1 / 31

UPPELDISHANDBÓKIN

UPPELDISHANDBÓKIN. SÁLFRÆÐI 203. VIÐFANGSEFNI. Kvíða- og hliðrunarraskanir – vantar? Áráttu- og þráhyggjuröskun Kippir og Tourettes-heilkenni Kjörþögli Tengslaraskanir Geðdeyfðarröskun – vantar? Geðhvarfasýki Athyglisbrestur með ofvirkni – vantar? Mótróaþrjóskuröskun Hegðunarröskun.

courtney
Télécharger la présentation

UPPELDISHANDBÓKIN

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. UPPELDISHANDBÓKIN SÁLFRÆÐI 203

  2. VIÐFANGSEFNI • Kvíða- og hliðrunarraskanir – vantar? • Áráttu- og þráhyggjuröskun • Kippir og Tourettes-heilkenni • Kjörþögli • Tengslaraskanir • Geðdeyfðarröskun – vantar? • Geðhvarfasýki • Athyglisbrestur með ofvirkni – vantar? • Mótróaþrjóskuröskun • Hegðunarröskun

  3. ÁRÁTTU- OG ÞRÁHYGGJURÖSKUN • Nokkur hópur barna á í miklum erfiðleikum með að ná stjórn á kvíða sínum og innra uppnámi. Viðleitni þeira við að ná valdi á þessum tilfinningum getur leitt til þráhyggju og hversdagslegar venjur verða að áráttu. • Ef barn er þjakað af þráhyggjuhugsunum eða gerðir þess mótast af áráttuhegðun að því marki að það valdi alvarlegri röskun á daglegu lífi og þroska barnsins kann að vera að það sé haldið áráttu- og þráhyggjuröskun

  4. Hver eru einkennin? • Þráhyggja einkennist af áleitnum og óvelkomnum hugsunum en getur einnig birst sem ímyndanir eða hvatir sem reynt er að streitast gegn, oft árangurslaust. • Þráhyggja getur einnig komið fram í orðum, hugsunum, hræðsluköstum, endurminningum eða tilþrifamiklum sjónarspilum sem allt endurtekur sig sífellt. • Algengt er að þráhygja snúist um hreinlæti, smithættu, öryggi, árásar- eða kynhneigð

  5. Hver eru einkennin • Árátta er endurtekin athöfn og ritúal sem viðbrögð við innri skynjun um reglur eða skyldur. • Árátta getur tengst þráhyggju en einnig verið vörn gegn ákveðnum hugsunum, hvötum eða ótta. Oft er þó erfitt að sjá tengsl áráttu og kvíðans sem hún á að milda eða koma í veg fyrir. • Dæmi um algengar áráttur eru: • Handþvottur • Hártog • Uppröðun og flokkun • Athuga sama atriðið aftur og aftur • Þylja talnaraðir • Endurtaka sama orðið aftur og aftur í hljóði

  6. Orsakir og afleiðingar • Áráttu- og þráhyggjuröskun á það sameiginlegt að þunglyndisröskun að lífefnafræðilegir þættir eru meðal orsakavalda. Börn sem eiga foreldra með áráttu- og þráhyggjaröskun eru líklegri til að fá sjúkdóminn. • Áráttu- og þráhyggjuröskun þarf ekki að draga úr námsgetu barnsins eða færni þess á öðrum sviðum. • Á meðan einkenni eru að koma fram reyna foreldrarnir gjarnan að sannfæra sjálfa sig um að barnið sé einungis að ganga gegnum ákveðið skeið eða að um meinlausa ávana sé að ræða. • Hins vegar er staðreyndin sú að börn með áráttu- og þráhyggjuröskun hafa að einhverju leyti misst vald á hugsunum sínum og athöfnum.

  7. Hvernig á að bregðast við? • Um fimm meðferðir er að ræða: • Einstaklingsbundnar sállækningar (Traust samband barns og meðferðaraðila getur dregið stórlega úr kvíða barnsins og stuðlað að opinskáum samræðum) • Fjölskyldumeðferð (Í slíkri meðferð er rannsakað hvaða áhrif sjúkdómur barnsins hefur á fjölskyldulífið og að hvaða marki hann endurspeglar það) • Hugræn atferlismeðferð (Meðferðin beinist að því að færa hinar brengluðu hugsanir og órökrænu hugmyndir sem eru undirrót röskunarinnar til betri vegar.) • Lyfjameðferð (Samfara sálrænni mðeferð hafa ákveðin lyf reynst gagnleg við að draga úr einkennum áráttu- og þráhyggjuröskunar) • Sjúkrahúsvist (Langoftast er hægt að greina og meðhöndla einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar með góðum árangri án sjúkrahúsdvalar. Í vissum tilvikum getur hún þó verið nauðsynleg, einkum ef fjölskyldan er ekki lengur fær um að veita barninu nauðsynlegan stuðning sökum álagsins, eða ef hegðun barnsins er talin hættuleg því sjálfu eða öðrum.)

  8. KIPPIR OG TOURETTES-HEILKENNI • Kippur (kækur) er hraður, endurtekinn vöðvasamdráttur sem veldur snöggri, skyndilegri og ósjálfráðri líkamshreyfingu • Þessi einkenni koma oftast fram í andliti, hálsi, öxlum, brjóstkassa og höndum • Ósjálfráð hljóð kallast raddkippir • Oftast verður kippanna fyrst vart á aldrinum 6-12 ára og eru þeir þrefalt algengari meðal drengja en stúlkna

  9. Hver eru einkennin? • Skammvinn kipparöskun (sú algengasta) kemur fyrir hjá allt að tíunda hverju barni í grunnskóla • Kippir sem vara lengur en eitt ár eru kallaðir langvinnir kippir. Þeir koma fyrir hjá tæplega einu barni af hundraði og tengjast stundum sjaldgæfri kipparöskun sem kallast Tourettes-heilkenni • Börn með Tourette eru með hvort tveggja hreyfi- og raddkippi. Þau eiga oft í erfiðleikum við að fylgjast með og einbeita sér • Stundum hreyta þau út úr sér orðum eða orðasamböndum, í stökum tilvikum klámfengnum og ruddalegum

  10. Orsakir og afleiðingar • Skammvinnir kippir eru algengir og sjást oft hjá greindum, tilfinninganæmum börnum sem viðbrögð við álagi • Kippirnir verða iðulega tíðari hjá mjög feimnum börnum en þeim sem eru öruggari með sig. Þeir hverfa oftast af sjálfu sér þegar frá líður • Öðru máli gegnir um Tourettes-heilkenni þar sem kippirnir verða viðvarandi • Það hefur sýnt sig að örvandi lyf t.d. Rítalín geta aukið kippina

  11. Hvernig á að bregðast við? • Ekki á að skamma börn með Tourettes-heilkenni fyrir hegðun sína því að refsingar foreldra, stríðni bekkjarfélaga og skammir kennara gagnast lítið við að ráða niðurlögum kippana, sem börnin hafa enga stjórn á, en hafa slæm áhirf á sjálfsímynd barnsins • Skammvinnu kippina er best að leiða hjá sér því langoftast hverfa þeir af sjálfu sér • Lyfjagjöf og ráðleggingar um tilfinningalegan stuðning er góð lausn við meðferð á börnum með kipparaskanir

  12. KJÖRÞÖGLI • Er þegar börn neitað staðfastleg að tala við ákveðnar aðstæður og láta ekki af þeirri hegðun. • Slík hegðunarmynstur getur haft neikvæð áhrif á félagsleg tengsl þeirra og frammistöðu í námi. • Þessi börn kunna að vera haldin tilfinningaröskun sem kölluð er kjörþogli.

  13. Hver eru einkennin? • Kvíði, mikil feimni, kjarkleysi, hræðsla, fælni, áráttuhegðun og þunglyndi. • Barn með kjörþögli getur verið árásagjarnt, uppivöðslusamt og skapstyggt en barnið sínir slíka hegðun fyrst og fremst heima hjá sér. • Kjörþögli kemur venjulega fram á aldrinum þriggja – átta ára. • Yfirleitt kemur röskunin fram smám saman og leinir á sér fyrsta kastið en stundum skyndilega, venjulega eftir einhvers konar áfall.

  14. Orsakir og afkeiðingar • Algeng meðal barna sem stríða við málfarserfileika í kjölfar áfalls og einnig meðal barna innflytjenda sem skyndilega þurfa að læra nýtt tungumál • Margt bendir til þess að fjölskylduerfiðleikar, alvarlegt þunglyndi eða afskiptaleysi foreldis geti stuðlað röskunninni. • Í vissum tilfellum getur áfall, t.d fráfall foreldris, kynferðisleg eða líkamleg misnotkun, langvarandi aðskylnaður barns og fjölskyldu þess valdi því að barnið ákveði að hætta að tala. • Ef kjörþögli er viðvarandi veldur hún yfirleitt mikilli röskun í lífi barnsins. Námsgetan minnkar og barnið getur orðið fyrir einelti sem eykur enn á vandann og skerðir félagslega færni þess.

  15. Hvernig á að bregðast við? • Líklegt er að heimilislæknirinn ráðleggi foreldrum að leita til barna- og unglingageðlæknis eða annars fagaðila. • Sérfræðingurinn kannar: viðhverja barnið talar, undir hvaða kringumstæðum, hvernig barninu gengur að tala. Heyrn barnsins, barnið er spurt hvort það hafi fengið eyrnabólgu, einnig er tal- og málþroska ferli kannað. • Meðferðarform sem beitt er við meðhöndlun á kjörögli: atferlismeðferð, sállækningu, talþjálfun og leiki grunur á að þunglyndi búi undir er barnið sett á þunglyndislif.

  16. TENGSLARÖSKUN • Af ýmsum ástæðum getur samband ungbarnsins við þann sem annast það mest, sem oftast er móðirin, raskast eða rofnað. Ýmsir þættir geta haft truflandi áhrif á þessi tengsl og jafnvel rofið þau, en þetta nana samband er talið hornsteinn þess að barnið nái í framtíðinni að mynda heilbrigð og eðlileg sambönd við aðrar manneskjur. Þetta sambandsleysi getur haft alvarleg áhrif á líkams-, vitsmuna- og tilfinningaþroska barnsins.

  17. Hver eru einkennin? • Óeðlilega dauf viðbrögð og áhugaleysi barns gagnhvart umhverfinu. • Félagsleg tengsl barnsins eru ekki í samræmi við aldur þess. • Algengt er að börn með tengslaraskanir þyngist og stækki hægar en önnur börn.

  18. Orsakir og afleiðingar • Margar og ólíkar orsakir geta legið á baki vanþrifum og röskun á félagstengslum ungbarns, t.d. alvarlegt fæðingarþunglyndi, löng sjúkrahúsdvöl móður í kjölfar fæðingar, eða löng sjúkrahúslega barnsins vegna fyrirburafæðingar eða veikinda. Þá virðist vera samband milli lágrar fæðingarþunglyndar og tengslaraskana.

  19. Hvernig á að bregðast við? • Ef tengslaröskun hefur verið greind þarf þegar í stað að leita sérfræðilegar aðstoðar til að tryggja að barnið nærist og þyngist, að fylgikvillar vannæringar verði meðhöndlaðir og að séð verði til þess að nægileg örvun og samskipti eigi sér stað. • Tengslaraskanir geta stofnað lífi barnsins í hættu og því er sjúkrahúsvist oft nauðsynleg, sérstaklega ef sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig eða greinist seint.

  20. GEÐHVARFASÝKI • Geðhvarfasýki er einnig nefnd tvíhverf lyndisröskun. • Geðslag barnsins getur breyst skyndilega og farið öfganna á milli en það getur verið um að ræða sífellda hringrás lotubundinna skapbrigða • Röskunin kemur sjaldan fram á barnsaldri en óvenju stríðar geðsveiflur ungmenna geta verið merki um geðhvarfasýki.

  21. Hver eru einkennin? • Í geðhvarfasýki skiptast á tímabil geðhæðar, geðlægðar og eðlilegs geðlags. • Geðhæðarlota einkennis af ofsakæti, sjálfsöryggi, athafnaþörf, stundum reiði, tortryggni og skapstyggð en alvarlegast er þegar barnið sækist eftir hættu. Börn eiga oft erfiðara með að einbeita sér og að sofa. • Geðlægðin einkennist af dapurleika, svartsýni,sektar-og vanmetakennd. • Geðhvarfasýki hefur oftast slæm áhrif á félagslífið og árangur í skóla, þessi börn eru erfið í umgengni. • Þau eru alltaf á ferðinni, haga sér kjánalega, flissa stöðugt og geta verið orðljót, klæmin og síblótandi.

  22. Orsakir og afleiðingar • Geðhvarfasýki kemur gjarnan fram í ættum þar sem lyndisraskanir eru fyrir. • Ef foreldrar eiga við miklar skapsveiflur og tilfinningavanda er hætt við að þeir eigi í erfiðleikum við uppeldi barna sinna. • Það getur verið erfitt að greina á milli geðhæðarlotu og einkenna athyglisbrests með ofvirkni. • Í geðhæðarlotu eru skapsveiflurnar þó meiri og börnin ofsakát eða skapstygg og tortryggin.

  23. Hvernig á að bregðast við? • Í upphafi meðferðarinnar er mikilvægt að fram fari geðrannsókn sem barna – og unglinga geðlæknir eða annar fagaðili annast.

  24. MÓTÞRÓAÞRJÓSKURÖSKUN • Þykir eðlileg á vissum skeiðum þroskaferils • Getur orðið vandamál ef barnið sker sig frá öðrum börnum vegna stöðugra óhlýðni

  25. Hver eru einkennin? • Erfitt er að greina mótþróaröskun frá eðlilegum mótþróa eða þrjósku • Um er að ræða einkenni sem koma fram í öllum myndum en birtast hér í öfgakenndrimynd

  26. Orsök og afleiðing • Mótþróaröskun er talin orsakast af samskiptaháttum sem sífellt endurtaka sig og mynda vítahring

  27. Hvernig á að bregðast við? • Ef foreldra grunar að barn þeirra kunni að vera haldið mótþróaþrjóskuröskun er réttast að tala við sérfræðing og láta hann meta ástandið

  28. HEGÐUNARRÖSKUN • Börn hegða sér illa af ýmsum ástæðum. • Sum börn eiga þó við meiri og þrálátari hegðunarvandkvæði að stríða en eðlilegt má teljast miðað við aldur þeirra og þroska. • Hegðunarröskun er til dæmis algengasta röskunin sem greind er meðal ungs fólks á göngu-eða legudeildum geðheilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. • Sex af hundraði barna eigi við hegðunarröskun að stríða en röskunin er mun algengari meðal drengja en stúlkna.

  29. Hver eru einkennin? • Ef barn er árásarhneigt er nauðsynlegt að ganga úr skugga um hvort um hegðunarröskun sé að ræða. • Börn með hegðunarröskun eiga til að stunda búðahnupl og innbrot í byggingar, íbúðir og bíla. Þau eiga upptök að slagsmálum og kasta grjóti, beita flöskubrotum og öðrum skaðlegum hlutum, jafnvel hnífum. • Sérfræðingar greina milli tveggja afbrigða hegðunarröskunar: • börn sem fá einkennin tíu ára eða yngri (frá bernsku) • börn sem fá einkennin eftir tíu ára aldur (frá unglingsárum)

  30. Orsakir og afleiðingar • Margt bendir til að hegðunarröskun sé afleiðing af víxlverkun erfða og lífefnafræðilegra þátta við umhverfisáhrif og einstaklingsbunda persónueiginleika. • Algengt er að börn með hegðunarröskun eigi við námsörðugleika að etja, sérstaklega í þeim greinum þar sem mest reynir á málþroska. • Til dæmis • alvarlegir meðgöngukvillar • erfið fæðing • veikindi á nýburaskeiði, ...

  31. Hvernig á að bregðast við? • Ekkert meðferðarform virðist duga eitt og sér við meðhöndlun hegðunarröskunar hjá börnum. • Sérfræðingurinn kannar sennilega hvort barnið hafi einhverja stjórn á gerðum sínum þegar það beitir ofbeldi og hvort það skynji þegar ofbeldishneigðin er að koma yfir það. • Helstu meðferðarform • þjálfunarnámskeið • foreldrafjölskyldumeðferð • félagsfærniþjálfun • lyfjameðferð • einstaklingsbundnar sállækninar

More Related