1 / 39

Framtíðarljósgafinn Ljóstvistar

Framtíðarljósgafinn Ljóstvistar. Erindi flutt af Daða Ágústssyni, formanni LFÍ. GG. Ljóstvistar breyta heimi lýsingarinnar. Ljósgjafar eiga að vera eins litlir og mögulegt er, sem nýtnastir og endast sem best

katoka
Télécharger la présentation

Framtíðarljósgafinn Ljóstvistar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. FramtíðarljósgafinnLjóstvistar Erindi flutt af Daða Ágústssyni, formanni LFÍ GG

  2. Ljóstvistar breyta heimi lýsingarinnar • Ljósgjafar eiga að vera eins litlir og mögulegt er, sem nýtnastir og endast sem best • Hingað til hefur þó ekki tekist að sameina þessa þrjá eiginleika í glóperu eða úrhleðslulömpum á þann hátt sem gerist í ljóstvistum eða með LED-tækninni. • Skammstöfunin LED stendur fyrir Light-emitting Diode eða ljóstvist. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  3. Ljóstvistar breyta heimi lýsingarinnar • Lýsingarnýtni ljóstvista tvöfaldast um það bil annað hvert ár • Þeir skila nú þegar birtu sem slær bæði glóperum og halógenperum við. • Ljóstvistur logar í um það bil 50.000 klukkustundir. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  4. Ljóstvistar sem ljósgjafi • Í ljóstvistum myndast ljósið í hálfleiðara sem komið er fyrir á rafrænan hátt til þess að lýsa. • Stærð stærstu fáanlegu ljóstvista er um það bil 1 mm. • Ljóstvistar gefa frá sér einlitt (monókrómatískt) ljós og ljósliturinn ræðst af ráðandi bylgjulengd. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  5. Saga lýsingar með ljóstvistum • 1907 Englendingurinn Henry Joseph Round (1881 til 1966) uppgötvar eðlisræn áhrif rafskautsljómsins. Hann var reyndar á höttunum eftir nýrri útvarpsbylgjustaðsetningartækni í siglingum svo uppfinningin féll í gleymskunnar dá. • 1962 Fyrsti rauði ljómljóstvisturinn af gerðinni GaAsP er settur á markað og það er fyrsti iðnframleiddi ljóstvisturinn (LED). • 1971 Frá upphafi áttunda áratugarins er hægt að fá ljóstvista í fleiri litum, grænu, appelsínugulu og gulu. Stöðugar umbætur eru gerðar á öllum tegundum ljóstvista, bæði hvað styrk þeirra og nýtni varðar. • Mjög nýtnir ljóstvistar (ljóstvistaeiningar) eru fáanlegir í rauðu, appelsínugulu, gulu og grænu frá því á árunum í kringum 1990. • 1995 Fyrsti ljóstvisturinn með hvítu ljósi gerðu með ljómummyndun kemur á markað. • 1997 Hvítir ljóstvistar koma á markað. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  6. Svona virkar ljóstvistur • Ljóstvisturinn er ekki nema 3 til 5 mm hár en hefur í för með sér alveg nýja lýsingarmöguleika. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  7. Nýtnir ljósgjafar • Ljóstvistar eru mjög nýtnir ljósgjafar. Á árinu 2005 gátu hvítir ljóstvistar náð ljósnýtni allt að 30 lúmen/vött (lm/W) og þeir lituðu allt að 50 lm/W. Ekki líður á löngu uns fáanlegir verða ljóstvistar með allt að 100 lm/W ljósnýtni. Þá fara þeir að nálgast það að hafa sömu ljósnýtni og flúrpípur. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  8. Litir í ljóstvistum Litir í ljóstvistum eru háðir samsetningu hálfleiðarans. Um þessar mundir eru eftirfarandi litir fáanlegir (og jafnvel í mismunandi litbrigðum): hvítt, blátt, grænt, gult, appelsínugult, rautt, rafgult (gulbrúnt). Einlitt ljós verður til án sérstakrar síu. Dæmi: Hálfleiðaraefni Skammstöfun Litur/litir Aluminiumgallium arsenid AlGaAs Rautt Gluminium indiumgallium fosfit AllnGaP Rautt, gult Gallium arsenidfosfit GaAsP Rautt, appelsínugult, gult Indiumgallium nitrit InGaN Grænt, blátt GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  9. Ljóstvistaeiningar • Ljóstvistaeining er gerð úr mörgum hálfleiðurum eða stökum ljóstvistum (hálfleiðurum með skel) sem raðað er á straumrásarspjald eða settir saman á annan hátt. Straumrásarspjaldið er ekki aðeins ætlað til festingar heldur knýr það einnig ljóstvistana. Á spjaldinu geta einnig verið fleiri hluti, ýmist optískir, vélrænir eða rafeindabúnaður. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  10. Ljóstvistaeiningar • þær eru afar þunnar, • ljósið er án innrauðrar geislunar. Ljóstvistaeiningar hita ekki hið lýsta, • þær eru mjög endingargóðar, • hægt er að láta innfellda hálfleiðara í einingunni eða sjálfstæða ljóstvista loga beint, þeir bregðast mjög hratt við og það er hægt að stilla lýsinguna, • ljóstvistar hafa mikinn ljósstyrk og eru mjög fíngerðir en það gefur áður óþekkta möguleika í optískri hönnun. • Helstu kostir ljóstvistaeininga miðað við hefðbundna ljósgjafa eru þessir: GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  11. Fjárhagslegir kostir • Ljóstvistar endast mjög lengi eða um það bil 50.000 klukkustundir en það þýðir í langfestum tilfellum að ekki þarf að skipta um ljósgjafa og kostnaður við viðhald minnkar. • Bæði litaðir og jafnvel hvítir ljóstvistar verða stöðugt nýtnari en það dregur mjög úr orkunotkun og kostnaði. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  12. Kostir við hönnun • Hægt er að móta litaða lýsingu á beinan og skilvirkan hátt. Litmettunin er mjög mikil. Úrval lita er mjög mikið og hægt er að búa til öll möguleg litbrigði. • Hægt er að fá ljóstvista með hvítu hágæðaljósi sem verður til með aðstoð blöndu grunnlita eða með bláum ljóstvistum sem þaktir eru ljósdufti að innanverðu (luminescenskonversion). Það nýjasta á þessu sviði er ljóstvistur með heitu hvítu ljósi (3.200 K ljóslit). • Ljóstvistar gefa hvorki frá sér útfjólubláa né innrauða geislun. Þeir hafa því ekki áhrif á viðkvæm lýsingarviðföng og punktlýsing er möguleg jafnvel í mikilli nánd. • Ljóstvistar eru mjög fíngerðir í sniðum og því geta lamparnir verið mjög litlir. Það er engin þörf fyrir stóra spegla. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  13. Tæknilegir kostir • Ljóstvistar eru mjög áreiðanlegir í notkun. • Það er auðvelt að deyfa ljóstvista alveg frá 0 og upp í 100 %. • Það er tæknilega mjög einfalt að stjórna lit lýsingar með blöndu grunnlita. • Ljóstvistar þola vel bæði högg og titring. • Ræsing er umsvifalaus og tengingar slíta þeim ekki. • Hægt er að móta mjög mjóa ljósgeisla með ljóstvistum. • Ljóstvistar ganga fyrir mjög lágri spennu (jafnvel við ræsingu) svo þeir skemmast ekki þótt bilun verði. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  14. Umhverfiskostir • Orkunotkun í lituðum ljóstvistum nú og þeim hvítu líka til framtíðar litið er mjög lítil og það sparar orku. • Mikil ending gerir það líka að verkum að færri perur þarf að senda til endurvinnslu. • Ljóstvistar rugla ekki áttunargetu næturskordýra en það er mikilvægur umhverfisþáttur í lýsingu utanhúss. Ljósrófið hefur nær engin áhrif á dýrin. GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  15. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista • VasaljósÞröngur ljósgeisli, stærðin gerir að hægt er að hafa þau mjög lítil, lág spenna og langur endingartími. • Merkjabúnaður umferðarljósMikill ljómi (sjást vel), fást í mörgum litum, mjög mikið rekstraröryggi, góð ending (lágmarksviðhald). • Bílalýsing: mæla- og tækjalýsing, stefnu- og merkjaljós, ökuljósHægt að notast við lágspennu og því auðvelt að fella að rafkerfum, litað ljós, mikil ending (aldrei að skipta um perur). • RatlýsingLitað ljós, lituð svæði og einfaldir tengimöguleikar (jafnvel að skipta litum) auka eftirtektina og draga úr hættu á óhöppum. • Áhrifalýsing, auglýsingar, sviðssetning með lýsinguLitað ljós, má deyfa, auðvelt að tengja að nýju og reka • Skjálýsing / skjáir með baklýsinguHægt er að hafa mjög litlar perur/skjái, lágt hitastig við notkun GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  16. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista • Öryggismerkingar fyrir flóttaleiðirMjög áreiðanleg lýsing, kviknar strax á henni, auðveld í rekstri • Safnlýsing, verslunarlýsingPunktlýsing viðkvæmra viðfanga úr lítilli fjarlægð með ljósi án útfjólublárrar og innrauðrar geislunar • LýsingPunktlýsing viðkvæmra viðfanga úr lítilli fjarlægð með ljósi án útfjólublárrar og innrauðrar geislunar. Auðvelt að draga fram smáatriði. • Samþættar fyrirferðarlitlar lýsingarlausnir: lýsing á tröppuhandriðum, lýsing innfelld í jörð, tröppulýsing, vegglýsing, húsgagnalýsingFyrirferðarlitlir lampar mögulegir, lágur hiti við notkun (má snerta) • Lýsing í vatniLágspenntur rekstur, mikið öryggi, mikil ending (ekkert viðhald) • Lýsing utanhússHvítt hágæðaljós, ljósrófið hefur nær engin áhrif á áttunargetu næturskordýra, mikil ending (lágmarksviðhald). GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  17. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  18. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  19. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  20. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  21. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  22. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  23. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  24. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  25. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  26. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  27. Dæmigerð notkunarsvið ljóstvista GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

  28. Ljósgjafar Myndin sýnir dæmigerða endingu nokkra ljósgjafa T.d. hafa sumar sparperur endingartíma upp á 6.000 stundir og aðrar upp á 15.000 stundir GG Raforkusparnaður í lýsingu

  29. Ljósgjafar Myndin sýnir hvernig mismunandi ljósgjafar eru samanborið við • Orkunýtni • Endingartími • Verð • Litendurgjöf GG Raforkusparnaður í lýsingu

  30. Ljósgjafar • Samanburður á orkunotkun glóperu og sparperu GG Raforkusparnaður í lýsingu

  31. Ljósgjafar Glóperan er með mjög góða litaendurgjöf GG Raforkusparnaður í lýsingu

  32. Ljósgjafar Sparperan er góður kostur í staðin fyrir glóperu eða halogenperu GG Raforkusparnaður í lýsingu

  33. Ljósgjafar Halogenperan nýtir orkuna aðeins betur en glóperan Endingartíminn er 2.000 til 5.000 tímar og litendurgjöfin er mjög góð GG Raforkusparnaður í lýsingu

  34. Ljósgjafar Flúrpípur má fá í mismunandi gæðum og mismunandi litendurgjöf Orkunýting er mjög góð GG Raforkusparnaður í lýsingu

  35. Ljósgjafar Ljóstvistar eru fáanlegir í mörgum gæðaflokkum og er góður kostur í stað glóperu og halogenperu GG Raforkusparnaður í lýsingu

  36. Ljósgjafar • Dagar glóperunnar eru taldir • Verður fjarlægð úr hillunum árið 2012 • ESB nefndin ákvað þann 8. desember 2008 að trappa niður framleiðsluna • Þegar í september 2009 verður ekki hægt að kaupa 100 W peru • 40 W og 25 W hverfa 2012 GG Raforkusparnaður í lýsingu

  37. Ljósgjafar Einhverjar spurningar ? GG Raforkusparnaður í lýsingu

  38. Ljósgjafar Takk fyrir. GG Raforkusparnaður í lýsingu

  39. Útgáfa Ljóstæknifélag Íslands gefur nú út fróðleikshefti um ljóstvista sem þessi fyrirlestur er unninn upp úr. Nánari upplýsingar um ritið og aðra útgáfu Ljóstæknifélags Íslands má finna á slóðinni www.ljosfelag.is GG Framtíðarljósgjafinn Ljóstvistar — LED

More Related