100 likes | 263 Vues
Stígum við í. í takt við náttúruna?. Sævar Skaptason, aðalfundur SAF 22. mars 2012 á Hilton Nordica Reykjavík. Í hvaða átt stefnum við?. Vitum við hvert við erum að fara? Hvar við viljum vera? Erum við að nýta og hlúa að auðlindinni sem dregur fólk til landsins?
E N D
Stígum við í í takt við náttúruna? Sævar Skaptason, aðalfundur SAF 22. mars 2012 á Hilton Nordica Reykjavík
Í hvaða átt stefnum við? • Vitum við hvert við erum að fara? • Hvar við viljum vera? • Erum við að nýta og hlúa að auðlindinni sem dregur fólk til landsins? • Ferðamönnum fjölgar en gjaldeyristekjur aukast ekki í samræmi við aukinn fjölda • Viljum við að aðgangur að landinu okkar sé óhindraður og eiga það á hættu að skerða gæði einstakra áfangastaða?
Fjöldinn og álagið! • 2011: 600 þúsund ferðamenn • 2020: 1 milljón ferðamanna (áætlað) • Svo eru það skemmtiferðaskipin: • 100.000 farþegar er áætluð fjöldi í sumar og er um 42 % aukningu að ræða á milli ára • 18. júní koma 3 skip til Reykjavíkur með um 8.000 farþega. • Þá er úr vöndu að ráða!
Hvað gerist svo árið 2015? • Á árinu 2015 ganga í gildi ECA (EmmisionControlArea). • Ísland er ekki með og því verður ódýrara að sigla hingað en til Evrópu. • Hver verður þróunin í flugheiminum?
Berum við ÖLL ábyrgð? • Við erum öll að selja náttúru landsins, varan er okkar og mikilvægt að hún skaðist ekki til lengri tíma litið. • Hvað viljum við, getum við og gerum? • Getum við fundið nálgun á stýringu? • EÐA • Gerum ekki neitt, þ.e. þetta kemur okkur ekki við!
Hvað getum við gert? • Stuðlað að auknu fjármagni til rannsókna, stefnumörkunar og áætlanagerðar fyrir landið í heild sinni og einstök svæði. • Nálgast viðfangsefnið eins og hvert annað áhættumat með tilheyrandi viðbragðsáætlun. • Skoða hvernig önnur lönd hafa brugðist við sömu þróun í fjölgun ferðamanna.
Hvað getum við gert strax í dag? • Fjölga áhugaverðum viðkomustöðum ferðamanna • Dreifa álaginu, sér í lagi á milli daga t.d. vegna komudaga skemmtiferðaskipa • Skipuleggja stórviðburði utan háannatíma • Varast ber að byggja upp til að mæta eftirspurn „hæstu toppanna“ – mikil uppbygging getur fælt þá frá sem vilja njóta óspilltrar náttúru
Þörf á auknu fjármagni • Gistináttagjaldið skilar um 110 milljónum • Þegar búið að úthluta 69 milljónum úr Framkvæmdasjóð ferðamannastaða • Ferðamálastofa hefur 44 milljónir til ráðstöfunar í umhverfismálum • Metnaðarfull uppbygging einkaaðila • Væri ekki sanngjarnt að farþegar skemmtiferðaskipa greiði líka sinn hluta, t.d. 500 kr. á mann myndu skila 50 milljónum í tekjur?
....ALLA LEIÐ! Myndskeiðið
Að lokum • Fyrirtæki í Vakanum þurfa að samþykkja siðareglur, m.a. „Fyrirtækið sýnir í verki ábyrgð gagnvart íslenskri náttúru, umhverfi og samfélagi. • Hvað ætlum við að selja í framtíðinni ef við stöndum eftir með sviðna jörð? • Ábyrgðin er okkar og nú er tímabært að taka þetta viðfangsefni föstum tökum.......