190 likes | 371 Vues
Er hægt að stöðva frjálsa för launafólks innan EES?. Fundur Samtaka atvinnulífsins 25. apríl 2007 Ragnar Árnason, LL.M. í Evrópurétti, hdl. og forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA. Hvað er frjáls för?.
E N D
Er hægt að stöðva frjálsa för launafólks innan EES? Fundur Samtaka atvinnulífsins 25. apríl 2007 Ragnar Árnason, LL.M. í Evrópurétti, hdl. og forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA
Hvað er frjáls för? • Frjáls för fólks innan EES er ein fjórum grunnstoðum samningsins. Veitir einstaklingum rétt til að búa, vinna, stunda nám og stofna fyrirtæki í einhverju af 28 (30) ríkjum EES. Löggjöf ESB miðar að því að draga úr öllum hindrunum og koma í veg fyrir mismunun. • => Stórmál ef ríki hyggst raska þessum grundvallarréttindum.
Öryggisákvæði EES • EES samningurinn (112.-114. gr.) hefur að geyma almenn öryggisákvæði. Þeim hefur ekki verið beitt. • Sambærileg ákvæði eru ekki í stofnsamningi ESB. Hins vegar eru öryggisákvæði í aðildarlögum ESB vegna ríkjanna tíu sem gengu í sambandið 1. maí 2004. • Með EES - samningnum fylgir einnig einhliða túlkun Íslands á þessum ákvæðum og í stækkunarsamningnum 2003 fylgja bókanir um framkvæmd stækkunar og beitingu öryggisráðstafana
Öryggisákvæði EES • 112 gr.: “Ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verðiviðvarandi, getur samningsaðili gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana.”
Öryggisákvæði EES • 112 gr.: “Slíkar öryggisráðstafanir skulu vera takmarkaðar, að því er varðar umfang og gildistíma, við það sem telst bráðnauðsynlegt til þess að ráða bót á ástandinu. Þær ráðstafanir skulu helst gerðar sem raska minnst framkvæmd samnings þessa.Öryggisráðstafanirnar skulu gilda gagnvart öllum samningsaðilum”
Öryggisákvæði EES • Sérstök málsmeðferð fer í gang ef ríki vill beita öryggisráðstöfunum. Tilkynna þarf öðrum samningsaðilum og skulu aðilar innan sameiginlegu EES-nefndarinnar leitast við að finna viðunandi lausn fyrir alla aðila. • Ræða skal öryggisráðstafanir innan EES-nefndarinnar á þriggja mánaða fresti með það fyrir augum að fella þær niður eða takmarka umfang þeirra.
Einhliða bókun Íslands • Við gerð EES samningsins bókaði Ísland þann skilning að vegna einhæfs atvinnulífs og fámennis megi beita öryggisráðstöfunum ef framkvæmd samningsins hefði í för með sér “alvarlega röskun jafnvægis á vinnumarkaði vegna meiri háttar flutninga starfsfólks sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum…”
Einhliða bókun Íslands • Í bókuninni segir að ráðstafanir Íslands verði að vera í samræmi við skyldur Íslands samkvæmt samningnum. • => Þessi bókun veitir Íslandi ekki rýmri rétt til öryggisráðstafana en 112. gr. gerir ráð fyrir, enda gerir bókunin fyrirvara um skyldur Íslands skv. samningnum, þ.m.t. skv. 112. gr.
Stækkun ESB 2004 • Þegar 10 ný ríki gengu í ESB var samið um aðlögun að frjálsri för launþega, þ.e. að takmarka mætti frjálsa för, fyrst í tvö ár (2004-2006) og síðan í þrjú ár til viðbótar (2006-2009). • Ríki sem beita aðgangstakmörkunum mega í lok 5 ára tímabilsins framlengja aðlögun í tvö ár til viðbótar (samtals 7 ár) ef fyrir hendi er alvarleg röskun á vinnumarkaði eða hætta á slíkri röskun.
Stækkun ESB 2004 • Einnig samið um sérstök verndarákvæði í 37. gr. aðildarlaga ESB: “Komi alvarlegir erfiðleikar upp innan þriggja ára frá aðild, sem sennilegt er að verði viðvarandi innan einhverrar greinar atvinnulífsins eða geti valdið alvarlegri, efnahagslegri afturför á tilteknu svæði, getur nýtt aðildarríki sótt um heimild til verndarráðstafana til að koma aftur á fyrra jafnvægi og laga þá grein atvinnulífsins, sem um er að ræða, að efnahagskerfi hins sameiginlega markaðar. Við sömu aðstæður getur núverandi aðildarríki sótt um heimild til verndarráðstafana að því er varðar eitt eða fleiri nýju aðildarríkjanna.”
Stækkun EES 2004 • Sömu reglur gilda um aðlögun að vinnumarkaði (2ár – 3 ár – 2 ár) • Skv. bókun 44 með EES stækkunar-samningnum er einnig heimilt að beita 112. gr. EES samningsins um þau tilvik sem tilgreind eru í 37. gr. aðildarlaga ESB … “…og skulu tímamörk, gildissvið og áhrif vera hin sömu og mælt er fyrir um í þessum ákvæðum”
Öryggisráðstafanir • Fram til 1. maí 2007 er Íslandi heimilt að beita öryggisráðstöfunum gagnvart einu eða fleiri nýju aðildarríkjanna, að uppfylltum efnisskilyrðum 37. gr. aðilarlaga ESB. • Eftir 1. maí 2007 getur Ísland einungis beitt 112. gr. EES samningsins, að uppfylltum efnisskilyrðum þeirrar greinar og þá gagnvart öllum aðilum EES samningsins samtímis => ekki lengur heimilt að beita ráðstöfunum einungis gegn nýju ríkjunum!!!
Öryggisráðstafanir skv. 112. gr. • Í raun hægt að hætta að karpa um hvort efnisskilyrði 112. gr. séu uppfyllt. Fullkomlega óraunhæft að Ísland muni takmarka frjálsa för gagnvart öllum aðildarríkjum EES samningsins, þ.m.t. hinum Norðurlöndunum. • Muna að Ísland þyrfti þá helst að takmarka einnig frjáls þjónustuviðskipti, enda falla starfsmannaleigur undir þá stoð EES samningsins en ekki frjálsa för.
Hvað gerist ef við beitum 112. gr.? • Ef Ísland beitir öryggisráðstöfunum skv. 112. gr. eru tvær leiðir færar fyrir framkvæmdastjórn ESB: • 1) Jöfnunarráðstafanir skv. 114. gr. EES, sem mega vera jafn umfangsmiklar og þær öryggisráðstafanir sem beitt er. Geta þó beinst að öðrum þáttum, s.s. útflutningi á vörum frá Íslandi til ESB eða fjármálastarfsemi. • 2) Setja deiluna í 3ja manna gerðardóm skv. 111. gr. EES. Niðurstaða hans er bindandi.
Brottfall aðlögunar 1. maí 2006 • Íslandi nýtti heimild til að takmarka frjálsa för frá átta af tíu nýjum aðildarríkjum ESB frá 1. maí 2004 til 1. maí 2006. • Muna verður að Íslandi var óheimilt að takmarka frjáls þjónustuviðskipti eftir 1. maí 2004, m.a. starfsemi starfsmannaleiga frá þessum löndum. • ASÍ og SA sammála um að nýta ekki frekari aðlögun eftir 1. maí 2006.
Brottfall aðlögunar 1. maí 2006 • Reynsla af takmörkun var slæm og skaðaði íslenskan vinnumarkað. Skyndilega var fjöldi erlendra starfsmannaleiga hér með starfsemi og ef upp kom grunur um brot á starfsmönnum þá var iðulega um að ræða starfsmenn erlendra starfsmannaleiga. Engin leið var að staðreyna launagreiðslur hjá erlendum starfsmannaleigum. Ljóst að ef frekari aðlögun hefði verið nýtt þá hefði það ýtt enn frekar undir þessa starfsemi. • Markmið SA og ASÍ að stuðla að beinum ráðningum til íslenskra fyrirtækja. Það tókst!
Algengar upphrópanir! • Útlendingar bera hingað smitsjúkdóma! • Rétt. Bæði launamenn og ferðamenn. Tæp 60% landa í heiminum eru á berklalista WHO. Pólland, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía og Ungverjaland eru EKKI á þeim lista. • Útlendingar taka störf Íslendinga! • Atvinnuleysi hefur lækkað úr 1,5% í 1,3% á síðustu 12 mánuðum þrátt fyrir fjölgun erlendra starfsmanna. Þó dæmi um að fyrirtækin hafi tekið erlenda byggingaverkamenn fram yfir þá íslensku, ræðst af færni og ástundun en ekki launagreiðslum. • Launin hafa lækkað með tilkomu útlendinga! • Rangt. Laun verkafólks hafa hækkað um 19% frá upphafi árs 2005 til loka árs 2006.
Algengar upphrópanir! • Útlendingar eru ódýrt vinnuafl því þeir eru bara á töxtum! • Óheimilt er að mismuna EES borgurum á grundvelli ríkisborgararéttar! • Aðildarfyrirtæki SA hafna því að erlendum starfsmönnum sé mismunað. Útlendingar eru ekki ódýrari starfsmenn. • Í síðustu kjarasamningum voru kauptaxtar færðir mun nær greiddum launum á vinnumarkaði en áður þekktist. Lægst taxti iðnaðarmanna í Samiðn er t.d. 71% hærri nú en hann var árið 2003. • Muna verður að útlendingar geta ekki frekar en Íslendingar gert kröfu um meðallaun eða “markaðslaun” í tiltekinni atvinnugrein.
Áherslur SA • Gæta verður þess að ekki sé brotinn réttur á erlendu launafólki. • Það verður best gert með því að hrinda í framkvæmd tillögum SA og ASÍ frá júní 2006. Mikilvægir þættir þeirra tillagna hafa þegar verið lögfestir. • Trúnaðarmenn stéttarfélaga og félögin sjálf hafa víðtækar heimildir til að skoða gögn á vinnustöðum um launakjör erlendra starfsmanna skv. samningi SA og ASÍ frá mars 2004 sbr. 2. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks. • SA leggur ASÍ og stéttarfélögunum lið í þeirri viðleitni að tryggja rétta framkvæmd kjarasamninga gagnvart öllu launafólki.