1 / 13

Sjálfsmat skóla

Sjálfsmat skóla. Kveðið er á um sjálfsmat skóla í grunnskólalögum nr.66/1995 Menntamálaráðuneytið mun á fimm ára fresti gera úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla Mat það sem kveðið er á um í lögum skal vera skriflegt, formlegt sjálfsmat sem byggir á viðmiðum sem ákveðin eru fyrirfram

suzy
Télécharger la présentation

Sjálfsmat skóla

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sjálfsmat skóla • Kveðið er á um sjálfsmat skóla í grunnskólalögum nr.66/1995 • Menntamálaráðuneytið mun á fimm ára fresti gera úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla • Mat það sem kveðið er á um í lögum skal vera skriflegt, formlegt sjálfsmat sem byggir á viðmiðum sem ákveðin eru fyrirfram • Mat á skólastarfi gefur mikilvægar upplýsingar um skólastarfið og skapar grundvöll til að bæta það

  2. Sjálfsmat frh. • Sjálfsmat er lærdóms- og rannsóknarferli sem starfsmenn sjálfir annast • Sjálfsmat er liður í skólaþróun, þeirri viðleitni að vinna að umbótum með því að meta núverandi kennslu og leita leiða til að bæta árangur hennar • Sjálfsmat getur spannað allt frá mati eins kennara yfir í hópmat sem hluti kennara vinnur að eða orðið að heildarmati sem nær til allra starfsmanna skólans, nemenda og foreldra

  3. Sjálfsmat frh. • Sjálfsmat er líklegasta leiðin til að þróa skólastarfið í takt við það umhverfi sem skólinn starfar í • Sjálfsmat á að vera hagnýtt verkefni fyrir starfsfólk skólans og hefjast í þeim veruleika sem skólinn er í dag • Sjálfsmat á að hjálpa kennurum við að eiga sameiginlegan faggrunn og að skilgreina skólastarfið og stöðu þess á hverjum tíma • Sjálfsmat getur aldrei birt endanlegan heildarsannleika um skólastarfið, til þess er skólastarf of flókið, of margir ferlar í gangi samtímis sem skarast, sýnilegir og ósýnilegir

  4. Sjálfsmat frh. • Tilgangur sjálfsmats er fyrst og fremst að bæta skólastarfið þannig að markmið þess náist enn betur en áður. Sjálfsmat á að hjálpa skólanum til að leita leiða til að bæta námsáranagur nemenda og stuðla að frekari þroska þeirra, bæta starfsaðstæður starfsfólks og samstarf og stuðla að betri líðan allra þeirra sem í skólanum starfa.

  5. Á hvað er lagt mat? • Áætlun um sjálfsmat til lengri tíma er nauðsynleg. • Í áætlun um sjálfsmat kemur fram hvaða þætti á að meta á hvaða tíma og rökstuðningur fyrir því. Einnig hverjir eiga að meta og hvaða matstæki verða notuð • Nauðsynlegt er að afmarka þá þætti sem meta á t.d. • Nám nemenda (árangur, framfarir, vinnusemi, agi, hegðun) • Kennsla (kennsluaðferður, fjölbreytni, iðjusemi, samstarf, ábyrgð, bekkjarstjórnun, kennslugögn, nýting tíma) • Líðan (kennarar, nemendur, annað starfsfólk) • Umhverfi (hlýleiki, aðbúnaður, öryggi)

  6. Á hvað er lagt mat, frh. • Skólamenning (samskipti, vinnulag, skráðar og óskráðar reglur, lausn vandamála, foreldrasamstarf, útgáfustarfsemi, félagsstarfsemi) • Stjórnun (skólastjórnun, deildarstjórnun, fagstjórnun, mótun skólastefnu, skólanámskrárgerð, kennarafundir, foreldraráð, foreldrafélag) • Sérkennsla (skipulag, samskipti, starfsemi, aðbúnaður) • Skólanámskrá (markmið, kennslugögn, árganganámskrár, forvarnaráætlun, áætlun um viðbrögð við einelti og áföllum, gildi námskráa og reynsla • Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. Slíkt mat þarf alltaf að kynna fyrir kennarahópnum sem tekur afstöðu til þess hversu raunhæft matið er og hvernig það skuli nýtt í skólastarfinu í framhaldinu

  7. Sjálfsmat einstakra starfsmanna • Sérhver starfsmaður þarf að hafa möguleika á að meta eigin vinnu í skólanum. Starfsfólk verður að fá stuðning við sjálfsmat svo þeir sjái og geti staðfest jákvæða þætti í starfi sínu og byggt þá upp • Það er bæði hægt að gera í hópsamstarfi eða sem vettvangsaðstoð t.d. tveir kennarar innbyrðis • Kennarar geta tekið til sjálfsmats m.a. • Undirbúning kennslustunda • Kynning á nýju kennsluefni • Notkun fjölbreyttra kennsluaðferða

  8. Samskipti við nemendur • Bekkjarstjórnun • Lausn félagslegra vandamála • Foreldrasamstarf • Samskipti nemenda innbyrðis • Umgjörð kennslustunda (innkoma, lok þeirra, hreyfingar innan stofu og út fyrir hana, reglur o.fl.) • Kennsluefni og notkun þess • Námsmat • Kennarasamstarf og tengsl við annað starfsfólk skólans • Heimavinna nemenda, verkefnaskil og yfirferð verkef

  9. Mikilvæg atriði Sjálfsmat á ekki að framkvæma nema að fyrirfram sé ákveðið hvernig nota skuli niðurstöður til að bæta skólastarfið, annað hvort yfir skólann allan eða af einstöku kennurum Miklu skiptir í sjálfsmati að vanda vinnubrögð og nota aðferðir sem veita raunverulegar upplýsingar um skólastarfið og hægt að byggja frekari þróun þess á. Mat þarf að vera réttlátt, starfsmiðað, mæla áþreifanlega þætti skólastarfsins, hafa skýrar væntingar, nákvæmar tímaáætlanir og heppileg gögn til að framkvæma það

  10. Sjálfsmat er hringferli • Áætlun er gerð um sjálfsmat • Tilgangur matsins ákveðinn • Viðfangsefni ákveðið • Mikilvægar rannsóknarspurningar ákveðnar, viðmið sett og staðlar • Rannsóknaraðferð ákveðin • Upplýsingum safnað • Unnið úr upplýsingum og þær skráðar

  11. Hringferli frh. • Umræður um niðurstöður í kennara- eða starfsmannahópnum • Ákvarðanir teknar um þróun skólastarfsins á grundvelli sjálfsmatsins og frekari áætlanir um framkvæmd teknar • Ný framkvæmd á skólastarfi • Nýbreytni metin og festist í sessi ef hún gefst vel, annars ekki • Skýrsla skrifuð um niðurstöður • Ferlið hefst aftur

  12. Aðferðir við sjálfsmat • Aðferðir við sjálfsmat eru margvíslegar. Þær skulu veljast í samræmi við viðfangsefnið og hæfa því • Nefna má nokkrar aðferðir: • Ráðstefnur • Bekkjarathuganir • Vettvangsathuganir • Spurningalistar • Viðtöl • Þverfaglegar hópumræður • Heimildaskoðun og gagnagreining (einkunnir, skólasókn, námsáætlanir o.fl.) • Gátlistar • Jafningjastuðningur • Próf

  13. Að lokum • Mikilvægt er að niðurstöður sjálfsmats séu skráðar og varðveittar í skýrslu • Helsti vandi sjálfsmats er að túlka niðurstöður þess. Mat mun ekki tryggja fullkomið skólastarf en það mun veita forsendur til að skoða það frá nýjum sjónarhornum • Fagleg vinnubrögð og opinskár umræður eru forsenda þess að sjálfsmat geti orðið að gagni • Gildi mats ræðst einnig af vilja til að stuðla að frekari þróun skólastarfs til hagsbóta fyrir nemendur, foreldra, starfsfólk skólans og þjóðfélagið í heild

More Related