1 / 21

Verðtryggingin

Verðtryggingin. dr. Pétur H. Blöndal alþingismaður. Tvær hliðar á medalíunni. Mest allur peningur, sem lánaður er út, er afrakstur sparnaðar Sparnaður er þegar einhver frestar neyslu Lántaka er þegar einhver flýtir neyslu

keely
Télécharger la présentation

Verðtryggingin

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Verðtryggingin dr. Pétur H. Blöndal alþingismaður

  2. Tvær hliðar á medalíunni • Mest allur peningur, sem lánaður er út, er afrakstur sparnaðar • Sparnaður er þegar einhver frestar neyslu • Lántaka er þegar einhver flýtir neyslu • Vextir (og verðtrygging) sem skuldari greiðir fær sparifjáreigandinn að frádregnum vaxtamun, sem bankinn fær og sköttum, sem ríkið hirðir. dr. Pétur H. Blöndal alm.

  3. Lántakendur • Lántakendur eru: • Einstaklingar taka lán til kaupa á • Íbúð – námi – bíl – neyslu (yfirdráttur + krítarkort) • Fyrirtæki • Fjárfestingar - hallarekstur • Sveitarfélög og ríkissjóðir • Fjárfestinga – hallarekstur – (ríki) stýra eftirspurn dr. Pétur H. Blöndal alm.

  4. Sparendur • Sparendur eru: • Þvingaður sparnaður einstaklinga: • Lífeyrissjóðir, sjúkrasjóðir o.s.frv. • Frjáls sparnaður • Einstaklingar (oft eldri) spara í • Innlánum, hlutabréfum, séreignasparnaði • Fyrirtæki, sveitarfélög, ríkissjóður spara afgang af rekstri (frekar sjaldgæft!) dr. Pétur H. Blöndal alm.

  5. Framboð og eftirspurn - vextir • Í löndum þar sem vilji til að spara er sterkur (Japan, Þýskaland, Taiwan) eru vextir mjög lágir (jafnvel 0%) • Í löndum þar sem eyðslugleði er mikil og sparnaður lítill eru vextir mjög háir. (Tyrkland, Ísland, Grikkland) • Breytist ekki við upptöku evru! dr. Pétur H. Blöndal alm.

  6. Tvær myntir eða fleiri... • Við erum með tvær myntir í pínulitu hagkerfi • IKR og verðtryggðar krónur (VKR) • IKR er venjuleg mynt en VKR er mjög undarleg mynt... • Stór hluti lána einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila var í erlendri mynt • Hvers vegna? dr. Pétur H. Blöndal alm.

  7. Sögulegt • Í 40 ár, frá 1940 til 1980 var þjóðinni kerfisbundið kennt að eyða og sólunda. Hún hefur enn ekki gleymt þeirra kennslu... • Innlánsvextir, ákveðnir af Seðlabanka, voru oft lægri en verðbólga og jafnvel útlánsvextir • Sparifjáreigendur voru rændir en skuldurum var hyglað. dr. Pétur H. Blöndal alm.

  8. Sögulegt frh. • Þeir græddu mest sem fengu mestu lánin. Eftirspurn eftir lánum var takmarkalaus og biðstofur bankastjóra troðfullar. • Siðrof. Þeir fengu lán sem þekktu einhvern • Lán varð “lán” = hamingja • Sparnaður (oftast launamanna) brann upp dr. Pétur H. Blöndal alm.

  9. Sögulegt frh. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefði 1979 getað sleppt öllum iðgjöldum (10% af launum sjóðfélaga) ef hann hefði fengið verðtryggingu (byggingavísitölu) á lán sín án vaxta. Slík var brennslan. Lífeyrir var óverðtryggður hjá flestum lífeyrissjóðanna og óverulegur nema hjá þeim opinberu dr. Pétur H. Blöndal alm.

  10. Sögulegt frh. • Innlendur sparnaður hrundi • vegna þess að sparnaður hætti eða sparifjáreigendur höfðu ekki undan að dæla inn fé og eldri kynslóðir, sem lært höfðu ráðdeild og sparnað á kreppuárunum, féllu frá. • Lífeyrissjóðir voru gjaldþrota dr. Pétur H. Blöndal alm.

  11. Verðtryggingin Til að bjarga lífeyrissjóðunum og búa til traust á sparnað einstaklinga var tekin upp verðtrygging. Nauðvörn Lífeyrissjóðirnir byggðust upp og eru nú með þeim styrkustu í heimi. Innlendur sparnaður óx en ekki mjög hratt dr. Pétur H. Blöndal alm.

  12. Skuldaraþjóðfélag Skuldarinn varð meginviðfangsefnið og er það enn. Allir tala um vandræði hans. Engin hefur í núverandi stöðu talað um sparifjáreigandann, sem fær kannski 4% nafnvexti í 6% verðbólgu og greiðir samt 18% í skatt og tapar... dr. Pétur H. Blöndal alm.

  13. Uppspretta lánsfjármagns Í grunninn verður ekkert fé lánað út (neyslu flýtt) sem ekki hefur verið sparað (þ.e. neyslu frestað) nema hætta á að verðbólga myndist. Íslendingar hafa byggt upp þvingaðan sparnað í lífeyrissjóðum en tekið mikil lán erlendis í gegnum tíðina. Þannig að meginuppspretta fjármagns er erlend. dr. Pétur H. Blöndal alm.

  14. Lánamöguleikar erlendis • Eftir hrun, þar sem erlendar lánastofnanir töpuðu ómældu fé. Þær verða ekki fúsar til að lána okkur. • Innlendur sparnaður er mjög tæpur vegna • Aukinnar skattlagningar (10%  18%) • Brennslu í verðbólgu • Ótta um stöðu bankanna dr. Pétur H. Blöndal alm.

  15. Mikilvægi sparnaðar - Stöðnun Það er mjög mikilvægt fyrir lántakendur framtíðarinnar , einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélag og ríki, að fé sé til reiðu. Ef það bregst skortir lánsfé, vextir hækka og við blasir stöðnun Þess vegna er mjög mikilvægt að hlú að innlendum sparnaði og eyða allri tortryggni og vantausti dr. Pétur H. Blöndal alm.

  16. Verðtrygging - gallar • Gallar verðtryggingar • Tvær myntir • Vaxtaákvarðanir Seðlabanka ná seint í gegn • Hætta á að fólk reisi sér hurðarás um öxl þar sem greiðslubyrðin er miklu minni • Fólk getur lent í neikvæðri eiginfjárstöðu ef skuldir hækka meira en eignin dr. Pétur H. Blöndal alm.

  17. Verðtrygging - kostir • Kostir verðtryggingar • Haldreipi og traust sparandans og bjargar honum í verðbólguskoti • Lífeyrissjóðir geta greitt verðtryggðan lífeyri • Bjargar lántakendum í gegnum verðbólguskot (nema meiningin sé að stela fé af sparandanum) • Gerir áætlanagerð auðveldari hjá fyrirtækjum og heimilum dr. Pétur H. Blöndal alm.

  18. Verðtrygging, lántaki og verðbólguskot Forsenda: Sparandi tapi ekki fé og engin verðtrygging  Nafnvextir verða alltaf að vera hærri en verðbólga  18% verðbólga eftir hrun og þess vegna minnst 18% nafnvextir á lán  lántaki með 30 mkr. lán greiðir 5,4 mkr. bara í vexti þ.e. 450 þkr. á mánuði  gjaldþrot heimila Verðtryggingin bjargaði heimilunum! dr. Pétur H. Blöndal alm.

  19. Evran og verðtrygging • Verðtryggður samningur er tvíhliða samningur. Hann breytist ekki þó að tekin verði upp önnur mynt. Það verða þá verðtryggðir evru-samningar. • Best væri að afnema verðtryggingu á nýjum samningum eins fljótt og hægt er. Lofa sparendum (og þeim sem hyggjast verða slíkir) að nafnvextir innlána verði aldrei lægri en verðbólga og standa við það!! Tæki 40 ár að afnema verðtryggingu dr. Pétur H. Blöndal alm.

  20. Sparnaður Heimilin hafa lært að spara eftir hrun Fyrirtækin neyðast til að læra að spara því þau fá ekki lánsfé (vegna vantrausts). Því miður fá þau ekki heldur áhættufé Gerð er krafa um að sveitarfélög spari og hugsanlega ætti að banna þeim að skuldsetja íbúanna en leyfa þeim að hækka útsvar. Ríkissjóður verði ætíð með (raunverulegan) afgang. dr. Pétur H. Blöndal alm.

  21. Sparnaður frh. Ef slík hugsjón sparnaðar næði fram að ganga  Þjóðin yrði aftur sjálfstæð með inneignir um allar jarðir  Ef við vildum taka upp aðra mynt mundum við gera það með því að kaupa viðkomandi gjaldeyri til að nota. dr. Pétur H. Blöndal alm.

More Related