120 likes | 296 Vues
Íbúasamtök Úlfarsárdals. Íbúafundur mars 2013. Upphaflegar áætlanir. Núverandi byggð - 800 einingar. Nýjar hugmyndir 1.100-1.400 einingar. Íbúafjölgun. Nálgun Íbúasamtakanna. Reynum að meta tillögurnar út frá hagsmunum hverfisins og bendum á kosti þeirra og galla
E N D
Íbúasamtök Úlfarsárdals Íbúafundur mars 2013
Nálgun Íbúasamtakanna • Reynum að meta tillögurnar út frá hagsmunum hverfisins og bendum á kosti þeirra og galla • Reynum ekki að leggja mat á skynsemi tillagnanna, heldur spyrjum gagnrýnna spurninga • Hjálpum íbúum hverfisins að mynda sér skoðun á tillögunum svo ÞEIR sjálfir geti tekið upplýsta ákvörðun!
Kostir nýrrar staðsetningar • Allt undir sama þaki • Mögulega betri (og stærri) íþróttamannvirki samfara betri nýtingu • Sundlaug og íþróttahús nær íbúum Grafarholts með nýjum veg um Reynisvatnsás – minni umferð í gegnum hverfið (Úlfarsárdal)
Gallar • Mikil fjarlægð milli núverandi leikskóla og skóla sem eru „samreknir“ • Breyting á núverandi skipulagi - tímafrekt! • Skertir möguleika á stækkun t.d. sundlaugar síðar meir • Þjónustan ekki lengur miðsvæðis, heldur komin út í horn á hverfinu (slæm staðsetning mannvirkja) • Lengir leiðina í skóla fyrir meirihluta barna • Þörf á miklum fjölda bílastæða við byggingarnar og plássið þar er mjög takmarkað
Spurningar • Rökin fyrir þessum breytingum eru sögð vera sparnaður. Hvaða upphæðireru að sparast samkvæmt þessum tillögum að nýju skipulagi, og svo í framhaldinu í rekstrinum? • Hvernig lítur framkvæmdaáætlunin út? Hvaða áhrif myndi þessi breyting hafa á hraða uppbyggingarinnar? • Tafir vegna nýrrar hugmyndasamkeppni? • Tafir við það að breyta núgildandi skipulagi? • Myndi þessi breyting kannski þýða að Borgin ætli sér að hraða uppbyggingu í hverfinu? • Hvernig meta skipulagsfræðingar þessar hugmyndir? T.d. breyting frá því að hafa miðlægan þjónustukjarna í þjónustukjarna í útjaðri hverfisins. • Vegalengdir flestra íbúa sem sækja þessa þjónustu lengjast talsvert
Áhersluatriði • Byggingu skóla verði flýtt eins og kostur er og hafist handa eigi síðar en á næsta ári. • Uppbyggingu íþrótta- og menningarmannvirkja verði flýtt • Skipulagsmál - hverfið verði ekki minnkað um of þannig að þar þrífist þjónusta s.s. kaupmaðurinn á horninu o.fl. • Lóðamál - fallið verði frá öllum kvöðum á lóðum og þær gerðar að söluvöru að nýju. • Samgöngumál - byggð verði brú og vegtenging að sunnanverðu í dalnum fyrir neðan Reynisvatnsás. • Almenningssamgöngur – þjónustu við hverfið verði bætt • Öryggismál - að börnum verði tryggðar öruggar gönguleiðir í skólann og gengið verði frá ókláruðum lóðum og byggingum með fullnægjandi hætti