1 / 30

Evran og fjármálalegur stöðugleiki

Evran og fjármálalegur stöðugleiki. Friðrik Már Baldursson Háskólinn í Reykjavík Richard Portes London Business School og CEPR. Hvers vegna höfum við áhyggjur af krónunni? Gengisvísitalan frá 2000. Yfirlit. Hvað er evruvæðing? Hvað er fjármálastöðugleiki?

jethro
Télécharger la présentation

Evran og fjármálalegur stöðugleiki

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Evran og fjármálalegurstöðugleiki Friðrik Már Baldursson Háskólinn í Reykjavík Richard Portes London Business School og CEPR

  2. Hvers vegna höfum við áhyggjur af krónunni?Gengisvísitalan frá 2000

  3. Yfirlit • Hvað er evruvæðing? • Hvað er fjármálastöðugleiki? • Hvers vegna skiptir evruvæðing máli? • Hver er staðan á Íslandi? • Afleiðingar fyrir fjármálastöðugleika • Valkostir í gjaldeyrismálum • Niðurstöður

  4. Evruvæðing • Hugtakið notað eins og “dollaravæðing” (dollarization) er notað í flestum alþjóðlegum rannsóknum. Þ.e. þegar erlend mynt er notuð í stað heimamyntar í einhverjum eða öllum notum þeirrar síðarnefndu • Not myntar: Gjaldmiðill; varðveisla verðmæta; reikningseining • Getur verið • Formleg – de jure • Óformleg – de facto • Þá aðeins að hluta • Gengur mismunandi langt eftir notum • Rannsóknir fjölluðu fyrst um upptöku erlendrar myntar í daglegum viðskiptum og afleiðingar þessa fyrir peningastefnu • Á síðari árum hefur athyglin beinst að fjármálalegri evruvæðingu • Eignir, skuldir, fjármálagerningar færast í miklum mæli yfir í erlenda mynt

  5. Fjármálastöðugleiki • Engin einhlít skilgreining, en í hugtakinu felst ... • Stöðugleiki mikilvægustu fjármálafyrirtækja og markaða • Traust lykilfyrirtæki – yfirgnæfandi líkur á að þau geti staðið við samninga • Traustir markaðir – snurðulaus og örugg viðskipti • ... og við vitum nú hvað felst í andstæðunni • Bankakreppur eru kostnaðarsamar • Framleiðslutap í þróuðum ríkjum 10-15% af landsframleiðslu • Á Íslandi er bankakerfið hlutfallslega stórt þ.a. bankakreppa myndi valda mjög miklum skaða

  6. Evruvæðing í daglegum viðskiptum • Oftast mjög erfitt að nálgast gögn um umfang slíkrar evruvæðingar og notast við tölur um bankainnistæður í erlendri mynt þess í stað • Notkun evru eða annarrar erlendrar myntar lítil í daglegum viðskiptum á Íslandi – a.m.k. enn sem komið er • Innistæður á gjaldeyrisreikningum eru raunar meiri á Íslandi en í flestum þróuðum ríkjum • Samt lægri að tiltölu en t.d. í Bretlandi og Ungverjalandi (sjá næstu glæru) • Endurspeglar fremur varðveislu verðmæta (store of value) en staðgöngu í daglegum viðskiptum • Einstaklingar vilja verja sig gegn sveiflum í krónunni • Hluti af fjármálalegri evruvæðingu

  7. Innlán á gjaldeyrisreikningum sem hlutfall af heildarinnlánum (2004)

  8. Fjármálaleg evruvæðing (FE) / dollaravæðing (FD) • Eignir og skuldir í erlendri mynt • Bankar eru yfirleitt varðir gegn sveiflum í gengi og bera því ekki beina gengisáhættu • Áhrif gegnum efnahagsreikninga lántakenda kunna að vera afdrifarík • Ef gengi heimamyntar lækkar mikið geta óvarðir lántakendur í erlendri mynt orðið gjaldþrota • Gengisáhætta færist yfir í útlánaáhættu • Dregur úr stöðugleika bankakerfisins – tap á lánum getur eytt upp eigin fé banka

  9. Alþjóðleg reynsla: FE/FD lönd einkennast af • Hærri verðbólgu • Lægri og sveiflukenndari hagvexti • Hærri tíðni skyndilegrar stöðvunar á innstreymi fjármagns (systemic sudden stop) • Hærri tíðni gjaldeyris- og bankakreppa • Mikill kostnaður á mælikvarða landsframleiðslu • Flest FE/FD lönd teljast til þróunarríkja eða nýmarkaðsríkja • Suður-Ameríka, fyrrum austurblokk, en einnig lönd í Asíu og Afríku • Hvað um Ísland?

  10. Erlend staða, % af VLF

  11. Bankarnir alþjóðavæddir og nota því erlenda mynt • Vöxtur bankanna á síðustu árum – efnahagsreikningur þeirra er nú tíföld VLF – er að miklu leyti fjármagnaður á erlendum mörkuðum (heild- og smásölu) • Í lok júní 2008 voru 75% innlána hjá K-L-G erlend – í viðkomandi heimamynt • Til minnis: 1.300 milljarðar króna (= VLF) af þessum innistæðum tryggðar af Tryggingarsj. innstæðueigenda. 2.000 milljarðar til viðbótar tryggðir af innstæðutryggingum viðkomandi landa • 60% útlána K-L-G erlend • Krónan er starfrækslumynt bankanna svo þeir verða að verja sig gegn sveiflum í gengi hennar

  12. Hrein gjaldeyrisstaða bankanna: Ver eigið fé

  13. Hlutdeild erlendra mynta í innlendum bankalánum

  14. Útlán í erlendri mynt

  15. Flökt nokkurra mynta gegn Evru

  16. Hvers vegna sækjast fyrirtæki eftir skráningu í Evrum?Flökt íslenskra hlutabréfa í ISK og EUR Erfitt að draga að erlenda fjárfesta Að einhverju leyti er krónan sem slík viðskiptahindrun Flökt í krónunni bætist ofan á flökt í hlutabréfum Skráning í evrum eitt skref enn í fjármálalegri evruvæðingu

  17. Fjármálaleg evruvæðing á Íslandi • Orðin mjög útbreidd á innlendum lánamarkaði • Bankarnir verja sig gegn gengissveiflum • En það má fyrirfram gera ráð fyrir að lántökur heimila og atvinnugreina með tekjur í krónum valdi útlánaáhættu

  18. Íslenskar aðstæður • Verðbólga – mikil og sveiflukennd • Gengisbreytingar koma hratt fram í verðlagi • Skapar vörn að hluta fyrir innanlandsgreinar • Verðtrygging er útbreidd; óbein áhrif á efnahagsreikninga • Bein og óbein áhrif gengisbreytinga leiða til hærri vaxtagreiðslna og afborgana af lánum – í erlendri mynt og verðtryggðum • Sveiflur í gengi ekki óvenjulega miklar (m.v. önnur lönd með flotgengi) þar til nýlega – tengist fremur stöðu fjármálageirans en fjármálalegri evruvæðingu sem slíkri • Hagvöxtur – hraður, en miklar sveiflur • Ójafnvægi í erlendri eignastöðu – íslensk hlutabréf óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta • Töluverður áhugi á skuldabréfum í krónum þar til fyrir skemmstu

  19. Afleiðingar FE á fjármálastöðugleika • Í uppsveiflunni styrktust efnahagsreikningar heimila og fyrirtækja sem voru skuldsett í erlendri mynt • Ýtti undir hækkanir á eignaverði og styrkti eignastöðu enn frekar • Jákvæð fylgni milli hlutabréfaverðs og gengis krónunnar • Öfug þróun í niðursveiflunni • Mikil lækkun krónunnar að undanförnu er líkleg til að valda auknum útlánatöpum • En takmörkuð áhrif að svo komnu: Í júlí hafði ígildi 2,1% innlendra lána verið færð á afskriftareikning (84 mia.kr.) • 1,2% af heildarútlánum

  20. Hvað gerist þegar evran breiðist út í hagkerfinu? • Töluvert um uppgjör í evrum/dollurum. Eitthvað þegar um að laun séu greidd í evrum • Evruvæðing atvinnulífsins? • Myndi verja þá aðila sem um ræðir gegn gengissveiflum • En smærri og smærri hluti hagkerfisins þarf þá að taka að sér ytri aðlögun • Enn óstöðugri mynt! • Ýtir enn frekar undir evruvæðingu • Eykur enn á efnahagssveiflur • Dregur úr fjármálastöðugleika þegar upp er staðið

  21. Hvers vegna er svona mikið af lánum í erlendri mynt? • Raungengi hefur verið nokkuð stöðugt til lengri tíma litið • Vegna þess hve gengisbreytingar koma hratt fram í verðlagi hafði Seðlabankinn hálfopinbert gengismarkmið • Studdi við gengið með háum vöxtum • Mikill vaxtamunur, u.þ.b. 10%, var freistandi – jafnvel þótt gengisvörn væri ekki fyrir hendi • Svo lán voru tekin í erlendri mynt – oft lágvaxtamyntum (JPY, CHF) • Eitt birtingarform vaxtamunarviðskipta • Viðleitni til að styðja við krónuna ýtti undir • Stöðvaðist að lokum vegna óhagstæðra kjara íslensku bankanna

  22. Gengi, vaxtamunur, CDS álag

  23. Opinber (de jure) evruvæðing • Full aðild að EMU • Hingað til verið viðtekið að aðild að ESB sé skilyrði • Samrunaskilyrðin – er ætlað að tryggja stöðugan samruna myntsvæða • Opinber fjármál: Halli <3%; skuldir <60% • Verðbólga sl. ár < 3 lægstu verðbólgutölur í ESB + 1,5% • Langtímavextir sl. ár < 3 lægstu vextir í ESB + 2% • Gengi sl. 2 ár innan við 15% frá viðmiðun • Tvíhliða samkomulag • Leyfir löggjöf ESB þetta? • Er pólitískur vilji? • Markmið: full aðild að EMU • Einhliða • Tæknilega framkvæmanleg • ESB og ECB mjög andvíg

  24. Full aðild að EMU – ESB eða tvíhliða • Sjálfstæð peningastefna á bak og burt • Áhrif á fjármálastöðugleika? • Lykilatriði v. fjármálastöðugleika: Aðgangur að ECB repo • Laust fé þegar þarf – lánveitandi til þrautavara í framkvæmd • Björgun gjaldþrota banka (ef vilji er til slíks) yrði áfram á ábyrgð Íslands • Ólíklegt að Ísland verði undanþegið samrunaskilyrðunum – hvor leiðin sem yrði farin • Í upphafi ERM II – “hreinsunareldurinn” • Gengissveiflur takmarkaðar við ±15% • Tvíhliða samstarf um fjármögnun gjaldeyrisinngripa • Ekki fullur aðgangur að ECB repo – enginn lánveitandi til þrautavara • Bankarnir myndu áfram hafa aðgang að ECB í gegnum dótturfélög –eins og þeir hafa núna að einhverju leyti

  25. Einhliða evruvæðing • Gjaldeyrisforðinn er meiri en grunnfé => Tæknilega framkvæmanlegt • Peningastefna glatast – myntsláttuhagnaður glatast • Gjaldeyriskreppur hverfa skv. skilgreiningu • Enginn lánveitandi til þrautavara • Vegna stærðar bankanna er óheyrilegur kostnaður við að liggja með nægjanlegan forða • Svigrúm til lausafjáraðstoðar eða björgunaraðgerða íslenskra stjórnvalda mjög takmarkað • En þetta er staðan í reynd nú • Myndi ECB takmarka aðgang að repo frá því sem nú er?

  26. Stefna stjórnvalda • Frá sjónarmiði fjármálastöðugleika er núverandi staða óásættanleg til frambúðar • Fjármálaleg evruvæðing hefur leitt til þess að gengissveiflur fela í sér verulega áhættu fyrir heimili og fyrirtæki • Bankarnir varðir gegn gjaldeyrisáhættu, en (ógegnsæ) útlánaáhætta skapast á móti • Áhætta bankanna af íslenska markaðnum og vöntun á trúverðugum lánveitanda til þrautavara er án efa mikilvægur áhrifaþáttur í þeim afarkjörum sem bankarnir sæta nú á alþjóðamörkuðum • Hefur smitað yfir í kjör íslenska ríkisins • Eykur enn á óstöðugleika í þjóðarbúskapnum • Við verðum að velja: • Af-evruvæðing • Full evruvæðing

  27. CDS fyrir nokkur lönd (5 ára skuldabréf)

  28. Kostirnir tveir • Af-evruvæðing • Undið ofan af óvörðum lántökum í erlendri mynt • Myndi gerast með auknum öryggiskröfum til banka vegna útlána til innlendra aðila í erlendri mynt – eða kláru banni nema í ákv. tilvikum • Aðskilnaður innlendra og alþjóðlegra viðskipta bankanna • Aðeins innlend viðskipti með bakland í Íslandi • Ekki tryggt að þetta virkaði í reynd – hægt væri að fara í kringum slíkar reglur • Líklegra að bankarnir flytji sig til annarra landa • Full evruvæðing • Einhliða: Ekkert til fyrirstöðu tæknilega. Yrði framför frá núverandi ástandi, en enginn pólitískur vilji hvorki innanlands né í ESB • Full aðild að EMU (hvernig sem farið er að því): Besta lausnin – a.m.k. frá sjónarmiði fjármálastöðugleika

  29. ViðaukiFylgni gengis og hlutabréfaverðs

More Related