1 / 22

Fiskveiðistjórnun

Fiskveiðistjórnun. Markmiðasetning og sjálfbærni Gísli H. Halldórsson . Byggt á MRM ritgerðinni Strandveiðarnar 2009: Markmið, framgangur og fiskveiðistjórnun. Til sjálfbærrar framtíðar. Sjálfbærni – hófsemi - hamingja. Sjálfbær þróun – Sýn Sameinuðu Þjóðanna.

hung
Télécharger la présentation

Fiskveiðistjórnun

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fiskveiðistjórnun Markmiðasetning og sjálfbærni Gísli H. Halldórsson Byggt á MRM ritgerðinni Strandveiðarnar 2009: Markmið, framgangur og fiskveiðistjórnun

  2. Til sjálfbærrar framtíðar

  3. Sjálfbærni – hófsemi - hamingja

  4. Sjálfbær þróun – Sýn Sameinuðu Þjóðanna • Lögð er áhersla á samspil þessara þátta: • Efnahagslegra • Samfélagslegra • Vistlægra

  5. Fyrsta grunnregla Ríó yfirlýsingarinnar. Sjálfbær þróun snýst um manninn og möguleika hans. Fólk á að geta starfað og lifað heilbrigðu lífi í sátt við náttúruna.

  6. Siðareglur FAO • Í siðareglum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (1995) um ábyrgð í fiskimálum segir: • „Þegar haft er í huga hið mikilvæga framlag sjálfsþurftaveiða og fiskveiða í smærri stíl ... ættu ríki ... að verja rétt fiskimanna og fiskiðnaðarfólks til öruggrar og sanngjarnrar lífsafkomu og veita þessum aðilum jafnframt forgang að ... fiskimiðum og auðlindum hafsins ...“ • ... ættu ríki að efla mat á gildi [auðlinda], ... með tilliti til efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra þátta.

  7. Sjálfbærni er alvara... • Byggt er á reynslu og menningu þjóða heims • Þúsundir manna hafa komið að málinu • Ætlað að vera grunnur til framtíðar

  8. Vöntun á samfélagsþætti í markmið • Meðan félags- og menningarlegi þátturinn er að miklu leyti hunsaður í stefnumörkun og framkvæmd hlýtur almenningur að lýsa óánægju sinni með kerfið. • Sú óánægja mun alltaf ógna kerfinu, sjálfbærni þess og tilvist.

  9. Líffræðileg markmið - dæmi • Verndun vistsvæða • Aukin fjölbreytni • Verndun sjaldgæfra tegunda • Að draga úr líkum á meiriháttar vistkerfisbreytingum • Uppbygging ofnýttra fiskstofna • Að draga úr brottkasti • Lokalausnin: MPA (Alfriðuð sjávarsvæði)

  10. Hagræn markmið - dæmi • Hámörkun tekna • Hámörkun hagnaðar • Að halda niðri verði • Aukning stöðugleika í tekjum • Aukning ríkistekna • Aukning útflutnings • Að auka gæði (verðmæti) aflans • Lokalausnin: ITQ (framseljanlegir eignakvótar)

  11. Samfélagsleg markmið - dæmi • Að bæta lífsgæði • Aukning atvinnu • Að draga úr aflasveiflum • Aukning stöðugleika tekna • Að draga úr offjárfestingu • Að auka sátt allra hagsmunaaðila • Að auka tómstundaveiðar • Lokalausnin: CommunityBasedManagement

  12. Hvaða markmið? • Undir löggjafanum komið hvaða félags- og menningarlegu markmið verða sett • Aðalatriðið er að þau séu sett fram og höfð sem skýr viðmið • Hér þarf að skoða bæði samfélagslegan rétt einstaklinga sem og rétt einstakra samfélaga. • Hafa þarf í huga að þessi samfélög ala upp og mennta þá sem taka munu til starfa við fiskveiðar og vinnslu í framtíðinni

  13. Íslenska þjóðin og fiskiauðlindin • Íslenska þjóðin telur að hún eigi sameiginlega fiskiauðlind íslenskra fiskimiða • Hvernig sem eignarréttarhugtakið er notað í þessu sambandi þá er hafið yfir allan vafa að það er þjóðarinnar að útdeila og njóta þeirra réttinda sem auðlindin býður • Kvótakerfið hefur aldrei hlotið samþykki þjóðarinnar • Þegar samþykki rétthafans er ekki fyrir hendi, heldur þvert á móti alger andstaða, hlýtur það að vera skylda löggjafarvaldsins að grípa til aðgerða

  14. Strandveiðarnar voru tilraun um réttlæti • Strandveiðarnar voru fyrst og fremst tilraun til að draga úr samfélagslegu ranglæti • Markmið um nýliðun, reynsluöflun, opnun fyrir veiðar þeirra sem ekki eru handhafar veiðiheimilda og örvun atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum • Markmið um frjálsar veiðar með ströndinni, gæslu atvinnufrelsis og aukið jafnræði við aðgengi að fiskstofnum er erfiðara að meta • Ekki verður séð að strandveiðarnar hafi unnið gegn neinu af þeim opinberu markmiðum sem sett hafa verið um fiskveiðistjórnun á Íslandi

  15. Strandveiðarnar gefa tóninn • Misjöfn meðul þarf til að styrkja ólíkar byggðir. • Setja þarf fram nákvæmari skilgreiningar á þeim samfélagslegum markmiðum sem ætlunin er að ná • Strandveiðarnar 2009 breyta ekki kvótakerfinu í sjálfu sér • Þær gefa hinsvegar tóninn um að núverandi kvóta­kerfi getur ekki uppfyllt allar kröfur sem gera þarf til fiskveiðistjórnunar • Þær gefa innsýn í að til eru fleiri leiðir til að stjórna fiskveiðum á Íslandsmiðum

  16. Breytt framleiðslu- og neyslumynstur

  17. Hámörkun hagvaxtar • Núverandi undirstaða arðsemisútreikninga fiskveiðistjórnunar á Íslandi gerir almennt ráð fyrir því að við munum hámarka velferð okkar með því að hámarka neyslu • Meinlokan um þýðingu hagvaxtar, eins og hann er mældur í vexti á vergri þjóðarframleiðslu er eitt alvarlegasta vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir nú um stundir • Fjöldi hagvísa hafa verið búnir til sem gætu gefið okkur réttari mynd af efnahags- og samfélagsþróun • Því miður hneigjast stjórnvöld um allan heim til þess að leggja ofuráherslu á keppnina um vöxt þjóðarframleiðslu

  18. Kvótakerfið - rentan • Kvótakerfið í núverandi mynd er hagfræði tilraun sem hefur mistekist. • Auðlindarentunni til eigandans hefur ekki verið haldið til haga og komið til skila, ... • ... heldur dreift með einokunarfyrirkomulagi til notenda og glutrað niður í misheppnuðum fjárfestingum. • Þó ekki væri nema fyrir þessar sakir þarf að gera leiðréttingu.

  19. Kvótakerfið – þróun og samfélag • Alvarlegasti gallinn við kvótakerfið er þó innbyggður í sjálfar undirstöður þess • Kerfið er svo niðurnjörvað í hagsmunagæslu að ekki er með nokkru móti hægt að gera á því breytingar. • Fiskveiðistjórnun á Íslandi getur því ekki þróast. • Hvorki í takt við breytingar í samfélaginu og óskir þess ... • ... né heldur í samræmi við nýja þekkingu á sviði fiskveiðistjórnunar

  20. Lokalausnin • Íslensk stjórnvöld, útgerð, fiskiráðgjafar, sjómenn og almenningur þurfa að gera sér grein fyrir því að ekki er til nein ein endanlega lausn á stjórnun fiskveiða • Því fyrr sem það verður viðurkennt því fyrr verður hægt að ná árangri á fleiri sviðum en að auka arðsemi einstakra fyrirtækja • Trú á endanlegar lausnir kemur í veg fyrir að menn komi auga á aðra möguleika

  21. Hvert skal halda? • Hvað er rætt á „sáttafundum“ útgerða og alþingismanna? • Hvernig þeir geti skorað sem mest og skaðast sem minnst? • Leggja þarf línurnar og setja fram með skýrum hætti öll þau markmið sem íslenskt þjóðfélag vill ná, en ekki aðeins markmið útgerðar og fiskvinnslu • Að því búnu þarf að finna þær ólíku leiðir sem henta hverju markmiði

  22. Takk fyrir!

More Related