1 / 17

Markmið námsins

Markmið námsins. Það er viðfangsefni þessa námsefnis að þekkja aðal- og auksetningar í málsgrein . Markmiðið er að geta greint texta í setningar, vita hvað er setning, hvar hún byrjar og hvar hún endar og hvernig setningar mynda málsgreinar . Setningahlutar eru þeir sömu og fyrr.

nayda-hines
Télécharger la présentation

Markmið námsins

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Markmið námsins • Það er viðfangsefni þessa námsefnis að þekkja aðal- og auksetningar í málsgrein. • Markmiðið er að geta greint texta í setningar, vita hvað er setning, hvar hún byrjar og hvar hún endar og hvernig setningar mynda málsgreinar. • Setningahlutar eru þeir sömu og fyrr. EPE ísl 202

  2. Málsgrein • Málsgrein er samband setninga, tveggja eða fleiri, eða ein sjálfstæð setning. Í hverri málsgrein er að minnsta kosti ein aðalsetning. • Málsgreinar hefjast á stórum staf og aftan við þær er settur punktur. EPE ísl 202

  3. Aðalsetningar • Aðalsetningar eru, eins og nafn þeirra bendir til, uppistaða hverrar málsgreinar. Aðalsetningar eru ekki setningarliðir í öðrum setningum. Þær eru ýmist sjálfstæðar eða ósjálfstæðar og geta hafist á hvaða orði sem er • Tengiorð aðalsetninga (aðaltengingar) eru einkum: og, eða, ellegar, en, heldur, enda. EPE ísl 202

  4. Aukasetningar • Aukasetningar eru setningarliðir í aðalsetningum. • Aukasetningar eru ævinlega ósjálfstæðar og segja því ekki fulla hugsun. Þær verður að tengja við aðrar setningar oftast með aukatengingu. EPE ísl 202

  5. 3 setnhlutar aukasetn. • Atvikssetningar eru atviksliðir • Fallsetningar geta verið allir setningahlutar sem eru í ákveðu falli, s.s.. frl. andl. sf. fsl, fallsetningar eru því nafnliðir • Tilvísunarsetningar eru oft einkunnir. EPE ísl 202

  6. Flokkar aukasetninga • Eftir hlutverki sínu í málsgrein má skipta aukasetningum í þrjá flokka: atvikssetningar, tilvísunarsetningar og fallsetningar. • Best er að þekkja aukasetningar á upphafsorði sínu, tengiorðinu EPE ísl 202

  7. Tengiorð aukasetn. • 1. Tilvísunarsetningar, : sem • 2. Tíðarsetningar, : þegar • 3. Skilyrðissetningar: ef • 4. Orsakasetningar: af því að • 5. Afleiðingartsetningar: svo að • 6. Tilgangssetningar: til þess að • 7. Viðurkenningarsetningar: þó að • 8. Samanburðarsetningar: eins og • 9. Skýringarsetningar: að • 10. Spurnarsetningar: hvort +spurnarorð EPE ísl 202

  8. Að þekkja aukasetn. • Aukasetningar þekkjast best á tengiorði sínu. • Læra verður tengiorð aukasetninga, eitt fyrir hvern setningaflokk. • Læra verður hvað flokkar aukasetninga heita. • Dæmi: Ég veit að veðrið batnar þegar vorar. EPE ísl 202

  9. Setn.hluti aukasetn. • Orð sem gegnir sama hlutverki og aukasetning er yfirleitt sami setningarhluti og viðkomandi aukasetning. Hafið þetta í huga. • Ég veit að veðrið batnar<andlag • Ég veit sannleikann<andlag EPE ísl 202

  10. Setn.hluti aukasetn • Orð sem gegnir sama hlutverki og aukasetning er yfirleitt sami setningarhluti og viðkomandi aukasetning. Hafið þetta í huga. • Ég kem þegar veðrið batnar<atviksliður • Ég kem strax<atviksliður EPE ísl 202

  11. Setn.hluti aukasetn • Orð sem gegnir sama hlutverki og aukasetning er yfirleitt sami setningarhluti og viðkomandi aukasetning. Hafið þetta í huga. • Húsið sem brann er ónýtt<einkunn • Húsið brunna er ónýtt<einkunn EPE ísl 202

  12. Fallsetningar • Flokkar fallsetninga eru tveir, skýringarsetningar og spurnarsetningar. Þær kallast fallsetningar af því að þær jafngilda fallorði og eru í sama falli og feitletraða fallorðið á undan þeim. • Ég sagði sögu=að nú væri nóg komið.<þolfall • Ég spurði spurningar=hvort nú væri nóg komið. < eignarfall EPE ísl 202

  13. Tilvísunarsetn. • Tilvísunarsetning er ein í flokki. Hún gegnir sama hlutverki og lýsingarorð, einkennir nánar fallorð í þeirri setningu sem hún stendur með. • Karlinn ók bílnumsem alltaf var að bila<eink • Karlinn ók dyntóttabílnum<eink EPE ísl 202

  14. Atvikssetningar • Atvikssetningar heita svo af því að þær geta gegnt sama hlutverki og atviksorð í aðalsetningu. Í stað heillar atvikssetningar má setja eitt atviksorð og gegnir það sama hlutverki þótt merkingin sé önnur. • Ég át ostinn þótt hann væri vondur<al. • Ég át ostinn áðan/græðgislega/frammi<al. EPE ísl 202

  15. Flokkar atvikssetn. • Allar atvikssetningar eru atviksliðir í aðalsetningu. Flokkar atvikssetninga eru 7: • 1. Tíðarsetningar, : þegar • 2. Skilyrðissetningar: ef • 3. Orsakasetningar: af því að • 4. Afleiðingartsetningar: svo að • 5. Tilgangssetningar: til þess að • 6. Viðurkenningarsetningar: þó að • 7. Samanburðarsetningar: eins og EPE ísl 202

  16. Setn.hluti í aðalsetn. • Aukasetningar eru greindar sem einn setningarhluti í aðalsetningu sem þær tengjast. • Ég gleymdi alveg að veðrið getur versnað • Undirstrikuð setning er í fallsetning, hún er í þágufalli og stýrist fallið af so. gleyma. Hún er andlag með þeirri sögn og þá andlag í aðalsetningunni sem hún tengist. (sjá næstu) EPE ísl 202

  17. Setn.hluti í aðalsetn.2 • Ef aukasetningin að veðrið getur versnað er greind í setningarhluta er það þannig: • að: tengiliður • veðrið: frumlag • getur versnað: umsögn Ekkert andlag er í setningunni þótt hún sé sjálf í heild andlag, þetta finnst mörgum erfitt að skilja. EPE ísl 202

More Related