1 / 24

KORKUSAGA

KORKUSAGA. GLÓSUR. KAFLI I (1). Sagan Við Urðarbrunn hefst á goðsögninni um það hvernig fljótið Shannon á Írlandi verður til. Sagt er frá Drúídum sem voru galdramenn. Fyrir kristnitöku voru druida-trúarbrögð allsráðandi meðal Íra og annarra keltneskra þjóða.

junius
Télécharger la présentation

KORKUSAGA

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. KORKUSAGA GLÓSUR

  2. KAFLI I (1) • Sagan Við Urðarbrunn hefst á goðsögninni um það hvernig fljótið Shannon á Írlandi verður til. • Sagt er frá Drúídum sem voru galdramenn. • Fyrir kristnitöku voru druida-trúarbrögð allsráðandi meðal Íra og annarra keltneskra þjóða. • Margt er óljóst varðandi druida-trúarbröðgin en þó er víst að þau voru fólgin í átrúnaði á guði, gyðjur og náttúruvættir (s.s. vatn og eld). • Drúídar voru ekki prestar í eiginlegum skilningi heldur stóðu þeir vörð um hin helgu fræði og þekkinguna á tengslum milli manna og guða. • Drúídar voru ráðunautar konunga. Þeir voru álitnir tengiliðir milli þeirra og guðanna en talið var að með guðum og konungum væru náin tengsl.

  3. Að mörgu leyti svipar þessum druida-trúarbrögðum til hinnar norrænu goðatrúar. • Mýrún, móðir Korku, segir söguna af drúídunum. • Mýrún er kristin írsk ambátt á bænum Álfhóli. • Korka er send til að gá að Einari húsbónda sínum og Kjallakri þræli hans. • Það er vont veður svo að Korka fer út með eld til að lýsa mönnunum heimleiðina. • Þegar Korka er komin út fellur mikið snjóflóð á bæinn og allir sem inni eru farast. Einar og Kjallakur farast líka. • Korka kemst ein undan og flýr til Reykjavalla sem er næsti bær.

  4. KAFLI II (2) • Korka kemur til Reykjavalla. • Þórólfur er húsbóndi þar en Steingerður húsfreyja. • Úlfbrún hin forna, móðir Þórólfs, tekur Korku undir sinn verndarvæng. Það er óvenjulegt þar sem Korka er þrælborin. • Í þessum kafla er húsakynnum á Reykjavöllum lýst og þau borin saman við húsakynnin á Álfhóli. • Einnig eru aðstæður þræla og frjálsra manna bornar saman (t.d. hvað varðar klæðnað, svefnaðstöðu o.fl.)

  5. KAFLI III (3) • Kaflinn hefst á því að Úlfbrún er að velta fyrir sér hlutverki Korku í lífinu. Fjallað er um ætt Úlfbrúnar; foreldra hennar, eiginmann og börn. • Flestir karlmenn í ætt Úlfbrúnar eru skapstórir og eiga oft í illdeilum við annað fólk. Rætt er um Hall Illugason, sonarson Úlfbrúnar, en hann er drykkfelldur og skapbráður.

  6. Fram kemur að Korka er lifandi eftirmynd Höllu, elstu dóttur Úlfbrúnar. Halla hafði dulræna hæfileika á meðan hún lifði. • Það opinberast að Korka er dóttir Þórólfs og Úlfbrún er því amma hennar. • Korka fylgist með járnsmíði á Reykjavöllum og þvær sér í laugunum með hinum konunum.

  7. Úlfbrún byrjar að kenna Korku að vefa. • Ambáttin Fjóna fær fæðingarhríðir. • Úlfbrún reynir að hjálpa Fjónu með rúnaristum og seyði úr grösum en allt kemur fyrir ekki. • Fjóna deyr og barnið hennar líka. • Þetta fær mjög á Gunnhildi, dóttur Þórólfs og Steingerðar.

  8. KAFLI IV (4) • Þórólfur og menn hans fara upp í Álfadal til að grafa upp og heygja lík fólksins sem fórst í snjóflóðinu. • Korka vill fara með en Úlfbrún telur henni hughvarf. Segir að henni sé hollast að muna fólkið í Álfadal eins og það var síðast þegar hún sá það.

  9. Korka getur þó ekki setið á sér að hlaupa út. Steingerður sýnir henni óvænt hlýju þegar hún færir Korku matarbita til að maula á meðan hún er úti. • Korka sér sýnir í draumi á meðan hún liggur úti. Sýnirnar tengjast rúnum.

  10. Korka hittir Þórólf. Hann gefur í skyn að hann sé líffræðilegur faðir hennar en neitar þó að gangast við henni sem sínu barni. • Úlfbrún vígir Korku í helgustu dóma heiðinna manna. • Korka á í átökum við sjálfa sig um hvort hún eigi að fylgja trú móður sinnar eða taka við trú á goðin. • Úlfbrún skýrir fyrir Korku gildi og mátt rúnanna.

  11. KAFLI V (5) • Úlfbrún hin forna heldur áfram að fræða Korku um merkingu rúnanna. • Gunnhildur, dóttir Þórólfs og Steingerðar, kemur til Úlfbrúnar og segist ganga með barn. Hún biður ömmu sína um hjálp. • Úlfbrún kemst að því að barnið sem Gunnhildur gengur með er getið af þræl. • Úlfbrún verður ævareið. Meðgangan er komin of langt til þess að hægt sé að eyða fóstrinu með grösum. • Úlfbrún grípur til örþrifaráða. Hún veit að öll ættin mun bíða hnekki ef það fréttist að Gunnhildur hafi lagst með þræl. Hún ákveður að reyna að eyða fóstrinu með því að stinga prjóni í leg Gunnhildar.

  12. Þetta er Úlfbrúnu afar þungbært. Hún hafði áður framkvæmt þessa aðgerð á Höllu dóttur sinni en það hafði misheppnast. Halla dó. • Korka fær vitrun um hvað Úlfbrún hyggst gera. Hún finnur að það er ekki rétt. Hún nær að stöðva Úlfbrúnu með snjallri ráðagerð. Hún sjálf ætlar að þykjast vera ófrísk af barni Hrafns, hins finnska þræls. Svo ætlar hún að taka við barni Gunnhildar og ala það upp sjálf. Að launum fyrir þennan verknað vill hún að Gunnhildur gefi henni frelsi síðar meir. • Úlfbrún er þjökuð af áhyggjum. Hún finnur að dulrænir kraftar hennar fara minnkandi. Hún er reið við Korku fyrir að hafa gripið fram fyrir hendurnar á sér varðandi Gunnhildi en hún dáist líka að henni fyrir hugrekkið. Hún telur að Korka eigi að taka við af sér. • Í lok kaflans leggur Korka rúnir (Þórshamarinn). Þær boða henni mikla erfiðleika en ekki er ljóst í hverju þeir munu felast.

  13. KAFLI VI (6) • Gunnhildur og Korka fara ásamt fleirum í selið. Guðrún, mágkona Gunnhildar er selmatselja. Hún er kona Kolbeins Þórólfssonar. • Í selinu gæta Korka og Gunnhildur kinda og kúa, mjólka og búa til skyr og osta. Einnig tína þær jurtir fyrir Úlfbrúnu sem hún þarf í seiðin sín. • Gunnhildur er langt gengin með barnið og Korka þarf að reyra á henni kviðinn til að ekki sjáist hvernig komið er fyrir henni. • Hallur Illugason gerist áleitinn við Korku en Guðrún bjargar henni á síðustu stundu. Halli er lýst sem slæmum manni, illkvittnum og langræknum. Sagt er frá því að hann hafi nauðgað Fjónu, fárveikri manneskjunni, og gert henni barn en hún dó af barnsförum. • Korka lítilsvirðir Hall með því að sletta á hann skyri. Gefið í skyn að það muni draga dilk á eftir sér enda er Hallur viðkvæmur fyrir háði.

  14. KAFLI VII (7) • Veturnáttablót er haldið á Reykjavöllum. Gunnbjörn og menn hans koma til veislunnar. • Haldið er hestaat þar sem Eiðfaxa, hesti Þórólfs og Eldfara, hesti Gunnbjarnar er att saman. Eldfari hefur betur og er blótað. • Gunnhildur fær fæðingarhríðir og Korka tekur á móti barni hennar úti í skógi. Fæðingin gengur vel og Úlfhildur aðstoðar systurnar við að búa svo um að Gunnhildur geti gefið barninu brjóst á nóttunni. • Gunnbjörn fer án þess að þau Gunnhildur hafi haft tækifæri til þess að tala saman. Úlfbrún segir Gunnhildi hafa ofkælst við að astoða Korku í fæðingunni og því þurfi hún að liggja. • Hrafn fær að sjá dóttur sína. Augljóst er að það fær mikið á hann að geta ekki fylgt henni í uppvextinum.

  15. KAFLI VIII (8) • Um veturinn annast Korka um dóttur Gunnhildar og Úlfbrún heldur áfram að kenna henni um mátt jurta til lækninga. Úlfbrún lætur sem sér þyki ekki mikið til Hrafnhildar litlu koma en augljóst er þó að hún hefur tekið ástfóstri við hana. • Korku dreymir sífellt slæma drauma. Hún veit að þeir eru illur fyrirboði en rúnirnar segja henni lítið um hvað koma skuli. • Þegar fer að vora kemur skip að strönd Reykjavalla. Það er kaupskip með ýmiss konar varning.

  16. KAFLI IX (9) • Gunnhildur er gefin Gunnbirni í byrjun sumars. Haldin er mikil veisla þar sem menn verða mjög drukknir. • Korka niðurlægir Hall Illugason þegar hún hellir yfir hann víni og Hafsteinn, stýrimaður á kaupskipinu, kemur í veg fyrir að hann geti hefnt sín á henni. • Seinna um kvöldið kemur Hallur hins vegar aftur til Korku og nauðgar henni. Hann kemst að því að hún er ópsjölluð og hótar að koma upp um þær Gunnhildi. Korka stingur hníf í bak Halls og drepur hann. • Hún losar sig við líkið með því að henda því ofan í foss. Hún lætur hestinn Freyfaxa bera líkið fyrir sig og gætir þess vandlega að þrífa blóð Halls af síðum hans. Þegar Korka kemur heim aftur eru allir í fasta svefni og enginn virðist hafa tekið eftir því sem farið hafði fram.

  17. KAFLI X (10) • Úlfbrún hin forna kemst að því að Korka hefur vegið Hall. Henni verður mjög hverft við og fær einhvers konar áfall (hjartaáfall eða heilablóðfall). Greinilegt er að hún á ekki langt eftir. • Þórólfur ákveður að fórna lambhrúti til þess að móðir hans fái að taka sér bústað meðal vætta í landi Reykjavalla fremur en að hún fari til heljar eftir dauðann. • Þórólfur fer upp að fossinum þar sem Korka kastaði líki Halls. Hann sér hníf Halls liggjandi í grasinu og finnur brátt lík hans. Ekki er um að villast að Hallur hefur verið myrtur enda hefur hann gapandi stungusár í bakinu. • Þegar Þórólfur kemur heim aftur sér Korka í hendi sér að henni er engrar undankomu auðið. Hún lýsir því vígi Halls á hendur sér. • Þórólfur lætur taka Korku höndum. Henni er fleygt í lítið jarðhýsi og Hrafnhildur er látin dúsa þar með henni. • Úlfbrún kallar í Gunnhildi og biður hana um að hjálpa Korku að flýja. Hún segir henni að láta Hafstein stýrimann hafa nálina sína að launum fyrir skipsfar fyrir Korku. Einnig segir hún Gunnhildi að láta Korku hafa rúnirnar sínar og hnífinn.

  18. Hafsteinn stýrimaður samþykkir treglega að leyfa Korku að koma með sér til Noregs. • Gunnhildur tekur í flýti saman nokkra hluti sem Korka á að taka með sér. Þeirra á meðal eru grasaskjóða Korku, ljósgul klæði og silfurhringur sem Gunnhildur átti. • Hrafn aðstoðar Gunnhildi við að frelsa Korku úr prísundinni. Gunnhildur ákveður að Hrafnhildur skuli verða eftir hjá sér. • Korka siglir á haf út. Það blæs byrlega og skipið skríður hratt út fjörðinn. Henni dettur í hug hvort hér sé um að ræða síðasta galdur Úlfbrúnar hinnar fornu. • Þórólfur kemst að því að Korka er flúin og að Hrafn hefur aðstoðað hana við flóttann. Hann skipar svo fyrir að Hrafn skuli drepinn. • Gunnhildur mótmælir þessu og segir það ekki boða gott að meiru blóði sé úthellt í brúðkaupinu. Úlfbrún neytir seinustu krafta sinna til þess að biðja Þórólf að hlusta á Gunnhildi. • Gunnhildur heldur af stað til Vestfjarða með Gunnbirni og föruneyti hans. Með í ferðinni eru Hrafn og Hrafnhildur.

  19. KAFLI XI (11) • Korka siglir á Kaupskipinu Sæhrímni til Noregs. Ferðin er henni erfið vegna sjóveiki. Einnig óttast hún skipverjana sem líta hana hýru auga. Skipverjarnir halda sig þó í hæfilegri fjarlægð enda telja þeir hana göldrótta. • Þegar til Kaupangs kemur ráðleggur Hafsteinn stýrimaður Korku að fara ekki í land þar sem hætta sé á að menn í Íslandsförum þekki hana og segi til hennar. Þess í stað fær hann far fyrir hana með öðru skipi til Heiðabæjar í Danmörku. • Skipið sem flytja á Korku til Heiðabæjar heitir Ormur og skiptstjóri þess er Úlfur skögultönn. • Korka ákveður með sjálfri sér að búa til sögu um ástæðu ferða sinna. Hún afræður að láta sem hún ætli að heimsækja ættingja sína í Heiðabæ og segja að samferðamenn hennar hafi fallið fyrir skógarhöggsmönnum á leiðinni.

  20. KAFLI XII (12) • Korka hittir fyrir Úlf skögultönn stýrimann á Orminum. Hún segir honum söguna um að hún þurfi að komast til Heiðabæjar til að hitta ættingja en samferðamenn hennar séu látnir. • Korka áttar sig á því að Úlfur skögultönn er þrælakaupmaður. • Úlfur skögultönn gerir sér grein fyrir því að Korka segir ósatt um ástæðu ferðar sinnar. • Þegar Ormurinn kemur að landi í Heiðabæ flýr Korka frá Úlfi skögultönn. Úlfur eltir hana. Svo óheppilega vill hins vegar til að á flóttanum missir Korka rúnaskjóðuna sína og rúnirnar dreifast um víðan völl. Hún verður því að beygja sig niður til þess að safna þeim saman. Í sömu svifum kemur maður aðvífandi á hesti. Hesturinn prjónar og hófur hans skellur á höfði Korku. Hún rotast samstundis. • Þegar Korka rankar við sér hefur Úlfur skögultönn handsamað hana. Hann fer með hana á þrælauppboð og þar er hún keypt af manni að nafni Atli. • Atli Atlason frá Suðureyjum er liðsmaður víkingsins Göngu-Hrólfs Rögnvaldssonar. Atli fer með Korku til Amalíu frænku sinnar en hún er eldabuska hjá Ólafi konungi Heiðabæjar.

  21. KAFLI XIII (13) • Korka lærir til verka í eldaskálanum hjá Amalíu og kynnist 7 ára syni hennar, Sigmundi. Sigmundur minnir Korku á Hrafnhildi og það er sársaukafullt fyrir Korku. • Amalía er stjórnsöm og málgefin og fræðir Korku um vikingalið Göngu-Hrólfs Rögnvaldssonar. Göngu-Hrólfur er giftur Vallenskri konu að nafni Popea de Senlis. • Korka fer á markað með Amalíu og ber þar margt fyrir sjónir. Í Heiðabæ er mun fjölskrúðugra mannlíf en Korka hefur átt að venjast á Íslandi. Þar er fólk af ólíkum uppruna og margvísleg trúarbrögð iðkuð, s.s. kristni, ásatrú og dýrkun á Síríusi, guði sólarinnar. • Í markaðsferðinni kynnist Korka Sæunni sem er kristin grasakona. • Atli skilar Korku aftur rúnaskjóðunni ásamt silfurhringnum sem Gunnhildur hafði látið hana hafa. Korka er afundin við Atla. Hún er honum reið fyrir að hafa svipt sig skammvinnu frelsinu. • Í lok kaflans leggur Korka rúnir til þess að spá fyrir um framtíðina. Þar birtast Lögur, Maður, Reið og Gjöf. Korka veit að einhver mun verða drepinn en hún veit ekki hver.

  22. KAFLI XIV (14) • Korka vingast við Popeu sem er komin að því að fæða barn. Sambandi Popeu og Göngu-Hrólfs er lýst nokkuð. Hrólfur hafði orðið ástfanginn af Popeu í Vallandi þegar hann og menn hans drápu fjölskyldu hennar. Hann neyddi hana til að giftast sér að norrænum sið. Popeu svíður þetta mjög sárt. Hrólfur niðurlægir hana einnig með framhjáhaldi sínu. Þrátt fyrir þetta er ekki laust við að Popea elski manninn sinn og að vissu leyti vefur hún honum um fingur sér. Þetta kemur best fram þegar Popea fæðir dóttur þeirra, Geirlaugu Adelu. • Korka spáir fyrir Popeu. Hún sér fyrir sér að Hrólfur muni vinna land í Vallandi og giftast Popeu að kristnum sið. Einnig sér hún fyrir sér að Vilhjálmur, sonur Popeu og Hrólfs, muni eiga við geðveiki að stríða í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Korka sér atburði í framtíðinni í vöku.

  23. KAFLI XV (15) • Korka heldur áfram að annast um Geirlaugu Adelu fyrir Popeu. • Göngu-Hrólfur fær áhuga á Korku þegar hann kemst að því að hún er fjölkunnug völva og hefur spáð honum miklum sigrum í Vallandi. • Hrólfur ætlar að reyna að fá Gnúp, son Ólafs konungs í Heiðabæ í lið með sér til þess að vinna land við Signubakka. • Atli færir Korku kjól. Varar hana við því að vekja of mikla athygli á sér hjá höfðingjum.

  24. KAFLI XVI (16) • Ólafur sænski, konungur Heiðabæjar, kallar á Korku til að láta hana spá fyrir sér. Korka spáir því að hann mun verða veginn með sverðinu Sköfnungi. Við það verður konungur reiður. Verðir hans skella henni í gólfið og konungur sparkar í síðu hennar. • Atli finnur hana sára. Þau eru saman í fyrsta sinn. • Konungurinn er drepinn. Korka finnur það á sér og Atli og Göngu-Hrólfur flýta sér til hans. Þeir finna hann liggjandi í blóði sínu. Þeir sjá að Gnúpur sonur hans og menn hans hafa drepið hann. Þeir ætla að nýta tækifærið og kenna Atla um verknaðinn. • Atli flýr og flestir Suðureyingarnir með honum. Korka fær að fara með honum.

More Related