1 / 12

Íslenskar bókmenntir til 1550 Bls. 49-51 Sagnaritunaröld (1100-1350)

Íslenskar bókmenntir til 1550 Bls. 49-51 Sagnaritunaröld (1100-1350). Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Sagnabókmenntir.

corine
Télécharger la présentation

Íslenskar bókmenntir til 1550 Bls. 49-51 Sagnaritunaröld (1100-1350)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir til 1550Bls. 49-51Sagnaritunaröld (1100-1350) Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Sagnabókmenntir • Orðið saga kemur ekki fyrir í Fyrstu málfræðiritgerðinni en í formála að Hungurvöku (um 1210) er orðið notað í sömu merkingu og það hefur síðan haft í íslenskri bókmenntasögu.

  3. Sagnabókmenntir • Á miðöldum í Evrópu voru bókmenntir skrifaðar á latínu. • Menningin var rómversk-kaþólsk. • Lítil rækt var lögð við þjóðtungur. • Hvers vegna eignuðust Íslendingar þá bókmenntir á móðurmáli sínu?

  4. Sagnabókmenntir • Skýring 1: • Framan af virðist kaþólsk kirkja hafa verið þjóðlegri hér á landi en víða annars staðar. • Stjórn hennar var í höndum helstu höfðingaætta fyrstu tvær aldirnar. • Bilið á milli lærðra og leikra var því ekki breitt. • Líklega hefur verið gefinn gaumur að þjóðlegum fræðum í skólasetrunum í Haukadal og Odda ólíkt venjulegum latínuskólum undir beinni stjórn kirkjunnar.

  5. Sagnabókmenntir • Skýring 2: • Benda má á erlendar fyrirmyndir: • Írar og Frakkar rituðu auk Íslendinga á móðurmáli sínu. • Sumir hafa reynt að benda á keltnesk (írsk) áhrif í íslenskum sagnaritum. • Það var a.m.k. ekki einsdæmi á miðöldum að þjóðir rituðu á móðurmáli sínu. Menntaðir Íslendingar geta hafa haft veður af slíku. • Á þjóðveldisöld var einangrun Íslendinga minni en löngum síðar. • Eftir að kristni festist í sessi varð Róm nokkurs konar höfuðborg Íslendinga eins og annarra kaþólskra þjóða. Suðurgöngur voru því tíðar meðal Íslendinga.

  6. Sagnabókmenntir • Íslendingar stóðu heimafyrir á gömlum merg: Völuspá, Hávamál, Atlakviða o.s.frv. • Áhrif þessara fornu kvæða eru auðsæ í sagnabókmenntum þjóðarinnar. • Sagnaskemmtun virðist frá fornu fari í heiðri höfð. • Sagnabókmenntir Íslendinga eru því líklega orðnar til vegna frjórra erlendra áhrifa á trausta íslenska hefð.

  7. Sagnabókmenntir • Skipting sagnabókmennta í flokka eftir efni: • Heilagramannasögur • Konungasögur • Biskupasögur • Íslendingasögur • Veraldlegar samtímasögur • Fornaldarsögur • Riddarasögur

  8. Heilagramannasögur • Fyrsta málfræðiritgerðin getur um „þýðingar helgar“. • Heilagramannasögur munu vera með elstu bókmenntum á Íslandi. • Óljóst er hvort með „þýðingum helgum“ sé átt við hómilíur (predikanir) eða sögur heilagra manna og postula en líklegast er að hvort tveggja sé.

  9. Heilagramannasögur • Sögur postula og heilagra manna hafa vafalaust snemma verið þýddar úr latínu. • Elstu handrit slíkra sagna eru frá síðari hluta 12. aldar.

  10. Heilagramannasögur • Kaþólska kirkjan notaði sögur til að uppfræða menn og styrkja þá í trúnni. • Þýðendur fóru oft aðeins lauslega eftir frumtextanum og sumar sögurnar munu m.a.s. frumsamdar á íslensku að meira eða minna leyti, einkum er tímar liðu.

  11. Heilagramannasögur • Frásagnarmáti heilagramannasagna er allfrábrugðinn hinum raunsæja íslenska sagnastíl enda er markmiðið að höfða meira til tilfinninga en skynsemi. • Hugtakið „klerklegur mærðarstíll“ er oft notað til að lýsa yfirbragði þessara sagna. • Þrátt fyrir þetta er líklegt að þær hafi orðið Íslendingum nokkur fyrirmynd er þeir hófu sagnagerð.

  12. Heilagramannasögur • Einstakar sögur: • Skarðsbók (rituð um 1360) geymir: • Postulasögur (sögur nokkurra postula) • Maríusögu (eignuð Kygri-Birni d. 1238) • Sögur Tómasar erkibiskups

More Related