1 / 86

HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN

HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN. MA-nám í Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasvið Háskóla Íslands. www.hmm.hi.is. Nemendur í Miðlunarleiðum haustið 2006, fyrsta árið sem boðið var upp á námið.

bona
Télécharger la présentation

HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN MA-nám í Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasvið Háskóla Íslands www.hmm.hi.is

  2. Nemendur í Miðlunarleiðum haustið 2006, fyrsta árið sem boðið var upp á námið.

  3. Nám í hagnýtri menningarmiðlun er 90 eininga framhaldsnám og byggir á þverfaglegu samstarfi með það að markmiði að tengja saman íslenska sögu og menningu og opna nemendum nýjar leiðir í miðlun rannsókna sinna og þekkingar.

  4. Allir sem hafa lokið BA- eða BS-prófi, eða sambærilegu prófi, með fyrstu einkunn (7,25) geta sótt um að innritast í MA-nám í hagnýtri menningarmiðlun. Einstök námskeið eru einnig opin nemendum í öðru framhaldsnámi enda eru margir snertifletir milli fræðigreina í hagnýtri menningarmiðlun.

  5. Auk meistaranáms er boðið upp á 30 eininga diplómanám í hagnýtri menningarmiðlun. Inntökuskilyrði er BA- eða BS-próf eða sambærilegt próf og ljúki nemandi diplómanáminu með fyrstu einkunn getur hann sótt um í MA-nám í hagnýtri menningarmiðlun og lokið MA-prófi.

  6. Nemendur ræða málin í kennslustund.

  7. Í hagnýtri menningarmiðlun er m.a. boðið upp á valnámskeið um söfn og sýningar, útvarpsþáttagerð, munnlega miðlun og viðtalstækni, vefmiðlun, heimildamyndir, menntaferðaþjónustu, ljósmyndir, miðlun og markaðssetningu, söguferðaþjónustu, miðlun menningararfs fyrir erlenda ferðamenn, textaskrif fyrir ólíka markhópa, menningar- og verkefnastjórnun, tímaritaútgáfu, menningar- og umhverfisferðaþjónustu, útgáfumál, lifandi miðlun, þrívíddargrafík og miðlun frá hugmynd í framkvæmd.

  8. Nemendur kynna hópverkefni um heimildamynd.

  9. Í samstarfsnámskeiði um söguferðaþjónustu í Háskólanum á Hólum.

  10. Í hagnýtri menningarmiðlun er áhersla lögð á að nemendur ljúki miðlunarverkefnum, tileinki sér fjölþætta framsetningu efnis og öðlist reynslu sem geri þeim fært að vinna sjálfstætt á sviði miðlunar.

  11. Fjallað um margmiðlun og nýja tækni.

  12. Nemendur kynna niðurstöður verkefna.

  13. Nám í hagnýtri menningarmiðlun er þverfaglegt og nemendur og kennarar koma úr ólíkum fræðigreinum. Áhersla er lögð á að einstök námskeið og verkefni séu unnin í samvinnu við aðila utan Háskólans.

  14. Reyndir ritstjórar í heimsókn í námskeiði um tímaritaútgáfu.

  15. Kynnisferð í Saltfisksetrið í Grindavík.

  16. Nám í hagnýtri menningarmiðlun á að vera gagnlegur undirbúningur fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig störf í menningargeiranum, t.d. á sviði menningarblaðamennsku, við sjónvarps- og útvarpsþáttagerð, við almannatengsl, við hvers kyns útgáfu, við menningartengda ferðaþjónustu, við sýningagerð og í tengslum við söfn og sýningarsali sem og aðrar menningarstofnanir. Auk þessa er hagnýt menningarmiðlun hentug þjálfun fyrir fræðimenn sem vilja koma rannsóknum sínum á framfæri á fjölþættan hátt.

  17. Við upptökur í námskeiði um útvarpsþáttagerð.

  18. Nemendur og kennarar í móttöku á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

  19. Með markvissu vali á verkefnum í einstökum námskeiðum, einstaklingsverkefni og lokaverkefni geta nemendur mótað áherslusvið sitt í hagnýtri menningarmiðlun.

  20. DÆMI UM LOKAVERKEFNI Í HAGNÝTRI MENNINGARMIÐLUN: Á ferðinni með Sisi. Elísabet keisaraynja af Austurríki í spegli tímans. [Söguslóð í Mið-Evrópu]. Ástin á tímum ömmu og afa. Bréf og dagbækur aldamótamanns. [Bók]. För hersins – Ljósmynda- og gjörningasýning. Konur á rauðum sokkum. [Heimildamynd]. Kæri borgarstjóri... Borgarstjóraembættið í 100 ár. [Sögusýning].

  21. DÆMI UM LOKAVERKEFNI Í HAGNÝTRI MENNINGARMIÐLUN: Leikið og lært. Safnkennsluefni fyrir Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Menningar- og umhverfismerkingar í miðborg Reykjavíkur og listaslóð í Reykjavík. Skáld og myndlistarmenn. Ragnarökkur og Þór og þrautirnar þrjár. Goðafræði fyrir börn. [Bók]. Sögueyjan heldur sjó. Mótun og miðlun þjóðararfsins frá miðri 19. öld og til upphafs 21. aldar. Sagnaslóðir á Reykjanesi I. [Bók].

  22. DÆMI UM LOKAVERKEFNI Í HAGNÝTRI MENNINGARMIÐLUN: „Hamsun árið 2009“. [Verkefnastjórnun]. Svanurinn minn syngur. Líf og ljóð skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur. [Sögusýning og bók]. Í hjarta Skagafjarðar. [Hljóðleiðsögn]. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. [Vefur]. Ég stend á skíði. Skíðaminjasýning á Ísafirði. Skíðasaga Siglufjarðar. [Vefsvæði]. Skálar á Langanesi. Miðlun á menningu og sögu. Lífsins blómasystur. Hannyrðakonur af Svaðastaðaætt.

  23. DÆMI UM LOKAVERKEFNI Í HAGNÝTRI MENNINGARMIÐLUN: I Love Iceland. Þrjár barnabækur á ensku um Ísland. Fornleifar við Kolkuós. Miðlun fornleifa á vefnum. Eyvindarstofa. Fjalla-Eyvindur á sýningu. Breiðfirskar raddir. Útvarpsþættir. Markaðsmál Borgarbókasafns Reykjavíkur. Handbókin. Upplýsingasíða fyrir myndlistarmenn. Salurinn í Kópavogi. Handrit að bók. Kórasafn – markaðssetning og upplýsingavefur. Útilistaverk í Reykjavík. Vefur Augun mín í augum þínum. Mæðgur tala saman.

  24. Nemendur í Miðlunarleiðum haustið 2007.

  25. HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN SKÓLAÁRIÐ 2011–2012 HAUSTMISSERI 2011: Miðlunarleiðir (skylda). Miðlun og menning (skylda). Menningar- og söguferðaþjónusta (val). Menningar- og verkefnastjórnun (val).

  26. Nemendur eru æfðir í framsögn og þjálfaðir í flutningi erinda á ráðstefnum.

  27. Nemendahópur á ráðstefnu.

  28. Miðlunarleiðir (10e) Skylda. Haustmisseri 2011. Kynntar eru aðferðir við miðlun menningarefnis í hugvísindum og veitt yfirlit um mismunandi miðlunarleiðir. Fjallað er um mismunandi framsetningu menningarefnis og ólíkt inntak efnis eftir miðlunarleiðum og markhópum.

  29. Nemendur kynna niðurstöður sýningaverkefnis.

  30. Brugðið á leik í umfjöllun um heimildamynd.

  31. Glaðlegir nemendur kynna hópverkefni.

  32. Nemendur fylgjast með af áhuga.

  33. Miðlun og menning (10e) Skylda. Haustmisseri 2011. Fjallað er um menningarhugtakið og kenningar og skilgreiningar reifaðar. Rætt er sérstaklega um miðlunarmöguleika í hugvísindum og tengsl fræða og miðlunar. Áhersla er lögð á hugmyndir um minni, um sköpun og mótun sögulegra minninga og á ábyrgð og áherslur í opinberri miðlun þeirra.

  34. Nemendur í Miðlunarleiðum haustið 2008.

  35. Skrafað á kaffistofunni í frímínútum.

  36. Hópvinna á Ísafirði í námskeiði um menntaferðaþjónustu.

  37. Menningar- og söguferðaþjónusta (10e) Val. Haustmisseri 2011. Fjallað almennt um menningar- og sögutengda ferðaþjónustu og hvaða hugmyndafræði býr þeim að baki. Sérstaklega er rætt um hvernig menningu og sögu er miðlað og hvaða aðferðir eru einkum notaðar til þess. Hugað að þeim viðmiðum og gæðastöðlum sem æskilegt sé að fylgja í menningar- og söguferðaþjónustu. Fjallað er um þýðingu slíkrar ferðaþjónustu fyrir ímynd svæða.

  38. Nemandi vinnur að mynd.

  39. Glatt á hjalla við klippitölvuna í miðlunarherberginu.

  40. Menningar- og verkefnastjórnun (10e) Val. Haustmisseri 2011. Í námskeiðinu verður farið í helstu þætti verkefnastjórnunar og lögð áhersla á menningartengd verkefni. Námskeiðið verður tvíþætt, annars vegar fræðilegur hluti og hins vegar verklegur hluti.

  41. Í aðalkennslustofu hagnýtrar menningarmiðlunar.

  42. Í vettvangsferð að Glaumbæ í Skagafirði.

  43. Á ferð um landið.

  44. Einstaklingsverkefni (20e eða 10e+10e) Val. Haust-, vor- og/eða sumarmisseri 2011–2012.Stúdent velur sér verkefni til úrlausnar sem veitir hagnýta þjálfun í miðlun menningarefnis á fræðasviði hans og annast umsjónarkennari námsbrautarinnar leiðsögn eða annar kennari í samráði við umsjónarkennara. Eftir því sem við verður komið er verkefnið unnið í samvinnu við stofnanir, félög eða fyrirtæki á viðkomandi sviðum.

  45. Nemendur og kennarar á sögusýningu.

  46. HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN SKÓLAÁRIÐ 2011–2012 VORMISSERI 2012: Menningarminjar, söfn og sýningar (val). Texti og tal (val). Heimildamyndagerð (val). Miðlun í verki. Frá hugmynd í framkvæmd (val).

  47. Kennslustund í menntaferðaþjónustu á Café Riis á Hólmavík.

  48. Menningarminjar, söfn og sýningar (10e) Val. Vormisseri 2012. Rætt er um ólíkar leiðir til að setja fram efni á sýningum. Skoðaðar eru ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á.

  49. Í vettvangsferð á Árbæjarsafni.

  50. Nemendur vinna að sýningunni Lífshlaup í Þjóðminjasafninu.

More Related