1 / 11

Nýliðafræðsla Jafnréttisstefna

Nýliðafræðsla Jafnréttisstefna. Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar jafnréttisráðgjafi. Jafnréttisstefna bæjarins takmarkast við jafnrétti kynjanna eins og íslensk jafnréttislöggjöf.

emelda
Télécharger la présentation

Nýliðafræðsla Jafnréttisstefna

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. NýliðafræðslaJafnréttisstefna Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar jafnréttisráðgjafi

  2. Jafnréttisstefna bæjarins takmarkast við jafnrétti kynjanna eins og íslensk jafnréttislöggjöf. • Sveitarfélög hafa þá lagaskyldu að gera sérstakar jafnréttisáætlanir. • Endurskoðuð stefna bíður samþykktar.

  3. Meginforsendur • Lýðræðislegt samfélag byggir á þeim grunni að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, uppruna, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, sjúkdóma eða annarrar stöðu. • Jafnrétti kynjanna er tryggt í jafnréttislögum en til að það nái fram að ganga verða konum og körlum að standa til boða sömu tækifæri til áhrifa, virðingar og þátttöku í samfélaginu, jafnt í opinberu lífi sem einkalífi.

  4. Meginforsendur frh. • Með því að stuðla að jafnrétti kynjanna er lagður grunnur að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls. • Reynsla og gildismat beggja kynja eru lýðræðinu mikilvæg og því er eðlilegt að þátttaka kynjanna í stefnumótun og ákvarðanatöku sé sem jöfnust og að sjónarmiðum og þörfum beggja kynja sé gert jafn hátt undir höfði.

  5. Meginforsendur frh. • Samfélagið þarf á starfskröftum kvenna og karla að halda til þess að tryggja hagvöxt. Það er sjálfsögð krafa að kynin beri úr býtum sömu laun fyrir sömu vinnu. Launajafnrétti kynjanna hefur auk þess bein áhrif á hag fjölskyldna og er því mikilvægt samfélagsmál.

  6. Verkefni • Stjórnkerfið • Starfsfólk • ráðningar • starfsþjálfun og endurmenntun • samræming fjölskyldu- og atvinnulífs • launajafnrétti • Kynbundið ofbeldi og áreitni • leiðbeiningar ef upp koma mál • Skólar, íþrótta og tómstundastarf

  7. Áreitni og einelti á vinnustöðum Akureyrarbæjar- Hvernig getum við brugðist við?

  8. Hvað er kynferðisleg áreitni? • Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi kynferðisleg hegðun sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt.

  9. Hvað er kynbundin áreitni? • Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt.

  10. Hvað er einelti? • Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda leiði slíkur skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur ekki til þeirrar háttsemi sem lýst er hér að framan.

  11. Leiðbeiningar • Gera viðkomandi grein fyrir að þú kunnir ekki að meta framkomuna. • Leita til yfirmanns. • Leita til starfsmannaþjónustu, jafnréttisráðgjafa, stéttarfélags, trúnaðarmanns, öryggistrúnaðarmanns. Það er skylda þeirra sem tilkynnt er um áreitni og einelti að rannsaka málið!

More Related