460 likes | 621 Vues
Росси́я. Pétur II keisari gerði landið að stórveldi í byrjun 18. aldar. Stofnaði St. Pétursborg og gerði hana að höfuðborg í stað Moskvu. Pétur mikli (1682 - 1725). Katrín II jók einnig áhrif Rússlands í Evrópu. Þýsk prinsessa sem giftist hálf geðveikum ríkisarfa Rússlands.
E N D
Pétur II keisari gerði landið að stórveldi í byrjun 18. aldar. Stofnaði St. Pétursborg og gerði hana að höfuðborg í stað Moskvu. Pétur mikli (1682 - 1725)
Katrín II jók einnig áhrif Rússlands í Evrópu. Þýsk prinsessa sem giftist hálf geðveikum ríkisarfa Rússlands. Steypti honum af stóli. Katrín mikla (1762 – 1796)
Rússland keisaranna • Fátækt ríki þar sem bændur bjuggu flestir við slæm kjör, voru ánauðugir fram til 1861. • Á 19. öld berast áhrif sósíalismans, stjórnleysisstefnunnar og frjálshyggjunnar til Rússlands. Fleiri lýsa yfir efasemdum um einveldi keisaranna. • Alexander II keisari myrtur 1881.
Rússland við lok 19.aldar • Ört vaxandi borgarastétt. • Rússland enn þá landbúnaðarríki en iðnaður fer vaxandi í borgum. • Verkalýðsstétt verður til í borgum. • Verkamenn undir áhrifum marxisma.
Keisarveldið herðir tökin • Ritskoðun og pólitísk kúgun við lýði. • Algengt að senda andófsmenn í útlegð til Síberíu. • Aukin róttækni og byltingarhætta. • Aukið vantraust á keisaradæminu.
Veikgeðja keisari og skildi ekki andann í Rússlandi. Síðasti keisari Rússlands. Tekinn af lífi 1917. Nikulás II keisari
Rússland í stríði • 1914 skall heimsstyrjöldin fyrri á með þátttöku Rússlands. • Hallaði mjög á Rússa í stríðinu. • Styrjöldin mjög óvinsæl meðal almennings sem leið matarskort og upplifði vonleysi.
Afsögn keisarans • 1917 var ástandið orðið mjög alvarlegt og verkföll og uppþot ógnuðu landinu. • Nikulás II neyddur til að segja af sér. • Bráðabirgðastjórnir tóku við. • Stríðinu haldið áfram við litlar vinsældir.
Bolsjevikar voru sannfærðir marxískir byltingasinnar. Leiðtogi þeirra var Vladimir Iljits kallaður Lenín. Snéri heim til Rússlands úr útlegð. Rússneska byltingin
Bolsjevikar hrifsa völdin • Fámennur en öflugur, agaður og skipulagður hópur byltingarsinna réðist til atlögu gegn bráðabirgðastjórninni. • Samdi frið við Þýskaland. • Við tók borgarstyrjöld milli byltingasinnaðra rauðliða og gagnbyltingarsinnaðra hvítliða.
Nikulás II var myrtur ásamt konu sinni og börnum af bolsjevikum. Hvítliðar bíða ósigur og erlendir innrásarherir hörfa úr landinu. Keisarafjölskyldan myrt
Sovétríkin • Sovéskt sambandslýðveldi ólíkra þjóða og þjóðarbrota reist á grunni hins gamla rússneska keisaradæmis. • Alræði keisaranna víkur fyrir alræði Sovéska kommúnistaflokksins. • Allir andstæðingar flokksins drepnir, fangelsaðir eða sendir í útlegð.
Sovéskur sósíalismi • Ríkið þjóðnýtti öll atvinnutæki og jarðnæði. • Kommúnistaflokkurinn einn leyfður. • Öll andstaða við Kommúnistaflokkinn bönnuð. • Rauði herinn og leynilögregla skipulögð.
Heimsbyltingin • Sovéskir kommúnistar vildu breiða byltinguna út um heiminn. • Komintern alþjóðasamtök kommúnista stjórnað frá Moskvu. • Kommúnistar studdu undirróðurs- og byltingarstarfsemi í öðrum ríkjum.
Stalín tók við sem leiðtogi af Lenín og hrakti andstæðing sinn Trotskí í útlegð. Trotskí var að lokum myrtur í Mexíkó með ísexi af útsendra Stalíns. Járnmaðurinn
Sovétríki Stalíns • Hert á alræði flokksins og Stalíns með hreinsunum á gömlum samherjum og almennri ógnarstjórn. Moskvuréttarhöldin. • Áhersla á iðnvæðingu og hernaðaruppbyggingu Sovétríkjanna
Fjöldamorð • Til þess að ná fram markmiðum sínum um þjóðnýtingu og samyrkjubúskap beitti Stalín hrottalegu valdi gegn smábændum. • Tugir milljóna létu lífið í ofsóknum og hungursneyð sem fylgdi í kjölfarið.
Stalín samdi við Hitler um að taka yfir Eystrasaltsríkin og helming Póllands. Refurinn Stalín
Landvinningar Sovétríkjanna • Eftir heimsstyrjöldina síðari komst öll A-Evrópa í hendur Sovétmanna sem settu á fót sósíalískar leppstjórnir. • Tryggðu áhrif sín með hervaldi og ógn.
Kalda stríð og Sovétríkin • Tvö hugmyndakerfi áttust við í heiminum kommúnismi undir forystu Sovétríkjanna og frjáls markaðsbúskapur og lýðræði undir forystu Bandaríkjanna.
Sovétríkin mikið hernaðar- og kjarnorkuveldi o.þ.a.l áhrifamikið í heimsmálunum.
Dauði Stalíns og uppgjörið • Stalín dó 1953. Malenkov tekur við staldrar stutt við • Öðruvísi leiðtogi - Krjúsoff fordæmir valdatíma Stalíns. • Krjúsoff hrakinn frá völdum og síð-stalínstar taka við völdum. Meiri valddreifing meðal forystunnar.
Bresnéf ríkir næstu áratugi og sól Sovétríkjanna fór hækkandi. Andropov og Chernenko tóku við af honum en létust eftir stutta dvöl. Gömlu mennirnir
Stríðsfórnir • 1979 réðust Sovétmenn inn í Afghanistan sem kallaði á miklar hernaðar- og efnahagslegar fórnir. Víðtæk andstaða og skæruhernaður. • Líkt og með Bandaríkin í Víetnam var stríð Sovétmönnum mikill álitshnekkir.
Unglingurinn í forystunni • Mikael Gorbasjof kallaður til forystu. • Glasnost (opnun) og perestrjoka (breyting) hans helstu áherslur. • Gerði sér grein fyrir að Sovétríkin höfðu dregist stórlega aftur úr Vesturlöndum og að umbóta var þörf.
Umbótasinninn • Gorbasjoff dró herliðið frá Afghanistan • Leyfði leppríkjunum í A-Evrópu að ráða sér sjálfar. • Opnaði fyrir umræður og frelsi innanlands. • Stóð fyrir breytingum í efnahagslífinu.
Slökunarstefna • Gorbasjof áttaði sig á því að vígbúnaðarkapplauðið væri Sovétmönnum ofviða. • Vildi takmarkanir á vígbúnaði og bæta almenn samskipti við Vesturlönd. • Nokkrir leiðtogafundir milli Gorbasjofs of Reagans forseta Bandaríkjanna.
Endalok Sovétríkjanna • Um leið og frelsið jókst og kúgunin minnkaði braust fram áratugalöng sjálfstæðisþrá ýmissa ríkja innan Sovétríkjanna t.d. Eystrasaltsríkjanna, hernumin 1940. • Gorbasjof réði ekkert við ástandið innanlands. Opnaði flóðgátt sem hann gat ekki lokað.
Valdaránið í Sovétríkjunum • 1991 reyndu gamlir kommúnistar í her- og leynilögreglu að ræna völdum. • Hermenn neituðu að hlýða þeim og fólk mótmælti á götum úti. • Boris Jeltsin forseti Rússlands leiddi andófið gegn valdaránsmönnunum.
Upplausn Sovétríkjanna • Valdaránið fór út um þúfur og Gorbasjof komst aftur til valda en áhrifalaus. • Jeltsin orðinn sterki maðurinn í Rússlandi. • Sovétríkin viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
Endalokin… • Flest lýðvelda Sovétríkjanna lýsa yfir sjálfstæði og kommúnistaríkið sem verið hafði við lýði síðan 1917 leið undir lok. • Rússland tók við eignum og skuldbindingum hinna gömlu Sovétríkja m.a. kjarnorkuvopnum. • Lýðræði komið á og frjálsum markaðsbúskap.