til, flýtir fyrir eða eykur eitthvað eftirsóknarvert... • Hegðun viðheldur einhverju eftirsóknarverðu... • …þannig að líkur á hegðun aukast við svipaðar aðstæður Dæmi:

  16. Neikvæð styrking • Neikvæð styrking • Hegðun fjarlægir, seinkar eða minnkar eða forðar einstaklingi frá einhverju óþægilegu... • …þannig að líkur á hegðun aukast við svipaðar aðstæður Dæmi:

  17. Hagnýtar útfærslur á Íslandi Dæmi: • SOS! Hjálp fyrir foreldra • Hvatningarkerfi • PMT foreldrafærni - SMT skólafærni • PBS – Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun • ART þjálfun – Lærum á lífið

  18. SOS! Hjálp fyrir foreldra • Viðurkennd tækni í barnauppeldi • Sett fram af Clark (1985) • Byggir á rannsóknum í atferlisgreiningu, s.s. Skinner, Baer, Patterson og kenningum mannúðarsálfræði, s.s. Adler, Rogers og Gordon • Hjálpar foreldrum/fagfólki að bæta hegðun 2-12 ára barna og stuðla að félagslegri og tilfinningalegri aðlögun • Námskeið á íslensku byrjuðu 1999 • Nú haldin af Félagsvísindastofnun HÍ • www.fel.hi.is/page/SOS%20namskeid

  19. Helstu áherslur SOS • Virðing fyrir barni og mikilvægi þess að nota ekki niðurbrjótandi aðferðir við uppeldi, s.s. líkamlegar refsingar, háð, niðurlægjandi tiltal eða gagnrýni • Skýr skilaboð um hvaða hegðun er viðeigandi /kemur sér vel fyrir barn • Virk hlustun til að hjálpa barni að lýsa tilfinningum sínum • Leiðir til að styrkja viðeigandi hegðun, s.s. hrós, hvatningarkerfi, samningar • Leiðir til að draga úr óæskilegri hegðun, s.s. rökréttar afleiðingar, einvera

  20. Helstu áherslur SOS, frh. 3 uppeldisreglur: • Umbunaðu fyrir æskilega hegðun (fljótt og oft) • Jákvæð styrking • Umbunaðu ekki óvart fyrir óæskilega hegðun • Slokknun á óæskilegri hegðun • Dragðu úr slæmri hegðun með mildri refsingu • t.d. hlé frá athygli (einvera) í kjölfar mjög óæskilegrar hegðunar

  21. Helstu áherslur SOS, frh. 4 mistök í uppeldi sem ber að forðast: • Að umbuna ekki fyrir æskilega hegðun • Að refsa fyrir æskilega hegðun • Að umbuna óvart fyrir óæskilega hegðun • Að refsa ekki fyrir mjög óæskilega hegðun

  22. Áhrif SOS • Fjöldi rannsókna hefur sýnt árangur af námskeiðum sem kenna foreldrum að styrkja viðeigandi hegðun og draga úr óæskilegri með mildum hætti • Því fyrr sem byrjað er, þeim mun meiri árangur • Markviss innleiðing meðal foreldra og fagfólks skóla getur dregið úr fjölda tilvísana til sérfræðinga • t.d. í Reykjanesbæ – sjá grein Gylfa Jóns (2005)

  23. Hvatningarkerfi • Gerir skýrt til hvers er ætlast af nemanda/um • Skýr, hlutlæg lýsing með dæmum • Minnir kennara á að styrkja viðeigandi hegðun markvisst • Formleg styrking/viðgjöf veitt reglulega • s.s. stimpill, límmiði, tákn, kvittun • stutt tímabil í fyrstu, síðan lengd smám saman • Byrja með hóflegar kröfur • Umbun í boði aðeins ef markmiði dags (eða viku) er náð • Verður að vera fylgt eftir 100%

  24. Áhrif hvatningarkerfis • Rannsókn Gabrielu Sigurðardóttur og Önnu-Lindar Pétursdóttur (2000) • 5 nemendur með ADHD (og aðrar greiningar) og langa sögu um erfiða hegðun • 1.-5. bekk • Hvatningarkerfi framkvæmd í samvinnu við foreldra • Truflandi og árásargjörn hegðun minnkaði • Þátttaka í bekkjarstarfi jókst • Einkunnir bötnuðu

  25. Áhrif hvatningarkerfis á árásargjarna hegðun K.

  26. Áhrif hvatningarkerfis á þátttöku K. í bekkjarstarfi (námsástundun)

  27. Áhrif hvatningarkerfis á truflandi hegðun K. í kennslustundum

  28. Fleiri dæmi – Áhrif inngrips á truflandi hegðun

  29. “Þór” – Áhrif inngrips á ljótt orðbragð

  30. “Þór” – Áhrif inngripa á áætlunarvinnu

  31. PMT – (Parent Management Training) • Þróað af Patterson, síðar með Forgatch • við Oregon háskóla og OSLC rannsóknarstofnun • Byggir á atferlisgreiningu og afleiddri kenningu Pattersons um félagsnám (1982) • Að hluta til svipaðar aðferðir og í SOS • PMT-foreldrafærni byrjaði 2000 hjá Hafnarfjarðarbæ (sjá grein Margrétar Sigmarsd.) • Fyrirbyggjandi foreldranámskeið • PMT meðferð í alvarlegri málum • PMT fagmenntun, fræðsla fyrir starfsfólk • www.hafnarfjordur.is/pmt_forsida/

  32. PMT - aðferðir • Helstu “verkfæri” PMT meðferðar: • Fyrirmæli og jákvæð samskipti • Hvatning við kennslu nýrrar hegðunar • Að setja mörk til að draga úr/stöðva óæskilega hegðun • Lausn vanda – uppbyggileg samskipti • Eftirlit með hegðun innan og utan heimilis • Tengsl heimilis og skóla • Stjórnun neikvæðra tilfinninga

  33. Áhrif PMT • Rannsóknir s.l. 30 ár í BNA á PMT meðferð hafa sýnt: • meiri árangur en af öðrum nálgunum (s.s. leik-, fjölskyldu- eða tengslameðferð) • í um 70% tilvika dregur verulega úr hegðunarerfiðleikum barns á heimili • jákvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldu • jákvæð áhrif á námsframmistöðu barns • árangur fyrir börn með margvíslegar greiningar, s.s. andstöðuþrjóskuröskun, þroskahömlun, einhverfu – og líka fyrir unglinga sem sýna andfélagslega hegðun • langtímaárangur (tékk 3-14 árum síðar)

  34. SMT - SkólafærniPBS-Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun • Byggir á rannsóknum atferlisgreiningar um kennslu á viðeigandi hegðun í stað erfiðrar (positive behavior support) • Útfært fyrir skóla í heild: SW-PBS, SMT • Byrjaði 2002-2003 á Íslandi • Áhersla á að fyrirbyggja erfiða hegðun með því að kenna viðeigandi hegðun í öllum aðstæðum og styrkja markvisst • Árangur metinn með skráningum á hegðun og aðferðir endurskoðaðar í þeim aðstæðum þar sem þörf er á • Sjá bókina Til fyrirmyndar, Luiselli (2005) og www.pbis.org

  35. Stigskiptar aðferðir til að stuðla að viðeigandi hegðun • Öflug einstaklingsinngrip • Fyrir einstaka nemendur - 1-5% • Byggð á virknimati • Margþætt og árangursrík • Sértæk inngrip • Fyrir nemendur í áhættu - 5-10% • Skilvirk – einföld • t.d. almennt hvatningarkerfi • Almennar aðferðir • Fyrir alla nemendur • Í öllum aðstæðum • Fyrirbyggjandi – virka fyrir 80-90% • t.d. aðferðir við bekkjarstjórnun Sugai, 2006

  36. ALP, 2007

  37. ALP, 2007

  38. Áhrif PBS - SMT • PBS hefur verið innleitt í fjölmörgum skólum í BNA, Noregi og víðar • Rannsóknir sýna að í flestum tilvikum: • fækkar tilvísunum vegna agabrota • verður skólabragurinn jákvæðari • batnar námsárangur, s.s. í lestri og stærðfræði • Jákvæð áhrif á Íslandi: • Starfsfólk nálgast nemendur á jákvæðari hátt og skráðum hegðunarfrávikum innan skólans sem og tilvísunum í sérfræðiþjónustu fækkar (Margrét Sigmarsdóttir, 2007)

  39. ART þjálfun – (Aggression Replacement Training) • Þróað við Syracuse háskólann í BNA • á stofnun fyrir afbrotaunglinga með margþættan vanda auk árásarhegðunar • af Goldstein (1987), og síðar í samvinnu við Glick (1988) og Gibbs (1998) • Byggir á • Félagsnámsgreiningu á árásargjarnri hegðun (Bandura, 1973) • Þjálfun í streitustjórnun (Meichenbaum o.fl.) • Siðfræðiþroskalíkani Kohlberg (1968) • Fyrsta námskeiðið á Íslandi 2004 • Hefur verið kallað “Lærum á lífið” í Miðgarði

  40. Námsefni í þremur þáttum • Hegðunarþáttur: Félagsfærniþjálfun (Skillstreaming) • 40-60 hæfniþættir þjálfaðir skref fyrir skref • Tilfinningaþáttur: Reiðistjórnun • átta sig á aðdraganda (“kveikjum”) og afleiðingum reiði og árásarhegðunar • Hugrænn þáttur: Siðgæðisþjálfun • æfingar í að setja sig í spor annarra og tileinka sér samfélagsvænni siðgæðisvitund • Kennt með sýnikennslu, hlutverkaleik og æfingum í raunverulegum aðstæðum

  41. Árangur af ART þjálfun • Bandarískar og norrænar rannsóknir sýna að ART-þjálfun dregur úr líkamlegu og andlegu ofbeldi (t.d. Goldstein & Glick, 1994) • ART-þjálfun eflir félagsfærni, sjálfstraust og siðferðisþroska. • Þátttakendur geta tekið á aðstæðum sem ollu vanlíðan eða leiddu til vandræða áður • Þeir verða öruggari með sig, sjálfstæðari og ánægðari eftir markvissa ART-þjálfun • Áhrifin yfirfærast á nýjar aðstæður • Sjá McGinnis (2003)

  42. Samantekt • Atferlisstefnan á fullt erindi við kennara nú á tímum • Grunnrannsóknir í atferlisgreiningu hafa leitt af sér fjölda árangursríkra aðferða til að bæta hegðun • Hagnýtar útfærslur, s.s. SOS, PMT, PBS og ART hafa gefið góða raun á Íslandi • Meira um atferlisgreiningu í námskeiðum á Menntavísindasviði: • Stuðningur við jákvæða hegðun • Nemendur með hegðunar- og tilfinningaörðugleika: Viðbrögð og úrræði skólasamfélagsins

More Related