1 / 28

Landafræði

Landafræði. Landafræði er þverfagleg grein sem tekur á hvernig maðurinn nýtir auðlindir jarðar og hvaða áhrif sú nýting hefur. Í landafræðinni þurfum við að þekkja berggrunn, jarðveg, hringrás vatns, loftslag, gróðurfar þar sem þessir þættir hafa áhrif á manninn og möguleika/takmarkanir hans.

jaden
Télécharger la présentation

Landafræði

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Landafræði • Landafræði er þverfagleg grein sem tekur á hvernig maðurinn nýtir auðlindir jarðar og hvaða áhrif sú nýting hefur. • Í landafræðinni þurfum við að þekkja berggrunn, jarðveg, hringrás vatns, loftslag, gróðurfar þar sem þessir þættir hafa áhrif á manninn og möguleika/takmarkanir hans. • Landafræði eða Geografi þýðir • Jarðlýsing. • Landfræði lýsir og rannsakar einnig viðskipti, samgöngur og samskipti!

  2. Sjálfbær þróun • Sjálfbær þróun er þegar menn geta fullnægt þörfum sínum án þess að spilla afkomumöguleikum komandi kynslóða. • Sustainable development is development that meets the needs of the present without compromising the ability of future generations to meet their own needs. ( World Commission on Environment and Devolopment [Brundland Commission], 1987:43).

  3. Auðlindir Sjóböð, siglingar, hvalaskoðun o.s.frv. Náttúruauðlindir Kol, málmar, olía, tré o.s.frv. Auðlindir v.s. náttúruauðlindir

  4. 3. Flokkar auðlinda • 1. Þær sem endurnýjast • 2. Þær sem endurnýjast ekki. • 3. Þær sem endurnýjast með ákveðnum takmörkunum. • Finnið nokkur dæmi um hvern og einn flokk.

  5. Eðlisræn landafræði: Tekur á landslagi og fjölbreytileika þess. Skoðað er hvernig náttúruöflin leitast við brjóta niður og byggja landið upp á víxl. Mannvistarlandafræði: Leitast við að skýra út hvernig athafnir mannsins tengja ólíka staði saman með viðskiptum og samskiptum. Tekur einnig á hvernig nýting mannsins á auðlindum hefur breytt landslagi og skapað mismunandi menningarlandslög. Landafræðin

  6. Landslag • Er lykilhugtak í landafræði v/ þess að landafræði fjallar um breytileika yfirborðs jarðar og auðlindanýtingu mannsins. • Náttúrulegt landslag: Engin greinileg ummerki um athafnir mannsins. • Mannvistarlandslag: Allar athafnir mannsins sem hafa áhrif á landið/landslagið (landbúnaðarlandslag, skógræktarlandslag, iðnaðarlandslag, þéttbýlislandslag, samgöngulandslag).

  7. Yfirsýn yfir stór svæði • Í landafræði er nauðsynlegt að hafa yfirsýn. • Til þess notum við hjálpartæki. • Þessi hjálpartæki geta verið kort, hnattlíkön, loftmyndir eða myndir teknar úr gervihnöttum. • Á kortum þarf að vera MÆLIKVARÐI

  8. Mælikvarðar • Þegar talað er um mælikvarða á kortum geta þeir verið stórir og litlir. • Litlir mælikvarðar sýna stór svæði í mælikvarðanum 1: 250,000 til 1:7,500,000 • Miðlungsskali er 1 : 50,000 til 1 : 250,000 • Stór skali er 1 : 50,000 og stærra!!!!

  9. Mælikvarðar 2 • Hægt er að sýna mælikvarða með þrenns konar hætti. • 1. Með setningu þ.e. 1 cm á korti samsvara 1 km á landi. • 2. Með broti þ.e. 1:100,000 • 3. Sem mállína

  10. Staðfræðikort (topographic map) Sýna landslagið, hæð, ár, vötn, mýrar byggðir, vegi, landamerki o.s.frv. Þemakort (special purpose map) Sýna berggrunn, gróðurfar, íbúadreifingu, vindakerfi, hafstrauma o.s.frv. Staðfræðikort og þemakort

  11. Hæðarmunur á kortum • Hæðarmunur er yfirleitt sýndur á staðfræðikortum. • Nokkrar aðferðir: • 1. Nota mismunandi lit til að sýna hæð. Helst notað í smáum mælikvörðum • 2. Hæðarlínur • 3. Skygging, frá NV ( efst vinstra megin ). • 4. Hæðarpunktar

  12. Algild og afstæð lega • Afstæð lega: • FÁ er beint á móti Kaupþingi. • Nákvæmt fyrir okkur sem vitum hvar Kaupþing er en ekki ef þú ert á netinu og ert að segja e-h frá Úzbekistan hvar skólinn þinn er. • Algild lega: • FÁ er á 65°21´N og 21°20´V • Ef Úzbekistinn fær þessar upplýsingar veit hann nokkuð nákvæmlega hvar FÁ er.

  13. Bauganet jarðar • Grikkinn Hipparkos býr til bauganetið fyrir um það bil 2000 árum. • Bauganetið er ímyndað hnitakerfi sem er lagt yfir jörðina. • Bauganetinu er skiptist í lengd og breidd. • Breidd 90°N&S • Lengd 180°A&V.

  14. Bauganet jarðar • Breidd: 90°N og 90°S. • Bilið milli breiddarbaugana er nær því jafnt eða um 111km eða 60Nm. • Ummál breiddarbauganna minkar hins vegar þegar nær dregur pólunum. • 0° baugurinn er miðbaugur. • Lengdarbaugar: 180°V og 180°A. • 0° sker Greenwich. • Lengdarbaugarnir eru allir jafn langir. • Bil milli lengdarbauga er mest við miðbaug en endar í punkt á pólunum.

  15. Bauganet jarðar 2 • 1° er skipt niður i 60´ og einni mínútu er skipt niður í 60´´. Hver mínúta er 1852m eða 1Nm og þannig fáum við nákvæmni upp á 30m.

  16. Jörðin og kort • Jörðin er ekki fullkomlega kúlulaga. • Flatari við pólanna, ummál 40.000 km. • Ummál við miðbaug er 40.070 km. • Jörðin er hnattlaga. • Besta eftirlíkingin er hnattlíkan! • Ráð?

  17. Kortavarpanir • Varpa kúlu á blað = skekkja. • Skekkjan kemur í hornum, flatarmáli eða veglengd. • Lítill mælikvarði = mikil skekkja. • Stór mælikvarði = óverulega skekkja. • Kortavörpunum er skipt í þrennt. • Flatvörpun • Hólkvörpun • Keiluvörpun

  18. Varpanir • Flatvörpun (pólvörpun) hentar best til að sýna pólana. • Hólkvörpun (Merkator) hentar best fyrir stóra mælikvarða. Sjókort. • Keiluvörpun (Lamberts) hentar vel fyrir landsvæði sem hefur A/V útbreiðslu.

  19. Heimsmynd fyrri tíma • Elsta kortið=15.000 ára gamalt. • Einnig hafa fundist 4.000 ára gömul kort. Úkraínu og Ítalíu • Elsta heimskortið er á 7.öld fyrir krist og kemur sennilega frá Babýlon. • Egyptar og Forn-Grikkir. • Pýþagóras (570-497 f.Kr) – Jörðin=Hnattlaga • Aristóteles (384-322) – Sannaði það. Sjóndeildarhringur + tunglmyrkva. • Aristóteles – Jarðmiðjukenning. • Hafði vitlaust fyrir sér.

  20. Heimsmynd fyrri tíma 2 • Arisarchos - Sólmiðjukenning (310-230 f.Kr). • Kópernikus – Sannar sólmiðjukenninguna (1473-1543). • Grikkir skipta jörðinni í 5 loftslagsbelti. • Eftir því sem sunnar dró varð fólk dekkra. • Eratosþenes (285-200 f.Kr) • Reiknar ummál jarðar. • Notar Geografi yfir landafræðina. • Fyrstur til að skipta jörðinni í 5 loftslagsbelti. • Ptólemiaios (165 e.Kr.) • Landfræðingur + kortagerðamaður. • Endurreiknar ummál jarðar og fær út vitlaust. • Fær það út að jörðin er minni. Einhverjar afleiðingar? • Kólumbus heldur að hann sé á Indlandi þegar hann er í Karabíahafinu.

  21. Heimsmynd fyrri tíma 3 • Miðöldum glatast niður þekking Grikkja. • Heimsmyndin fellur kirkjunni ekki í geð. • Heimsmynd kirkjunnar var T í O kort. • Arfur Grikkja var geymdur hjá Aröbum þar til um 1500. • Fyrsta heildarkortið af Íslandi var gefið út 1580 af Guðbrandi Þorlákssyni. • Ortelíus fullteiknaði svo landið árið 1590.

  22. Fjarkönnun • Remote sensing: Remote sensing is the process of collecting, storing and extracting environmental information from images of the ground acquired by devices not in direct physical contact with the features being studied. • Fjarkönnuntæki skrá rófendurkast fyrirbæra. • Allir hlutir sem eru heitari en 0°K geisla.

  23. Fjarkönnunartæki • Augu okkar eru fjarkönnunartæki. • Þau safna gögnum • Gögnin eru geymd • Það er hægt að túlka út frá þeim • Þau eru ekki í beinni snertingu við hlutinn sem er verið að rannsaka.

  24. Fjarkönnun 2 • Fjarkönnun er háð hlutverki! • Algeng hæð loftljósmynda er 3000-4000m. • Skörun verður að vera 30% hliðum og 60% yfir hvor aðra. • Ástæðan fyrir skörun er......... • Svo hægt sé að ganga úr skugga um að allt svæðið hafi náðst á mynd. • Svo hægt sé að skoða myndirnar í sterescope.

  25. Filmur / skannar • Fyrstu loftmyndirnar voru svarthvítar. • Ódýr leið til að skoða yfirborð jarðar. • Lit • Sýnir jörðina eins og við sjáum hana. • IR myndir sýna vel t.d. gróðurskemmdir, notaðar í hernaði, hitastig sjávar o.f.l.

  26. Gervihnettir • Talað er um 2 gerðir. • Fyrri gerðin er kyrrstæð við miðbaug í 36.000 km hæð. • Seinni gerðin er “polar orbit”. Og eru þeir hnetttir í um 900 km hæð.

  27. “Polar orbit” • Ef þið farið inn á Eduspace getið þið séð dæmi um kyrrstæða gervihnetti og svo polar. • EDUSPACE • User name: Lan103 • Pass: 123456 • SAREPTA

  28. LUK • LUK er gagnasafn sem geymir mikið magna af landfræðilegum upplýsingum. • LUK samanstendur af grunnkorti, lögum er síðan bætt ofan á t.d. vegum, ám, jarðlögum, hæðarlínum, loftmynd o.s.frv. • LUK eru “kerfi sem sækja, vista, prófa, samræma, meðhöndla, greina og birta gögn sem vísa til ákveðins staðar á yfirborði jarðar”. • LUK forrit samanstanda af kortagerðarhluta, gagnagrunni og úrvinnsluhluta. + • Ljósrit

More Related