1 / 61

Einstaklingsmiðað nám

Einstaklingsmiðað nám. Sigfús Grétarsson, Ólína Thoroddsen, Helga Kristín Gunnarsdóttir. Einstaklingsmiðað nám er ekki. nýtt fyrirbæri einstaklingskennsla einstaklingsnámskrá fyrir alla stöðug hópavinna eitthvað sem verður til af sjálfu sér

evania
Télécharger la présentation

Einstaklingsmiðað nám

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Einstaklingsmiðað nám Sigfús Grétarsson, Ólína Thoroddsen, Helga Kristín Gunnarsdóttir Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  2. Einstaklingsmiðað nám er ekki... • nýtt fyrirbæri • einstaklingskennsla • einstaklingsnámskrá fyrir alla • stöðug hópavinna • eitthvað sem verður til af sjálfu sér • eitthvað sem allir eru hvort eð er að gera eða hafa alltaf verið að gera • bara að allir séu á misjöfnum stað í kennslubókum Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  3. Konfúsíus- Salómon • Uppfræddu barnið eftir leiðum þess sjálfs • Fólk býr yfir mismunandi hæfileikum og þú verður að taka mið af því Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  4. Arabíska • Talaðu við einstaklinga á þann hátt að þeir heyri hvað þú segir Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  5. Í einstaklingsmiðuðu námi er: Komið til móts við þarfir sérhvers nemanda Ekki gert ráð fyrir að sama flíkin hæfi öllum Fjölgreind Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  6. Einstaklingsmiðað nám • Einstaklingsmiðað nám er það að tryggja að hver nemandi fái verkefni við hæfi miðað við það hvað hentar honum hverju sinni. • Þegar kennari gerir þér grein fyrir þroska hvers nemanda, veit yfir hvaða þekkingu hann býr og þekkir þarfir hans þá er einstaklingsmiðað nám ekki lengur val heldur sjálfsögð viðbrögð við aðstæðum. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  7. Markmiðið er að í kennslustofunni fái sérhver nemandi að njóta sín á eigin forsendum. Virðing fyrir nemendum og traust til þeirra hámarkar möguleika þeirra til að ná sem bestum árangri. Kraftmikið námssamfélag í hverri kennslustofu. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  8. Einstaklingsmiðað nám þýðir ekki að kennari “kenni” öllum nemendum í einu. Kennarinn stuðlar að og býr nemendum sínum örvandi námsumhverfi þar sem hver og einn getur nálgast námið þannig að best henti honum. Allir nýta tímann vel til náms. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  9. Einstaklingsmiðað nám er það þegar “venjulegir” nemendur, nemendur með “sérþarfir”, “bráðgerir” nemendur og nemendur með ólíkan menningar- legan bakgrunn geta stundað árangursríkt nám saman, án aðgreiningar Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  10. Fjölbreytni í kennsluaðferðum, námframboði, nálgun og mati á nemendum er grundvallaratriði. List- og verknám skipar veglegan sess í skólum sem leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  11. Allir skólar geta tekið upp einstaklingsmiðað nám stórir, litlir í sveit og í borg Viðhorf, vilji, þekking og hæfni kennara skiptir öllu máli – miklu meira en hvort skólinn er fámennur eða fjölmennur Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  12. Breytt til einstaklingsmiðaðs náms Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  13. Þróun í einstaklingsmiðaðri kennslu • Sér fyrir það sem gerist (proactive) • Byggir á handleiðslu kennara • Flæðandi • Opnara • Viðbrögð við því sem gerist (reactive) • Byggir á svörun nemenda • Fastmótaðra • Lokaðra Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  14. Árangursrík kennsla Kennari Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  15. Hugsað um hvern nemanda • Hvað vil ég vita um nemendur mína sem einstaklinga? Sem hóp? • Hvað veit ég nú þegar? • Hve vel lesa þeir eða rita? • Hve vel skilja þeir þegar þeir hlusta? • Hvað er erfiðast fyrir þá í skólanum? • Hvernig líkar þeim við bekkjarfélaga sína? • Hvernig líkar félögunum við þá? • Hvaða áhrif hefur kynferði (strákur-stelpa)? • Hvað vita þeir nú þegar um það sem ég ætla að kenna? • Hverjir eru draumar þeirra? Hver eru áhugamál þeirra? • Hvernig vinna þeir best? • Hvaða stuðning hafa þeir frá fullorðnum utan skólans? • Hvaða reynslu hafa þeir, sem gerir þeim kleift að tengja hana við það sem við lærum? • Hvaða viðhorf hafa þeir til menntunar? Til skólans? Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  16. Skýr námskrá • Um hvað fjallar þetta efni eiginlega? • Af hverju er mikilvægt að læra um það? • Hvað tengir það við líf nemendanna? • Hvað myndu sérfræðingar segja að væri kjarni viðfangsefnisins? • Hvernig hjálpar viðfangsefnið nemendum að skilja námsgreinina betur? • Hvernig er viðfangsefnið skiljanlegt fyrir sérfræðinga? • Hvað ættu nemendurnir að vita, skilja og vera færir um að gera eftir hverja kennslustund og í lok áfangans? • Hvaða spurninga er nauðsynlegt að spyrja um efnið? • Hvaða lykilhugtök gefa viðfangsefninu merkingu? • Hvað er “snjallt” við viðfangsefnið? • Hvað gera sérfræðingar við þessar hugmyndir? Hvers konar vandamál leysa þeir? • Hvaða möguleika gefur þetta viðfangsefni til að sýna tengsl milli nemenda? • Hvaða möguleika gefur þetta viðfangsefni til að nemendur skilji betur sjálfa sig og umheiminn? • Hvað mun virkja hug og hjarta nemendanna? Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  17. Sveigjanleiki í stjórnun • hvernig get ég notað tímann betur? • hvernig get notað rýmið á sveigjanlegan hátt? • hvernig get ég notað námsefni betur? • hvernig get ég hjálpað nemendum að skilja og virða þarfir sínar? • hvernig bý ég til tíma til að vinna með litlum hópum? • hvernig bý ég til/stuðla ég að ögrandi og hvetjandi viðfangsefnum fyrir einstaklinga og hópa? • hvernig get ég hjálpað nemendum til að vinna ötullega í kennslustofunni? • hvernig stuðla ég að sjálfstæði nemenda? • hvernig geri ég nemendur að samherjum mínum í náminu? • hvernig held ég utan um markmið og framfarir? • hvernig stuðla ég að ásættanlegum “hávaða” og hreyfingu í skólastofunni? Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  18. Skilvirkarkennsluaðferðir • hvernig get ég vakið áhuga nemenda? • hvaða möguleika hef ég þegar ég deili hug-myndum með nemendum? • hvaða möguleika hef ég til að leggja viðfangsefni fyrir nemendur? • hvernig get ég virt ólíka þekkingu nemenda á viðfangsefninu? • hvernig get ég hvatt til gagnrýninnar og skapandi hugsunar? • hvernig get ég stutt við lestur nemenda og ritun? • hvernig get ég leiðbeint þeim við að auka gæði vinnu sinnar? • hvaða kennsluaðferðir þjóna best markmiðum kennslustundarinnar/viðfangefnisins? Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  19. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  20. Einstaklingsmiðað nám Fjölbreyttar kennsluaðferðir samkvæmt kenningum um einstaklingsmiðað nám Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  21. Hagnýtar aðferðir Athuga að byrja smátt Prófa eina aðferð fyrst Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  22. Mikilvægt að huga að... áhuga nemenda námsstíl getustigi (hvar eru nemendur staddir í hverri námsgrein) Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  23. Námið ætti að miða að því að nemendur fái ögrun. • Allir nemendur ættu að vinna að verkefnum sem eru 10% of þung fyrir þá. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  24. Nemendurlæra á mismunandi hátt... • Analitical – bóknám • Practical – hlutbundið nám • Creative – skapandi nám Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  25. Símat og aðlögun felur það í sér að: • kanna þekkingu nemenda, skilning og leikni áður en byrjað er á tilteknu verkefni (forkönnun), kanna stöðuna á meðan verkefnið er í vinnslu (könnun á námsframvindu), og kanna stöðuna við lok verkefnis (lokanámsmat) • Könnun á stöðu nemenda gefur kennara vísbendingar um hverjir þarfnast sérstaks stuðnings við tiltekin verkefni þannig að þeir nái árangri. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  26. Dæmi um forkönnun á áhugasviði • Skiptu þessum hring upp í það sem þú hefur áhuga á að gera. Skiptu honum upp í eins marga hluta og þú þarft. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  27. Dæmi um forkönnun á áhugasviði: • Hvaða sjónvarpsefni er í uppáhaldi hjá þér og af hverju? ____________________________________________ ____________________________________________ • Hver eru áhugamál þín og hve miklum tíma verðu í þau? ____________________________________________ ____________________________________________ • Ef þú gætir fengið hvað sem þú vildir hvað mundir þú velja og af hverju? _____________________________________________ _____________________________________________ • Segðu frá uppáhaldsleiknum þínum. ______________________________________________ ______________________________________________ • Segðu hvers konar sumarfrí þú vildir helst taka. ______________________________________________ ______________________________________________ • Hvað vekur minnstan áhuga þinn á í skólanum og af hverju?. ______________________________________________ ______________________________________________ Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  28. Dæmi um forkönnun á áhugasviði o.fl.: 1. Það sem vekur áhuga minn er: a) _____________________________________________ b) _____________________________________________ c) _____________________________________________ 2. Þegar ég á frí langar mig___________________________ 3. Í skólanum vil ég frekar vinna a)ein____ b)með félaga____ c) í hóp_____ 4. Ég læri best þegar __________________ 5. Ég get ekki lært þegar ___________________ 6. Í ár mundi ég vilja fara í vettvangsferð til ______________________ 7. Uppáhaldsnámsgreinin mín er ______________ 8. Orðin sem lýsa mér best eru _______________ 9. Það er þrennt sérstakt við fjölskylduna mína a)________________________________________________ b)________________________________________________ c)________________________________________________ 10. Annað sem ég held að þú ættir að vita til að geta kennt mér vel. ___________________________________________________________ Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  29. Framhald (forkönnun – áhugasvið) • Hve er uppáhaldsnámsgreinin þín í skólanum og af hverju? ______________________________________________ ______________________________________________ • Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? ______________________________________________ ______________________________________________ • Hvert er uppáhaldstímaritið þitt? _____________________________________________ _____________________________________________ • Hvað lestu helst í dagblöðunum? Hvernig færðu vitneskju um það sem er í fréttum ef þú lest ekki blöð? _____________________________________________ _____________________________________________ • Hvað er það sem þú getur gert virkilega vel? _____________________________________________ _____________________________________________ • Segðu mér eitthvað annað sem þér finnst að ég eigi að vita um þig. _____________________________________________ _____________________________________________ Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  30. Dæmi um forkönnun á lestraráhuga: • Hvernig finnst þér að lesa? • Finnst þér þú vera góður að lesa? Hvers vegna? • Hvaða bók lastu síðast? • Hvers konar bækur þykir þér gaman að lesa? • Finnst þér mikilvægt að vera góður í að lesa? Hvers vegna? • Hvað gerirðu þegar þú skilur ekki orð sem þú lest? • Lestu heima? • Hvað gerirðu venjulega þegar þú kemur heim úr skólanum. • Finnst þér gaman að lesa? Af hverju? • Er eitthvað sem þú vilt að ég viti af því að það gæti stuðlað að því að þér liði betur í skólanum á komandi ári. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  31. Dæmi um forkönnun á námslegri stöðu nemenda: • Fylltu inn á kortin til að sýna hvað þú veist um ___________ . Skrifaðu eins mikið og þú getur? Skilgreining á orði: Upplýsingar um efnið: Annað Dæmi Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  32. Dæmi um forkönnun á námslegri stöðu nemenda Mynd Orð Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  33. Dæmi um forkönnun á þekkingu nemenda á tilteknu námsefni • Fylltu inn á kortin til að sýna hvað þú veist um jasstónlist. Skrifaðu eins mikið og þú getur? Skilgreining á merkingu orðsins Upplýsingar um jass Flytjendur og tónskáld Persónuleg reynsla Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  34. Dæmi um forkönnun - Kort sem flokkar nemendur eftir þekkingu Merktu 1, 2 eða 3 fyrir framan hugtökin hér að neðan eftir því sem við á. • Ég hef aldrei heyrt um þetta fyrr. • Ég hef heyrt um þetta er er ekki viss um að ég kunni þetta nogu vel eða kunni að nota þetta. • Ég þekki þetta, kann að skilgreina og veit hvernig á að nota það. ____ Fallorð ____ Sagnorð ____ Kennimyndir sagna ____ Hættir sagna ____ Kennimyndir sagna ____ Forsetningar ____ Atviksorð ____ Samtengingar Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  35. Útgöngukort (exit cards) • Útgöngukort eru notuð til að safna saman upplýsingum um stöðu nemenda í námi, áhuga þeirra og það hvaða aðferðir henta þeim til náms. • Kennarinn afhendir nemendum kort í lok kennslustundar eða á skilum í námsefninu. Hann biður nemendur að svara fyrirfram ákveðnum, stuttum og hnitmiðuðum spurningum varðandi það sem kennt hefur verið og skila svo kortunum áður en þeir yfirgefa kennslustofuna eða byrja á öðru námsefni. • Kennarinn fer yfir svörin og flokkar kortin eftir því hvaða vísbendingar þau gefa um stöðu einstakra nemendanna í þessu tiltekna námsefni. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  36. Dæmi um það hvernig útgöngukort getur litið út Útgöngukort Nafn _____________________________________ ___________________________________________ ___________________________________________ ___________________________________________ ___________________________________________ ___________________________________________ ___________________________________________ ___________________________________________ ___________________________________________ Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  37. Útgöngukort – stjörnufræði Nafn __________________________ • Teiknaðu sporbaug jarðar umhverfis sólina. Skrifaðu skýringar inn á myndina. • Hvað veldur árstíðaskiptum? • Af hverju er heitara á sumrin en á veturna? Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  38. Útgöngukort - ljóð Nafn __________________________ • Hvað er líking í ljóði? • Útskýrðu stuttlega líkinguna í 1. erindi kvæðisins “Eldflaugar” á sama hátt og við höfum útskýrt líkingar í öðrum ljóðum í þessar viku. • Hvers vegna heldurðu að skáldið hafi notað líkingu í þessu ljóði? Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  39. Útgöngukort - algebra • Teiknaðu graf og merktu x og y ás. • Teiknaðu línu með endapunktunum (3,5) (7,2) • Teiknaðu línu með endapunktunum (-3,-5) (7,2) • Sýndu fram á tvær leiðir til að skrifa upp jöfnu fyrir línu. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  40. Hópaskipting Hægt að skipta í hópa eftir ýmsum leiðum - sveigjanlegir hópar. Skipt eftir: • Getustigi • Áhugasviði • Námsstíl Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  41. Hópaskipting byggð á stöðu nemenda út frá útgöngukortum Hópur 1 Nemendur sem eiga erfitt með að skilja viðfagsefnið og/eða skortir færni. Hópur 2 Nemendur sem hafa nokkurn skilning á efninu og nokkra færni Hópur 3 Nemendur sem skilja viðfangsefnið og hafa öðlast færni Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  42. Tiering (getudreifing, lagskipting) • Nemendur settir í hópa eftir ýmsum leiðum. • Allir vinna að sama viðfangsefni, t.d. Almenn brot. • Verkefnin sem hóparnir vinna eru misþung. • Tryggir að allir nemendur fái ögrun í náminu. • Er háð því að kennarinn þekki vel getu nemenda sinna. • Format á getu þarf að hafa farið fram. • Fjölbreytt verkefni “ekki eyrnamerkt misþung” Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  43. Raft • Ákveðið efni tekið fyrir og unnið með það á mismunandi vegu. • Efnisval byggir ýmist á getustigi, áhuga eða námsstíl. • Verkefni þarf ekki að vera skriflegt. • Aðferðin hvetur til samþættingar. • Gæti verið góð kveikja inn í stærri viðfangsefni. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  44. Raft (frh.) Áður en byrjað er þarf að gera sér grein fyrir því hvað maður vill að nemendur: • viti • skilji • geti gert ...að loknu verkefninu Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  45. Raft (frh.) Byggir á fjórum atriðum: • Hlutverki • Viðtakendum (audience) • Formi (hvernig er verkefninu skilað) • Viðfangsefni Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  46. Einstaklingsmiðað nám Námsmat í einstaklingsmiðuðu námi Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  47. Grundvallarreglur varðandi námsmat Regla 1 • Það er ekki skynsamlegt að ofnota einkunnir eða gefa nemendum of háar einkunnir. Slíkt leiðir til þess að einkunnir missa marks. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  48. Forðast ofnotkun á einkunnum • Aldrei gefa einkunn fyrir forkönnun Nemandinn hafði ekkert tækifæri til að undirbúa sig. • Fara sparlega með einkunnagjöf í símati. Símat er fyrst og fremst til að gefa nemendum tækifæri til að bæta frammistöðu sína. • Nota lokanámsmat sem stærstan þátt í einkunn. Lokamatið á að byggjast markmiðum sem eru nemandanum ljós. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  49. Grundvallarreglur varðandi námsmat Regla 2 • Einkunnir eiga að byggjast á tilgreindum námsmarkmiðum sem eru ljós, bæði nemendum og kennurum. Markmiðin eiga að vera skýr og einföld. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

  50. Grundvallarreglurvarðandi námsmat Regla 3 • Einkunnir eiga að vera markmiðsbundnar en ekki samkvæmt normalkúrfu. Það á ekki að vera háð þeim námshópi sem þú lendir í hverjar einkunnir þínar eru. Sigfús - Ólína - Helga Kr. og kennarar Salaskóla

More Related