1 / 24

MANNSLÍKAMINN 2.KAFLI MELTING OG ÖNDUN

MANNSLÍKAMINN 2.KAFLI MELTING OG ÖNDUN. Garðaskóli Magga Gauja Haust 2012. Í þessum kafla lærir þú…. Hvað er í matnum sem við borðum. Hvernig maturinn er brotinn niður þannig að hann komist inn í frumurnar. Hvaða hlutverki hin ýmsu næringarefni gegna.

necia
Télécharger la présentation

MANNSLÍKAMINN 2.KAFLI MELTING OG ÖNDUN

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. MANNSLÍKAMINN2.KAFLIMELTING OG ÖNDUN Garðaskóli Magga Gauja Haust 2012

  2. Í þessum kafla lærir þú… • Hvað er í matnum sem við borðum. • Hvernig maturinn er brotinn niður þannig að hann komist inn í frumurnar. • Hvaða hlutverki hin ýmsu næringarefni gegna. • Hvers vegna við öndum og hvernig súrefni berst til frumna líkamans. • Svolítið um sjúkdóma sem geta herjað á meltingarfærin og öndunarfærin.

  3. Af hverju að borða og anda? • Við verðum að borða HOLLAN mat og anda að okkur SÚREFNI svo að frumurnar geti lifað og starfað. • Hver maður borðar u.þ.b 40 þúsund kg af mat um ævina. • Á hverjum sólahring öndum við að okkur þúsundum lítra af lofti.

  4. Helstu efni i matnum eru… • VATN • KOLVETNI • FITA • PRÓTÍN

  5. Hvernig á að borða rétt? • Sittlítið af hverju til að tryggja að við fáum öll þau næringarefni sem við þurfum til að viðhalda öllum frumunum okkar.

  6. Þrískipti diskurinn • Matvælum má skipta í þrjá flokka. Við eigum að borða úr hverjum flokki daglega. • Prótín 20% (t.d. kjöt, fiskur, egg og baunir) • Kolvetni 40% (t.d. kartöflur, hrísgrjón, pasta og brauð) • Ávextir og grænmeti 40%

  7. Niðurbrot fæðunnar • Nauðsynlegt er að sundra fæðunni,brjóta hana niður í smærri eindir, til þess að næringarefnin geti komist inn í frumurnar. • Frá munni að endaþarmsopi er um 7 m löng slanga (meltingarvegurinn). • Efnafræðilega sundrunin er með hjálp ensíma. • Ensím eru efni sem líkja má við skæri sem klippa niður stórar sameindir í smærri.

  8. Efnafræðileg sundrun fæðunnar • KOLVETNI – eru yfirleitt langar keðjur úr glúkósasameindum. • Ensím klippa sameindirnar niður. • PRÓTÍN – er gerð út um tuttugu mismunandi tegundum amínósýra. • VÍTAMÍN, steinefni og vatn eru svo smáar sameindir að ekki þarf að sundra þeim neitt áður en þær eru teknar upp í blóðið.

  9. 1. Maginn • Maturinn fer uppí munn og blandast þar munnvatni sem inniheldur ensím sem brjóta niður fæðuna, ásamt tönnum og tungu. • Þaðan fer maturinn með vélinda niður í maga. • Maginn er vöðvaríkur poki sem hnoðrar og malar fæðuna og hún blandar súrum safa magans. • Magasafinn inniheldur saltsýru og ensímið pepsín.

  10. 2. Brisið og Lifrin • Fæðan heldur áfram för sinni frá maga og berst inní skeifugörnina. • Brisið framleiðir brissafa sem inniheldur mörg ensím. • Lifrin framleiðir gall sem er gulgrænn vökvi sem leysir upp fituna í þörmunum. Gallið safnast fyrir í gallblöðrunni og þegar við borðum fitu dregst blaðran saman og spýtir gallinu inn í skeifugörnina.

  11. 3. Smáþarmarnir & ristilinn • Næst endar fæðan í smáþörmunum og er hér orðin að mauki. • Í smáþörmunum sundrast fæðan til fulls og verður að glúkósa, amínósýra og fleiri sameinda. • Þarmatoturnar taka upp næringarefnin í gegnum smáæðar. • Í ristlinum er vatnið tekið upp og ýmis steinefni. • Í ristlinum er mikið af bakteríum sem hjálpa til við niðurbrot fæðunnar. • Svo er restinni kúkað 

  12. 2.3 Til hvers notum við fæðuna? • Eftir að næringarefnin hafa verið tekin upp í smáþörmunum, berast þau með blóðinu til allra frumna líkamans. • Glúkósi er byggingarefni frumunnar og sér henni fyrir orkugjöf og er nauðsynlegt í frumuöndun. • Fita getur einnig nýst sem eldsneyti fyrir frumurnar.

  13. Rétt fita • Mettuð fita er fyrst og fremst í matvælum úr dýraríkinu t.d smjör, rjóma, osti, pylsum og kjöti. • Fjölómettuð fita er úr plönturíkinu og finnst í smjörlíki og mataolíu. Þessi fita er talinn hollari fyrir æðarnar en mettuð fita. • Einómettuð fita er þó hollust og finnst t.d í ólífuolíu.

  14. Frumurnar og prótín • Prótínin í fæðunni sundrast í maga og smáþörmum í amínósýrur sem berast með blóði til frumna. • Þar eru þær notaðar þegar frumurnar smíða sín eigin prótín. • Í líkama okkar eru þúsundir mismunandi prótína með mismunandi hlutverk t.d mynda vöðva og flytja súrefni.

  15. Vítamín og steinefni • Frumurnar þurfa líka vítamín og steinefni til að starfa eðlilega. • Vítamín eru lífsnauðsynleg efni. • Helstu vítamínin eru: A, B, C, D, E OG K • Kalsín og fosfór eru steinefni sem líkaminn þarfnast líka fyrir t.d beinin. • Járn er mjög nauðsynlegt fyrir blóðið og joð fyrir skjaldkirtilinn.

  16. 2.3 Meltingarkvillar • Tannskemmdir: og sýkingar í tannholdi er meltingarkvilli. • Brjóstsviði: þegar magamuninn virkar ekki sem skyldi og magasafi kemst aftur upp í vélindað. • Ógleði: Slæmur matur eða bakteríusýking (eða veirusýking). Ef magaverkur er þó þrálátur þá þarf að láta skoða það hjá lækni. • Passa góðu bakteríurnar með að borða Abmjólk, trefjar og fleira. Góðu bakteríurnar hjálpa maganum og halda honum í jafnvægi.

  17. Offita og átröskun • Offita: er einn sá ,,sjúkdómar” sem vex hvað hraðast í hinum vestræna heimi. • Offita: veldur einnig sykursýki, háþrýsting og hjartasjúkdómum. • Lystarstol(anorexía): er sjúkdómur sem veldur þráhyggju og áráttuhegðun gagnvart mat og þyngd. • Lotugræðgi(búlimía): sjúklingar fá óstjórnlega löngun í mat og háma í sig og æla síðan sem veldur miklum skemmdum á vélinda, tönnum o.fl.

  18. 2.4 Leið súrefnis úr andrúmslofti til frumna • Bruni /frumuöndun: glúkósa eða öðrum næringarefnum í frumunum er breytt í koltvíoxíð og vatn. Við þetta losnar orka. • Starf lungna: Til þess að bruni geti átt sér stað verðum við að anda, þá flyst súrefni úr andrúmslofti til lungna og þaðan í blóðið. • Lungun sjá einnig um að losa líkamann við koltvíoxíð sem myndast stöðugt í frumunum.

  19. 2.4 Leið loftsins til lungnablaðranna Nefhol og kok → barki → tvær aðalberkjur → grennri berkjur → enn grennri berklingar → Lungnablöðrur → blóðrás Blóðið fær súrefni frá lungnablöðrunum og lætur um leið frá sér koltvíoxíð sem við öndum svo frá okkur. Við upptöku súrefnis binst það blóðrauðanum í rauðkornum blóðsins.

  20. Þindin • Þindin er aðalvöðvinn í öndun, hún veldur því að rúmmál lungnanna breytist og þau ýmist draga inn loft eða þrýsta því út. • Í hvíld öndum við að okkur u.þ.b. 12 sinnum á mínútu (eða ½ lítra af lofti). Á mínútu er það 6 lítrar af lofti.

  21. 2.5 Öndunarfærin – varnir og sjúkdómar • Varnir gegn ryki, veirum, bakteríum og öðru skaðlegu: • Bifhærð slímhúð sér um að flytja slím og agnir upp til koksins • Einnig eru sérstakar varnarfrumur, hvítkorn, í slímhúðinni sem ráðast á veirur og bakteríur ef nauðsyn ber til • Við ertingu hóstum við! Verði erting í slímhúð nefhols eða lungnaberkjum hóstum við og þannig losar líkaminn sig við það sem olli ertingunni.

  22. 2.5 sýking í öndunarfærum • Kvef orsakast af veirum. • Hálsbólga, bólga í afholum nefsins og lungnabólga stafa af bakteríum. • Fyrir daga pensilíns og sýklalyfja var lungnabólga skæður sjúkdómur. • Astmi stafar oftast af ofnæmi. Astmi veldur andþyngslum vegna samdráttar (krampa) og bólgu í lungnaberkjunum.

  23. 2.5 Reykingar og lungnakrabbamein • Tóbaksreykingar skaða öndunarfærin á margvíslegan hátt. • Hreyfigeta bifhára í öndunarfærum minnkar og jafnvel hverfa hárin hjá þeim sem reykt hafa lengi • Veggir sumra lungnablaðra eyðileggjast • Það sem gerist er að veirur og bakteríur komast auðveldlega að slímhúðinni og valda sýkingum.

  24. 2.5 Reykingar og krabbamein • Einnig minnkar öndunaryfirborðið og þannig finnur reykingafólk fyrir mæði → súrefnisupptaka minnkar • Lungnakrabbamein stafar af því að tilteknar frumur í lungunum taka að skipta sér stjórnlaust og mynda krabbameinsæxli • Á hverju ári greinast 150 Íslendingar með lungnakrabbamein. Nánast öll tilvik stafa af tóbaksreykingum.

More Related