1 / 13

Heilsa, heilbrigði og hollusta

Heilsa, heilbrigði og hollusta. Rannsóknaþing 2006. Eiríkur Steingrímsson Ingibjörg Harðardóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir á heilbrigðissviði. Öflugar á mörgum sviðum heilbrigðis- og lífvísinda Klínískar rannsóknir, grunnrannsóknir

lani
Télécharger la présentation

Heilsa, heilbrigði og hollusta

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Heilsa, heilbrigði og hollusta Rannsóknaþing 2006 Eiríkur Steingrímsson Ingibjörg Harðardóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa Læknadeild Háskóla Íslands

  2. Rannsóknir á heilbrigðissviði • Öflugar á mörgum sviðum heilbrigðis- og lífvísinda • Klínískar rannsóknir, grunnrannsóknir • Hagstæðar aðstæður • Gagnagrunnar, sýnasöfn, gott aðgengi að sjúklingum/þátttakendum • Faglegur metnaður, áræðni • Innlent og erlent samstarf • Fjármagnað úr innlendum og erlendum samkeppnissjóðum • Stofnanir og fyrirtæki • HÍ, LSH, KÍ, Hjartavernd, Keldur ofl. • Decode, Nimblegen, Orf, Wicell, Lindgen, Lífeind ofl. • Samstarf mikið og vaxandi milli stofnana og fyrirtækja • Mikilvægt fræðasvið • Örar breytingar • 454LifeSciences raðgreindi erfðamengi Jim Watsons á innan við 2 mánuðum fyrir minna en 1 milljón US $ • Fyrsta erfðamengi mannsins tók 13 ár og kostaði milljarða • Verðum að fylgjast með og stunda rannsóknir á þessu sviði

  3. Breytingar síðustu 10 ára • Skipulagsbreytingar, Vísinda- og tækniráð • Hafa gefist mjög vel • Áhugi stjórnvalda meiri • Meiri umræða í þjóðfélaginu um vísindi og rannsóknir • Fagráðin gegna áfram mikilvægu hlutverki við faglegt mat á styrkjum • Aukið fjármagn • Rannsóknasjóður er nú um 600 milljónir • Forveri hans, Vísindasjóður var um 100 milljónir fyrir tíu árum • Styrkir til rannsókna í heilbrigðis- og lífvísindum úr innlendum samkeppnissjóðum samtals 360 milljónir árið 2005 (allir sjóðir samtals) • Aukning um 80% frá 2003 • Markáætlun um erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni • 111,3 milljónir úthlutað árið 2005 • Stærri styrkir • Öndvegisstyrkir, markáætlanir • Aukin sókn í erlenda styrki • Stofnanir hafa sett sér skýra og metnaðarfulla stefnu um árangur í vísindarannsóknum • HÍ, LSH, ofl. • Ótrúlegur framgangur fyrirtækja

  4. Næstu 10 ár • Erfitt að spá • Spáði einhver rétt fyrir 10-20 árum um hver yrðu helstu hátæknifyrirtæki á Íslandi árið 2007? • Össur, Actavis, Decode, Nimblegen • Áhrif hins óvænta • Óvæntar nýjungar koma upp sem hafa meiri eða önnur áhrif en við var búist • Dæmi: RNA inngrip (RNAi) • Betra að tryggja gott umhverfi en að veðja á tiltekin verkefni • Gott umhverfi tryggir árangur góðra verkefna • Vitum hins vegar ekki hvaða verkefni hafa mest áhrif í framtíðinni • Nauðsynlegt að efla rannsóknir á sviði heilbrigðis og lífvísinda enn frekar

  5. Tryggjum gott umhverfi Stuðla ber að öflugum rannsóknum og nýsköpun með því að skapa góð skilyrði. • Fimmfalda þarf samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs • Fjölga þarf tegundum styrkja • Hvetja þarf stofnanir og fyrirtæki til rannsóknastarfs með því að greiða meðlag með styrkjum til stofnunar/fyrirtækis • í stað þess að krefjast mótframlags • Afnema þarf VSK af rannsóknavörum og tækjum • Efla þarf stoðþjónustu rannsókna

  6. Staða opinberra samkeppnissjóða • Íslendingar verja umtalsverðu fjármagni í rannsóknir og þróun (R&Þ) • Erum meðal efstu þjóða á þessu sviði í heiminum • Af heildarfjármunum hins opinbera til R&Þ fara um 12% í gegnum opinbera samkeppnissjóði • 88% renna til stofnanna / háskóla í formi beinna fjárveitinga • Þetta hlutfall (12 %) er mjög lágt

  7. Hlutfallsleg skipting opinberra fjárframlaga til rannsókna á Norðurlöndum

  8. Eflum samkeppnissjóðina • Fimmfalda þarf sjóði Vísinda- og tækniráðs • Rannsóknasjóður verði 3 milljarðar • Stækka þarf styrkina í heilbrigðis og lífvísindum • Meðalstyrkir í heilbrigðis og lífvísindum verði 15 milljónir í stað 3.3 milljóna nú • Meðalstyrkir frá National Institutes of Health eru 23 milljónir (360.000 US$ - sjá http://grants.nih.gov/grants/award/research/RGAVG06.htm) • Mikil vinna að sækja um styrki • Mikil vinna að halda utan um hvern styrk • Slagkraftur stærri styrkja er meiri • Meiri ábyrgð, meiri árangur, meiri möguleikar á að taka þátt í samstarfi • Rannsóknir á þessu sviði eru dýrar • Nýjar aðferðir og ný tækni eru dýr • Dæmi: (DNA örflögur kosta ~1000$ stk) • Tækjasjóður taki fullan þátt í kostnaði við tæki • Viðgerða- og viðhaldssjóður nauðsynlegur • Oft erfitt að fjármagna viðgerðir á dýrum tækjum • Öflugir vísindastyrkir eru forsenda fyrir því að laða öfluga vísindamenn til Íslands • Styrkjaumhverfið er það fyrsta sem menn líta á

  9. Fjölga þarf tegundum styrkja • Verkefnastyrkir • Verði 15 milljónir á ári að meðaltali (a.m.k. í heilbrigðis- og lífvísindum) • Styrki einstök verkefni vísindamanna • Verði notaðir m.a. til að greiða laun meistara- og doktorsnema • Tvíverknaður að sækja um sérstaklega til rannsóknanámssjóðs • Öndvegisstyrkir • Verði 40-80 milljónir á ári að meðaltali • Styrkir til að efla samstarf innanlands eða við erlenda hópa • Nýliðunarstyrkir/Stöðustyrkir • Ráðning sérfræðings til stofnana/fyrirtækja • Stöður nýdoktora, lektora, dósenta, prófessora • Tímabundnar (3-5 ára) ráðningar til að efla ákveðin svið • Rannsóknasetrastyrkir • Styrkir til að koma á rannsóknasetrum/öndvegissetrum • Fleiri en einn rannsóknahópur, alþjóðlega þekktir og samkeppnisfærir • Finnsk fyrirmynd • 100 milljónir á ári?

  10. Taka þarf upp meðlag til stofnana • Úthlutunarreglur í USA og á Íslandi • NIH • 100% fjármögnun vísindaverkefnis • 30-60% bætt ofan á styrk sem fer til stofnunar vísindamannsins (overhead) • Dæmi: 250.000 US$ verkefnastyrkur til Harvard + 51% meðlag = 377.500 US$ samtals á ári í 4 ár. • Vísinda- og tækniráð • Krafist er 50% mótframlags frá stofnun vísindamannsins • Enginn fastakostnaður greiddur til stofnunar • Afleiðing • Vísindamenn eru fjárhagsleg byrði á sinni stofnun í réttu hlutfalli við árangur í öflun vísindastyrkja • Hindrar hvata til nýliðunar • Hvetur ekki til styrkjasóknar • Vísindahópar geta ekki vaxið umfram mótframlag • Hindrar vöxt þeirra hópa sem skara fram úr

  11. Afnema þarf VSK af rannsóknavörum • Rannsóknastofur við HÍ og stofnanir þurfa að greiða VSK af öllum aðföngum og tækjum • Nema ef tækin eru keypt fyrir styrk úr utanaðkomandi sjóði þá fæst endurgreiðsla fyrir þann hlut • Ójafnræði, þungt ferli • Aðföng eru allt að 30% dýrari fyrir okkur en samkeppnisaðila okkar á Vesturlöndum • EKKI er heimilt að nota styrki frá EU eða NIH til að greiða VSK • Hvaðan á þá að fá fé til þess? • Einstaka aðilar hafa fengið undanþágu • Þekkist hvergi á Vesturlöndum að stofnanir/háskólar þurfi að greiða VSK • Ekki gert í Skandinavíu, Bretlandi eða USA • Hlýtur að vera einfalt mál að lagfæra • Varla mikið tap fyrir ríkissjóð en mikil áhrif á nýtingu rannsóknastyrkja

  12. Efla þarf stoðþjónustu rannsókna • Stofnanir í Evrópu hafa flestar komið sér upp öflugri stoðþjónustu rannsókna • Aðstoð við að finna tækifæri til styrkjasóknar • Aðstoð við umsóknarferli • Þekkja ferlin, umsóknareyðublöðin, skilyrðin • Aðstoða við að skrifa hluta umsóknanna • Siðfræði, dýratilraunir, budget, “european dimension” EU umsókna osfrv. • Eru meðumsækjendur í EU umsóknum • Sjá um stjórnunarhluta verkefnisins og fá fé til þess ef styrkur er veittur • Nauðsynlegt að hafa sambærilega þjónustu hér • Er til að hluta hér en er of dreifð (Rannsóknaþjónusta HÍ, Rannís, Impra) • Sérfræðiþekkingu og reynslu má efla að mun

  13. Framtíðarsýn 2020 • Ef skilyrðin eru bætt: • Ný fyrirtæki á sviði heilbrigðis- og lífvísinda verða til • Erfitt að spá fyrir um hver þau verða • Ný tækifæri skapast í rannsóknum • Öflugri og stærri rannsóknahópar • Samkeppnisstaðan betri • Þátttaka mikil í stórum alþjóðlegum verkefnum • Aukinn fjöldi erlendra nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi • Framúrskarandi menntun • Heilsa, heilbrigði og hollusta í fyrirrúmi

More Related