260 likes | 426 Vues
Þurfum við sannleikann?. „Truth: Defenders, Debunkers, Despisers“ Cora Diamond. Að skorta hugtök.
E N D
Þurfum við sannleikann? „Truth: Defenders, Debunkers, Despisers“ Cora Diamond
Að skorta hugtök • “Stór hluti enskrar verkamanna- og miðstéttar getur ekki komið reynslu sinni skýrt í orð vegna víðtæks menningarskorts. Þetta fólk er svipt tækifæri til að færa það sem það veit yfir í hugsanir sem það getur hugsað. Það hefur engar fyrirmyndir um hvernig orð skýra reynsluna. Búið er að útrýma fornum hefðum þeirra: og þótt það sé læst í tæknilegum skilningi hefur það ekki fengið tækifæri til að uppgötva tilvist hins ritaða menningararfs. Samt snýst þetta um meira en bókmenntir. Öll menning er eins og spegill sem gerir einstaklingnum kleift að þekkja sjálfan sig – eða að minnsta kosti að bera kennsl á þá hluta sjálfs sín sem eru félagslega viðurkenndir. Hinir menningarlega snauðu hafa mun minni möguleika á að þekkja sjálfa sig. Stór hluti reynslu þeirra – einkum tilfinningalegri, innri reynslu – verður að vera þeim óorðaður.” • John Berger, The Fortunate Man
Jane Heal • Sannleikur ekki gæði í sjálfu sér • Ætíð eitthvað annað sem er í raun eftirsóknarvert • Ætíð hægt að skýra „sannleikann“ í burtu • Sannleikur ekki markmið í sjálfu sér: Það sem við segjum, segjum við til að ná einhverju markmiði • Það getur aldrei réttlætt breytni að hún sé gerð til að þjóna sannleikanum
Jane Heal • Vitsmunaleg heilindi • Ekki fólgin í trúnaði við sannleikann • Hægt er að lýsa starfi fræðimannsins án þess að vísa til sannleikans sem slíks. • Spurning um að hafa skýra hugmynd um markmið sín og vinna gegn tilhneigingum í sjálfum sér sem gera erfiðara að ná þeim • Á jafnt við um vísindamanninn og bankaræningjann, Nasistann og andspynumanninn • Ekki hægt að sjá baráttuna við Nasista sem baráttu fyrir sannleikanum og gegn lýginni.
Richard Rorty • Staðhæfingar réttlætast ekki af því hvort þær „lýsa veruleikanum“ heldur því hvort annað fólk fellst á þær. • Samstaða (solidarity; sammæli við samfélag sitt) á að koma í stað hlutlægni (objectivity; samræmi við það hvernig hlutirnir eru) • Rannsóknir miða ekki að sannleika heldur æ víðtækara samkomulagi
Richard Rorty • Við notum tungumálið ekki til að lýsa veruleikanum „á réttan hátt“ heldur til þess að fullnægja þörfum okkar, hagsmunum og markmiðum • Tungumálið er ekki spegill heldur tæki • Ólíkar lýsingar á ekki að meta út frá því hve vel þær lýsa veruleikanum heldur því hve vel þær hjálpa okkur að eiga við hlutina (to cope)
Richard Rorty • Viss skilningur á því hvað er að vera frjálslyndur (a liberal) • Sá er frjályndur sem telur að grimmd sé það versta sem við getum gert (cruelty is the worst thing we can do) • „Siðferði“ merkir ekki annað en getu okkar til að sjá, samsama okkur með, og lina þjáningu og auðmýkingu • Siðferði hefur ekkert með virðingu fyrir eða ást á sannleika að gera
Richard Rorty • Vestræn hugmyndasaga • Tilraun til að láta ást á sannleikanum koma í stað ástar á guði • Sá sem gerist skuldbundinn sannleikanum reynir að gera sannleikann að „guði“ • Eigum ekki að líta á sannleika eða neitt annað sem „hálfgildings guðdóm“
Lestur Rortys á Orwell • Telur Orwell vera frjálslyndann í sínum skilningi. Túlkun Rortys: • Orwell telur að grimmd sé það versta sem við getum gert • Orwell vill fyrst of fremst opna augu okkar fyrir dæmum um grimmd og niðurlægingu • Illska er eingöngu fólgin í að valda sársauka og niðurlægingu, ekki í því að ráðast gegn sannleikanum • Orwell er ekki skuldbundinn siðferði sem gengur út frá virðingu fyrir og ást á sannleika • Orwell hefur ekki hæpnar hugmyndir um að sannleikur sé óháður því hvað við segjum eða hugsum, eða hugmyndir um að með því að vera menn þá eigum við eitthvað sameiginlegt
Lestur Rortys á Orwell • Orwell (Winston í 1984) telur að það sé frelsi, ekki sannleikur sem skipti máli • Að maður geti sagt 2+2=4, ef það er skoðun manns og 2+2=5, ef það er skoðun manns • Skiptir ekki máli hvort 2+2=4 er í samræmi við veruleikann eða ekki
Lestur Rortys á Orwell • Rorty: „In his better moments, Orwell himself dropped the rhetoric of transparency of plain fact, and recognized that he was doing the same kind of thing as his opponents, the apologists for Stalin, were doing“
Nokkrar tilvitnanir í Orwell • „The feeling that the very concept of objective truth is fading out of the world is – and should be – frightening“ • „Facts exist independently of us and are more or less discoverable“ • „Some moral cases are not hard cases. It is possible to see the unspeakable wrongness of an act“
Nokkrar tilvitnanir í Orwell • „There are objective historical truths. Historical facts are independent of what we say or believe happened in the past“ • „Good prose is like a window pane. It places the truth in plain and open view“
Nokkrar tilvitnanir í Orwell • „The protaginist of Nineteen Eighty-Four is the last human being in Europe – the sole remaining guardian of the human spirit. A liberal is someone who thinks that the human spirit will only survive as long as we think of truth as something to be discovered, and not as something we make up as we go along. The worst thing we can do is – not cruelty, but – to undermine someone’s capacity to think of truth in these terms“
Nokkrar tilvitnanir í Orwell • „The really frightening thing about totalitarianism is not that it commits ‘atrocities’ but that it attaks the concept of objective truth: it claims to control the past as well as the future“
Nokkrar tilvitnanir í Orwell • „Being in a minority, even a minority of one, did not make you mad. There was truth and untruth, and if you clung to the truth even against the whole world, you were not mad.... [Winston] fell asleep murmuring “Sanity is not statistical”, with the feeling that this remark contained in it a profound wisdom”
Primo Levi • Efnafræði sem griðland sannleiksleitar í samfélgi ofbeldis og lyga • góður, hreinn, prófanlegur sannleikur • mótefni gegn eitri lyganna • fylkja sér með þeim sem eru andstæðingar þess að mörkin milli sannleika og lygi séu þurrkuð út • mannleg þörf fyrir sannleika
Zbigniew Herbert • Tilhneigin valdsins til að gera skilin milli sannleika og lygi ógreinileg og má þau endanlega út • „um það bil 50 létust“ • fórnarlömbin nafnlaus • „það var ekki fjöldamorð“ • „það eru tvær hliðar á málinu“ • Vanþekking okkar og áhugaleysi á því sem raunverulega gerðist er valdinu í vil
Greinarmunur sannleika og lygi • Þurfum að búa í heimi þar sem hægt er að gera greinarmun á sannleika og lygi • Þar sem lygi er „bara“ lygi • Ekki sjálfsagt; hægt að grafa undan honum • Einræðisríki, 1984, ... • Er undir hverju og einu okkar komið að slíkur heimur haldi áfram að vera til
Eitthvað til að berjast fyrir • Er eitthvað sem er þess virði að vernda og berjast fyrir • Við berjumst fyrir sannleikann og Pólland • Berjast gegn þeim sem vilja útmá greinar-muninn og halda minningu fórnarlamba þeirra á lofti • Eina leiðin til að berjast gegn einræðisvalinu
Hvernig vitum við hvað sannleikur er? • Heal og Rorty reyna að útskýra hvað sannleikur er á sértekinn hátt, óháð raunverulegum hugsunum þess fólks sem álítur sannleikann mikilvægan • Velja úr vissa notkun hugtaksins en hunsar aðra • Sannleikur fyrst og fremst eiginleiki setninga • Það eru tæpast mikil gæði fólgin í því að þylja upp sannar setningar. • Tilgreina einungis afmarkaða notkun orðanna „sannur“ og „satt“ og nota þá notkun til að fella dóma um sannleikann í ólíku samhengi.
Hvernig vitum við hvað sannleikur er? • Getum ekki sagt fyrirfram hvað sannleikur er eða hvaða notkun orðsins er „hin rétta“ • Ekki hægt að vita fyrirfram, án þess að skoða raunverulegt líf fólks, hvað sannleiksást „hlýtur að vera“ • Höfundar eins og Orwell, Levi og Herbert hjálpa okkur að sjá hvað tal um sannleika merkir
Hvernig vitum við hvað sannleikur er? • Líf og hugsun þeirra sem „berjast fyrir sannleikann“ er hluti af því hvað „sannleikur“ merkir • Eðli sannleikans birtist meðal annars í þeirri reynslu Levis að þurfa á honum að halda • Ef við hættum að nota „sannleikur“ á vissan hátt, eins og Heal og Rorty vilja, getum við ekki gert það sem hægt er að sýna t.d. Levi gera; að gera lífið í skugga fasisma skiljanlegt
Hvað er sannleikur? • Hjálpar okkur að gera líf okkar skiljanlegt • Sannleikshugtakið tilheyrir viðleitni mannsins til að skilja lífið, gott og illt, og viðleitni hans til að bregðast við góðu og illu • Getum ekki gert grein fyrir hinu illa í heiminum ef við getum ekki tjáð það sem hatur á sannleikanum, vilja til að breyta fortíðinni o.s.frv • Hugtakið „sannleikur“ hjálpar fólki að skilja og berjast gegn alræði sem vill útrýma fortíðinni og hatast við sannleikann
Hvað þurfum við? • Hugtakið sannleikur nauðsynlegt til að geta skili hvað við þurfum og hvað okkur langar • Nauðsynlegt til að átta sig á hvað er mikilvægt, tjá það og berjast fyrir því • Nauðsynlegt til að ná tökum á lífi sínu og veruleikanum í kringum mann
Hvað þurfum við? • Þurfum oft sárlega að geta meint vissa hluti • Til að vera ekki „svipt tækifæri til að færa það sem við vitum yfir í hugsanir sem við getum hugsað“