1 / 21

Tjáning, framkoma og aðstæður

Tjáning, framkoma og aðstæður. Við tölum ekki alltaf eins!. 11. Tjáning, framkoma og aðstæður. Lykilspurningar: Hvað felst í því að tala skýrt og skipulega? Hvaða máli skiptir að tala skýrt og skipulega? Hvernig hafa aðstæður áhrif á málfar?

cahil
Télécharger la présentation

Tjáning, framkoma og aðstæður

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Tjáning, framkoma og aðstæður Við tölum ekki alltaf eins!  Leikur að lifa

  2. 11. Tjáning, framkoma og aðstæður • Lykilspurningar: • Hvað felst í því að tala skýrt og skipulega? • Hvaða máli skiptir að tala skýrt og skipulega? • Hvernig hafa aðstæður áhrif á málfar? • Hvernig er best að undirbúa sig fyrir stutta framsögu eða formlega ræðu? • Hvernig flytur maður góða framsögu eða ræðu?  Leikur að lifa

  3. Tjáning • Við tjáum okkur: • skriflega • munnlega • með líkamanum • Tjáningin er mismunandi • eftir aðstæðum • eftir markmiði  Leikur að lifa

  4. Mismunandi aðstæður • Gróf flokkun: • Óformlegar aðstæður • samtal við félaga og fjölskyldu, frásögn í góðra vina hópi • Miðlungsformlegar aðstæður • stuttur fyrirlestur í skólanum, samtal hjá lækni, á teppinu hjá skólameistara • Formlegar aðstæður • fyrirlestur á stórum fundi, ráðstefnu, formlegt starfsviðtal  Leikur að lifa

  5. Þurfum alltaf • Að tala nógu skýrt • Að tala nógu skipulega • Að velja orðin ...Þannig að viðmælandinn meðtaki boðin örugglega á réttan hátt.  Leikur að lifa

  6. Alltaf gildir • Hafa góða framsögn • Skýrmæli, raddbeiting, tónfall, tónhæð, rétt öndun, að stoppa á réttum stöðum o.fl. • Nota hæfilega hátíðlegt mál • Við óformlegar aðstæður gerist þetta oftast sjálfkrafa. • Við formlegar aðstæður þarf að vanda sig og velja „sparileg“ orð.  Leikur að lifa

  7. Alltaf gildir • Nota málfar sem viðmælandinn skilur. • T.d. taka taka tillit til aldurs viðmælandans. • Beita líkamanum rétt. • Líkamstjáning leggur áherslu á orðin. • Líkamstjáning þarf að passa. • Ekki ofleika! • Líkamsstaðan skiptir máli. • sitja/standa beinn, horfa á viðmælanda, sleppa tilviljanakenndu handapati o.s.frv.  Leikur að lifa

  8. Alltaf gildir • Vita hvað maður ætlar að segja og ljúka við setningar. • Mikilvægara við formlegar aðstæður eða þegar brýnt er að viðmælandi sannfærist og trúi manni. • Spara hikorðin. • Of mikið af orðum eins og sko, sem sagt o.fl. trufla hlustandann. • Í formlegu máli er betra að þegja í þrjár sekúndur en segja eee, enginn af áheyrendunum tekur eftir því.  Leikur að lifa

  9. Viðtal – stutt framsaga • Mikilvægt er að: • Undirbúa mál sitt og æfa sig. • Ákveða í hvaða röð maður ætlar að taka atriðin fyrir. • Undirbúa endinn. • Tala í röklegu samhengi. • Byrja á byrjun og flétta svo frásögn/lýsingu áfram.  Leikur að lifa

  10. Lengri ræður • Hafa efnistök á hreinu. • Kunna skil á efninu. • Ræðan þarf að hafa: • inngang sem fjallar stuttlega um efni ræðunnar og vekur þannig athygli, áhuga og traust áheyrenda. • meginmál sem er umfjöllun um efnisatriði ræðunnar. • niðurlag sem er samantekt mikilvægustu punkta ræðunnar og/eða niðurstaða, þar er gott að vísa til upphafsorða.  Leikur að lifa

  11. Lengri ræður • Málfar • Talmál og ritmál er ekki það sama. • Æfðu þig því upphátt til að finna hvort setningar hljóma eðlilega, hvort réttu orðin hafa verið valin, hvort maður nær að segja orð og setningar með þeirri áherslu sem maður vill ná o.s.frv.  Leikur að lifa

  12. Lengri ræður • Undirbúningur skiptir miklu máli. • Velja þarf snyrtilegan og þægilegan klæðnað og koma vel fyrir. • Streita og kvíði: • Undirbúa sig með öndunar- og slökunaræfingum og með því að kynna sér aðstæður þar sem flytja á erindið. • Hita upp líkama og rödd: • Losnar um spennu, vöðvar og raddbönd mýkjast. • Teygja á líkamanum, æfa augnhreyfingar, anda djúpt og hita upp röddina og talfærin með tali og teygjum.  Leikur að lifa

  13. Lengri ræður • Þegar komið er í púltið. • Koma sér vel fyrir í ræðupúltinu og anda nokkrum sinnum áður en maður byrjar. • Gott er að finna sér punkt rétt fyrir ofan hlustendur til að horfa á. • Ekki byrja áður en þetta „samband“ hefur myndast.  Leikur að lifa

  14. Lengri ræður • Ræðan flutt. • Ávarpa fundarmenn í upphafi. • Gæta að réttri líkamsstöðu • Standa vel í báða fætur og hafa axlir slakar. • Öndun þarf að vera djúp. • Annars finna áheyrendur fyrir streitu ræðumanns. • Forðast afsakanir. • Vera afslappaður og hreyfa sig hæfilega. • Rétt raddbeiting, raddhæð, blær og tónfall, skýr framburður og hæfilegur talhraði auka skilning, athygli og áhuga hlustenda. • Þagnir eru mikilvægar – stoppa aðeins við punkta.  Leikur að lifa

  15. Lengri ræður • Varast þarf • Fum og fát veikir trú áheyrenda á ræðumanni. • Allir kækir og fikt trufla, svo sem fikt í skartgripum, hári, að sjúga upp í nefið, fara upp á tærnar, smella með kúlupenna eða aðrar síendurteknar hreyfingar. • Gott er: • að fá áhorfanda þegar maður æfir sig, eða nota myndbandstökuvél.  Leikur að lifa

  16. Streita og kvíði • Einkenni sviðsskrekks. • Þurrar kverkar, hraður hjartsláttur, grunnur og hraður andardráttur, svimi, gleymska og sviti í lófum. • Að vinna á kvíðanum. • Anda djúpt, slaka á, beita sig aga og æfa sig vel. • Kynna sér aðstæður áður en áheyrendur mæta á staðinn. • Gera slökunaræfingar rétt áður en framsaga hefst.  Leikur að lifa

  17. Upphitun – allir í hring • Teygjur og sveigjur, losa hendur og háls, mjaðmir, hristum okkur með hljóði. • Teygja upp og falla með hljóði – rétta svo upp lið fyrir lið. • Öndum inn og náum augnsambandi við alla í hringnum, fram og til baka. • Geispum – ýkt. • Nuddum allt andlitið. • Puðra með vörum – Gamla Nóa. • Kyssa – brosa nokkrum sinnum – segja ú-í, ú-í……..  Leikur að lifa

  18. Upphitun – allir í hring • Blásum út í kinnar og sogum kinnar saman. • Setjum stút á munninn og hreyfum hann í hring. • Tungan: rekin út eins langt og kemst – Gerum „rennu“ með tungunni. • Dö – rö – kö – gö • Endurtökum svolítið p-t-k, p-t-k ... • Nuddum hvert annað í um 1 mín. • Klapp – biss – koss • Tökum höndum saman – öndum og stækkum hringinn meira og meira.  Leikur að lifa

  19. Upphitun - tungubrjótar • Rómverskur riddari réðst inn í Rómarborg. • Rændi og ruplaði rabarbara og rófum. • Leggjum áherslu á r-in.  Leikur að lifa

  20. Tungubrjótar • Grillið glamraði. • 10 sinnum í röð – hratt.  Leikur að lifa

  21. Allir geta flutt góða ræðu – ef þeir undirbúa sig!

More Related