380 likes | 544 Vues
F átækt og ójöfnuður af sjónarhóli stjórnmálaheimspekinnar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Stofnun stj órnsýslu og stjórnmála 31. jan úar 2007. Boðskapur Adams Smiths. Þj óðir úr fátækt v ið frj áls viðskipti og verkaskiptingu Ríkisvald takmarkað, en traust
E N D
Fátækt og ójöfnuður af sjónarhóli stjórnmálaheimspekinnar Hannes Hólmsteinn Gissurarson Stofnun stjórnsýslu og stjórnmála 31. janúar 2007
Boðskapur Adams Smiths • Þjóðir úr fátækt við frjáls viðskipti og verkaskiptingu • Ríkisvald takmarkað, en traust • Eins gróði ekki annars tap í frjálsu hagkerfi • Atvinnulíf skipulegt án þess að vera skipulagt
Rawls: Réttlæti sem jöfnuður • Hvers konar skipulag velja menn, viti þeir ekki, hvernig þeim sjálfum vegnar? • Kjör hinna verst settu sem best (hámörkun lágmarks) • Tekjumunur aðeins réttlætanlegur, gagnist hann hinum verst settu
Umhugsunarefni Rawls • Margvísleg gagnrýni hugsanleg • En setur valdboðinni tekjujöfnun efri mörk: Má skerða kjör hinna verst settu • Góð spurning: Hvar eru hinir verst settu best settir? • Raunhæfir kostir: Ekki einstök lönd, heldur tegundir hagkerfa, og litið til langs tíma • Atvinnufrelsi besta ráðið gegn fátækt?
Vísitala atvinnufrelsis sett saman úr fimm þáttum • Umfang hins opinbera • Réttaröryggi og verndun eignarréttar • Traustir peningar • Frjáls alþjóðaviðskipti • Reglur um fjármagnsmarkað, vinnumarkað og rekstur fyrirtækja
Ísland 9. frjálsasta land heims í atvinnumálum 2004 Heimild: The Fraser Institute.
53. af 72 1975, 9. af 130 2004 Heimild: The Fraser Institute.
Atvinnufrelsi og lífskjör(VLF á mann í US$ 2004) Heimild: The Fraser Institute; Alþjóðabankinn, World Development Indicators, CD-ROM, 2005.
Atvinnufrelsi og hagvöxtur(1994-2003 í % af VLF) Heimild: The Fraser Institute; Alþjóðabankinn, World Development Indicators, CD-ROM, 2005.
Atvinnufrelsi og fátækt(skv. fátæktarvísitölu S. þ.) Heimildir: The Fraser Institute; Sameinuðu þjóðirnar, Human Development Indicators 2005, sótt til http://hdr.undp.org/statistics/data/index_indicators.cfm.
Atvinnufrelsi og hlutur tekjulægstu 10% í heildartekjum Heimildir: The Fraser Institute; Alþjóðabankinn, World Development Indicators CD-ROM, 2005.
Atvinnufrelsi og tekjur tekjulægstu 10% á mann Heimildir: The Fraser Institute; Alþjóðabankinn, World Development Indicators, CD-ROM, 2005.
Frjálst hagkerfi stenst prófstein Rawls • Kjör 10% tekjulægstu best í frjálsustu löndunum • Hlutur sama hóps af heildartekjum einnig stærstur í frjálsustu löndunum • Hinir verst settu best settir í frjálsustu löndunum • Frjálst hagkerfi valið • Sænska leiðin eða bandaríska?
Sænska leiðin? • Velmegun Svía vegna mesta hagvaxtar í heimi 1870-1950, friðar, öflugra fyrirtækja og frjálsra alþjóðaviðskipta • Lítil, samstæð heild; víðtæk sátt um markmið • Afturför síðustu áratugi: Staðnað atvinnulíf, mikið atvinnuleysi, minnkandi starfslöngun • Ný störf aðeins í opinbera geiranum frá 1950 • Skattbyrði of þung, en meiri hluti kjósenda starfsmenn eða styrkþegar hins opinbera
Velferðarríkið kostnaðarsamt • Svíar úr fyrsta í aftasta sæti meðal Norðurlanda í lífskjörum • Gengi Svíþjóð í Bandaríkin, væri það eitt fátækasta ríkið (ásamt Arkansas og Mississippi) • Skatttekjur í Svíþjóð og Sviss svipaðar, um US$ 1.000 á mann, skattheimta um 60% af VLF í Svíþjóð, um 30% í Sviss • Skatttekjur geta aukist með minni skattheimtu og minnkað með aukinni (Laffer-boginn)
Svíar dragast aftur úr Bandaríkjamönnum í lífskjörum Heimild: Penn World Tables, PPP á verðlagi hvers árs
Bandaríska leiðin • Land innflytjenda • Sífelld aðlögun, sköpun og nýbreytni • Atvinnuleysi minna en í Svíþjóð • Fátækir 22% 1959; 12% 2004 • Ójafnari tekjuskipting vegna fjárfestingar í menntun (mannauðsmyndunar) • Kjör hinna verst settu betri en í Svíþjóð: Fleiri tækifæri • Kjörin líka verri: götóttara öryggisnet
Íslenska leiðin • Meiri velferðaraðstoð en í Bandaríkjunum, minni en í Svíþjóð • Nógu mikil til að tryggja öryggi, nógu lítil til að ekki dragi úr starfslöngun • Aukið atvinnufrelsi, öflugra atvinnulíf • Hverfandi atvinnuleysi • Minni skattheimta, meiri skatttekjur • Hið besta úr báðum leiðum, norrænu og engilsaxnesku
Aukið atvinnufrelsi frá 1991 • Fjáraustur úr sjóðum stöðvaður • Stöðugt verðlag • Festa í ríkisfjármálum • Einkavæðing • Lífeyrissparnaður auðveldaður • Heildarafli ákveðinn varlega; útgerðarfyrirtæki losnuðu undan óvissu og sóun • Skattar lækkaðir
Meiri skatttekjur af fyrirtækjum með minni skattheimtu Heimild: Fjármálaráðuneytið (2006 og 2007 áætl.). Á verðlagi hvers árs
Skattalækkanir eða skattahækkanir? • Tekjuskattur fyrirtækja úr 45% (1991) í 18% (2001) • Aðstöðugjald fellt niður • Tekjuskattur einstaklinga úr 30,41% (1997) í 22,75% (2007) • Eignaskattur felldur niður • Erfðafjárskattur lækkaður • Góðærið aðalástæðan til aukinna skatttekna; ekki má rugla saman aðgerðum og afleiðingum • Sveitarfélög aukið skatta og safnað skuldum á móti skattalækkunum ríkisins
Verðbólga: Dulbúinn skattur á notendur peninga Heimild: Hagstofa Íslands.
Skuldasöfnun ríkisins: Dulbúinn skattur á komandi kynslóðir Heimild: Fjármálaráðuneytið.
Hlutfall skatttekna ríkissjóðs svipað, en sveitarfélaga meira Heimild: Fjármálaráðuneytið.
Betri kjör láglaunafólks og minni taprekstur hækka skatttekjur • Tekjur tekjulægstu 10% hækkuðu um 36% fyrir skatt og 27% eftir skatt 1995-2004 • Hækkuðu að meðaltali eftir skatt um 2,7% á ári, en í OECD-ríkjum um 1,8% (1996-2000), þ. e. 50% meira á Íslandi • Snúi fyrirtæki tapi í gróða, greiða þau tekjuskatt; skattbyrði þyngist • Hækki tekjur láglaunafólks og fari yfir skattleysismörk, greiðir það tekjuskatt og missir tekjutengdar bætur; skattbyrði þyngist
Kjarabætur 10% tekjulægstu í nokkrum OECD-löndum Heimildir: Landshagir 2004; Gögn frá OECD (Michael Förster). Ísland 1995-2004, OECD lönd 1996-2000.
Hefur fátækt aukist 1991-2006? • Tvö hugtök, örbirgð og hlutdeild • Örbirgð nær horfin á Íslandi • Hlutdeild: Fátæktarmörk innan við helmingur miðtekna • Hlutdeild fátækra sennilega minnkað, ekki vegna aukins skorts, en ríkir orðið ríkari • Hinir fátæku líka orðið ríkari, en ekki eins hratt! Og þó hraðar en í nær öllum öðrum löndum!
Hefur ójöfnuður aukist 1991-2006? • Tvö hugtök, ójöfn tekjuskipting og aðstöðumunur • Forn merking: ójafnaðarmaður sýndi yfirgang og rangsleitni (Grettir og Hrafnkell Freysgoði) • Tekjuskipting á Íslandi tiltölulega jöfn, sé ekki tekið tillit til fjármagnstekna • Erlendis venjulega ekki tekið tillit til söluhagnaðar af hlutabréfum • Fjármagnstekjur nýjar tekjur; fjármagnið áður ekki til eða í höndum ríkisins
Gini-stuðull: Rangar tölur Heimildir: Stefán Ólafsson, heimasíða (rautt: með fjármagnstekjum; grænt án fjármagnstekna)
Nýjar tölur: Jöfn tekjuskipting Heimildir: Hagstofa Íslands og Eurostat (Evrópusambandið)
Ójöfnuður hefur minnkað! • Fjármagn í höndum ríkisins: Flokksgæðingar teknir fram yfir venjulegt fólk • Atvinnuleysi: Launþegar halda atvinnulausu fólki úti • Skuldasöfnun ríkisins: Núlifandi kynslóð tekur lán hjá komandi kynslóðum • Gjaldþrota lífeyrissjóðir: Lífeyrisþegar háðir náð greiðenda
Atvinnuleysi miklu minna en í öðrum OECD-löndum Heimild: Fjármálaráðuneytið.
Betur sett án framfara síðustu fimmtán ára? • Vildum við vera án 18 milljarða skatttekna af fjármagnstekjum? • Án 11 milljarða skatttekna af bönkum? • Án 27% kjarabóta hinna tekjulægstu? • Hefði þetta fengist án aukins atvinnufrelsis? • Væru Íslendingar betur settir, hefði ríka fólkið kosið að telja fram í öðrum löndum? • Átti að banna marköngla og orm til beitu?
Fróðlegt reikningsdæmi • Hjálpum þeim einum, sem geta ekki bjargað sér sjálfir • Lítill hluti Íslendinga, e. t. v. 5% eða 15 þús. manns, þannig bjargarlausir • Ef þetta krefst 30 mia. kr. á ári, þá fær hver 2 millj. kr. • Skatttekjur af bönkum og af fjármagnstekjum samtals um 30 mia. kr.
Áhyggjur af fátæku fólki eða ríku? • Velferðarríkið sé eins og umhverfið sjálfbært • Skatttekjur af nýju fjármagni skapa möguleika á velferðaraðstoð • Efri mörk tekjujöfnunar skv. kenningu Rawls: Má ekki skerða kjör hinna verst settu (til langs tíma litið) • Skilyrði Rawls fullnægt á Íslandi: Hinir verst settu betur settir en ella
Ísland tækifæranna • Fyrir þá, sem geta bjargað sér, fátækt aðeins tímabundið ástand (ef atvinnuleysi er lítið) • Rausnarleg aðstoð sjálfsögð við þá, sem ekki geta bjargað sér • Lækkum tekjuskatta frekar á fyrirtæki og einstaklinga • Lækkum virðisaukaskatt og vörugjöld • Löðum fyrirtæki og ríkt fólk að landinu • Fjölgum tækifærum í stað jöfnunar