1 / 27

Hrunið og ábyrgð fagstétta Sigurður Kristinsson Dósent í heimspeki

Hrunið og ábyrgð fagstétta Sigurður Kristinsson Dósent í heimspeki Forseti hug- og félagsvísindasviðs HA. Umfjöllunarefnið. Hvað gerðist? Bankarnir hrundu og við það spillltist almannahagur Hvers vegna? Innra og ytra eftirlit brást

leyna
Télécharger la présentation

Hrunið og ábyrgð fagstétta Sigurður Kristinsson Dósent í heimspeki

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hrunið og ábyrgð fagstétta Sigurður Kristinsson Dósent í heimspeki Forseti hug- og félagsvísindasviðs HA

  2. Umfjöllunarefnið • Hvað gerðist? • Bankarnir hrundu og við það spillltist almannahagur • Hvers vegna? • Innra og ytra eftirlit brást • Fagmennska vék fyrir markaðs- og gróðahyggju, ásamt lagahyggju • Hvaða lærdóma má draga? • Efla þarf mótun faglegra viðhorfa í þjálfun fagstétta og huga þar sérstaklega að tilgangi og notkun siðareglna í faglegu starfi. Sigurður Kristinsson

  3. Hrunið og almannahagur • “Efnahagur og útlán bankanna uxu fram úr því sem innviðir þeirra þoldu. Utanumhald og eftirlit með útlánum fylgdi ekki útlánavextinum.” (2. kafli bls 31) • Efnahagslíf þjóðarinnar verulega laskað • Stórfelldur samdráttur opinberrar þjónustu • Uppsagnir vegna samdráttar og gjaldþrota fyrirtækja • Sligandi skuldir heimila og fyrirtækja • Þverrandi traust í samfélaginu • Orðspor Íslands hefur beðið hnekki • “Hrunið” stendur undir nafni. Sigurður Kristinsson

  4. Hvað er fagmennska? • Víð skilgreining: Fagmannleg viðhorf og vinnubrögð. • Þekking og færni • Hefur það markmið að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavinarins, veita vandaða þjónustu og ráðgjöf • Tekur vandaða þjónustu og ráðgjöf fram yfir eigin skammtímahagnað • Fagmennska kallar fram traust Sigurður Kristinsson

  5. Hvað er fagmennska? • Þrengri skilgreining: Störf fagstétta • Þekkingargrunnur byggður á langskólamenntun og rannsóknum • Ráðgjöf og þjónusta við skjólstæðinga byggð á sérþekkingu • Samfélagslega mikilvægt hlutverk • Skipulögð fagsamtök • Lögverndað starfsheiti • Sjálfræði í starfi • Sjálfseftirlit • “Heiður fagstéttar og orðspor er það mikilvægasta sem hún á” (Viðauki 1, kafli I.2 bls. 48) Sigurður Kristinsson

  6. Fagmennska og siðareglur • “Professions are conspiracies against the laity” • (George Bernard Shaw) • “The first thing we do, let’s kill all the lawyers” • (William Shakespeare, Henry VI) • Stenst kennivald og staða fagstéttanna í nútímasamfélagi siðferðilega skoðun? Verðskulda þær það traust og svigrúm sem samfélagið veitir þeim? Sigurður Kristinsson

  7. Fagmennska og siðareglur • Siðareglur eru fagstéttum nauðsynlegar til að verðskulda traust og standa undir nafni. • Þær skýra hvernig fagstéttin breytir samkvæmt • Frumskuldbindingu sinni – markmiði og samfélagslegum tilgangi • Almennum siðferðisgildum • Þær hjálpa fagstétt að standa við samfélagslegar skuldbindingar sínar og bregðast við sé þeim ógnað Sigurður Kristinsson

  8. Faglegar dygðir • Faglegar dygðir eru mannkostir sem birtast í hæfni og vilja til að vinna verk sín vel og fagmannlega. • Þær fela í sér • Tæknilegan þátt • Siðferðilegan þátt • Þær hjálpa fagfólki að starfa í anda siðareglna og nýta þær til góðra verka Sigurður Kristinsson

  9. Fagmennskan vék • Regluvarsla og innri endurskoðun bankanna voru allt of veikburða • Áhættustýring bankanna harðlega gagnrýnd • Ytri endurskoðun bankanna er gagnrýnd • Eftirlitsaðilar og embættismenn sagðir hafa verið “klappstýrur útrásarliðsins” • Þjóðhagsstofnun lögð niður • Hugsunarháttur faglegrar þjónustu vék fyrir sölumennsku Sigurður Kristinsson

  10. Regluvarsla og innri endurskoðun • “Af lýsingu regluvarða, innri endurskoðenda og annarra sem komu að innra eftirliti bankanna er ljóst að þeir sem áttu að tryggja góða starfshætti innan bankanna nutu ekki mikils stuðnings hvorki meðal stjórnenda né annarra starfsmanna. Svo virðist sem innan bankanna hafi verið litið á þá sem gleðispilla frekar en mikilvægan þátt til að tryggja heilbrigða viðskiptahætti og þar með hagsmuni bankanna og viðskiptamanna þeirra.” • (Viðauki 1, kafli I.2, bls. 57) Sigurður Kristinsson

  11. Regluvarsla og innri endurskoðun • Hjá Glitni störfuðu 13 í ferða- og skemmtanadeild, einn við regluvörslu • (Viðauki 1, kafli I.2, bls. 55) • “Það eru fleiri í ferða- og skemmtanadeild hjá bankanum heldur en í innri endurskoðun og regluvörslu og í raun og veru áhættustýringu” • (Bein tilvitnun í regluvörð Glitnis, bls. 55) Sigurður Kristinsson

  12. Regluvarsla og innri endurskoðun • Rannsóknarnefndin telur að “eftirfylgni við athugasemdir innri endurskoðenda hafi almennt gengið mjög hægt fyrir sig, ef hún gekk þá eftir. Verður því ekki séð að störf innri endurskoðenda hafi haft nægilegan slagkraft. Er því ástæða til að draga í efa að innri eftirlitskerfi bankanna hafi í öllum tilvikum haldið í við hinn gífurlega hraða vöxt þeirra.” • (Kafli 11.1.9, bls. 117) Sigurður Kristinsson

  13. Áhættustýring harðlega gagnrýnd • Lausafjáráhætta og fjármögnunaráhætta voru helstu veikleikar allra bankanna vorið 2008 skv. CAMELS-mati (Capital Asset Quality, Management, Earnings, Liquidity, and Sensitivity). • “Of mikil útlán voru veitt vensluðum aðilum og markaðsáhætta var allt of mikil hvort sem það var beint eða í gegnum útlán bankanna. Bregðast hefði þurft við með því að draga verulega úr þessari áhættu. Frá því um vorið jukust hins vegar bæði lán með veðum í hlutabréfum [...] og einnig lán til venslaðra aðila” • (Kafli 11.1.10, bls. 127). Sigurður Kristinsson

  14. Áhættustýring harðlega gagnrýnd • “Áhættustýring bankanna hefði átt að meta betur áhættu sem fólst í því að taka veð í markaðsverðbréfum á þeim tíma sem þau voru samþykkt.” • (Kafli 11.1.10, bls. 127). • Áhættustýring hefði átt að fara með lán með veðum í eigin bréfum eins og óvarin lán • (Kafli 11.1.10, bls. 127). • Ekki var tekið að fullu tillit til gjaldeyrisáhættu varðandi lán í erlendum myntum • (Kafli 11.1.10, bls. 128). Sigurður Kristinsson

  15. Ytri endurskoðun gagnrýnd • “Það er álit rannsóknarnefndarinnar að skort hafi á að endurskoðendur sinntu nægilega skyldum sínum við endurskoðun reikningsskila fjármálafyrirtækjanna árið 2007 og við hálfársuppgjör 2008, að því er varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptaaðila fyrirtækjanna, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér.” • (Kafli 11.2.12 bls. 151) Sigurður Kristinsson

  16. Ytri endurskoðun gagnrýnd frh. • “Í þessu sambandi verður að árétta að aðstæður höfðu á þessum tíma þróast með þeim hætti að tilefni var til þess að gefa þessum atriðum sérstakan gaum.” • (Kafli 11.2.12, bls. 153). • Rannsóknarnefndin færir rök fyrir því að í árslok 2007 hafi eigin hlutir fjármálafyrirtækjanna verið ofmetnir um 250 milljarða króna • (Kafli 11.2.12 bls. 152). • Niðurfærsluheimildir í lögum hafi ekki verið nýttar. Sigurður Kristinsson

  17. Klappstýrur útrásarliðsins • “Aðalvandinn á Íslandi var sá að þar spiluðu allir saman; stjórnmálamenn, embættismenn og eftirlitsaðilar voru allir í sama liði. “Þeir sem áttu að sjá til þess að allt færi vel fram og gæta efnahagslífsins og hagsmuna almennings voru klappstýrur útrásarliðsins.”” • Lars Christiansen, yfirmaður greiningardeildar hjá Danske Bank. (Viðauki 1, kafli II.3, bls. 158). Sigurður Kristinsson

  18. Þjóðhagsstofnun lögð niður • Þjóðhagsstofnun lögð niður 2002 eftir að hafa valdið forsætisráðherra vonbrigðum með hagspám sem voru að hans mati of svartsýnar. • Minnir óneitanlega á sögur af því að Boris Yeltsin Rússlandsforseti hafi rekið veðurstofustjórann fyrir svartsýnar veðurspár! Sigurður Kristinsson

  19. Þjóðhagsstofnun lögð niður • Spárnar í ritinu Þjóðarbúskapurinn (mars 2001) ollu forsætisráðherra sérstökum vonbrigðum þar sem þar kom fram að aðhaldsstig efnahagsstefnunnar hefði verið ófullnægjandi 1998 og 1999 með þeim afleiðingum að eftirspurn hafi þanist um of; og að verðlag myndi hækka um 4,3% að meðaltali milli áranna 2000 og 2001. Verðbólgan reyndist síðan verða 6,7% milli ára. (Viðauki 1, kafli II.3, bls. 158). Sigurður Kristinsson

  20. Þjóðhagsstofnun lögð niður • Að mati Þórðar Friðjónssonar var það slakinn í hagstjórninni 1998 og 1999 sem olli kollsteypu 2001 og að “þetta hafi í reynd verið svona minni útgáfa af því sem síðar gerðist þótt þá hafi atburðarásin verið flóknari og stærri í sniðum.” • (Viðauki 1, kafli II.3, bls. 158). Sigurður Kristinsson

  21. Þjóðhagsstofnun lögð niður • Forsætisráðherra lagði áherslu á að “tímarnir hefðu breyst og Þjóðhagsstofnun sæi ekki lengur ein um spár, það gerðu bankarnir, fjármálafyrirtæki, Alþýðusambandið og atvinnurekendur.” • (Viðauki 1, kafli II.3, bls. 158). • Allt eru þetta hagsmunaaðilar. “Eðli sínu samkvæmt geta greiningardeildir bankanna ekki sinnt hlutlægu mati á efnahagslífinu og íslenskt samfélag leið fyrir það að hafa enga sjálfstæða stofnun til að leggja mat á stöðu efnahagsmála í aðdraganda bankahrunsins.” • (Viðauki 1, kafli II.3, bls. 158). Sigurður Kristinsson

  22. Þjóðhagsstofnun lögð niður • Þorvaldur Gylfason: “Þjóðhagsstofnun veitti heilbrigt aðhald að hagstjórninni. Þess vegna var henni lokað.” • (Viðauki 1, kafli II.3, bls. 158). • Hjá Þjóðhagsstofnun var að mati Þórðar Friðjónssonar tekist á um ágreining með faglegum hætti. Til samanburðar má nefna að samkvæmt frásögn hagfræðings í Seðlabankanum leiðst ágreiningur þar ekki í tíð Davíðs Oddssonar. • (Viðauki 1, kafli II.3, bls. 157-8) Sigurður Kristinsson

  23. Fagleg þjónusta vék fyrir sölumennsku • Þjónustufulltrúar bankanna sem dæmi. “Með því að fá greitt fyrir hverja vöru fyrir sig [í bónuskerfi þjónustufulltrúa banka] er skammtímahagsmunum bankans þjónað og ekki endilega tekið tillit til hagsmuna viðskiptavinarins.” • (Viðauki 1, kafli I.3, bls. 61) • “Sölumenn fjármálafyrirtækja eru ekki eins og sölumenn hverrar annarrar vöru. Oft myndast persónulegt samband milli aðila á löngum tíma enda fær sölumaðurinn aðgang að mjög viðkvæmum upplýsingum um viðskiptavininn í trausti þess að vel sé með upplýsingarnar farið. Þá getur verið um að ræða mikla fjármuni eða allt sparifé fólks.” • (Viðauki 1, kafli I.3, bls. 61) Sigurður Kristinsson

  24. Fagleg þjónusta vék fyrir sölumennsku • “Fjölmörg dæmi eru um það hvernig reynt var að blekkja einstaklinga til viðskipta.” (Viðauki 1, kafli I.3, bls. 61) • Ekki til upptökur af símtölum, hringt úr farsíma. 88 ára gömlum manni seld körfulán til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi og Exista. Komið með samninginn heim til hans til undirritunar eftir að mikið hafði þegar tapast vegna verðfalls hlutabréfanna. Engin upptaka til, maðurinn dó, ættingjum sagt með háðsglotti að gleyma því að fara í mál því það væri fyrirfram tapað. (bls. 61-2) Sigurður Kristinsson

  25. Lærdómar • Efla þarf mótun faglegs hugarfars í þjálfun starfsstétta • Siðareglur Félags íslenskra endurskoðenda (2009) útfæra á 120 bls grundvallaratriðin heilindi, hlutlægni, fagleg hæfni og varkárni, trúnaður, fagleg hegðun. • Í inngangi segir: “Aðalsmerki endurskoðendastéttarinnar er að starfa með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Ábyrgð endurskoðanda felst ekki eingöngu í því að uppfylla þarfir einstaks viðskiptavinar eða vinnuveitanda.” Sigurður Kristinsson

  26. Lærdómar • Codex Ethicus Lögmannafélags Íslands (2000) hefst þannig: “Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.” Sigurður Kristinsson

  27. Lærdómar • Flétta þarf inn í starfsnám fagstétta gagnrýna umræðu um siðferðilegan grundvöll fagsins og siðferðileg álitamál á vettvangi þess • Hinn siðferðilegi þáttur faglegu dygðanna má ekki vera háður duttlungum dulinnar námskrár sem endurspeglar gagnrýnislaust ríkjandi viðhorf og venjur fagstéttarinnar í bland við tískustrauma samfélagsins. • Það er ekki sjálfgefið að fagstétt verðskuldi traust samfélagsins. Hún verður sífellt að vinna að því markmiði að verðskulda það. Sigurður Kristinsson

More Related