1 / 11

Fylgni

Fylgni. Í dagblaði var talað við lögregluþjón sem sagði greinlegt að meira ofbeldi væri í bænum þegar tungl væri fullt og stórstreymi. Flogaveik kona tók í sama streng og sagðist fá köst þegar tung væri fullt. Stjörnufræðingar og félagsfræðingar segja þetta rugl.

keita
Télécharger la présentation

Fylgni

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fylgni • Í dagblaði var talað við lögregluþjón sem sagði greinlegt að meira ofbeldi væri í bænum þegar tungl væri fullt og stórstreymi. • Flogaveik kona tók í sama streng og sagðist fá köst þegar tung væri fullt. • Stjörnufræðingar og félagsfræðingar segja þetta rugl. • Engin vampýra tjáði sig um málið!

  2. Fylgni • Þegar kanna skal tengsl af því tagi sem hér um ræðir er mikilvægt að hafa gögn og skoða fylgnina. • Við erum ekki ánægð fyrr en við getum sagt að fylgnin sé áreiðanleg eða marktæk. • Þessi áfangi fjallar m.a. um marktækni og öryggismælingar.

  3. Fylgni • Í stæ 313 lærðum við um fylgni og notuðum helst svokallaðaðan Pearson fylgnistuðul. • Við notum Excel til að reikna hann út en formúlan er annars:

  4. Fylgni reiknuð í Excel • Við notum innibyggða fallið correlation til að reikna fylgni í Excel. • Fylgni er ýmist jákvæð (r>0) eða neikvæð (r<0) en ef r = 0 er ekki um neina fylgni að ræða. • Venjan er að tala um lága fylgni ef |r|<0,5 en háa ef |r|>0,5 • Munum þó frekar skoða marktæka fylgni en háa og lága í þessum áfanga.

  5. Breytur og nöfn. • Breytur skiptast í óháðar breytur og háðar eða frumbreytur og fylgibreytur. • Bókin notar líka hugtökin skýringarbreyta og viðbragðsbreyta (svarbreytu). • Þegar við skoðum tengsl milli hæðar og þyngdar er hæð skýringarbreyta og þyngd svarbreyta. • Greind og einkunnir, aldur og fjöldi grárra hára osfrv. eru dæmi sem gaman er að skoða og velta fyrir sér hvað er skýringarbreyta og hvað svarbreyta.

  6. Aðhvarfsgreining • Þegar við könnum fylgni tveggja breyta reynum við yfirleitt að draga línu sem fellur best að gögnunum. • Slík lína er kölluð besta lína eða aðhvarfslína (regression line). • Besta lína er þannig að frávik Y-gilda í öðru veldi verði sem minnst.

  7. Besta lína.

  8. Jafna bestu línu • Jafna bestu línu er á forminu • Y = aX + b þar sem a er hallatala línunnar og hún sker y ás í (0,b). • Slík lína gengur alltaf í gegnum punktinn

  9. Jafna bestu línu fundin. • Ef við höfum ekki frumgögn en vitum hinsvegar meðaltöl og staðalfrávik getum við fundið bestu línu. • Hallatala slíkrar línu er og skurðpunktur við y –ás er b = Y - ax

  10. Dæmi • Meðalhæð karla í hjónaklúbbi er 184,5 cm og staðalfrávik 7,2 cm og meðalhæð maka þeirra er 171,2 cm og staðalfrávik 2,9 cm. Fylgni milli hæðar kvenna og karla er 0,6 • Nú viljum við reikna bestu línu fyrir þessi tengsl.

  11. Dæmi frh. • Við reiknum stuðlana a og b b = Y – aX = 171,2 – 0,24*184,5 = 126,9 og jafna bestu línu verður: Y = 0,24X + 126.9

More Related