1 / 20

Sögur, ljóð og líf Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum Bls. 85-92

Sögur, ljóð og líf Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum Bls. 85-92. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum. Kaflinn fjallar um tímabilið 1950-1970 .

eliza
Télécharger la présentation

Sögur, ljóð og líf Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum Bls. 85-92

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sögur, ljóð og lífUm kalda stríðið að stúdentaóeirðumBls. 85-92 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum • Kaflinn fjallar um tímabilið 1950-1970. • Sjá tímaásinn á bls. 83; atburðir í Íslandssögunni og helstu bókmenntaverk tímabilsins. • (Ath. í þessum tíma verður farið aðeins lengra en kennsluáætlun segir til um, þ.e. Frá bls. 85-92 í stað 90)

  3. Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum • Helstu atburðir heims- og Íslandssögunnar 1950-1970: • 1950-53 Kóreustríðið • 1951 Varnarsamningur Íslendinga við BNA • 1965 Ungverjaland hertekið • 1958-75 Víetnamstríðið • 1964 Bítlaæðið á Íslandi • 1966 Sjónvarpið hefur útsendingar • 1968 Tékkóslóvakía hernumin

  4. Inngangur • Þorsteinn Gylfason heimspekingur íslenskaði kenningu þýska heimspekingsins G.W.F. Hegels um að tiltekin afstaða (tesa) kalli á andstöðu (antitesu) og viðskipti þeirra leiði til niðurstöðu (syntesu). Þessi niðurstaða breytist svo fljótlega í tesu sem kallar á antitesu o.s.frv.

  5. Inngangur • Í þessu ljósi má e.t.v. Skoða framgang bókmenntastefnanna: • Rómantík (svar við kenningum lærdómsaldar) • Raunsæi • Nýrómantík • Félagslegt raunsæi • Módernismi

  6. Inngangur • Fyrstu þrír áratugir 20. aldar einkenndust af pólitískum boðskaparverkum en nú var komið að andstöðu við þá afstöðu sem tekin var í þessum pólitísku verkum.

  7. Inngangur • Eftir seinni heimsstyrjöld tók kalda stríðið við og heimurinn skiptist í tvær blokkir; austur og vestur. • Órólegir tímar fóru í hönd: • Kóreustríðið • Víetnamstríðið • Kúbudeilan • Innrás í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu • Stöðug átök í nýlenduríkjum Afríku og Asíu

  8. Inngangur • Nýir tímar kölluðu á nýjungar í bókmenntum: Hefðbundið form ljóða og sagna dugði ekki lengur til þess að skilgreina manninn og stöðu hans í tilverunni. • Eitthvað nýtt þurfti til.

  9. Stálin stinn • Bókmenntafélagið Mál og menning var stofnað af róttækum rithöfundum árið 1937. • Fyrstu árin gaf það út fréttabréf til félagsmanna sem kallaðist Tímarit Máls og menningar. • Þessu fréttabréfi og Rauðum pennum var svo slegið saman í nýtt tímarit sem einnig bar nafnið Tímarit máls og menningar. Það kemur út enn þann dag í dag.

  10. Stálin stinn • Samtök rithöfunda höfðu klofnað í tvær fylkingar árið 1945 með andstæð pólitísk sjónarmið: 1. Róttækir rithöfundar. Þeir áttu aðild að Rithöfundafélagi Íslands. 2. Borgaralegir rithöfundar. Þeir áttu aðild að Félagi íslenskra rithöfunda.

  11. Stálin stinn • Róttækir rithöfundar sóttu stuðning í Tímarit máls og menningar. • Borgaralegir rithöfundar sóttu stuðning í Félagsbréf AB sem gefið var út af Almenna bókafélaginu frá 1955-1971. • Formaður stjórnar AB var Bjarni Benediktsson, þáverand menntamálaráðherra en Gunnar Gunnarsson skáld var formaður bókmenntaráðs þess.

  12. Stálin stinn • Þriðja tímaritið var stofnað árið 1955 undir nafninu Birtingur. Það var gefið út til 1968. • Aðstandendur tímaritsins voru ung skáld og listamenn, t.d. Einar Bragi (f. 1921).

  13. Stálin stinn • Skoðið ólík sjónarmið forsvarsmanna tímaritanna á bls. 88-89. • Kristinn E. Andrésson vill gera þeim skáldum hæst undir höfði sem taka á félagslegum vanda (Tímarit máls og menningar). • Bjarni Benediktsson fjallar um andstæður á milli „aðfluttra kenninga” (óþjóðlegra) og „meginstoða íslenskrar menningar frá öndverðu” (þjóðlegra kenninga). • Birtingsmenn vilja eitthvað nýtt.

  14. Stálin stinn • Birtingsmenn fjölluðu ekki aðeins um bókmenntir heldur einni kvikmyndalist samtímans. • Margir Birtingsmanna höfðu menntað sig á erlendri grund. Meðal þeirra voru t.d. • Einar Bragi • Geir Kristjánsson • Hannes Sigfússon • Hörður Ágústsson • Jón Óskar • Thor Vilhjálmsson • Sigfús Daðason

  15. Hugtakið módernismi • Hugtakið módernismi sprettur upp úr iðnaðar- og borgarsamfélögum Vesturlanda. • Frumkvöðlar módernisma töldu að hefðbundið raunsæi gæti ekki tjáð hinn nýja veruleika sem myndaðist í kjölfar þéttbýlisþróunar, upplausnar sveitamenningar, stéttaátaka, nýlendustefnu og styrjalda.

  16. Hugtakið módernismi • Hugtakið módernismi er gjarnan notað á tvennan hátt: • Annars vegar er skilgreiningin höfð um mismunandi tilhneigingar í listum sem áttu upptök sín í lok 19. aldar í Evrópu (symbólismi, expressjónismi, súrrealismi o.fl.) þar sem listamennirnir köfuðu dýpra en gert hafði verið áður og vildu „kryfja” vitund sína, samfélagið og tungumálið sjálft.

  17. Hugtakið módernismi • Módernismi, frh. • Hérlendis er hugtakið módernismi hins vegar aðallega notað um nútímaljóðlist, með atómskáldin í broddi fylkingar, þar sem ljóðformið var óbundið, reglubundinni hrynjandi og rími hafnað, myndmálið óheft og samþjöppun í tungumáli breiðir yfir rökvísa framvindu frásagnarinnar.

  18. Hugtakið módernismi Samanburðartafla yfir nútímaljóðlist og hefðbundna ljóðlist: Módernismi Hefðbundin ljóð Óbundið form, Reglubundin hrynjandi, regla Reglubundinni hrynjandi í lengd ljóðlína og erinda. og rími hafnað Stuðlar, höfuðstafir og rím notað eftir efnum og aðstæðum. Samþjöppun í máli breiðir yfir Rökleg frásögn eða lýsing. rökvísa framvindu í frásögn Röklega orðuð hugsun. Óheft myndmál gefur tilfinningu Skipulegt myndmál, röklegar og fyrir upplausn. Oftast auðskildar líkingar.

  19. Hugtakið módernismi • Í samanburðartöflunni er sjónum aðeins beint að ytra borði íslenskrar ljóðlistar. • Margir telja að sjálf málnotkun módernista sé meginatriði: • Hin módernísku skáld og höfundar treystu ekki tungumálinu með sama hætti og raunsæishöfundar gerðu til þess að miðla boðskap og skilgreiningum, þess vegna leita skáldin fremur til mynda og ímyndunarafls.

  20. Hugtakið módernismi • Í sagnagerð urðu líka merkjanlegar breytingar í kjölfar módernismans: • Höfundar leyfðu sér frjálsara form en áður hafði tíðkast. Þeir færðu sér í nyt ýmsar eigindir ljóðsins, hrynjandi og stíl, en létu spennandi söguþráð lönd og leið. • Hin hefðbundna raunsæja smásaga hafði á sér svip hlutleysis enda átti hún að vera „gluggi” út í lífið. Nýja smásagan opnaði leið til huglægari tjáningar, rökvísi ímyndunaraflsins kom í stað viðtekinna hugmynda, tiltekið líkamsástand í stað atviks, rannsókn sálarlífs í stað könnunar á ytri aðstæðum. • Formbylting átti sér stað í prósa.

More Related