1 / 49

4.2 Ísland og alheims - samfélagið

4.2 Ísland og alheims - samfélagið. 4. hluti – Samastaður í heiminum. Ísland og alheimssamfélagið ( bls . 171). Árið 1918 var viðburðarríkt á Íslandi: Katla gaus og olli miklum spjöllum um allt land. Spænska veikin – skæður inflúensufaraldur sem margir dóu úr.

Télécharger la présentation

4.2 Ísland og alheims - samfélagið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 4.2 Íslandogalheims- samfélagið 4. hluti – Samastaður í heiminum

  2. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 171) • Árið 1918 var viðburðarríkt á Íslandi: • Katla gaus og olli miklum spjöllum um allt land. • Spænska veikin – skæður inflúensufaraldur sem margir dóu úr. • Sambandslagasáttmálinn við Dani gekk í gildi 1. des.

  3. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 171) • Sambandslagasáttmálinn 1. des: Með honum varð Ísland frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Dani. • Í sáttmálanum var ákvæði um að þjóðirnar gætu sagt honum upp að 25 árum liðnum (1943) ef þær óskuðu þess.

  4. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 171) • Íslendingar sögðu sambandssáttmálanum upp árið 1943 og stofnuðu lýðveldi 17. júní 1944. • Alþingi kaus Svein Björnsson fyrsta forseta landsins.

  5. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 172) • Ríki: Stjórnarfarsleg heild sem einkennist af ákveðnum landamærum og innan þeirra er ríkið sjálfstætt og með full yfirráð. • Árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki í konungs-sambandi við Danmörku. Hvað þýðir að vera fullvalda ríki?

  6. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 172) • Fullvalda þýðir að stjórnmálastofnanir ríkisins hafi æðstu yfirráð yfir íbúunum. • Fullvalda ríki viðurkennir ekkert æðra vald í eigin málefnum.

  7. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 172) • Hvað eru til mörg ríki í heiminum? • Fjöldi sjálfstæðra ríkja er alltaf að breytast, sum hverfa við sameiningu en önnur ný eru stofnuð. • Ef skoðaður er listi yfir ríki í Sameinuðu þjóðunum kemur í ljós að um þessar mundir eru þau um 200 (192).

  8. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 172) • Vatikanið er sjálfstætt ríki sem ekki er meðlimur í Sameinuðu þjóðunum. • Ríki sem gætu öðlast sjálfstæði og í framhaldinu gengið í SÞ: • Palestína, Grænland, Færeyjar.

  9. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 172) • Grænland: • Fengu aukna sjálfstjórn frá Dönum árið 2009 er þeir tóku yfir lögreglu- og dómsmál í landinu. Fengu meira vald yfir nýtingu auðlinda landsins. • Grænlenska varð formlegt tungumál Grænlendinga.

  10. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 173) • Sjálfstæðishugmyndir hafa komið fram í: • Puerto Rico (Bandaríkin) • Tsjetserníu (Rússland) • Norður- og Suður Kóreu. Urðu tvö ríki í kjölfar Kóreustríðsins árið 1953.

  11. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 173) • Smáríkið Ísland: • Landið er stórt eða um 103.000 fm². • Þjóðin er fámenn eða um 320.000 (2009). • Ísland er smáríki eins og flest önnur ríki í heiminum.

  12. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 174) • Einkenni smáríkja:Fámenn, hernaðar-lega vanmáttug. Atvinnuvegir oft fremur einhæfir. • Útflutningsvörur og þjónusta oft einhæf – þau þurfa að flytja inn stóran hluta af vörum sínum og hráefnum og hafa fremur lítil völd í alþjóðamálum.

  13. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 174) • Fiskafurðir hafa lengstum verið mikilvæg-asti vöruútflutningurinn – þess vegna hefur útfærsla fiskveiðilögsögunnar og verndun fiskistofna verið mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga. • Sjávarafurðir eru 40% af útflutningsverðmætum þjóðarinnar og iðnaður um 30%.

  14. Íslandogalheimssamfélagið (bls. 174) • Human Development Report: http://hdr.undp.org/en/reports/global/hdr2010/ • Skýrsla um ýmis lífsskilyrði gefin út af Sameinuðu þjóðunum. • Smelltu á heitið Human Development Report hér að ofan og skoðaðu skýrsluna – sérstaklega þó töflurnar aftast í ritinu.

  15. Hagsmunirogvöldríkja(bls. 174-175) • Öll ríki berjast fyrir hagsmunum sínum. Ef hagsmunir ríkja skarast reyna þau að semja um lausn deilunnar, annaðhvort beint eða með aðstoð alþjóðlegra stofnana. • Diplomatísk aðferð: Þegar ríki beitir sendiráðum sínum í öðrum löndum til að koma skoðunum sínum á framfæri.

  16. Hagsmunirogvöldríkja(bls. 175) • Diplomatísk aðferð: Sé málið talið alvarlegt er boðað til sameiginlegra viðræðna með fulltrúum beggja aðila. • Nái ríkin ekki samkomulagi er hægt með vilja beggja að vísa málinu til alþjóðlegra dómstóla eða stofnana.

  17. Hagsmunirogvöldríkja(bls. 175) • Alþjóðlegar stofnanir sem Íslendingar eiga mikil samskipti við: • Evrópusambandið (ESB) • Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) • Norræna ráðherranefndin • Norðurlandaráð

  18. Hagsmunirogvöldríkja(bls. 175) • Möguleikar ríkja til að hafa áhrif og völd í alþjóðasamfélaginu fara eftir fjölmörgum þáttum. • Bandaríkin eru efnahagslegt og hernaðarlegt stórveldi. • Japan er efnahagslegt stórveldi án öflugs hers. • Rússland er ríkt af auðlindum, hefur öflugan her en ríkið er ekki efnahagslegt stórveldi.

  19. Alþjóðleghagkerfi (bls. 176) • Utanríkisviðskipti: • Verndarstefna þýðir að ríki beitir ýmsum aðferðum til að vernda innlenda framleiðslu gegn innflutningi erlendis frá. • Fríverslun þýðir að lögð er áhersla á frelsi í viðskiptum á milli ríkja.

  20. Alþjóðleghagkerfi (bls. 176) • Utanríkisviðskipti: • Hafta- og verndarstefna: Stefna ríkisstjórna sem reyna að sporna gegn erlendum vörum og þjónustu innan landamæra sinna. Ríkið leggur þá tolla á innfluttar vörur eða setur lög til að verja og vernda innlenda framleiðslu á kostnað þeirrar erlendu. • Markmið að gera landið eins óháð innflutningi og frekast er kostur.

  21. Alþjóðleghagkerfi (bls. 176) • Eitt af helstu hagsmunamálum ríkja heims er að ná eins miklu viðskiptafrelsi við önnur ríki og hægt er. • Tollur er sérstakt gjald sem lagt er ofan á verð innfluttrar vöru. Ef háir tollar yrðu lagðir á íslenskar vörur erlendis hefðu fáir eða engir efni á að kaupa þær. Þess vegna er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og ná góðum samningum við önnur ríki.

  22. Alþjóðleghagkerfi (bls. 176) • Mikið ójafnræði gildir í verslun og viðskiptum milli ríkja heims því að ¾ hlutar viðskiptanna eiga sér stað á milli ríkustu landa heims – iðnaðarlandanna. • Mesta gróskan í alþjóðaviðskiptum fer fram innan og á milli þriggja meginsvæða: Norður-Ameríku, Evrópusambandsins og Japan.

  23. Ólíklífsskilyrði (bls. 176) • Fátækustu ríki heims kallast þróunarlönd og er einna helst að finna meðal ríkja Afríku, Asíu, Suður- og Mið-Ameríku. • Með því að nota hugtakið þróunarland í jákvæðum skilningi er verið að gefa í skyn að landið geti unnið sig upp úr fátækt. • Ríkustu löndin eru kölluð iðnvædd ríki eða Norðrið.

  24. Ólíklífsskilyrði (bls. 176) • Þau ríki sem sinna ekki frumþörf íbúa sinna kallast ýmist fátæk ríki, vanþróuð ríki, þróunarríki, landbúnaðarríki, þriðji heimurinn eða Suðrið. • Fyrsti heimurinn eru ríkustu löndin, svo sem Vestur-Evrópa og Bandaríkin. • Annar heimurinn eru lönd með minni tekjur, svo sem ríki í Austur-Evrópu. • Þriðji heimurinn eru fátækustu löndin í Afríku, Asíu og Suður- og Mið-Ameríku.

  25. Ólíklífsskilyrði (bls. 177) • Þegar sagt er að Ísland sé eitt af ríkustu löndum heims er miðað við þjóðar-framleiðslu. • Þjóðarframleiðsla: reiknuð eru út samanlögð verðmæti allra vara og þjónustu sem framleidd eru í landinu á einu ári og deilt í með fjölda íbúa í viðkomandi ríki. Ef útkoman úr því dæmi er lág er sagt að lífsskilyrði í viðkomandi ríki séu ekki góð, ríkið og íbúar þess teljast fátækir.

  26. Ólíklífsskilyrði (bls. 177) • Ríku löndin framleiða gríðarlegt magn af vörum og þar er þjónustan fjölbreytt. Þau verða því ekki gjaldþrota þó svo að það dragi út útflutningi á einhverjum vörum – eggin eru ekki öll í sömu körfunni. • Stærsti hluti útflutningstekna þróunarlanda fæst yfirleitt frá einni eða fáum útflutningsafurðum, svo sem kaffi, te eða banönum. Ef kaffiplanta eyðileggst í frosti missa kaffiútflutningslöndin megnið af tekjum sínum og kaffibóndinn fer á vonarvöl.

  27. Ólíklífsskilyrði (bls. 178) • Mörg þróunarlanda eru óánægð með viðskiptahindranir sem iðnvædd ríki hafa sett til að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðar- og vefnaðarvörum. • Mörg iðnvædd ríki hafa takmarkað innflutning frá löndum sem ekki hafa skýrar reglur um mengunarvarnir eða barnavinnu.

  28. Ólíklífsskilyrði (bls. 178) • Verð á hráefnum sem þróunarlönd framleiða sveiflast mikið og það skapar alvarleg vandamál fyrir fátæk lönd. • Þróunarlöndin hafa orðið að fá lánaða peninga frá ríkari þjóðum heims, sérstaklega Vesturlöndum. • Eitt stærsta vandamál þróunarlanda nú á dögum eru afborganir af lánum sem þau hafa tekið.

  29. Alþjóðlegarstofnanir(bls. 178) • Án þátttöku í alþjóðlegu samstarfi ættu smáríki erfitt með að koma skoðunum sínum á framfæri gagnvart stærri og voldugri þjóðum heims. • Íslendingar taka þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi – við skulum skoða það betur.

  30. Evrópusambandið (bls. 178) • Ísland ekki meðlimur í ESB en megnið af útflutningsvörum okkar fer til ríkja sambandsins. • Maastricht-sáttmálinn (1994): Felur í sér fjórfrelsi, það er frjálst flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns milli aðildaríkja sambandsins.

  31. Evrópusambandið (bls. 179) • Litið er á Maastricht-sáttmálann sem nokkurs konar stjórnarskrá Evrópusambandsins. Helstu markmið sáttmálans eru þrjú: • Efnahags- og gjaldeyrissamvinna, svo sem einn sameiginlegur evrópskur gjaldmiðill og sameigin-legur seðlabanki. • Sameiginleg stefna í utanríkis- og tryggingamálum.

  32. Evrópusambandið (bls. 179) • 3. Samvinna í löggæslu- og réttarfarsmálum, svo sem sameiginleg stefna í málefnum flóttamanna og innflytjenda, barátta gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og eiturlyfjum.

  33. Ísland, EFTA og ESB(bls. 179) • Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA): • Stofnuð 1960 af nokkrum ríkjum í Vestur-Evrópu. • Aðildarríkin ákváðu að fella niður tolla á iðnaðar-varning sín á milli en héldu fiski og landbúnaðarvörum fyrir utan samkomulagið. • Ólíkt ESB hafði EFTA enga samræmda tollastefnu gagnvart öðrum ríkjum og var því ekki tollabandalag.

  34. Ísland, EFTA og ESB(bls. 180) • Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA): • Þegar Evrópusambandsríkin ákváðu að koma á einum sameiginlegum markaði árið 1985 tóku EFTA-ríkin frumkvæði að samningaumleitunum við Evrópusambandið. Niðurstaðan var samingur um Evrópska efnahagssvæðið (1992). • Þegar mest var voru 10 ríki í EFTA en nú eru bara fjögur eftir: Ísland, Noregur, Lichtenstein og Sviss.

  35. Ísland, EFTA og ESB(bls. 180) • Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA): • 80% af útflutningsvörum Íslendinga fóru til ríkja innan Evrópusambandsins og 65% allra innfluttra vara til Íslands komu frá sama svæði (Evrópska efnahagssvæðið - EES). • Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið opnaði Íslendingum og öðrum EFTA-ríkjum aðgang að markaði Evrópusambandsins.

  36. Ísland, EFTA og ESB(bls. 180) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Eftir að Ísland gerðist aðili að EES er mun auðveldara fyrir íslensk fyrirtæki að færa út kvíarnar til allra ríkja á svæðinu. • Á sama hátt geta erlend fyrirtæki á EES-svæðinu stofnað útibú hér á landi ef þau vilja.

  37. Ísland, EFTA og ESB(bls. 181) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Íslendingar eru aðilar að Evrópska efnahags-svæðinu en ekki Evrópusambandinu. • Samningurinn við EES gefur okkur ekki rétt á setu í æðstu stofnunum Evrópusambandsins og við tökum ekki heldur þátt í sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins í fiskveiði-, landbúnaðar-, utanríkis- eða varnarmálum.

  38. Ísland, EFTA og ESB(bls. 181) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Við inngöngu í EES fengu Íslendingar eins góðan aðgang fyrir framleiðsluvörur sínar að mörkuðum í Evrópu og kostur var. • Andstæðingar EES töldu að með samningnum gætu Íslendingar varla talist sjálfstæð þjóð lengur. Þeir þyrftu að breyta lögum sínum til samræmis við lög Evrópusambandsins.

  39. Ísland, EFTA og ESB(bls. 181) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Andstæðingar EES voru einnig hræddir um að erlendir fjárfestar myndu kaupa upp íslensk fyrirtæki og útrýma þeim sem fyrir væru. • Einnig myndi ódýrt vinnuafl frá Evrópu flæða yfir Ísland og skapa atvinnuleysi meðal landsmanna.

  40. Ísland, EFTA og ESB(bls. 181) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Flestir eru nú sammála um að samningurinn um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu hafi orðið Íslendingum til góðs. • Nú velta menn því fyrir sér hvort Ísland eigi að sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu. Um það eru mjög skiptar skoðanir.

  41. Ísland, EFTA og ESB(bls. 181) • Evrópska efnahagssvæðið (EES): • Rök með fullri aðild að ESB: Íslendingar fengju aðgang að stöðugra efnahagskerfi og evru sem gjaldmiðils. • Rök á móti: Íslendingar gætu misst stjórn á auðlindum sínum, svo sem fiskimiðunum.

  42. Norðurlönd í breyttumheimi(bls. 181) • Berlínarmúrinn: Heimsmyndin, ekki síst aðstæður í Evrópu, gjörbreyttist við fall múrsins í nóvember 1989 og við fall Sovétríkjanna 1991. Kalda stríðinu var lokið. • Eistland, Lettland og Litháen endurheimtu sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum. Gott samstarf og samvinna á milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.

  43. Norðurlönd í breyttumheimi(bls. 182) • Eystrasaltsráðið stofnað árið 1992. Að því standa Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Rússland, Pólland og Þýskaland. • Árið 1994 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi um inngöngu í Evrópusambandið. Svíar og Finnar samþykktu aðild og gengu í sambandið. • Norðmenn höfnuðu aðild en eru, eins og Íslendingar, aðilar að EES.

  44. Norðurlandaráð (bls. 182) • Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna og stjórnmálamanna. • Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórna. Hún sér um framkvæmdir og stjórnar norrænu samstarfi.

  45. Norræntsamstarf (bls. 182) • Sameinuðu þjóðirnar.Í samskiptum við önnur ríki eru SÞ mikilvægasta stofnunin fyrir Íslendinga. • Önnur og ekki síður mikilvæg samskipti eiga sér stað á milli Norðurlandanna. • Mikilvægustu stofnanir Norðurlandasamstarfsins eru Norðurlandaráð (1953) og Norræna ráðherranefndin (1971).

  46. Norræntsamstarf (bls. 183) • Norðurlandaráð hefur ekki reynst mjög öflugt þegar umræða um mikilvæg alþjóðleg málefni er annars vegar, sérstaklega ef Norðurlöndin eru ekki sammála um hvernig eigi að leysa þau. • Varnar- og utanríkismál eru ekki rædd innan Norðurlandaráðs enda mikill munur á afstöðu Norðurlandanna til þeirra málaflokka.

  47. NATO (bls. 183) • NATO: Atlantshafsbandalagið. Hernaðar-bandalag, stofnað af Bandaríkjunum og nokkrum Evrópuríkjum árið 1949. • Markið bandalagsins var að stöðva frekari yfirgang Sovétmanna í Evrópu. • Samkvæmt samningum jafngilti árás á eitt NATO ríki árás á öll hin.

  48. NATO (bls. 183) • Ísland var eitt af stofnríkjum NATO. • Á Miðnesheiði við Keflavík var NATO-herstöð sem Bandaríkjamenn sáu um að reka. Árið 1994 bjuggu um 6.000 hermenn og skyldulið þeirra á vellinum. • Bandaríkjastjórn tók einhliða ákvörðun um að loka herstöðinni og haustið 2006 hurfu síðustu hermennirnir á brott.

  49. Kafla 4.2 erlokið • Hér lýkur glósum úr kafla 4.2 • Nú áttu bara eftir að svara spurningunum á bls. 185 og 186.

More Related