1 / 46

Víkingaöld og landnám Íslands

Víkingaöld og landnám Íslands. Norðurlöndin komast á spjöld sögunnar (bls. 98 – 119). Víkingaöld. Venjan er að setja upphaf víkingaaldar við árás víkinga á eynna Lindisfarne árið 793 þótt í ljós hafi komið að sú árás sé ekki sú fyrsta sem víkingarnir gerðu

tasha
Télécharger la présentation

Víkingaöld og landnám Íslands

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Víkingaöld og landnám Íslands Norðurlöndin komast á spjöld sögunnar (bls. 98 – 119)

  2. Víkingaöld • Venjan er að setja upphaf víkingaaldar við árás víkinga á eynna Lindisfarne árið 793 þótt í ljós hafi komið að sú árás sé ekki sú fyrsta sem víkingarnir gerðu • Víkingaöld er síðan talin ljúka með innrás Normanna í Bretland 1066 en Normannar voru afkomendur danskra víkinga sem settust að á Normandískaga upp úr árinu 880 • Það er einkum á 9. öld sem víkingar gera mest strandhögg og má segja að árásir þeirra á óvarðar sjávarbyggðir á vesturströnd Evrópu hafi verið árviss atburður um áratuga skeið • Á síðari hluta tímabilsins taka svo víkingar við að setjast að í stað þess að fara heim yfir vetrartímann Valdimar Stefánsson 2008

  3. Evrópa í vanda • Um miðja 9. öld hafði veldi Karls mikla verið skipt upp á milli afkomenda hans • Magayar réðust inn í austanverða Evrópu og herjuðu þaðan á Þýskaland og Frakkland uns þeir settust að þar sem nú er Ungverjaland • Múslimar gerðu ítrekaðar árásir yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku • Alvarlegust var þó sú ógn sem stóð af víkingunum þar sem hún bæði stóð lengur og var stöðugri en hinar hætturnar tvær Valdimar Stefánsson 2008

  4. Uppruni víkinga • Nánast ekkert er vitað um samfélag í Skandinavíu fyrir víkingatímann en ljóst að fólk lifði í ættarsamfélagi án miðstýrðs konungsvalds • Íbúarnir töluðu sama tungumálið, norrænu, hvort sem þeir komu frá Danmörku, Svíþjóð eða Noregi • Meginatvinnuvegur var kvikfjárrækt en einnig var stunduð akuryrkja, einkum í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar • Skandinavar höfðu sameiginleg trúarbrögð, sambland af fjölgyðistrú og vættartrú Valdimar Stefánsson 2008

  5. Uppruni víkinga • Rétt er að hafa það hugfast að ríkjaskipting Skandinavíu var ekki hafin við upphaf víkingaaldar • Þannig hafa Norðmenn ekki litið á sig sem sérstaka þjóð, aðgreinda frá t. d. Dönum • Sameiginleg tunga og menning gerðu alla Skandinavíu að einni heild • Aðrar Evrópuþjóðir gerðu á sama hátt engan greinarmun á víkingum eftir því hvaðan þeir komu Valdimar Stefánsson 2008

  6. Orsakir víkingaferða • Ekki liggur fyrir nein ein skýring á útþenslu norrænna manna á 9. og 10. öld • Helst hefur verið leitað skýringa með því að benda á hugsanlega fólksfjölgun í harðbýlu landi með tilkomu plógsins og hagstæðs árferðis • Einnig hafa ævintýraþrá og fégræðgi að sjálfsögðu leikið stóran þátt í þessari útþenslu • Enn hefur verið vísað til þess að skipatækni norrænna manna sem stóð framar öðrum þjóðum álfunnar hafi bókstaflega ýtt útþenslunni úr vör • Vafalítið er hér um ýmsa samverkandi þætti að ræða Valdimar Stefánsson 2008

  7. Víkingar – Svíar • Svíar héldu í austur, lögðu undir sig Eystrasaltið og héldu áfram upp fljót Rússlands, til Lagodavatns • Þaðan héldu þeir til suðurs og stofnuðu borgina Hólmgarð (Novgorod) og enn sunnar Kænugarð (Kiev) • Síðan sigldu þeir inn á Svartahaf og áfram allt til Konstantínópel þar sem margir sænskir víkingar gerðust málahermenn keisarans og kölluðust þá væringjar • Svíar réðu yfir rússnesku sléttunum í nokkrar kynslóðir og stofnuðu konungsríkið Garðaríki með Kænugarð sem höfðuðstað • Mongólar gengu frá veldi norrænna manna í austri Valdimar Stefánsson 2008

  8. Víkingar – Svíar Valdimar Stefánsson 2008

  9. Víkingar – Danir • Danir herjuðu til suðurs, niður eftir strönd Vestur-Evrópu, einnig yfir Norðursjóinn og lögðu undir sig stóran hluta Englands þar sem þeir héldu ríki um áratuga skeið • Danskir víkingar voru þeir afkastamestu í strandhöggum á meginlandinu, sigldu meðal annars niður til Spánar, inn á Miðjarðarhaf og herjuðu þar bæði á Evrópumenn og múslima • Loks fékk konungur Franka danskan víkingahöfðingja, Hrólf, til að verja landið gegn því að veita honum Normandí að gjöf og slotaði þá árásunum Valdimar Stefánsson 2008

  10. Víkingar – Danir Valdimar Stefánsson 2008

  11. Víkingar – Norðmenn • Norðmenn herjuðu í vesturátt, á Skotland, Írland og eyjarnar þar í kring • Þeir lögðu undir sig stóran hluta af Írlandi og stofnuðu þar borgina Dyflinni (Dublin) • Orkneyjar og Hjaltlandseyjar voru undir stjórn Norðmanna um alda skeið • Þeir sigldu lengra í vestur, byggðu Færeyjar, Ísland og síðar Grænland • Fullvíst er talið að hópur norrænna manna og kvenna hafi reynt landnám í Ameríku en þeir gáfust þó fljótlega upp á því Valdimar Stefánsson 2008

  12. Víkingar – Norðmenn Valdimar Stefánsson 2008

  13. Landnám Íslands – elstu heimildir • Elsta heimild þar sem Íslands kann að vera getið er frá því um 300 f. Kr. þar sem segir frá landi langt í norðri sem nefnt er Thule • Elsta örugga heimildin um tilvist Íslands er landfræðirit (De mensura orbis terrae) eftir Dicuilus, írskan munk, frá árinu 825, þar sem staðháttum hér er lýst þannig að það getur einungis átt við um Ísland • Nákvæmt ártal á landnámi Íslands er ekki til en ljóst að það mun hafa verið um 870; tímabilið frá 860 – 880 er nokkuð örugg ágiskun • Hefð er fyrir því að ártalið 874 sé notað sem upphafsár Íslandssögunnar en ekkert er hægt að fullyrða um að það sé rétt Valdimar Stefánsson 2008

  14. Landnám Íslands – helstu heimildir • Helsta og nákvæmasta heimildin um landnámstímann er Landnáma en elstu varðveittu gerðir hennar eru frá miðri 13. öld og heimildagildi hennar hefur á síðustu áratugum verið dregið mjög í efa • Íslendingabók Ara fróða er rituð um 1130 og þykir hún mjög áreiðanleg en hefur þann ágalla að vera afar stuttorð • Venja er að nefna tímabilið frá 870 – 930 landnámsöld, það er komið úr Íslendingabók, en þar segir að landið hafi orðið albyggt á 60 árum Valdimar Stefánsson 2008

  15. Landnám Íslands – fyrstu tilraunir • Landnáma greinir frá þremur mönnum sem komu hingað fyrstir • Naddoddur var líklega búsettur í Færeyjum og kom hér eftir að hafa hrakist í hafi, nefndi landið Snæland en staldraði stutt við • Garðar Svavarsson, sænskur maður sem kom hingað næstur, sigldi umhverfis landið og komst þannig að því að það var eyja og nefndi hana Garðarshólma • Hann gerði hús í Húsavík en hélt héðan burt um vorið eftir • Náttfari, einn manna Garðars var hér eftir og byggði þar sem heitir Náttfaravík Valdimar Stefánsson 2008

  16. Landnám Íslands – fyrstu tilraunir • Þriðji norræni maðurinn til að koma hingað var Hrafna – Flóki Vilgerðarson, norskur maður, er hingað kom gagngert til þess að setjast hér að • Hann tók land í Vatnsfirði á Barðaströnd og reisti þar bæ sinn • Hann gætti þess ekki að heyja fyrir skepnur sínar um sumarið og er vetraði dó fé hans • Um vorið, áður en Flóki fór af landi burt, gekk hann upp á fjall eitt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafís og nefndi þá landið Ísland Valdimar Stefánsson 2008

  17. Fyrsti landnámsmaðurinn • Ingólfur Arnarson er fyrsti landnámsmaður Íslands, samkvæmt skilgreiningu og hefð • Hann sigldi frá Noregi ásamt Hjörleifi fóstbróður sínum eftir að hafa lent í mannvígum á heimaslóðum • Ingólfur kom að landi við Ingólfshöfða en Hjörleifur við Hjörleifshöfða • Ingólfur hafði áður en hann kom að landi varpað öndveigissúlum sínum fyrir borð og hét hann því að reisa sér bæ þar sem goðin bæru súlurnar að landi Valdimar Stefánsson 2008

  18. Fyrsti landnámsmaðurinn • Þrælar Hjörleifs af Írlandi (Vestmenn) drápu hann og flýðu að svo búnu út í eyjar sem síðan voru við þá kenndar, en Ingólfur elti þá og drap • Öndveigissúlur Ingólfs fundust loks við vík eina inn af Faxaflóa er Ingólfur nefndi Reykjavík og reisti hann þar bæ sinn og bjó þar með konu sinni, Hallveigu Fróðadóttur, til dauðadags • Landnám Ingólfs náði frá botni Hvalfjarðar, suður með nesjum og allt austur að Ölfusá Valdimar Stefánsson 2008

  19. Landnám Íslands – Papar • Ari fróði segir frá því í Íslendingabók að hér hafi verið fyrir á Íslandi er það var numið, keltneskir menn, kristnir sem hann kallar papa • Þeir vildu ekki dvelja hér með heiðnum mönnum og fóru því af landinu hið bráðasta • Ari segir þá hafa skilið eftir bækur írskar, bjöllur og bagla og hafi þannig mátt ráða að þeir væru írskir • Engar fornleifar hafa fundist sem styðja frásögn Ara en nokkuð er um örnefni tengd pöpum sem óbeint staðfesta tilvist þeirra hér á landi Valdimar Stefánsson 2008

  20. Landnám Íslands – aðrir landnámsmenn • Í kjölfar Ingólfs fluttust hingað nokkuð hundruð landnámsmenn og þeir er fyrst komu tóku sér stórt landsvæði til eignar sem þeir síðan gáfu og seldu hluta af • Nokkrir helstu landnámsmennnirnir: Skallagrímur Kveldúlfsson nam Borgarfjörðinn, Auður (Unnur) djúpúðga nam Dalina, Ingimundur gamli mikinn hluta Húnaþings, Helgi magri Eyjafjörðinn og Ketill hængur megnið af Rángárvöllum • Þeir sem síðar komu námu mun minna land, þáðu það að gjöf eða keyptu af þeim sem á undan komu Valdimar Stefánsson 2008

  21. Uppruni Íslendinga • Íslendingar eru norræn þjóð, tungumálið er norrænt og menningin einnig • Erfðafræðirannsóknir benda þó til þess að um talsverða blöndun við Kelta sé að ræða • Í ljósi þess að norrænir menn, einkum Norðmenn, stunduðu miklar ferðir til Írlands og eyjanna norðan og vestan Bretlands á þeim tíma sem Íslands var að byggast þarf þessi niðurstaða ekki að koma á óvart • Eigi að síður er mestur skyldleiki okkar við Norðmenn enda benda allar fornleifar sem fundist hafa hér á landi til vestur-norræns uppruna þjóðarinnar Valdimar Stefánsson 2008

  22. Siglingin til Íslands • Skip víkingaaldarmanna voru grunnskreið, súðbyrt, tréskip af tveimur megingerðum • Langskip voru umfram allt herskip, ætluð til hraðra ferða og ekki treyst í Íslandssiglinga • Knerrir (e.t. knörr) voru flutningaskip, e. t. v. um 15 – 20 m löng, þiljuð til beggja enda en opin í miðju • Landnámsfólk hefur þurft að flytja með sér búfé og við til húsagerðar, auk vista til einhvers tíma en siglingin til Íslands gat tekið allt frá fjórum dögum til tveggja eða þriggja vikna, allt eftir veðri og vindum Valdimar Stefánsson 2008

  23. Heiðinn siður • Þegar Ísland byggðist voru Norðurlandabúar flestir heiðnir en allmargir höfðu þó kynnst kristni á ferðum sínum • Þótt nokkrir landnámsmenn séu taldir hafa verið kristnir segir Ari í Íslendingabók að land hafi orðið alheiðið á 10. öld • Grikkir höfðu ritað bækur á meðan þeir voru heiðnir en norrænir menn eignuðust ekki ritmál fyrr en með kristni og því eru engar frumheimildir til frá heiðnum tíma á Norðurlöndunum Valdimar Stefánsson 2008

  24. Heimildir um heiðinn sið • Heimildir um heiðinn sið má skipta í tvo flokka: • Fornleifar en ýmsir munir og vopn sem sett hafa verið í grafir fornmanna gefa vísbendingar um ætlað framhaldslíf í heiðnum sið • Ritheimildir en þær eru af þrennum toga: • Goðakvæði, s. s. Völuspá og Hávamál • Snorra-Edda, kennslubók Snorra Sturlusonar um skálskaparlistina • Íslendingasögur, en þær eiga að gerast á heiðnum tíma þótt þær séu ekki ritaðar fyrr en nokkrum öldum síðar Valdimar Stefánsson 2008

  25. Vættatrú og ásatrú • Heiðin sið má flokka í tvennt, vættatrú og ásatrú • Vættatrú er trú á andaverur og helgidóma í næsta nágrenni mannsog heimildir um hana eru einkum að finna í Íslendingasögum og Landnámu • Ásatrú er trú á eins konar fjölskyldu nafngreindra goða, sem upphaflega virðast hafa verið sameiginleg goð germannskra þjóða • Helsta heimildin um ásatrú er Snorra-Edda sem Snorri ritar í þeim tilgangi að efla skáldskap landsmanna, en til þess taldi hann sig þurfa að fræða menn um hin heiðnu goð Valdimar Stefánsson 2008

  26. Helstu goð (æsir og vanir) • Óðinn var æðstur goða, guð hernaðar, skáldskapar og galdurs • Þór var vinsælastur goða á Íslandi, þrumuguð • Freyr var af vanakyni, frjósemisguð • Njörður, faðir Freys, var sjávarguð • Baldur hinn hvíti, var göfugastur goðanna • Frigg, kona Óðins, var frjósemisgyðja • Freyja, systir Freys, var einnig frjósemisgyðja Valdimar Stefánsson 2008

  27. Stofnun Alþingis • Þinghald er ævaforn germönsk arfleifð, Tacitus segir frá þingum germana á 1. öld e. Kr. og er full ástæða til að ætla að arfleifðin nái enn lengra aftur í tímann • Í Noregi var aldrei neitt alsherjarþing jafnvel eftir að það sameinaðist undir einn konung • Heimildir geta um tvö þing hér á landi fyrir tilkomu Alþingis, Þórsnesþing á Snæfellsnesi og Kjalarnesþing við Kollafjörð en þau kunna þó að hafa verið fleiri Valdimar Stefánsson 2008

  28. Stofnun Alþingis • Íslendingabók segir frá stofnun Alþingis sem á að hafa orðið 60 árum eftir landnám Ingólfs, þ. e. árið 930 • Þar segir frá Úlfljóti sem kom hingað frá Noregi með lög sem sniðin voru eftir Gulaþingslögum en rétt er að hafa í huga að þetta er fyrir ritöld og því hafa lögin komið hingað í minni Úlfljóts • Grímur geitskór, fóstbróðir Úlfljóts, valdi Alþingi stað á Þingvöllum, en það land hafði verið dæmt af manni vegna morðs og því almannaeign Valdimar Stefánsson 2008

  29. Heimildir um störf Alþingis og goða • Helsta heimild okkar um störf Alþingis er hin forna lögbók Íslendinga, Grágás og er hún varðveitt í tveimur skinnhandritum frá síðari hluta 13. aldar, þ. e. rúmum þremur öldum eftir að Alþingi er sett en vitað er að ritun laganna hófst ekki fyrr en tæpum tveim öldum eftir setningu Alþingis • Af þeim sökum er ekki fullvíst að störf Alþingis hafi framan af farið fram á þann hátt sem lýst er í Grágás • Auk þess eru til heimildir um Alþingi og goða í Íslendingasögum sem gjarnan fara ekki saman við lögbókina en venjan er að trúa Íslendingasögum síður en Grágás Valdimar Stefánsson 2008

  30. Goðar • Valdamestu menn á þjóðveldisöld voru goðar og nefndist veldi þeirra goðorð eða mannaforráð • Öllum bændum var skylt að segja sig í goðorð með einhverjum goða og urðu þeir þá þingmenn hans en að nafninu til gátu þeir haft val um goða • Á móti varð goði að styðja þingmenn sína ef þeir lentu í málaferlum, hvort sem var til varnar eða sóknar • Goðorð náðu framan af ekki yfir neitt ákveðið landsvæði, en eftir fjórðungaskiptingu áttu þingmenn að velja sér goða úr sínum fjórðungi þótt ljóst sé að ekki hafi alltaf verið farið eftir því Valdimar Stefánsson 2008

  31. Goðar • Goðar voru jafnir að völdum samkvæmt lögum þjóðveldisins • Á Alþingi réðu goðar flestu og gátu þeir krafið níunda hvern þingmann sinn með sér á þing; þeir sem sátu heima greiddu goða þingfararkaup í stað þingreiðar • Goðarnir virðast, samkvæmt Grágás, eftir 965 hafa verið 39 á landinu, níu í hverjum fjórðungi nema Norðlendingafjórðungi þar sem þeir voru tólf talsins Valdimar Stefánsson 2008

  32. Fjórðungaskipting og vorþing Valdimar Stefánsson 2008

  33. Vorþing • Annað þinghald en Alþingi var einkum vorþing er haldin voru áður en Alþingi fór fram • Vorþing voru þrjú í hverjum fjórðungi en fjögur í Norðlendingafjórðungi • Jafnan virðast því þrír goðar hafa staðið að hverju þingi að vori • Vorþing skiptust í dómþing og skuldaþing • Á dómþingum fóru dómsstörf fram en skuldagreiðslur á skuldaþingum • Þegar goðorð tóku að færast á færri hendur var algengt að einn goði réði yfir vorþingi Valdimar Stefánsson 2008

  34. Fjórðungaskipting og vorþing • Sunnlendingafjórðungur náði frá Jökulsá á Sólheimasandi í austri að Hvítá í Borgarfirði; vorþing þar voru Rangárþing, Árnesþing og Kjalarnesþing • Vestfirðingafjórðungur náði frá Hvítá í Borgarfirði til Hrútafjarðarár; vorþing þar voru Þverárþing, Þórsnesþing og Þorskafjaðarþing • Norðlendingafjórðungur náði frá Hrútafjarðará austur að Helkunduheiði á Langanesi; vorþing þar voru Húnavatnsþing, Hegranesþing, Vaðlaþing og Þingeyjarþing • Austfirðingafjórðungur náði frá Langanesi til Jökulsár á Sólheimasandi; vorþing þar eru aðeins tvö þekkt, Múlaþing og Skaftafellsþing Valdimar Stefánsson 2008

  35. Fjórðungaskipting og vorþing Valdimar Stefánsson 2008

  36. Starfsemi Alþingis • Alþingi starfaði á hverju sumri í eina til tvær vikur í lok júnímánaðar • Eini embættismaður þingsins var lögsögumaður og hafði hann það hlutverk að stjórna fundum og segja upp lögin • Kjörtímabil lögsögumanns var þrjú ár og sagði hann upp þriðjung laga á hverju þingi • Tímabilið frá setningu Alþingis 930 til samþykktar Gissurarsáttmála (Gamla sáttmála) 1262/1264 er nefnt þjóðveldisöld Valdimar Stefánsson 2008

  37. Starfsemi Alþingis • Alþingi skiptist í stofnanir af tvennum toga: • Lögrétta var valdamesta stofnun og í fyrstu sú eina • Dómstólar störfuðu síðan fyrir hvern landsfjórðung á Alþingi, svonefndir fjórðungsdómar sem í sátu 36 bændur skipaðir af goðum • Samkvæmt germanskri hefð varð stór meirihluti dómenda (30 af 36) að vera sammála til þess að dómur félli, annars varð málið vefangsmál • Fimmtardómur var síðan settur 1004-1005 og tók hann við vefangsmálum en einfaldur meirihluti dugði þar til þess að ljúka málum Valdimar Stefánsson 2008

  38. Starfsemi Alþingis Valdimar Stefánsson 2008

  39. Refsingar • Refsingar voru af þrennu tagi: • Útlegð: það að leggja út fé, eða sekt eins og það kallast í dag • Fjörbaugsgarður: þriggja ára útlegð, jafnan úr landi en einnig þekktist fjörbaugsgarður úr héraði • Skógargangur: æfilöng útskúfun úr mannlegu samfélagi og urðu sekir skógarmenn annað hvort að flytjast úr landi eða lifa í óbyggðum Valdimar Stefánsson 2008

  40. Lögrétta • Goðar skipuðu lögréttu og töldust 48 þar svo jafnmargir, tólf, yrðu úr hverjum fjórðungi • Auk goða sátu tveir aðstoðarmenn hvers þeirra einnig í lögréttu, ásamt lögsögumanni og biskupum eftir að þeir komu til; alls 147 menn • Hlutverk lögréttu var að rétta lög, þ. e. ákvarða hvað væri rétt lög, breyta eldri lögum, setja ný og veita undanþágur frá lögum • Að auki valdi lögrétta lögsögumann og var í forsvari fyrir þjóðina út á við, t. d. í samskiptum við Noregskonung Valdimar Stefánsson 2008

  41. Þjóðveldið – goðaveldi • Út frá nútímaskiptingu ríkisvaldsins má segja að lögréttan (goðarnir) hafi farið með löggjafarvaldið, dómstólarnir (skipaðir af goðum) með dómsvaldið en ekkert sameiginlegt framkvæmdavald hafi verið til staðar • Þannig varð sá sem fékk mann dæmdan að sjá um það sjálfur (með hjálp síns goða) að dómnum yrði fullnægt • Þetta sterka vald goðanna hefur leitt ýmsa til að telja þjóðveldið réttnefndara goðaveldi Valdimar Stefánsson 2008

  42. Fundur Grænlands • Eiríkur rauði Þorvaldsson var dæmdur sekur skógarmaður á Alþingi um 980, og ákvað þá að sigla til þess lands er hann hafði haft spurnir af vestur af Íslandi • Hann fann landið og kannaði það í þrjá vetur og nefndi Grænland en nafngiftin kom til af því að Eiríkur taldi líklegra að menn myndu sækja þangað gæfi nafn landsins hugmynd um landkosti • Um 25 skip fylgdu síðan Eiríki til Grænlands 985 eða 986 en aðeins 14 þeirra náðu landi Valdimar Stefánsson 2008

  43. Landnám Grænlands • Landnemarnir settust að í tveimur byggðalögum á vesturströnd Grænlands • Eystribyggð var sú nefnd sem sunnar stóð en Vestribyggð (Nuuk) sú er norðar var • Í Eystribyggð var alltaf meira fjölmenni og þar voru miðstöðvarnar Brattahlíð, landnámsbær Eiríks, og Garðar, er síðar varð biskupssetur og þingstaður • Byggð norrænna manna á Grænlandi hélst í meira en fjórar aldir, þ. e. fram á 15. öld Valdimar Stefánsson 2008

  44. Fundur Vínlands • Skömmu eftir að landnám hófst á Grænlandi hugðist Bjarni Herjólfsson sigla frá Eyrarbakka vestur til Grænlands • Hann hreppti slæmt veður og hraktist suður og síðar vestur um haf uns hann sá þar lönd nokkur • Nokkru síðar hreppti Leifur heppni, sonur Eiríks rauða svipað veður og Bjarni og sá þá einnig lönd í vestri • Hann kannaði þau nokkuð og gaf þremur svæðum nafn, Helluland (líklega Baffinsland), Markland (líklega Labrador) og Vínland þar sem vínviður óx villtur, en ekki er vitað um staðsetningu þess neitt nánar Valdimar Stefánsson 2008

  45. Landnám Vínlands • Nokkrum vetrum eftir fund Vínlands héldu þau Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir, ásamt nokkrum tugum manna, til hins nýja lands til að setjast þar að • Um nákvæma staðsetningu á landnáminu er ekki vitað en landkostir þóttu bæði miklir og góðir og frumbyggjar landsins vinsamlegir í fyrstu • En brátt kom upp ósætti við frumbyggja í tengslum við vöruskipti og þróaðist það út í blóðug átök; fór svo að lokum að hinir norrænu landnemar sneru til baka Valdimar Stefánsson 2008

  46. Landnám Vínlands • Fljótlega gleymdist síðan að mestu frásagnir af landafundunum en þó eru til skráðar sögur þar um; Eiríks saga rauða og Grænlendingasaga • Getum hefur verið að því leitt að Kristófer Kólumbus hafi haft fregnir af þessum sögum er hann ferðaðist um Norður-Evrópu • Á 7. áratug síðustu aldar kom svo í ljós, við fornleifauppgröft í L'Ance aux Meadows á Nýfundnalandi, minjar um byggð víkingaaldarmanna af norrænu kyni, sem staðfestu endanlega hinar fornu frásagnir Valdimar Stefánsson 2008

More Related