110 likes | 230 Vues
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ 30. ágúst 2007. Áherslur ASÍ: Tillögur og niðurstöður. Lög um vinnumarkaðsaðgerðir og vinnumarkaðsráð. Gagnrýni á gömlu svæðisráðin. Svæðisráðin skv. eldri lögum: Fæst þeirra náðu almennilega flugi Sum gáfust hreinlega upp
E N D
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ30. ágúst 2007 Áherslur ASÍ: Tillögur og niðurstöður Lög um vinnumarkaðsaðgerðir og vinnumarkaðsráð
Gagnrýni á gömlu svæðisráðin • Svæðisráðin skv. eldri lögum: • Fæst þeirra náðu almennilega flugi • Sum gáfust hreinlega upp • Ástæður - gagnrýni: • Óljóst hlutverk og verkefni • Óljós staða gagnvart: • Vinnumálastofnun • Svæðisvinnumiðlununum • Skortur á fjármunum til starfseminnar • Fjármögnun undirbúningsvinnu og úrræða • Greiðslur til fulltrúa í ráðunum of lágar
Áherslur ASÍ við endurskoðun laganna • Mikilvægt að byggja vinnumarkaðsaðgerðir og úrræði til einstaklinga á hverju svæði á staðbundinni þekkingu og reynslu • Heimamenn best til þess fallnir að fylgjast með og meta ástand og horfur í atvinnumálum almennt - kalla þá að sem málið varðar • Mikilvægt að réttindi og skyldur – ábyrgð og framkvæmd fylgist að • Skýra hlutverk og samspil/verkaskiptingu vinnumarkaðsráðanna og svæðisvinnumiðlana (útibúa Vinnumálastofnunar) • Skapa vinnumarkaðsráðunum starfsskilyrði
Úr skýrslu endurskoðunarnefndar 1.1.7 Vinnumarkaðsráð Vinnumarkaðsráðunum er ætlað að koma í stað svæðisráða samkvæmt gildandi lögum. Gert er ráð fyrir að þau séu hluti af starfsemi Vinnumálastofnunar og starfi með og fái þjónustu starfsstöðva hennar. Er starfsemi þeirra miðuð við að Vinnumálastofnun annist mat á vinnufærni einstaklinga og skipulag vinnumarkaðsúrræða. Í samræmi við tillögur nefndarinnar um skipulag virkra vinnumarkaðsaðgerða er lagt til að vinnumarkaðsráðin verði skipuð sjö fulltrúum þannig að samtök launafólks og samtök atvinnurekenda tilnefni hvor tvo fulltrúa og sveitarfélögin, menntamálaráðherra og heilsugæslan tilnefni hver sinn fulltrúa. Hlutverk þeirra er að hafa frumkvæði að tillögum að vinnumarkaðsúrræðum og framkvæmd þeirra á viðkomandi svæði og er þeim ætlað að vera stofnuninni sem og stjórn hennar til ráðgjafar um vinnumarkaðsmálefni á hverju svæði. Enn fremur skulu forstöðumenn starfsstöðvanna hafa náið samráð við ráðin við ákvörðun á framkvæmd vinnumarkaðsaðgerða á svæðinu í samræmi við stefnumótun stjórnar Vinnumálastofnunar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. Er ráðunum því ætlað meira hlutverk í framkvæmdinni en verið hefur. Þar á meðal skulu ráðin gefa stjórn stofnunarinnar árlega skýrslu um atvinnumál á svæðinu, þ.á m. um atvinnuástandið og mat á árangri vinnumarkaðsaðgerða, en þeim er ætlað að fylgjast með framvindu atvinnumála á viðkomandi svæði. Skýrslan skal meðal annars innihalda tillögur ráðanna um vinnumarkaðsaðgerðir á svæðinu. Er gert ráð fyrir að ráðin hafi reglulegt samráð við stjórn stofnunarinnar.
Tillaga: Ferlar varðandi fjármögnun og ráðstöfun 3a 2a 3 Fjárlög 4 1a Félagsmálaráðherra 2 Vinnumálastofnun Atvinnuleysistryggingasjóður Stjórn Vinnumálastofnunar Stjórn atvinnuleysis-tryggingasjóðs 3a Þjónustu- samningur 1 4 Forstjóri 5 8 svæðisbundin vinnumarkaðsráð 8 svæðisbundnar/útibú Vinnumálaskrifstofur
Tillögur nefndarinnar um vinnumarkaðsaðgerðir • Vinnumarkaðsaðgerðir: ný nálgun • vinnumarkaðsúrræði verði slitin úr beinum tengslum við greiðslukerfin • allir eiga rétt á þjónustu óháð framfærslu • auka samvinnu vinnumarkaðsaðgerða og annarra þjónustukerfa • gera kerfið einfaldara og skilvirkara • mat á vinnufærni og leiðbeiningar um úrræði til einstaklinga á einni hendi • bjóða einstaklingsmiðaða þjónustu • litið verði til getu einstaklinganna • skapa betri yfirsýn yfir þau úrræði sem í boði eru hverju sinni – miðla þekkingu og reynslu
Skipuriti samkvæmt lögunum Félagsmálaráðherra Vinnumálastofnun Atvinnuleysistryggingasjóður Stjórn Vinnumálastofnunar Þjónustu- samningur Stjórn atvinnuleysis-tryggingasjóðs Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi Forstjóri Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða Úthlutunarnefnd atvinnuleysisbóta Svæðisbundin vinnumarkaðsráð Svæðisbundnar þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar
Lögin og vinnumarkaðsráðin 6. gr. Vinnumarkaðsráð. Félagsmálaráðherra skipar sjö manna svæðisbundin vinnumarkaðsráð. Í hvert vinnumarkaðsráð skulu tveir ráðsmanna tilnefndir af samtökum launafólks á svæðinu og tveir ráðsmanna tilnefndir af samtökum atvinnurekenda. Jafnframt skal einn ráðsmanna tilnefndur af menntamálaráðherra, einn tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og einn tilnefndur af sveitarfélögunum á svæðinu. Tilnefna skal jafnmarga fulltrúa til vara. Félagsmálaráðherra skipar formann og varaformann vinnumarkaðsráðs úr hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið sem aðalmenn. Náist ekki samkomulag um tilnefningu skv. 1. mgr. úrskurðar félagsmálaráðherra um hver skuli tilnefna fulltrúa í ráðið með hliðsjón af því hversu fjölmenn viðkomandi samtök eða sveitarfélög eru á svæðinu og að fenginni umsögn viðkomandi heildarsamtaka. Félagsmálaráðherra ákveður staðsetningu vinnumarkaðsráða að fenginni umsögn forstjóra og stjórnar Vinnumálastofnunar. Vinnumarkaðsráð á hverju svæði skal skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála á svæðinu í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skulu vinnumarkaðsráðin vera hlutaðeigandi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum á svæðinu. Félagsmálaráðherra getur falið vinnumarkaðsráðum önnur verkefni í samræmi við markmið og gildissvið laganna að fenginni umsögn stjórnar Vinnumálastofnunar.
Lögin og vinnumarkaðsúrræði Vinnumarkaðsúrræði skiptast í eftirfarandi flokka: a. einstök námskeið, svo sem námskeið um gerð starfsleitaráætlunar eða sjálfstyrkingu og námskeið til að bæta tiltekna færni b. starfsúrræði, þ.e. starfskynning, starfsþjálfun og reynsluráðning c. ráðgjöf samhliða námskeiðsþátttöku og reynsluráðningu d. námsúrræði e. atvinnutengd endurhæfing f. atvinnutengd endurhæfing einstakra hópa
Vinnumarkaðsráðin - erindisbréf • Hlutverk: • að greina stöðu og þróun atvinnumála á svæðinu – gera tillögu að vinnumarkaðsúrræðum í samráði við þjónustuskrifstofu • gera tillögu um – framkvæma vinnumarkaðsrannsóknir, kannanir og eða þróunarverkefni á svæðinu • efna til samstarfs með hagsmunaaðilum um eflingu atvinnulífs á svæðinu • skila skýrslu til Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála á svæðinu og árangur vinnumarkaðsaðgerða • koma með ábendingar til viðeigandi stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga og/eða fyrirtækja og stofnana um úrræði til að styrkja vinnumarkaðinn á svæðinu • gera tillögu um fjárhagsáætlun fyrir vinnumarkaðsúrræði, rannsóknir, kannanir, fundi og ráðstefnur á komandi ári • vinna önnur verkefni sem ráðunum eru falin af stjórn Vinnumálastofnunar eða félagsmálaráðherra • Samstarf – þjónusta frá þjónustuskrifstofu VMST • Leiðbeiningar um starfshætti og framkvæmd
Framhaldið • Vinnumarkaðsráðin eru hugsuð sem verkfæri í höndum þeirra aðila sem þau skipa til að hafa áhrif á og móta úrræði og atvinnulíf á viðkomandi svæði • Mikilvægt nálgast málið með jákvæðum hætti og láta á það reyna hvort ekki má ná þessum markmiðum – Forendur eru • virkni og gott samstarf innan ráðanna • gott samstarf við og stuðningur frá Vinnumálastofnun • Það eru ærin verkefni en líka fjölmörg úrræði og leiðir til að ná markmiðunum • ný hugsun - nýjar leiðir – ný tækifæri