1 / 13

Mat á mögulegum viðbrögðum Seðlabankans við stóriðjuframkvæmdum

Mat á mögulegum viðbrögðum Seðlabankans við stóriðjuframkvæmdum. Morgunverðarfundur 11. sept. 2002 Þórarinn G. Pétursson Deildarstjóri rannsókna Hagfræðisvið Seðlabanka Íslands. Inngangur. Seðlabankinn lagði fyrst mat á möguleg viðbrögð peningastefnu við stóriðjuframkvæmdum í febrúar sl.

lenore
Télécharger la présentation

Mat á mögulegum viðbrögðum Seðlabankans við stóriðjuframkvæmdum

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Mat á mögulegum viðbrögðum Seðlabankans við stóriðjuframkvæmdum Morgunverðarfundur 11. sept. 2002 Þórarinn G. Pétursson Deildarstjóri rannsókna Hagfræðisvið Seðlabanka Íslands

  2. Inngangur • Seðlabankinn lagði fyrst mat á möguleg viðbrögð peningastefnu við stóriðjuframkvæmdum í febrúar sl. • Forsendur hafa breyst síðan, bæði hvað varðar stærð og tímasetningu • Seðlabankinn hefur ekki endurskoðað mat sitt en mun að öðru óbreyttu greina frá nýju mati sínu í nóvember hefti PM • Eftirfarandi mun því byggjast á eldra mati

  3. Bakgrunnur: Peningastefnan og áhrif hennar • Frá mars 2001 hefur peningastefnan byggst á: • Formlegu og tölusettu verðbólgumarkmiði • Fljótandi gengi krónunnar • Sjálfstæði Seðlabankans í ákvarðanatöku • Rannsóknir gefa til kynna að meginþungi áhrifa vaxtaákvarðana Seðlabankans: • Komi fram í innlendri eftirspurn eftir um 1 ár • Komi fram í verðbólgu eftir um 1½ ár • Magn og tímasetning áhrifa hér á landi í samræmi við önnur lönd

  4. Stóriðjuframkvæmdir • Útreikningar miðast við 390 þús. tonna álver sem er byggt á tímabilinu 2002-2013: • Tveir áfangar: 260 þús. tonn 2002-2006, 130 þús. tonn 2007-2013 • Niðursveifluskeið milli framkvæmdaáfanga • Áform hafa breyst: • Álver minna en stækkun Norðuráls hefur bæst við (295 þús. tonn + 90 þús. tonn) • Styttri framkvæmdatími (2003-2007) • Meiri þensla 2003-2006 en hér er gert ráð fyrir og ekkert seinna framkvæmdaskeið

  5. Mat á viðbrögðum: Taylor-reglur • Einföld og hentug leið til að meta viðbrögð peningastefnu við mismunandi atburðum í hagkerfinu • Stýrivextir = hlutlaus staða stýrivaxta + a×verðbólga umfram markmið + b×framleiðsluspenna • Hlutlaus staða stýrivaxta: ca. 5½-6½% (en háð töluverðri óvissu) • a = 1,5 og b = 0,5

  6. Mat á viðbrögðum: Taylor-reglur (frmh.) • (stýrivextir með framkvæmd – stýrivextir án framkvæmda) = a×(verðbólga með framkvæmd – verðbólga án framkvæmda) + b×(framleiðsluspenna með framkvæmd – framleiðsluspenna án framkvæmda) • Notast við mismunandi form Taylor-reglna við matið

  7. Viðbrögð peningastefnunnar: Forsendur útreikninga • Grunndæmi (þ.e. efnahagsframvinda án stóriðju) og fráviksdæmi (þ.e. efnahagsframvinda með stóriðju) frá ÞHS • Útreikningar ÞHS án viðbragða í hagstjórn • Nafngengi fast allt tímabilið • Seðlabankinn reiknaði út nýja ferla framleiðsluspennu og verðbólgu sem gerðu ráð fyrir áhrifum frá peningastefnu

  8. Viðbrögð peningastefnunnar: Niðurstöður (frávik frá grunndæmi) • Stýrivextir hækka tímabundið; mest um 2-2½% í upphafi; langtímavextir hækka minna • Verðbólga innan þolmarka allt tímabilið • Sveiflur í verðbólgu og framleiðsluspennu minni en í dæmi ÞHS (þ.e. framvindu án viðbragða)

  9. Viðbrögð peningastefnunnar: Óvissuþættir • Óvissa um forsendur grunndæmis og fráviksdæmis ÞHS: • Staða hagkerfisins þegar framkvæmdir hefjast • Hlutfall innfluttrar fjárfestingarvöru • Hlutfall innlendrar og erlendrar fjármögnunar • Innflutningur vinnuafls og atvinnuþátttaka • Áhrif framkvæmda á hagkerfið: væntingar og ólínuleg áhrif?

  10. Viðbrögð peningastefnunnar: Óvissuþættir (frmh.) • Áhrif á gengi krónunnar: • Líklegt að styrkist í upphafi og veikist á síðari stigum; spurning um tímasetningu og áhrif á væntingar • Líklegt að hjálpi við aðlögun hagkerfisins og dragi þannig úr verðbólguþrýstingi • Þó gæti verið hætta á yfirskoti gengis • Seðlabankinn gæti dempað sveiflur og byggt upp gjaldeyrisforða

  11. Viðbrögð peningastefnunnar: Óvissuþættir (frmh.) • Viðbrögð ríkisfjármála til að minnka álag á peningastefnuna: • Aðhald og frestun framkvæmda • Tekjuviðbót haldið eftir • Skattahækkanir? • Spurning um svigrúm og vilja ríkisins... • ...en verðbólgumarkmiðið er einnig markmið ríkisstjórnar

  12. Viðbrögð peningastefnunnar: Þættir til íhugunar • Stærð framkvæmda sem á sér fáar hliðstæður: • Vandi að leggja mat á út frá sögulegum samböndum hagstærða • Vaxtaákvarðanir mun flóknari í reynd en hér er gefið í skyn: • Tekið mið af meiri upplýsingum • Ákvarðanir teknar við skilyrði óvissu um stöðu og horfur

  13. Viðbrögð peningastefnunnar: Þættir til íhugunar (frmh.) • Viðbrögð þó líklega í takt við það sem hér hefur komið fram: • Tímabundið hærri vextir en ella • Þarf ekki endilega að þýða hækkun vaxta • Þarf ekki að koma í veg fyrir áframhaldandi lækkunarferil nú • Þarf ekki að þýða að lækka þurfi vexti hratt nú til að geta hækkað þá síðar • Vaxtastig á hverjum tíma tekur mið af mati Seðlabankans á horfum næstu 2 ára

More Related