1 / 31

Sturlungaöld

Sturlungaöld. Fornritin og lok þjóðveldis á Íslandi (bls. 144 – 154). Íslensk miðaldarit. Á miðöldum var latína ritmál menntamanna um alla Evrópu og lítið finnst af ritheimildum á þjóðtungum hverrar þjóðar fyrr en við lok miðalda

hani
Télécharger la présentation

Sturlungaöld

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sturlungaöld Fornritin og lok þjóðveldis á Íslandi (bls. 144 – 154)

  2. Íslensk miðaldarit • Á miðöldum var latína ritmál menntamanna um alla Evrópu og lítið finnst af ritheimildum á þjóðtungum hverrar þjóðar fyrr en við lok miðalda • Ísland sker sig þó úr að þessu leyti en flest það sem ritað var hér á miðöldum er ritað á íslensku og eru miðaldaritin jafnan talin helsti (og eini) skerfur þjóðarinnar til heimsmenningarinnar • Íslensk miðaldarit eru skráð á tímabilinu frá upphafi 12. aldar og allt til loka miðalda en mest er gróskan og listfengið á ofanverðri 13. öld Valdimar Stefánsson 2008

  3. Upphaf ritaldar á Íslandi • Jafnan er miðað við að ritöld hefjist á Íslandi árið 1117-18 en þann vetur hófst ritun þjóðveldislaganna, eftir því sem Ari fróði segir • Íslendingabók Ara fróða er litlu yngri en hún mun rituð á árabilinu 1122-33 og frá svipuðum tíma er líklega upphafsgerð Landnámu sem nú er glötuð • Næstu 200 árin voru Íslendingar síðan afar uppteknir af sagnaritun um hin ýmsu efni, í fyrstu voru það lög, ættartölur og helgisögur en síðan tóku menn við að semja hinar eiginlegu fornsögur Valdimar Stefánsson 2008

  4. Flokkun miðaldarita (íslenskra fornrita) • Þjóðarsögur; sem rekja sögu samfélagsins í heild • Íslendingabók, Landnáma, Kristni saga • Konungasögur; sem fjalla flestar um Noregskonunga en einnig um konunga Danmerkur og Svíþjóðar • Sverris saga er þeirra elst, rituð af Karli Jónssyni • Heimskringla Snorra Sturlusonar er þeirra þekktust • Hákonar saga gamla er líklega sú yngsta varðveitta, rituð af Sturla Þórðarsyni Valdimar Stefánsson 2008

  5. Flokkun miðaldarita (íslenskra fornrita) • Biskupasögur; sem eru e. k. heilagra manna sögur • Hungurvaka er saga fyrstu biskupa Skálholtsdæmis • Þorláks saga og Jóns saga Ögmundssonar • Samtíðarsögur; en þær fjalla um átök höfðingja frá upphafi 12. aldar til loka þjóðveldis og eru nú varðveittar í Sturlungu • Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar er þeirra mest • Þórðar saga kakala, Þorgils saga skarða, Sturlu saga Valdimar Stefánsson 2008

  6. Flokkun miðaldarita (íslenskra fornrita) • Íslendingasögur; þekktastu og vinsælustu fornritin, segja frá fólki sem uppi var á 9. og 10. öld en flestar eru sögurnar ritaðar á 13. öld • Brennu-Njáls saga, Egils saga Skallagrímssonar, Grettis saga, Laxdæla, Eyrbyggja • Fornaldarsögur Norðurlanda; sem gerast í fjarlægri fortíð, allt aftur til þjóðflutningatímans • Völsunga saga, Göngu-Hrólfs saga, Ragnars saga loðbrókar • Riddarasögur; lausamálsþýðingar á frönskum hirðkvæðum • Tristrams saga Valdimar Stefánsson 2008

  7. Íslenska þjóðveldið á hámiðöldum • Stjórnskipan Íslands á þjóðveldisöld varð sífellt ólíkara því sem tíðkaðist í Evrópu eftir því sem konungsvald og miðstýring styrktust þar • Hér á landi var hvorki konungur né aðalsstétt sem stýrði landinu og goðaveldið ekki jafn rígbundið ættum og aðalsveldið á meginlandinu • En er leið á 11. öld tóku goðorðin að færast á færri hendur og brátt urðu til héraðsríki sem stjórnað var af einni ætt • Í upphafi 13. aldar var landinu í raun stýrt af fimm ættum sem reyndu að styrkja veldi sitt með öllum ráðum: Haukdælir, Svínfellingar, Ásbirningar, Oddaverjar og Sturlungar Valdimar Stefánsson 2008

  8. Valdaættir á 13. öld – Haukdælir • Haukdælir eru líklega einna fyrstir til að mynda héraðsríki í Árnesþingi sem samsvarar nokkurn veginn Árnessýslu nútímans • Þeir voru afkomendur Mosfellinga, Gissurar hvíta og Ísleifs biskups Gissurarsonar, og kenndir við bæinn Haukadal í Biskupstungum • Leiðtogar Haukdæla á fyrri hluta 13. aldar voru Þorvaldur Gissurarson í Hruna (d. 1235) og Gissur (1209-1268) sonur hans er síðar varð jarl yfir Íslandi Valdimar Stefánsson 2008

  9. Valdaættir á 13. öld – Svínfellingar • Svínfellingar réðu yfir víðfeðmasta héraðsríkinu, öllum Austfirðingafjórðungi • Ekki er ljóst hvenær þeir mynda ríki sitt en um aldamótin 1200 er Sigurður Ormsson leiðtogi þeirra • Þeir voru kenndir við ættarsetur sitt, Svínafell í Öræfum og er Ormur Jónsson Svínfellingur (d. 1241) þeirra merkastur • Svínfellingar blönduðust lítt inn í valdabaráttu höfðingjaættanna, enda ríki þeirra afskekkt og það víðfeðmt að ekki þurftu þeir meira við Valdimar Stefánsson 2008

  10. Valdaættir á 13. öld – Ásbirningar • Ásbirningar réðu Hegranesþingi og náði ríki þeirra yfir Skagafjörð og hluta Húnaþings • Þeir voru kenndir við ættföður sinn, Ásbjörn Arnórsson, sem líklega var uppi á fyrri hluta 12. aldar • Í upphafi 13. aldar átti Kolbeinn Tumason, leiðtogi þeirra í harðri deilu við Guðmund biskup Arason um dómsforræði í málefnum kirkjunnar og féll hann í Víðinesbardaga við menn biskups árið 1208 • Kolbeinn ungi, bróðursonur Kolbeins Tumasonar, var þekktastur höfðingi Ásbirninga en hann lést 1245 Valdimar Stefánsson 2008

  11. Valdaættir á 13. öld – Oddaverjar • Oddaverjar voru afkomendur Sæmundar fróða Sigfússonar og kenndir við ættarsetur sitt, Odda á Rangárvöllum • Héraðsríki þeirra náði yfir Rangárþing, núverandi Rangárvallasýslu • Mestur höfðingi þeirra var Jón Loftson (d. 1197), sá er deildi við Þorlák biskup Þórhallsson á síðari hluta 12. aldar og hafði betur • Sæmundur, sonur Jóns, tók við ríkinu eftir hans dag en hann féll frá árið 1222 Valdimar Stefánsson 2008

  12. Valdaættir á 13. öld – Sturlungar • Sturlungar voru afkomendur Hvamms-Sturlu Þórðarsonar (1116-1183) sem kenndur var við bæ sinn, Hvamm í Dölum og réði Snorrungagoðorði • Þrír yngstu synir hans, Þórður, Sighvatur og Snorri, stofnuðu allir héraðsríki og voru hver um sig með valdamestu mönnum sinnar tíðar • Líklegt má telja að hefði þeim borið gæfa til að starfa saman þá hefðu þeir getað náð öllum völdum hér á landi en vegna sundurþykkis auðnaðist þeim aldrei að ráða hér einir Valdimar Stefánsson 2008

  13. Valdaættir á 13. öld – Sturlungar • Þórður Sturluson (1165-1237) stofnaði fyrstur þeirra bræðra héraðsríki á Snæfellsnesi með hagstæðu kvonfangi og var sá eini þeirra sem varð sóttdauður • Þórður Sturluson átti einn skilgetinn son, Böðvar, sem erfði ríki hans en af óskilgetnum börnum var Sturla þeirrra þekktastur en hann var lögsögumaður á Alþingi og fyrsti lögmaður landsins eftir að það féll undir Noregskonungs • Að auki ritaði Sturla sögu Hákonar gamla, Magnúss lagabætis og stærsta hlutann í safnritinu Sturlunga saga Valdimar Stefánsson 2008

  14. Valdaættir á 13. öld – Sturlungar • Sighvatur Sturluson (1170-1238) komst fyrst til valda í heimahéraði sínu í Dölunum • Árið 1215 flutti hann búferlum og settist að á Grund í Eyjarfirði og stofnaði þar héraðsríki sitt er náði um allt Norðausturland • Sighvatur þótti skörulegur höfðingi, spaugsamur í háttum, djarfur og ákveðinn gagnvart óvinum sínum en tryggur vinum sínum • Er hann varð fullorðinn flæktist hann inn í valdabrölt Sturlu sonar síns og var drepinn, ásamt honum og þremur öðrum sonum sínum, í Örlygsstaðabardaga árið 1238 Valdimar Stefánsson 2008

  15. Valdaættir á 13. öld – Sturlungar • Snorri, yngsti sonur Hvamms-Sturlu, kom á fót héraðsríki í Borgarfirði í upphafi 13. aldar og nýtti til þess kvonfang sitt • Á þriðja tug 13. aldar þótti hann mestur höfðingja á Íslandi og tvímælalaust auðugasti maður landsins • Snorri naut þó ekki sömu virðingar sem eldri bræður hans nutu og þótti bæði fégráðugur og undirförull • Hann var drepinn af mönnum Gissurar Þorvaldssonar í Reykholti 1241 • Skáldskapur hans mun þó ætíð halda nafni hans á lofti en þekktustu rit hans eru Noregskonungasagan Heimskringla, Edda, sem fjallar um skáldskaparlistina og Egils saga Skallagrímsson Valdimar Stefánsson 2008

  16. Valdaættir á 13. öld – Sturlungar • Á hátindi veldis síns, um 1220 til 1230 réðu þeir Sturlusynir landsvæðinu frá Borgarfirði og vestur í Dali og Norðurlandi öllu að undanteknum Skagafirði og hluta Húnaþings • Langvinnar deilur þeirra Þórðar og Snorra við Sighvat bróður sinn um erfðagoðorðið í Dölunum kom þó í veg fyrir að þeir gætu komið fram sem ein heild • Þegar kom fram yfir 1230 tóku synir þeirra við ríkjunum og fljótlega eftir það hörðnuðu átökin á milli þeirra • Einungis ríki Þórðar sem Böðvar tók við stóð óhaggað til enda þjóðveldisins Valdimar Stefánsson 2008

  17. Bandalög valdaættanna • Þótt hver ætt um sig hafi gert sitt ýtrasta til að viðhalda sjálfstæði sínu kom það ekki í veg fyrir að þær gerðu með sér bandalög þegar mikið var í húfi • Haukdælir og Ásbirningar voru þannig jafnan sameinaðir gegn Sturlungum en þeir áttu framan af bandamenn í Oddaverjum • Einnig sameinuðust nánast allir höfðingjar landsins gegn Guðmundi biskupi Arasyni eftir fall Kolbeins Tumasonar 1208 en Oddaverjar og Þórður Sturluson stóðu þá einir utan þess bandalags Valdimar Stefánsson 2008

  18. Noregur • Á tímabilinu frá því um 1130 og fram til upphafs 13. aldar ríkti nánast borgarastyrjöld í Noregi þar sem ýmsir gerðu tilkall til konungstignar og efldu flokka hver gegn öðrum • Sverri Sigurðsyni tókst loks að ná völdum árið 1184 en er hann féll frá hófust flokkadrættir á nýjan leik • Sonarsonur Sverris, Hákon Hákonarson tók við konungdómi 1217 og ríkti hann í tæp 50 ár • Hákon gamli, eins og hann var síðar nefndur, styrkti mjög konungsvaldið og stundaði auk þess markvissa útþenslustefnu síðari hluta ævi sinnar Valdimar Stefánsson 2008

  19. Ítök Hákonar konungs • Eftir að Hákon konungur var orðinn fulltíða tók hann að blanda sér í átök valdaættanna á Íslandi • Sterkasta vopn hans í þeirri baráttu var að gera höfðingja handgengna sér, þ. e. gera þá að hirðmönnum sínum, er þeir komu á hans fund • Slíkt þótti mikil upphefð á Íslandi og nánast allir helstu höfðingjar landsins gerðust handgengnir konungi á tímabilinu 1220 – 1250 • Aðeins Kolbeinn ungi, höfðingi Ásbirninga, stóðst mátið enda er til þess tekið að hann hafi ekki gerst hirðmaður konungs er hann fór á hans fund Valdimar Stefánsson 2008

  20. Hirðmenn konungs – Snorri Sturluson • Snorri Sturluson gerðist fyrstur höfðingja hirðmaður konungs er hann fór á fund hans árið 1220 • Þá áttu norskir kaupmenn í miklum deilum við Oddaverja og lofaði Snorri að greiða úr því máli og jafnframt að vinna að því að koma landi undir konung • Eftir að heim kom reyndi þó Snorri lítt að framfylgja loforðum sínum enda mun hann ætíð hafa verið lítill fylgismaður konungs en því meiri fylgismaður tengdaföður hans, Skúla jarls, sem ríkti með Hákoni Valdimar Stefánsson 2008

  21. Hirðmenn konungs – Sturla Sighvatsson • Sturla, sonur Sighvats Sturlusonar, tók við erfðagoðorði Sturlunga og gerðist höfðingi Dalamanna um 1220 • Hann varð að fara utan til Rómar á fund páfa árið 1233 vegna meðferðar þeirra feðga á Guðmundi biskupi góða • Á heimleiðinni fór hann á fund Hákonar og gerðist hirðmaður hans og ráðgerði með honum að koma landi undir konung • Er heim kom tók hann þegar til við að þenja út veldi sitt en hvort hann ætlaði síðan að leggja það í konungs hendur vitum við ekki Valdimar Stefánsson 2008

  22. Hirðmenn konungs – Sturla Sighvatsson • Sturla, er hafði um árabil átt í deilum við Snorra föðurbróður sinn, lagði undir sig veldi hans á Vesturlandi en Snorri flúði til Noregs • Síðan sneri hann sér að Haukdælum og tókst að handtaka Gissur Þorvaldsson með svikum • Þá var það aðeins Kolbeinn ungi sem staðið gat upp í hárinu á Sturlu • Þeir feðgar Sighvatur og Sturla hittust með liði sínu í Skagafirði í ágúst 1238 í því skyni að leggja undir sig ríki Kolbeins • Kolbeinn ungi og Gissur, sem sloppið hafði úr haldi Sturlu, höfðu einnig safnað að sér liði og riðu til Skagafjarðar Valdimar Stefánsson 2008

  23. Hirðmenn konungs – Sturla Sighvatsson • Liðsmenn Sturlunga af Vestur- og Norðausturlandi munu hafa verið ríflega þúsund talsins en liðsmenn Haukdæla og Ásbirninga af Suðurlandi og úr Skagafirði voru um 1500 talsins • Herjunum laust saman við Örlygsstaði í Blönduhlíð og mun þetta vera ein fjölmennasta orrusta Íslandssögunnar en ekki féllu þar nema um fimm tugir manna • Sturlungar guldu mikið afhroð og voru þeir Sighvatur, Sturla og þrír aðrir synir Sighvats allir drepnir Valdimar Stefánsson 2008

  24. Hirðmenn konungs – Gissur Þorvaldsson • Skömmu eftir fall Sturlu Sighvatssonar kom Snorri Sturluson aftur til landsins í óleyfi konungs og tók á ný við ríki sínu • Skúli jarl hafði hafið uppreisn gegn konungi skömmu eftir útför Snorra sem mistókst með öllu en Hákon taldi víst að Snorri hefði verið með Skúla í ráðum • Gissur Þorvaldsson hafði gerst hirðmaður Hákonar nokkrum árum fyrr og honum sendi Hákon þá orðsendingu að fanga Snorra og senda utan til sín eða drepa ella • Gissur hafði engar vöflur á, fór að Snorra í Reykholti og lét drepa hann Valdimar Stefánsson 2008

  25. Hirðmenn konungs – Þórður kakali • Þórður kakali Sighvatsson hafði dvalist hjá konungi í Noregi er faðir hans og bræður voru felldir við Örlygsstaði • Hann kom heim árið 1242 og tók þegar að berjast við Kolbein unga sem lagt hafði undir sig föðurleifð hans á Norðausturlandi • Þórður fékk liðsafla af Vestfjörðum og frá Sturlu, frænda sínum Þórðarsyni, úr Dölunum en mátti sín þó lítils gegn veldi Ásbirninga • Í júní 1244 mættust lið þeirra fyrir tilviljun á miðjum Húnaflóa er hvor ætlaði að öðrum og sló þegar í bardaga; Flóabardaga • Þótt Kolbeinn hefði betur enda mun liðsmeiri þá galt hann engu að síður afhroð Valdimar Stefánsson 2008

  26. Hirðmenn konungs – Þórður kakali • Ári eftir flóabardaga lést Kolbeinn og hafði þá gefið Þórði eftir föðurleifð sína • Árið 1246 börðust síðan í Haugsnesbardaga fylkingar Þórðar og Brands Kolbeinssonar sem tekið hafði við Skagafirði að Kolbeini látnum • Þar féllu meira en 100 manns og er það mannskæðasta orrusta sem háð hefur verið á Íslandi • Þórður hafði þar sigur en Brandur féll og tók Þórður þá þegar allt Norðurland undir sig • Gissur Þorvaldsson kom að sunnan með mikið lið en ekki varð úr bardaga og sömdu þeir Gissur og Þórður að skjóta málum sínum til konungs og fóru báðir utan Valdimar Stefánsson 2008

  27. Hirðmenn konungs – Þórður kakali • Þórður sneri aftur til Íslands 1248 og réði hér öllu um þriggja ára skeið • Konungi þótti hann lítið gera til að koma landi undir sig og kallaði hann aftur til Noregs árið 1251 • Þórður dvaldi í Noregi um nokkurra ára skeið og undi hag sínum illa en fylgismenn hans reyndu að verja veldi hans hér á landi • Árið 1256 tilkynnti konungur honum loksins að hann mætti snúa aftur heim en Þórður varð bráðkvaddur áður en að af því yrði Valdimar Stefánsson 2008

  28. Hirðmenn konungs – Gissur Þorvaldsson • Gissur var í Noregi þann tíma sem Þórður réði öllu á Íslandi og fékk ekki heimfararleyfi fyrr en 1253 • Hann reyndi strax að semja frið við Sturlunga og hélt að Flugumýri í Skagafirði þá um haustið brúðkaup sonar síns og dóttur Sturlu Þórðarsonar • Að kvöldi þriðja dags veislunnar komu fylgismenn Þórðar að bænum og brenndu hann til grunna • Þar missti Gissur konu sína og þrjá syni en bjargaði lífi sínu með því að fela sig í sýrutunnu • Gissur hefndi brennunnar en tókst ekki að ná forsprökkunum Valdimar Stefánsson 2008

  29. Hirðmenn konungs – Gissur Þorvaldsson • Árið eftir, 1254, fór Gissur aftur til Noregs og þótti konungur hann reka málefni sín slælega • Hann sneri aftur 1258 og hafði þá þegið jarlstign af konungi, merki og lúður • En ekki virðist Gissur hafa rekið erindi konungs af meira kappi en fyrr og sendi því konungur sinn mann, Hallvarð gullskó, sem þegar tók við að veita óvinum Gissurar lið • Þá sá Gissur að við svo búið yrði ekki unað og sumarið 1262 sóru fulltrúar Norðlendinga og Árnes- og Kjalnesinga konungi land og þegna á Alþingi • Næstu tvö ár fylgdu síðan aðrir landsmenn í kjölfarið Valdimar Stefánsson 2008

  30. Gamli sáttmáli (Gissurarsáttmáli) • Í sáttmála Íslendinga við Hákon konung kom fram að þeir myndu greiða honum skatt en á móti skyldi konungur láta Íslendinga ná friði og íslenskum lögum • Landaurar (skattur sem Íslendingar greiddu við komu til Noregs) lögðust af og Íslendingar áttu að njóta sinna bestu réttinda í Noregi • Landið átti að vera jarlsdæmi og skyldu sex skip sigla milli Noregs og Íslands hvert sumar • Hétu landsmenn að halda sinn hluta sáttmálans svo lengi sem Noregskonungur héldi sinn hluta Valdimar Stefánsson 2008

  31. Helstu orsakir fyrir falli þjóðveldisins? • Hinn sífelldi ófriður sem ríkt hafði í áratugi • Ítök Noregskonungs meðal íslenskra höfðingja (hirðmenn konungs) • Norskir biskupar á Íslandi frá árinu 1237 • Styrkur og útþensla Noregs á 13. öld • Ótti Íslendinga við einangrun (siglingaleysi og/eða verslunarbann konungs) • Almennt áhugaleysi um „sjálfstæði“ þjóðarinnar Valdimar Stefánsson 2008

More Related