1 / 12

Þéttar

Þéttar. Plötuþéttar. Þéttar. Þéttir er í grundvallaratriðum tveir fletir með bili á milli. Þegar annar flöturinn er tengdur við plússkaut spennugjafa og hinn við mínusskautið verður upphleðsla á flötunum þar til spennan á milli þeirra er jöfn spennu spennugjafans.

deliz
Télécharger la présentation

Þéttar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þéttar Plötuþéttar

  2. Þéttar • Þéttir er í grundvallaratriðum tveir fletir með bili á milli. • Þegar annar flöturinn er tengdur við plússkaut spennugjafa og hinn við mínusskautið verður upphleðsla á flötunum þar til spennan á milli þeirra er jöfn spennu spennugjafans. • Ef þá er hleðslan +Q á öðrum er hleðslan –Q á hinum. • Ef sambandið við spennugjafann er rofið helst hleðslan á plötunum.

  3. Þéttar • Plötuþéttir er gerður úr tveimur plötum með flatarmál A og bili á milli platnanna d. • Plöturnar geta verið vafðar upp eða brotnar saman en það breytir ekki eðli plötuþéttisins.

  4. Þéttar • Þéttar hafa það sem er kallað rýmd og er hlutfall hleðslunnar sem er á honum og spennunnar milli platanna.

  5. Þéttar • Eining rýmdar er Farad sem er skilgreint sem: • Einingin Farad er stór eining og flestir þéttar eru á bilinu nF til mF.

  6. Þéttar • Rýmd plötuþéttis er háð þremur stærðum: • 1) Flatarmáli platanna A • 2) Bilinu milli þeirra d • 3) Rafsvörunarstuðli efnisins milli platanna  • Rýmdin er þá • Oftast er þetta ritað svona: • Hér er notaður ritháttur þar sem frávik rafsvörunarstuðuls efnisins frá tómarúmi er táknað með r eða afstæðum rafsvörunarstuðli. Í töflum er hann ávalt notaður.

  7. Þéttar • Hliðtenging þétta: Ef tveir eða fleiri þéttar eru hliðtengdir gildir að spennan V er sú sama yfir þá alla og heildarhleðslan er summa hleðslu einstakara þétta. Fyrir tvo er þetta • Í hliðtengingu er heildarrýmdin summa rýmda þéttanna í hliðtengingunni.

  8. Þéttar • Raðtenging þétta: Þegar tveir eða fleiri þéttar eru raðtengdir gildir að summan yfir raðtenginguna V er summa spennu yfir einstaka þétta og hleðslan er sú sama á öllum þéttunum Q. • Í raðtengingu er einn á móti heildarrýmdinni summa af einum á móti rýmd einstakra þétta í raðtengingunni.

  9. Þéttar • Í hlöðnum þétti er bundin orka sem finna má auðveldlega hver er: • Við afhleðslu fellur spennan á þéttinum þegar hleðslan minnkar og er að meðaltali hálf hámarkshleðslan eða • Þetta má einnig rita á eftirfarandi máta: • Orkan í þéttinum er stöðuorka og táknuð með U

  10. Þéttar • Orkuþéttleiki í rafsviði: • Þar sem í þéttinum er stöðuorka sem rita má fyrir plötuþétti sem • A∙d er rúmmál þéttisins og ef því er deilt út fæst orkuþéttleikinn í þéttinum

  11. Þéttar • Þegar þéttir afhleðst í gegnum mótstöðu breytist hleðslan á honum með tíma en um rásina gildir að spennan yfir þéttinn á hverjum tíma er jöfn spennunni yfir mótstöðuna: • Straumurinn er afleiðan af fallinu sem lýsir hleðslunni á hverjum tíma og þá fæst • Mínusinn stafar af því að hleðslan er minnkandi.

  12. Þéttar • Lausnir á svona diffurjöfnu eru á forminu • Oftast er notað •  er kallaður tímafastinn fyrir rásina.

More Related