1 / 18

Kennarasögur

Kennarasögur. Eygló R. Sigurðardóttir Kennari og nemandi í framhaldsdeild KHÍ. Kennarasögur. PEEL (Project for enhancing effective learning) Starfendarannsóknir Verkefnið mitt ( www.kennarasogur.is ). Kennarasögur. Gagnagrunnur á netinu Sögur frá kennurum Auka árangursríkt nám

lolita
Télécharger la présentation

Kennarasögur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kennarasögur Eygló R. Sigurðardóttir Kennari og nemandi í framhaldsdeild KHÍ

  2. Kennarasögur • PEEL (Project for enhancing effective learning) • Starfendarannsóknir • Verkefnið mitt (www.kennarasogur.is) Eygló R. Sigurðardóttir

  3. Kennarasögur • Gagnagrunnur á netinu • Sögur frá kennurum • Auka árangursríkt nám • Kennarar deila þekkingu • Kennarar skrá reynslu sína Eygló R. Sigurðardóttir

  4. Hugmyndin • Frá PEEL • Ástralía 1985 • 1450 sögur • Hópur kennara sem ræddi og deildi hugmyndum og reynslu úr kennslunni • PEEL-kennarar skráðu reynslu sína (sögur) Eygló R. Sigurðardóttir

  5. Reynsla kennara • Búa yfir mikilli reynslu • Skrá ekki reynslu sína • Rannsaka eigið starf • Minnispunktar, dagbækur, það sem gengur vel, kennsluhugmyndir, kennsluaðferðir o.fl. Eygló R. Sigurðardóttir

  6. Starfendarannsóknir • Hvað er starfendarannsókn? • Hvers vegna starfendarannsókn? • Hvernig get ég hjálpað nemendum að bæta nám sitt? • Hvernig get ég bætt kennsluna? • Hvernig get ég tengt fræðin við framkvæmdina ? Eygló R. Sigurðardóttir

  7. www.kennarasogur.isGagnagrunnur • Notendur eru kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk skóla • Skrá nýja hugmynd/reynslu/sögu og setja hana á netið • Aðrir notendur geta lesið söguna Eygló R. Sigurðardóttir

  8. www.kennarasogur.is Eygló R. Sigurðardóttir

  9. Skráning á sögu • Titill sögunnar • Aldur nemenda (ungl.stig, framhsk... ) • Námsgrein • Vandamálið (t.d. áhugaleysi nemenda, agavandamál, bekkjarstjórnun o.fl.) • Hvað gerði ég? (stutt lýsing á því sem þú gerðir til að leysa vandann) • Hvernig gekk? (Hvernig brugðust nemendur við? Hvaða áhrif hafði þetta á kennsluna?) • Leitarorð (lykilorð) • Höfundur Eygló R. Sigurðardóttir

  10. Áhyggjur kennara (PEEL)Vandamálið • Nemendur koma sjaldan með hugmyndir • Nemendur hugsa ekki um það sem þeir lesa eða heyra • Nemendur tengja ekki mismunandi námsgreinar • Nemendur hugsa ekki um hvernig og hversvegna þeir eru að vinna verkefnin • Kennurum finnst samningaviðræður erfiðar • Nemendur gera sömu mistökin aftur og aftur • Nemendur lesa ekki fyrirmælin eða leiðbeiningarnar nógu vel • Nemendur læra ekki af mistökum og villum í prófum • Nemendur taka ekki ábyrgð á eigin námi Eygló R. Sigurðardóttir

  11. Áhyggjur kennara vandamálið (frh.) • Nemendur byrja á verkefni án þess að skipuleggja sig • Nemendur hafa enga útsjónarsemi þegar illa gengur • Nemendur tengja ekki námið í skólanum við lífið utan skólans • Að vinna með getublandaðan bekk • Nemendur trúa ekki á eigin getu • Nemendur eru tregir til að taka áhættu í skapandi verkefnum • Nemendur eru tregir til að breyta og skoða vinnu sína • Forhugmyndum nemenda er erfitt að breyta • Hegðun í kennslustofunni Eygló R. Sigurðardóttir

  12. www.kennarasogur.isGagnagrunnurinn • Leita eftir: • Aldri nemenda (leiksk., yngsta stig, miðstig, unglingastig, framhaldssk. o.fl.) • Námsefni (enska, stærðfræði, sálfræði o.fl.) • Áhyggjur kennara (samkv. PEEL) • Leitarorði í texta Eygló R. Sigurðardóttir

  13. Fyrir hvern er vefurinn? • Kennara og annað starfsfólk skóla sem vilja: • Bæta kennsluna og auka fjölbreytni í kennslu • Koma á framfæri nýjum hugmyndum • Lesa sögur og reynslu frá öðrum • Auka árangursríkt nám nemenda • Skráðir notendur – ein saga á ári Eygló R. Sigurðardóttir

  14. Dæmi um sögu (frá PEEL):Að hengja spurningar á vegg • Þetta verkefni byggir á þeirri hugmynd að gera verkefnin á myndrænan hátt og að leyfa nemendum að taka þátt í því sem fjallað er um. Þetta hjálpar þeim einnig við að hafa yfirsýn yfir það sem þeir hafa lært.Í upphafi verkefnis eru nemendur látnir skrifa niður eina eða tvær spurningar um það sem þeir vilja vita um það sem fjalla á um. Þeir skrifa spurningar á stórt blað (eina spurningu á hvert blað) og hengja það síðan uppá vegg. Gott er að hafa sérstakan spurningavegg. Spurning eru tekin niður þegar svarið við henni er fundið. Kennarinn notar spurningarnar sem útgangspunkt þegar hann fjallar um efnið, t.d. ,,Nú skuluð við skoða spurninguna hennar Jónu". Í lok tímans getur kennarinn spurt: Hvaða spurningum erum við búin að svara í dag?Spurningaveggurinn getur þróast og breyst á meðan á verkefninu stendur og nemendur og kennarar geta bætt á vegginn ýmsum hugtökum sem þeir hafa lært um efnið og fleiri spurningum sem vakna á meðan verið er að fjalla um efnið.Ef bekkurinn er ekki alltaf í sömu stofunni þegar verið er að fjalla um ákveðið verkefni er ágætt að útbúa spurningabók eða lista þar sem spurningarnar eru límdar inní og þá er hægt að fara með spurningabókina á milli kennslustofa. Í lok hverrar kennslustundar er farið yfir spurnigalistann og skoðað hvaða spurningum hefur verið svarað. Eygló R. Sigurðardóttir

  15. Saga af námsmati • Þessi saga gengur út á það að nemendur búa allir til skriflegt próf og þeim er svo dreift handahófskennt á aðra nemendur bekkjarins. • Markmiðið með þessari aðferð er: • að fá nemendur til að hugsa um hvernig þeir læra, hvað og hvers vegna • að nemendur og kennarar vinni saman • að hugsa um, skilja og taka ákvarðanir um námið • að ræða um námsefnið • Vinnuferlinu er hægt að skipta í eftirfarandi þrep: • Ræða við nemendur um að þeir búi sjálfir til spurningar á prófið. Í byrjun er best að láta nemendur vinna tvo og tvo saman. • Ræða við nemendur um spurningarnar • afmarka efnið • hversu margar spurningar • hvað prófið á að vera langt • hvers konar spurningar (krossaspurn, rétt/rangt, stutt/löng svör) Eygló R. Sigurðardóttir

  16. Saga af námsmati (frh.) • Vinnuferlið (frh.) • Ræða um það sem skiptir máli varðandi prófið, s.s.að skrifa vel og skiljanlega og hvers konar spurningar er best að nota • Ræða um að sérhver nemandi býr til sitt eigið próf og að einhver annar nemandi fær það og þarf að leysa það (ræða um að það sé allt í lagi þó að strákur fái stelpupróf og öfugt) • Ræða um stigagjöf á prófinu og hvaða vægi hver spurning hefur. (Kennari getur búið til sína útgáfu af prófinu sem nemendur leysa líka og geta svo valið hvort prófið er notað í einkunnagjöfinni). • Nemendur búa prófið til heima og einnig lausnarhefti • Prófin eru lögð fyrir nemendur (af handahófi) • Eftir prófið eru prófblöðin afhent þeim sem bjuggu til prófið og þeir fara með það heim og fara yfir prófið og gefa einkunn • Prófið er afhent eiganda • Kennarinn skráir einkunnir • Nemendur leysa kennaraprófið • Nemendur fylla út eyðublað þar sem þeir segja frá hvernig þeim líkaði þetta fyrirkomulag • Bekkurinn skiptir á milli sín kennaraprófinu og fara yfir prófið hjá samnemenda sínum (með lausnarblaði frá kennaranum) • Reynsla kennara sem hafa notað þessa aðferð sýnir að nemendur læra meira þegar þeir búa til prófið sjálfir, þeir læra á því að fara yfir og leiðrétta próf frá öðrum og margir sögðust hafa gert sér betur grein fyrir starfi kennarans. Og síðast en ekki síst þá upplifðu nemendur ekki það stress og þann kvíða sem fylgir því að fara í próf. Eygló R. Sigurðardóttir

  17. Kennarasögur.is Gagnagrunnur Aldur nemenda: ______________________________________________ Námsgrein: _________________________________________________ Vandamálið: Við hvaða vanda glímdi ég við: (t.d. nemendur nýta ekki upplestrartíma fyrir próf, nemendur lesa ekki fyrir tímana o.s.frv.) _______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Hvað gerði ég: (stutt lýsing á því sem þú gerðir til að leysa vandann) ___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Hvernig gekk? (Hvernig brugðust nemendur við? Hvaða áhrif hafði þetta á kennsluna þína? o.fl. _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Leitarorð (lykilorð):___________________ _____________________ _____________________ ___________________ _____________________ _____________________ Eygló R. Sigurðardóttir

  18. www.kennarasogur.is Látið aðra vita hvað þið eruð að gera í skólastofunni ! Skrifið niður ! Deilið hugmyndum og skoðið hvað aðrir hafa gert! Eygló R. Sigurðardóttir

More Related