1 / 75

8-1 Einkenni hryggdýra bls. 144-145.

8-1 Einkenni hryggdýra bls. 144-145. Hryggdýr hafa burðarsúlu sem nefnist hryggur. Hann ber uppi líkamann og veitir honum ákveðna lögun. Einnig verndar hann mænuna. Hryggur er ýmist úr brjóski eða beini og skiptist í hryggjarliði. Hryggur úr beini.

dee
Télécharger la présentation

8-1 Einkenni hryggdýra bls. 144-145.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 8-1 Einkenni hryggdýra bls. 144-145. • Hryggdýr hafa burðarsúlu sem nefnist hryggur. Hann ber uppi líkamann og veitir honum ákveðna lögun. Einnig verndar hann mænuna. • Hryggur er ýmist úr brjóski eða beini og skiptist í hryggjarliði.

  2. Hryggur úr beini

  3. Flokkar: vankjálkar, brjóskfiskar, beinfiskar, froskdýr, skriðdýr, fuglar, spendýr http://www.hi.is/~runam/fiskfiles/fiska7-vankjalkar.pdf

  4. 8-2 Fiskar bls. 145-149. • Elstu hryggdýr jarðarinnar. Komu fram fyrir um 540 milljónum ára. • Stærstu flokkar brjóskfiskar og beinfiskar. • Anda með tálknum enda best fallnir til lífs í vatni. • Straumlínulaga, sleipir, venjulega þaktir hreistri (eða skráp). • Hafa ugga til að hreyfa sig með og stjórna hreyfingu. Stirtlan og sporður eru sundfæri. • Lifa í fersku vatni eða söltu.

  5. Þorskur

  6. Brjóskfiskar • Hafa stoðgrind úr brjóski. • Dæmi: Háfiskar (hákarlar og háfar) og skötur . • Húð flestra brjóskfiska kallast skrápur. Hann er ekki slímkenndur eins og roð beinfiska heldur hrjúfur vegna örsmárra gadda sem minna á tennur. • Margir brjóskfiskar fæða lifandi unga – hafa því innri frjóvgun. • Skötur og fleiri brjóskfiskar verpa eggjum sem eru eitt og eitt í hornkenndu hylki – pétursskipi. • Háfiskar hafa hvorki sundmaga né tálknlok og verða því að synda stöðugt til að sökkva ekki eða kafna.

  7. Skata ásamt egghylki- pétursskipi

  8. Brjóskfiskur - hákarl

  9. 8-2 frh. Beinfiskar • Beinfiskar skipa stærsta flokk hryggdýra. Minnsta kosti 20.000 tegundir. Um 200 teg. lifa við Ísland í sjó eða í fersku vatni. • Hafa stoðgrind úr beini. • Húðin kallast roð, er slímkennd og oftast þakin hreistri. Hreistrið er þunnar beinplötur sem sitja í húðinni. • Rákin er skynfæri sem greinir m.a. titring í vatni og hljóð. • Sundmagi er notaður til að stjórna eðlisþyngd. • Hafa flestir ytri frjóvgun. Fæðing unga þekkist.

  10. Beinfiskur - karfi

  11. 8-3 Froskdýr bls. 150-152. • Froskdýr eru hryggdýr, líkjast á unga aldri fiskum, lifa þá í vatni og anda með tálknum. Skríða síðan flest á land og anda með húð og lungum sem fullvaxin dýr. • Froskar hafa ytri frjóvgun. Hrygningin fer fram í vatni. • Lungun eru óþroskuð og fer öndun því einnig fram gegnum húð sem þá er háð raka. • Þrír helstu hópar eru froskar, salamöndrur og körtur.

  12. Froskar • Froskar klekjast úr eggi og hefja ævina sem fótalausar lirfur sem minna á fiskseiði. Lirfurnar nefnast halakörtur. Þær hafa langan og áberandi sundhala, eru með tálkn og geta andað í vatni. Smám saman breytast þær, halinn rýrnar, fætur taka að myndast og tálknin hverfa. Samtímis þroskast lungu inni í líkamanum og síðan skríða dýrin á land. Flestir froskar leggjast í dvala yfir kaldasta hluta ársins.

  13. Lífsferill froska

  14. Froskar

  15. Hver segir að froskar séu alltaf grænir?

  16. Halakarta

  17. Salamöndrur • Ólíkt froskum eru salamöndrur búklangar og með hala alla ævina. Fætur eru einnig styttri (afturfæturnir). Salamöndrur eru háðar raka líkt og froskar. Þær verpa í vatni og sumar dvelja þar allt sitt æviskeið.

  18. Salamöndrur

  19. 8-4 Skriðdýr bls. 152-155. • Skriðdýr hafa misheitt blóð, anda með lungum og hafa þurra og hreisturkennda húð. Þau verpa eggjum sínum á landi og ala unga sína upp þar. • Í flokki núlifandi skriðdýra eru slöngur,eðlur, skjaldbökur og krókódílar.

  20. Skriðdýr • Skriðdýr eru ekki háð vatni á sama hátt og froskdýrin þar sem þeim er ekki nauðsynlegt að dvelja hluta af ævi sinni í vatni. • Húð þeirra er vatnsþétt og því eru dýrin ekki háð röku umhverfi. • Egg skriðdýra eru með leðurkennda skurn sem kemur í veg fyrir ofþornun þótt þeim sé verpt á landi. Hafa innri frjóvgun sem verður áður en skurnin myndast.

  21. Slöngur • Sumar slöngur hafa eiturkirtla sem fram-leiða eitur sem notað er til að lama bráð eða drepa. Slöngur hafa einnig mjög næm skynfæri sem auðveldar þeim að finna bráð.Tungan er notuð til að finna lykt/bragð. Hafa slæma sjón og heyrn. Hreisturplötur á kvið hjálpa þeim að liðast áfram. Stærstu slöngurnar eru vatnabóa og flekkjaspýtan. Þær eru um 10 m á lengd.

  22. Snákur

  23. Eðlur • Flestar eru smávaxnar. Kameljónið getur skipt litum og falist þannig fyrir óvinum sínum, líkir eftir litum í umhverfinu. Ef óvinur getur náð taki á hala þeirra, losnar hann af en nýr getur vaxið í staðinn.

  24. Kameljón

  25. Kameljón

  26. Skjaldbökur • Helsta einkenni þeirra eru þykkar plötur úr hyrni sem hylja líkama þeirra og mynda varnarskjöld. Skjaldbökur lifa ýmist á landi eða í vatni en allar verpa eggjum á landi. Þær eru tannlausar og nærast á plöntum eða dýrum. Risaskjaldbökur geta orðið allt að 200 ára gamlar.

  27. Skjaldbaka

  28. Margt smátt gerir eitt stórt!

  29. Krókódílar • Krókódílar eru náskyldir risaeðlunum. Þeir eyða mestum af tíma sínum í vatni og veiða oft stór dýr eins og sebrahesta. Móðir hugsar vel um afkvæmi sín og ber þau jafnvel í munninum.

  30. Breiðtrýningur

  31. Krókódíll

  32. 8-5 Fuglar bls. 156-161. • Fuglar eru fiðruð hryggdýr með jafnheitt blóð og verpa eggjum. • Egg fugla hafa um sig harða skurn úr kalki. Allur forði ungans rúmast í egginu . Loftskipti súrefnis og koltvíoxíðs fer fram gegnum skurnina. • Til eru um 9000 tegundir fugla sem skiptast í fjölmarga ættbálka og ættir. Hér á landi verpa 70-80 tegundir.

  33. Kría

  34. 8-5 Fuglar framhald • Fyrstu fuglarnir lifðu á jörðinni fyrir um 150 milljónum ára á blómaskeiði risaeðlanna. Þessir frumstæðu fuglar nefnast eðlufuglar og báru ýmis einkenni skriðdýra s.s. langa rófu og hvassar klær. • Núlifandi fuglar hafa ein einkenni skriðdýra, hreisturkennda húð á fótum.

  35. Microraptor gui – hlekkur milli flugeðla og fugla

  36. Skipting fugla • Í Lifandi veröld er fuglum skipt í fimm meginhópa: spörfugla, sundfugla, vaðfugla, ránfugla og ófleyga fugla.

More Related