1 / 26

Skuldamál kúabænda Aðalfundur LK 26.mars 2010

Skuldamál kúabænda Aðalfundur LK 26.mars 2010. Runólfur Sigursveinsson Búnaðarsambandi Suðurlands. Hverjar eru skuldir kúabænda ?. Erfitt að nálgast nákvæmar upplýsingar.

kris
Télécharger la présentation

Skuldamál kúabænda Aðalfundur LK 26.mars 2010

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Skuldamál kúabændaAðalfundur LK 26.mars 2010 Runólfur Sigursveinsson Búnaðarsambandi Suðurlands

  2. Hverjar eru skuldir kúabænda ? • Erfitt að nálgast nákvæmar upplýsingar. • Miðað við uppgjör Hagþjónustunnar þá voru meðalskuldir 150 kúabúa í árslok 2008 um 70,2 milljónir króna. Þessi 150 bú voru með að meðaltali 215.000 lítra framleiðslu. • Ef þessar tölur eru yfirfærðar á greinina í heild hafa heildarskuldir verið 41- 42 milljarðar króna í árslok 2008.

  3. Hverjar eru skuldir kúabænda ? • Miðað við þróun mála árið 2009 og breytingar á gengisvísitölu annars vegar og hins vegar þróun innlendra skulda m.t.t. verðbótaþáttar lána, þá er líklegt að höfuðstóll lánasafnsins hafi hækkað um 5 – 6% á árinu 2009. • Alls væru þá skuldir kúabænda í heild í árslok 2009 43 til 44 milljarðar króna

  4. Verðlagsþróun 2005 til 2010 • Vísitala neysluverðs hækkar um rúm 50% • Samhliða hækka vextir, verðtryggð lán allt upp í 9 - 10% vextir – lækka aftur 2009

  5. Þróun gengis 2005 - 2010 Gengið mjög sterkt fyrstu árin en vaxtastigið langtum lægra en á íslenskum verðtryggðum lánum

  6. Hvers eðlis eru skuldirnar ? • Föst lán; íbúðarlán, erlend og innlend lán – meirihluti í innlendri mynt • Véla- og tækjalán – meirihluti í erlendum myntum • Yfirdráttur • Viðskiptaskuldir/lausaskuldir

  7. Hverjum skulda kúabændur ? • Viðskiptabankar • Fjármögnunarfyrirtæki • Auðhumla • Íbúðalánasjóður, Byggðastofnun, lífeyrissjóðir • Birgjar – t.d. áburðar- og fóðursalar

  8. Hvernig er þá staðan í heild ? • Meirihluti kúabænda er í góðum málum ! • Út frá staðþekkingu á stöðu kúabænda á Suðurlandi eru 50-60 kúabú í verulegum eða miklum fjárhagserfiðleikum • Ef svipað á við aðra landshluta þá eru það ca. 120-140 kúabú alls sem eru í verulegum eða miklum erfiðleikum. Þar af, þarf rúmlega helmingur þeirra “sértæka lausn”, (75-80 ) bú.

  9. Hvernig er þá staðan í heild ? • Um 65-70% kúabænda er með skuldir innan “eðlilegra” marka og geta tekist á við greiðslur vegna vaxta og afborgana án sérstakra úrræða. • 15-25% komast í gegnum þetta með núverandi úrræðum • 10-15% þurfa sértækar lausnir

  10. Lausnir... 1. Greiðslujöfnun • Erlend lán miðuð við greiðsluþunga í maí 2008 * greiðslujöfnunarvísitala • Innlend lán miðuð við greiðsluþunga í janúar 2008 * greiðslujöfnunarvísitala • Lánstími lengdur að hámarki um þrjú ár.....

  11. Lausnir... 2. Lækkun höfuðstóls • Erlend fasteignalán– föst lækkun miðuð við gengi 29.9.2008 – gengisvísitala 187 – breytt í íslenskt lán • Lániðóverðtryggt með afslátt á vöxtum til 2.-3.ára – síðan á kjörvextir, óverðtryggt áfram eða verðtryggt – jafnar afborganir eða jafngreiðslur

  12. Lausnir.... 2. Lækkun höfuðstóls • Innlend fasteignalán – lækkun miðuð við 110% virði fasteignar, þó ekki undir fasteignamat. • Lækkun höfuðstóls um 10% hjá Íslandsbanka breytt í óverðtryggt með breytilegum vöxtum

  13. Lausnir.... 3. Sértækar aðgerðir – Arionbankaleiðin • Ferill í tveimur þrepum: • Sá fyrri felst í niðurfærslu höfuðstóls erlendra lána og breyting í íslenskt lán - í boði fyrir alla • Seinni þáttur felst í gerð rekstrarláns út frá greiðslugetu búsins og síðan biðlán að 110% af verðmati.

  14. Lausnir.... 3. Sértækar aðgerðir Arionbankaleiðin frh • Rekstrarlánið byggir á greiðslugetu rekstrar • Rekstrarafgangi skipt þannig: 65-70% til veðhafa, 15% endurnýjunar/öryggismörk og 15-20% til fjármögnunarfyrirtækja • Reiknað með að rekstrarlán verði 25 ára lán, verðtryggt með breytilegum vöxtum

  15. Lausnir.... 3. Sértækar aðgerðir Arionbankaleiðin frh • Rekstrarlánið fer til þeirra sem eru fremstir í veðröðinni. Veðbókin ræður... • Reksturinn metinn út frá viðmiðunargildum • Lakari rekstur => tekið af 30% eða launum • Betri rekstur => aukið rými í laun eða annað

  16. Lausnir.... 3. Sértækar aðgerðir Arionbankaleiðin frh • Biðlánið – frá rekstrarláni upp í 110% af “virði” eigna • Biðlánið vaxtalaust og óverðtryggt kúlulán til þriggja ára. • Endurmat á virði eignar eftir þrjú ár....?

  17. Lausnir.... 3. Sértækar aðgerðir Arionbankaleiðin frh • Kostir: - Rekstur tryggður til þriggja ára - Horft á reksturinn • Ókostir: - Óvissa um biðlán - Verðmat jarðar - Veðhafar (aftari) settir á biðlán

  18. Lausnir.... 3. Sértækar aðgerðir Arionbankaleiðin frh • Mjög langvinnt ferli – 6-7 mánuðir liðnir frá fyrstu kynningu – ekkert mál komið til fulls í gegn ! • Einstök mál mjög snúin og erfið • Erfiðust eru mál þar sem fjármögnun var ekki lokið fyrir hrun eða uppbyggingu nýlokið

  19. Leiðir annarra viðskiptabanka • Hvorki Íslandsbanki né Landsbanki hafa kynnt sérstök úrræði ætluð bændum • Boða úrræði næstu daga/vikur • Allir bankarnir hafa tímabundið fryst að hluta greiðslur vegna erlendra/innlendra lána • Tímaþátturinn orðinn afgerandi; 18 mánuðir liðnir í óvissu

  20. Hvað með aðra kröfuhafa ? • Fjármögnunarfyrirtækin hafa veitt tímabundna fyrirgreiðslu – að því tilskyldu að lántakendur hafi frumkvæði í tíma. • Aðrir lánveitendur; Auðhumla, Lífeyrissjóðir og fl. – hafa verið tilbúnir að liðka til ef farið er af stað í tíma. • Miklar viðskiptaskuldir => erfið samningsstaða

  21. Ráðgjöf til bænda í skuldamálum • Búnaðarsamböndin unnið á einstaklingsgrunni • Bændasamtökin unnið bæði með áherslur á samskipti við bankana og eins og til aðstoðar við búnaðarsamböndin • Reynir stundum mjög á, í samskiptum fólks, bæði út á við og ekki síður innan fjölskyldna

  22. Ráðgjöf til bænda í skuldamálum • Bankarnir leita mjög eftir upplýsingum um rekstur búanna • Höfum mjög góðan grunn(a) til að byggja á gagnvart rekstri • Ráðgjöfin er í þessum málum mjög einstaklingsmiðuð – ein lausn hentar ekki öllum

  23. Fjárfesting á kúabúum síðustu ár • Miðað við sömu búin 2007 og 2008, alls 116 kúabú • Fjárfestingar fara úr 7,6 mill.kr árið 2007 í 4 millur árið 2008 – lækka um 47% • Skipting fjárfestinga 2008: (Hagþjónustan) - Vélar og tæki 2.226.000 56% - Byggingar og jörð 709.000 18% - Greiðslumark 1.069.000 26%

  24. Fjárfesting á kúabúum síðustu ár • Dótakassinn er víða mjög íþyngjandi – sum erfiðu dæmin sýna að meira en 50% allra vaxtagreiðslna og afborgana fara í fjármögnunarfyrirtækin • Kvótakerfið og “frjáls” viðskipti með greiðslumark hefur aukið kostnað framleiðslunnar

  25. Að lokum Samningsstaða bænda er að mörgu leyti sterk • Yfirleitt góð viðskiptasaga • Traust tekjuflæði • Samtvinnun rekstrar og heimilis Hins vegar er rekstur búanna mismunandi • Eiga öll bú að halda áfram ? Fjárfestingagleðin á stundum mikil

  26. Að lokum Óvissu verður að linna: • Greiðsluvilja verður að viðhalda • Leiðir til lausna hafa verið unnar af bönkunum • Hvað með lausnir frá bændum ? • Er fordæmi með form biðláns komið eins gert er með skuldir t.d. Fóðurblöndunnar ?

More Related