1 / 19

Starfsmenn Akureyrarbæjar Réttindi og skyldur

Starfsmenn Akureyrarbæjar Réttindi og skyldur. Nýliðanámskeið Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður. Réttarheimildir starfsmannaréttar. Ráðningarsamningar Kjarasamningar Reglur og samþykktir á vinnustað Mannauðsstefna Jafnréttis- og fjölskyldustefna Reglur um ábyrgðarmörk

abram
Télécharger la présentation

Starfsmenn Akureyrarbæjar Réttindi og skyldur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Starfsmenn Akureyrarbæjar Réttindi og skyldur Nýliðanámskeið Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður

  2. Réttarheimildir starfsmannaréttar • Ráðningarsamningar • Kjarasamningar • Reglur og samþykktir á vinnustað • Mannauðsstefna • Jafnréttis- og fjölskyldustefna • Reglur um ábyrgðarmörk • Reglur sem gilda um þinn vinnustað/stöðu

  3. Ráðningarsamningur • Byggir á kjarasamningi • Ráðningarkjör mega ekki vera lakari en kjarasamningur • Ráðningarkjör geta kveðið á um betri kjör en kjarasamningur • Skriflegur og gagnkvæmur samningur

  4. Kjarasamningar • Kveða á um lágmarkskjör • Samband íslenskra sveitarfélaga semur f.h. Akureyrarbæjar við viðsemjendur • Fjöldi samninga • Kjs. LN og Starfsgr.samb. v/Einingar –Iðju • Kjs. LN f.h. Akb. og Kjalar (Stmf. Ak.bæjar) • Kjs. LN og Félags ísl. hjúkrunarfræðinga • Kjs. LN og Félags ísl. náttúrufræðinga • Kjs. LN og Stéttarfélags ísl. félagsráðgjafa • Kjs. LN og Sjúkraliðafélags Íslands….o.s.frv…

  5. Almenn ákvæði um réttindi starfsmanna • Orlof • Veikinda- og slysaréttur • Tryggingar • Uppsagnaréttur

  6. Orlof og orlofslaun • Lágmark 192 vinnustundir eða 24 virkir dagar á ári miðað við fullt starf • Viðbótarorlof við 30 og 38/40 ára aldur • Hámarksorlof 30 virkir dagar • Lágmarksorlofsfé 10,17% af yfirvinnu og álagsgreiðslum • Aukin % með auknum aldri (30 og 40 ára) • Hámarksorlofslaun 13,04%

  7. Taka orlofs • Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl • Sumarorlofstími 15. maí til 30. september. • Yfirmaður ákveður í samráði við starfsmann hvenær orlof skuli tekið • Skylt að verða við óskum starfsmanns ef því verður við komið vegna stofnunar • Frestun orlofs að ósk yfirmanns 33% lenging

  8. Veikindi í orlofi • Veikist starfsmaður í orlofi, telst sá tími sem veikindunum nemur ekki til orlofs, enda sanni starfsmaðurinn með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofsins

  9. Veikindaréttur • Réttur til launa í veikindum • 0-3 mán. í starfi 14 dagar • Næstu 3 mán. 35 dagar • Eftir 6 mán. í starfi 119 dagar • Eftir ár í starfi 133 dagar • Eftir 7 ár í starfi 175 dagar • Starfmaður heldur launum svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum

  10. Vinnuslys eða atvinnusjúkdómur • Við framantalin réttindi bætist auk þess réttur til mánaðarlauna í 13 vikur ef óvinnufærni stafar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi (91 d.) • Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa

  11. Tilkynningaskylda og vottorð • Ef starfsmaður verður óvinnufær, skal hann tilkynna það yfirmanni sínum, sem ákveður hvort krafist skuli læknisvottorðs • Ef starfsmaður er óvinnufær lengur en 5 daga, skal hann sanna óvinnufærni sína með læknisvottorði • Verði starfmaður óvinnufær til lengri tíma skal hann afla endurnýjunarvottorðs að mati yfirmanns • Læknisvottorð greiðist af vinnuveitanda

  12. Starfshæfnivottorð • Starfsmaður sem verið hefur óvinnufær vegna veikinda eða slysa samfellt í 1 mánuð eða lengur, má ekki hefja starf að nýju nema læknir votti að heilsa hans leyfi • Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slysa svo mánuðum skiptir á hverju ári um fimm ára tímabil og ekki er skýlaust vottað að hann hafi fengið heilsubót sem ætla megi varanlega, má leysa hann frá störfum vegna heilsubrests.

  13. VIRK Starfsendurhæfingarsjóður • Hlutverk VIRK er að draga markvisst úr líkum á að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda eða slysa. • Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum. • Einstaklingar sem ekki geta sinnt starfi sínu sökum heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði eiga rétt á þjónustu ráðgjafa VIRK • Um er að ræða ráðgjöf og þjónustu á sviði starfsendur-hæfingar sem er starfsmönnum að kostnaðarlausu og miðuð við metnar þarfir hvers og eins

  14. Veikindi barna yngri en 13 ára • Réttur að vera heima hjá veiku barni í samtals 12 vinnudaga á almanaksárinu • Talið í klst: 96 stundir m.v. fullt starf • Algengt er að foreldrar skipti á milli sín að vera heima vegna veikinda barna og því einungis fjarverandi hluta úr degi • Þessi breyting er gerð til að auka sveigjanleika starfsmanna og auka möguleika þeirra til að aðlaga vinnu að fjölskylduaðstæðum • Enda verði annari umönnun ekki komið við

  15. Tryggingar • Starfsmenn eru slysatryggðir fyrir dauða eða vegna varanlegrar örorku • Farangurstrygging vegna ferða á vegum sveitarfélags • Tjón á persónulegum munum • Verði starfsmaður sannanlega fyrir tjóni á nauðsynlegum fatnaði og munum við vinnu skal það bætt skv. mati. Ekki bætt v/gáleysis.

  16. Uppsagnir • Uppsagnafrestur er gagnkvæmur • Skriflegur og miðast við næstu mánaðarmót • Kjarasamningsbundinn • Málefnalegar ástæður • Skipulagsbreytingar

  17. Helstu skyldur starfsmanna • Hlýðniskyldan • Skipunarvald yfirmanns • Hlýðni við settar reglur • Trúnaðarskyldan • Almennar trúnaðarskyldur • Þagnarskylda • Gagnkvæm virðing

  18. Áminning opinberra starfsmanna • Ef ástæða er til að veita starfsmanni áminningu vegna brota í starfi, er skylt að gefa honum færi á að tjá sig - > andmælaréttur • Ef fyrir liggja ástæður uppsagnar vegna brota í starfi, skal fyrst gefa starfmanni áminningu og tækifæri til að bæta ráð sitt • Óheimilt er að segja opinberum starfsmanni upp án málefnalegra ástæðna

  19. Vertu vakandi! • Kynntu þér kjarasamninginn og réttindi þín • Kynntu þér launasetninguna (launaflokk o.fl.) • Kynntu þér reglur og samþykktir Akureyrarbæjar • Leitaðu til yfirmanns/trúnaðarmanns/samstarfsmanna • Mundu að það er ekki launaleynd hjá bænum • Þú átt rétt á því að bera laun þín saman við gagnstætt kyn í sama/sambærilegu starfi • Leitaðu til starfsmannaþjónustu • Leitaðu til trúnaðarmanns/stéttarfélagsins • Farðu yfir launaseðilinn og yfirlit frá lífeyrissjóði

More Related