1 / 23

Íslenskar bókmenntir til 1550 Miðöld: Rímur og heimsádeila Bls. 103-111

Íslenskar bókmenntir til 1550 Miðöld: Rímur og heimsádeila Bls. 103-111. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Rímur – efni og einkenni. Rímur eru frásagnarkvæði . Þeim er skipt upp í þætti sem hver um sig er nefndur ríma: 1., 2., 3. ríma o.s.frv.

damisi
Télécharger la présentation

Íslenskar bókmenntir til 1550 Miðöld: Rímur og heimsádeila Bls. 103-111

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir til 1550Miðöld: Rímur og heimsádeilaBls. 103-111 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Rímur – efni og einkenni • Rímur eru frásagnarkvæði. • Þeim er skipt upp í þætti sem hver um sig er nefndur ríma: 1., 2., 3. ríma o.s.frv. • Kvæðið er svo allt nefnt rímnaflokkur eða aðeins rímur. • Elstu rímunum er þó ekki skipt upp í flokka.

  3. Rímur – efni og einkenni • Rímnaefnið er sjaldan frumsköpun skáldsins heldur snýr það sögu í bundið mál. • Upphaflega sóttu skáldin rímnaefni í sannfræðilegarsögur og fornaldarsögur. • Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elsta varðveitta ríman. • Síðar fara skáldin að leggja út af riddarasögum og ævintýrum. • Sjaldan voru rímur ortar út af Íslendingasögum.

  4. Rímur – efni og einkenni • Merkilegt einkenni rímna eru mansöngvar: • Stutt ljóð sem höfð voru á undan rímunum sjálfum (þó ekki alltaf í elstu rímunum). • Fyrst í stað voru þeir aðeins fyrir rímnaflokknum öllum, síðar fyrir hverri rímu. • Efni þessara ljóða var ótengt sjálfu rímnaefninu. • Mansöngur merkir ástarljóð og tíðkaðist löngu fyrir daga rímna. • Ekki er vitað hvernig á því stóð að mansöngvar urðu fylgifiskar rímna (þó e.t.v. áhrif frá dönsum).

  5. Rímur – efni og einkenni • Rímnamansöngvarnir fjölluðu yfirleitt um ástir – eða ástarraunir. • Þar gætir áhrifa frá evrópskum miðaldakveðskap um ástir. • Efni mansöngva er þó stundum annað: • Heilsuleysi skáldsins • Illt veðurfar • Spilling tíðarandans • Siðalærdómur af frásagnarefni rímnanna • Vankunnátta skáldsins í Eddu og getuleysi til að yrkja. Þess jafnvel beðið í auðmýkt að náunginn lagfæri kveðskapinn og bæti (spurning hvort alvara fylgdi þessu!)

  6. Rímur – uppruni • Nafnorðið ríma og sögnin að ríma eru tökuorð í íslensku. • Þessi orð koma fyrst fyrir á 14. öld. • Sögnin merkir „að yrkja með rími“ í lok vísuorðs. • Slíkt þekktist þó hér á landi fyrir daga rímna (sbr. runhendan hátt og dansa). • Flateyjarbók (talin rituð seint á 14. öld) er elsta handrit sem rímur finnast á. • Fræðimenn hafa þó talið að rímnagerð hefjist á fyrstu áratugum 14. aldar.

  7. Rímur – uppruni • Rímur eru taldar runnar undan rótum tveggja kveðskapargreina: • Dróttkvæða (helgikvæða) • Dansa • Dróttkvæðu helgikvæðin stóðu með nokkrum blóma um það leyti sem rímur koma fram. Þaðan virðast rímurnar hafa þegið skáldamálið (heitin og kenningarnar) auk fastmótaðrar stuðlasetningar og atkvæðaskipanar. • Léttleiki rímnaformsins og endarím bendir aftur á móti til danskvæða. Talið er að í öndverðu hafi rímurnar verið sungnar fyrir dansi enda er bragarhátturinn lagaður til söngs.

  8. Rímur – bragarhættir • Form rímna var í upphafi einfalt. • Í hinni elstu varðveittu rímu, Ólafs rímu Haraldssonar, eru vísur ferskeyttar (þ.e. fjórar ljóðlínur). • Atkvæðafjöldi er í föstum skorðum. • Ljóðstafasetning er þannig að stuðlar eru tveir hvor í sínu risi og höfuðstafur í fremsta risi sinnar línu. • Endarímið er víxlrím.

  9. Rímur - bragarhættir Úr Ólafs rímu Haraldssonar Drottni færði öðlingr önd, a ýtum líkam seldi. B Nú er hann guðs á hægri hönd a himins í æðsta veldi. B Réttir tvíliðir alls staðar nema í 3. og 4. vísuorði þar sem þríliður er fremst.

  10. Rímur – bragarhættir • Í tímans rás urðu til mörg afbrigði af rímnaháttum. • Varð það oft með þeim hætti að skáldin bættu rími í kveðskapinn þannig að hann varð stöðugt dýrari (með fleiri rímatkvæðum). • Formið varð þyngra með þessu lagi og mörgum veittist erfitt að sníða hugsun sinni svo þröngan stakk.

  11. Rímur – bragarhættir • Venja er að skipta rímnaháttum í 3 ættir: • Ferskeytluætt • Stafhenduætt • Braghenduætt • Af hverri ætt verða svo til mörg tilbrigði.

  12. Rímur - bragarhættir Dæmi um ferskeytluætt Ferskeytlan er Frónbúans afyrsta barnaglingur, B en verður seinna í höndum hans a hvöss sem byssustingur B (Andrés Björnsson) Ójöfnu línurnar (1. og 3.) eru einu atkvæði lengri en þær jöfnu. Rímið er abab en getur líka verið abcb.

  13. Rímur - bragarhættir Dæmi um stafhenduætt Vandasamt er sjómanns fag asigla og stýra nótt og dag. aÞeir sem stjórna þjóðarhag. a þekkja varla áralag. A (Örn Arnarson. Úr Odds rímum sterka) Allar ljóðlínur eru jafnlangar. Endarímið er aaaa en slíkt afbrigði nefnist samhenda. Sé endarímið aabb er um að ræða einfalda stafhendu.

  14. Rímur - bragarhættir Dæmi um braghenduætt Margur er sá er dansar dátt um dimmar nætur. a Daginn eftir dapur grætur a og dregst með ólund seint á fætur a (Þura í Garði) Ljóðlínur hér eru aðeins þrjár (geta verið tvær; afhending). Fyrsta línan hefur sér ljóðstafi, hinar tvær stuðla á venjubundinn hátt. Endarím: aaa. Sé það abb nefnist það baksneydd braghenda.

  15. Rímur - ferill • Rímur voru fyrst og fremst ortar til að skemmta mönnum. • Engin kveðskapargrein hefur náð öðrum eins vinsældum og rímur hér á landi. • Rímur voru í hávegum hafðar allt fram á 20. öld eða um fimm alda skeið!

  16. Rímur - ferill • Ástæður fyrir vinsældum rímna: • Rímurnar fluttu sagnaskemmtun sem var dægrastytting er alltaf hefur fallið í góðan jarðveg hér á landi. • Menn af öllum stéttum fengust við rímnagerð; bæði lærðir og leikir. • Rímnahættir voru snemma notaðir við gerð lausavísna.

  17. Rímur - ferill • Rímurnar áttu þó oft undir högg að sækja. • Eftir að lúterstrú var tekin upp vildi Guðbrandur biskup Þorláksson koma rímunum fyrir kattarnef þar sem hann taldi þær draga hug manna frá kristilegum efnum. • Heittrúarsinnar (píetistar) gerðu aðra hríð að rímunum á 18. öld á sömu forsendum. • Þessar tilraunir til að útrýma rímunum báru þó ekki árangur.

  18. Rímur - ferill • Á 18. og 19. öld sóttust menn að rímum á fagurfræðilegum forsendum: • Magnús Stephensen konferensráð • Jónas Hallgrímsson • Enn reyndust rímurnar þó ódrepandi. • Vinsældir rímnanna fóru loks minnkandi með breyttum tíðaranda og bókmenntasmekk. • Einnig hættu þær að gegna hlutverki sem sagnaskemmtun. Farið var að semja sögur í óbundnu máli sem alþýða manna kaus fremur.

  19. Rímur – einstakir höfundar • Nöfn hinna elstu rímnaskálda eru gleymd. • Tvö rímnaskáld sem uppi voru fyrir siðaskipti: • Einar Gilsson lögmaður orti Ólafsrímu Haraldssonar á 14. öld. Fjallar um fall Ólafs helga og dýrð hans. Skiptist ekki í flokka. • Svartur Þórðarson orti Skíðarímu á 15. öld. Skopkvæði um förumann sem berst í draumi til Valhallar og á þar samskipti við goðin.

  20. Rímur - gildi • Margir ortu rímur en fáir teljast verulegir listamenn. Margt gefur þó rímunum gildi: • Þær fluttu þjóðinni söguefni í þeim búningi sem hún hafði mætur á. • Þær varðveittu söguefni frá glötun. • Þær veittu hverjum hagyrðingi tækifæri til að iðka braglist. • Þær varðveittu skáldamálið forna og héldu tungunni auðugri og taminni við braglist. • Þær hafa því átt ríkan þátt í því að viðhalda samhengi íslenskra bókmennta sem góðu heilli er enn órofið.

  21. Heimsádeila – Skáld-Sveinn • Skáld-Sveinn er talinn höfundur Heimsósóma í eftirriti Árna Magnússonar af 16. aldar handriti. • Ekkert er vitað um Skáld-Svein nema að hann virðist haf verið uppi á síðari hluta 15. aldar og e.t.v. lifað fram á þá 16.

  22. Heimsádeila – Skáld-Sveinn • Heimsósómi fjallar um yfirgang og lögleysur höfðingja við sýkna bændur og lítilmagna og mun skáldið hafa í huga dæmi úr samtíð sinni. • Sakir tilþrifa skáldsins og andagiftar verður að telja Heimsósóma stórbrotnasta kvæðið frá miðöld. • Heimsósómi telst upphafskvæði þess heimsádeilukveðskapar sem blómgaðist á Íslandi á miðöld.

  23. Heimsádeila – Skáld-Sveinn • Dæmi um annan heimsádeilukveðskap er: • Aldasöngur Bjarna Jónssonar skálda • Aldarháttur Hallgríms Péturssonar • Helstu kvæði austfirsku skáldanna, s.s. Einars Sigurðssonarog Bjarna Gissurarsonar • Kvæði Eggerts Ólafssonar. • Í upphafi er deilt á óhóf og ofsa í íslensku samfélagi en þegar kemur fram yfir siðaskipti fer kveðskapurinn að snúast um erlenda kúgun, deyfð og doða.

More Related