1 / 12

Í ólgusjó breyttrar fiskveiðistjórnunar- Frumvarp stjórnvalda og samningaleiðin

Í ólgusjó breyttrar fiskveiðistjórnunar- Frumvarp stjórnvalda og samningaleiðin. Axel Hall Lektor Háskólinn í Reykjavík. Aðdragandi frumvarps og skýrsla sérfræðihóps. Starfshópur (Endurskoðunarnefndin 2010) Verkefnahópar (ráðuneyti og Fiskistofa) Þingmannahópur (sex manna) Ráðherrahópur

marcin
Télécharger la présentation

Í ólgusjó breyttrar fiskveiðistjórnunar- Frumvarp stjórnvalda og samningaleiðin

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Í ólgusjó breyttrar fiskveiðistjórnunar-Frumvarp stjórnvalda og samningaleiðin Axel HallLektor Háskólinn í Reykjavík

  2. Aðdragandi frumvarps og skýrsla sérfræðihóps • Starfshópur (Endurskoðunarnefndin 2010) • Verkefnahópar (ráðuneyti og Fiskistofa) • Þingmannahópur (sex manna) • Ráðherrahópur • Frumvarpið • Sérfræðihópur mat hagræn áhrif: • Axel Hall, hagfræðingur, H.Í.Daði Már Kristófersson, hagfræðingur, H.Í.Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur, Samtök sveitarfélagaSveinn Agnarsson, hagfræðingur, H.Í. og Ögmundur Knútsson, viðskiptafræðingur H.A. Starfsmaður sérfræðihópsins varStefán B. Gunnlaugsson, sjávarútvegsfræðingur H.A.

  3. Efnistök skýrslunnar • Hagkvæmar veiðar • Markaðstengsl, verðmætasköpun og skilvirkni • Auðlindarentan og veiðigjald • Framsal og veðsetning • Samningaleiðin, bakgrunnur og hagrænir þættir • Almannavalsfræði og rentusókn • Skipting aflamarks og flokkur 2 „pottaleið” • Brottkast • Greining á áhrifum á rekstur og efnahag stórra og smærri fyrirtækja í aflamarkskerfinu • Sjávarútvegur og byggðaþróun

  4. Sagan getur þjónað sem vegvísir • Hagsaga 20. aldar í veiðum og vinnslu. • Auðlindanefnd (2000), Endurskoðunarnefndin (2001). • Siglt gegn straumi í sóknarstýringu. • Pottar hér og pottar þar. • Samningaleið með langan aðdraganda.

  5. Samningaleiðin • Endurskoðunarnefndin (2001) Karl Axelsson hrl. • Fyrirkomulag varðandi leigu á vatns- og jarðhitaréttindum í eigu íslenska ríkisins (2010), forsætisráðuneytið. • Hagræn álitamál: Hagkvæmt fyrirkomulag á leigu og gjaldtöku fyrir vatns- og jarðhitaréttindi í eigu ríkisins (2010) • Minnisblað Karls Axelssonar hrl. og Lúðvíks Bergvinssonar hdl. fyrir starfshóp endurskoðunarnefndar um samningaleið í sjávarútvegi (2010) • Þessar skýrslur varða veginn um aðferðarfræðina og sjónarmið sem taka þarf tillit til.

  6. Stoðir samningaleiðar með hagkvæmni að leiðarljósi • Fiskimið sem þjóðareign • Gildismat og pólitík • Framlag auðlindahagfræði

  7. Samspil tímalengdar og óvissu um endurnýjun samninga • Lykilþættir í samningaleiðinni eru tímalengd nýtingarréttar og ákvæði um endurnýjun. • Hvað segja rannsóknir um þessa þætti? • Rök má færa fyrir því að eftir því sem tímalengd samninga styttist dragi úr jákvæðum umgengniseiginleikum um auðlindina á hinn bóginn má bæta fyrir styttingu samninga með því auka líkur á endurnýjun. • Auknar líkur á endurnýjun eru til þess fallnar að draga úr svokölluðum leigjendavanda sem birtist í neikvæðum hvötum í umgengni um auðlindina vegna stutts nýtingartíma.

  8. Tímalengd og endurnýjun í frumvarpinu • Samningar um nýtingarleyfi á aflaheimildum verði í upphafi að jafnaði til 15 ára. • Hafi samningsaðili staðið við allar samningsskuldbindingar sínar skal hann eiga rétt á viðræðum um endurskoðun og hugsanlega framlengingu samnings, sem hefjast skulu sex árum fyrir lok gildistíma samnings og ljúka skal eigi síðar en fimm árum fyrir lok gildistíma samnings. • Engin fyrirheit eru gefin um endurnýjun. • Komi til framlengingar á nýtingarsamningum skal hún vera átta ár.

  9. Samspil vaxta, tímalengdar og líkur endurnýjunar Hlutfall eftirstöðva af verðmæti aflaheimilda, samningstími 15 ár og endurnýjun 8 ár Hlutfall eftirstöðva af verðmæti aflaheimilda, samningstími 20 ár og endurnýjun 10 ár Hlutfall eftirstöðva af verðmæti aflaheimilda, samningstími 30 ár og endurnýjun 15 ár Núvirta hlutfallið: Virði tímab. samninga/núvirtur varanlegur nýtingarréttur

  10. Mikil óvissa um endurnýjun og fá viðmið • Er hægt að auka líkur á endurnýjun og búa til viðmið sem minnka hana og þjóna fiskveiðistjórnuninni? • Hugmyndir sérfræðihópsins • Úttekt þegar líður að endurnýjun. • Niðurstöður slíkrar útgefandi ráðgefandi um endurnýjunina. • Viðmið úttektar þekkt og geta verið ögunartæki til góðrar umgengni um auðlindina. • Í því yrði líka skoðað bann við framsali við endurnýjun (ef frumvarpið væri óbreytt í þessu efni).

  11. Er samningaleið upphafið að enda aflahlutdeildarkerfisins? • Var samningaleið hugsuð sem kerfi að endastöð? • Sólarlag aflahlutdeildarkerfis? • Þá er tímalengd samninga stutt, endurnýjunartíminn mjög stuttur og líkur á endurnýjun óvissar. • Að öllu virtu eru þessi atriði til þess fallin að auka á óvissu fremur en hitt.

  12. Samandregið • Bakgrunnur frumvarps hvað samningaleið snertir á sér langan aðdraganda. • Rækilega hafa verið reifuð sjónarmið sem skipta máli fyrir nýtingarrétt í samningskerfi með stefnumótun sem stjórnvöld hafa unnið að. • Frumvarpið víkur frá þessum sjónarmiðum í veigamiklum atriðum. • Niðurstöður um efnahagsáhrif frumvarpsins eru mjög næmar fyrir „sólarlagsákvæðum“ þess. • Vinna þarf útfrá þeim viðmiðum sem starfshópurinn horfði til þegar sátt náðist um samningaleiðina. • Takk fyrir!

More Related