1 / 11

Sveigjanlegur starfstími starfsmanna ISAL.

Ráðstefna Öldrunarráðs Íslands Fyrirlestur fluttur fimmtudaginn 9. febrúar 2006. Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL. Sveigjanlegur starfstími starfsmanna ISAL.

lorand
Télécharger la présentation

Sveigjanlegur starfstími starfsmanna ISAL.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ráðstefna Öldrunarráðs ÍslandsFyrirlestur fluttur fimmtudaginn 9. febrúar 2006. Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL Sveigjanlegur starfstími starfsmanna ISAL. Í kjarasamningi hlutaðeigandi verkalýðsfélag og ISAL eru m.a. þrjú fyrirmyndar ákvæði sem ég mun ræða hér sérstaklega, sem eru : • Hlutastarf sem starfsmenn geta farið í við 55 ára aldur og 60 ára aldur. • Smiðjan. Vinnustaður fyrir starfsmenn með skerta starfsorku. • Flýtt starfslok við 65 ára til 67 ára aldur.

  2. Hlutastarf. • Markmið með hlutastarfi er m.a. að undirbúa starfsmann að hætta að vinna. • Starfmaður sem er 60 ára og hefur unnið hjá ISAL í 5 ár á rétt á að minnka vinnuskyldur sína um allt að tvo mánuði, og starfsmaður sem er 55 ára og hefur unnið í 28 ár getur stytt vinnuskyldu um allt að einum mánuði.

  3. Launakjör í hlutastarfi • Starfsmaður fer á jafnaðarlaun þannig að hann er á launum í hlutastarfsfjarverunni. • Starfsmaður fær óskerta orlofs- og desemberuppbót (sem er nú kr 100.617 hvor greiðsla) • ISAL greiðir það sem upp á vantar í lífeyrissjóð og í séreignasparnað eins og maðurinn væri í fullu starfi.

  4. Smiðjan Smiðjan er vinnustaður sem er fyrir starfsmenn sem ekki hentar að starfa á sínum vinnustað vegna umhverfis, vinnufyrirkomulags eða af öðrum ástæðum svo sem: • Vegna skertrar stafsorku vegna veikinda eða eftir slyss. • Tilflutningur getur verið um styttri eða lengri tíma.

  5. Flýtt starfslok Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár hjá ISAL á rétt að fara í flýtt starfslok við 67 ára aldur og fá greiðslu samkvæmt ákvæðum kjarasamnings til 70 ára aldurs. • Einnig getur starfsmaður sem unnið hefur í 15 ár hjá ISAL við 65 ára aldur óskað eftir því að fara í flýtt starfslok og fá greiðslu í 3 ár. • ISAL getur óskað eftir því við starfsmann eftir að hann er orðinn 66 ára að hann fari í flýtt starfslok sem taki þá gildi eftir 6 mánuði. • Starfsmaður sem er á veikinda/slysagreiðslum eftir langvarandi fjarveru við 64 ára aldur öðlast rétt til greiðslu í flýttum starfslokum við 65 ára aldur.

  6. Launagreiðslur í Flýttum starfslokum • Starfsmaður fær ákveðna greiðslu frá ISAL sem hér segir: • kr. 119.368 á mánuði og • 35% af orlofs- og desembergreiðslu sem er nú 35.216 hvor greiðsla. • ISAL greiðir áfram í lífeyrissjóð eins og um fullt starf væri að ræða þannig að starfsmaður við 70 ára aldur fengi greitt úr lífeyrissjóð eins og hann hefði verið í 100% starfi allan tímann.

  7. Dæmi um afkomu

  8. Aðrar upplýsingar Lífeyrissjóður: Endurreiknuð stig í sjóðnum vegna innvinnslu stiga, eru þegar starfsmaður verður 70 ára. Tryggingastofnun: Ef starfsmaður á hugsanlega víðtækari rétt hjá tryggingarstofnun, þarf hann að snúa sér þangað sjálfur, því allt slíkt þarf að sækja um. Tekjutrygging: Þar sem tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu þarf að láta Tryggingastofnun vita af öllum breytingum sem verða, svo og öðrum breytingum sem hugsanlega hafa áhrif á tekjutryggingu. ATHUGIÐ: þessar upplýsingar eru háðar því að tekjur starfsmanns og maka séu réttar.

  9. Hugsanlegar hindranir • Það eru hreinar undantekningar ef starfsmaður sækir ekki um að fara í flýtt starfslok, t.a.m. skoða starfsmenn útreikninga frá mér með rúmlega árs fyrirvara. • Það eru tvær hindranir sem ég hef orðið var við en þær eru • Starfsmaður í góðu líkamlegu formi sem metur starfið og félagskap vinnufélag mikils. • Starfsmaður sem lent hefur í fjárhagsörðugleikum.

  10. Niðurlag • Nú eru 44 starfsmenn í hlutastarfi, það eru 68 starfsmenn á aldrinum 60 til 67 ára. • Það eru 48% starfsmanna á aldrinum 60 til 67 ára í hlutastarfi • Nú eru 12 starfsmenn í Smiðjunni • Nú eru 26 starfsmenn í flýttum starfslokum og 6 hafa sent inn umsókn. • Það eru eingöngu 9 starfmenn í starfi á aldrinum 67 til 70 ár í starfi aðrir hafa valið sér að fara í flýtt starfslok • Það hafa 145 starfsmenn farið í flýtt starfslok frá því 1991

  11. Takk fyrir

More Related