230 likes | 373 Vues
Sjálfstæð peningastefna eða gjaldmiðlabandalag. Framsaga á fundi Samtaka atvinnulífsins 17. janúar 2008 Arnór Sighvatsson. Einkenni umræðunnar. Hefðbundið viðhorf: Ísland er e.t.v. hagkvæmt gjaldmiðlasvæði (sbr. Mundell 1961 o.fl.)
E N D
Sjálfstæð peningastefna eða gjaldmiðlabandalag Framsaga á fundi Samtaka atvinnulífsins 17. janúar 2008 Arnór Sighvatsson
Einkenni umræðunnar • Hefðbundið viðhorf: Ísland er e.t.v. hagkvæmt gjaldmiðlasvæði (sbr. Mundell 1961 o.fl.) • Vegna smæðar er ábati Íslands af sveigjanlegu gengi líklega minni en í stærri löndum – en það sker sig ekki úr (utanríkisviðskipti minni en stærð segir til um) • Hagsveiflur fylgja ekki hagsveiflum nágrannalanda • Vinnumarkaðurinn er sveigjanlegur en ekki nægjanlega til þess að hægt sé að komast hjá langvarandi tímaskeiðum atvinnuleysis ef sveigjanlegs gengis nýtur ekki við • Mundell (1973) vs. Mundell (1961)
Veikleikar röksemdafærslu (1) • Veröldin mikið breytt frá veröld Mundell’s (1961) • Stóraukinn hreyfanleiki vinnuafls yfir landamæri • Frjálsar fjármagnshreyfingar • Gagnkvæmt hæði landa hefur aukist vegna hnattvæðingar fjármálamarkaða • Flotgengi helstu gjaldmiðla – hefur leitt til mun meiri gengissveiflna en nokkur gerði ráð fyrir sem ekki skýrist fyllilega af undirliggjandi hagþróun
Veikleikar röksemdafærslu (2) • Fræðileg afstæðishyggja (Gjaldmiðil f. Vestfirði?) • Gjaldmiðlasvæði getur orðið hagkvæmt eftir á þótt það sé það ekki fyrir (Frenkel & Rose 1997) • Markmið peningastefnunnar er ekki að halda fullri atvinnu – verðbólgumarkmið • ekki sjálfgefið að atvinnuleysi leiði til gengisaðlögunar
Kostnaður sjálfstæðs gjaldmiðils (1) • Hefðbundin nálgun • Viðskiptakostnaður • Vaxtamunur • Vandamál við hefðbundna nálgun • Viðskiptakostnaður metinn of þröngt • Ísland er opnara en hlutfall utanríkisviðskipta af VLF gefur tilefni til að ætla - virðisauki í utanríkisviðskiptum • Óbeinn viðskiptakostnaður • Vaxtamunur innra tekjuskiptingarvandamál að hluta – en vísbending um óhagkvæma ráðstöfun sparnaðar
Kostnaður sjálfstæðs gjaldmiðils (2) • Raunverulegur kostnaður ósýnilegur, ómælanlegur og kemur fram á löngum tíma • Gengisóvissa hefur víðtæk áhrif á háttsemi heimila og fyrirtækja. Veldur óhagkvæmni á sama hátt og mikil og breytileg verðbólga – einkum í smáríki • Utanríkisviðskipti verða minni – velferðartap • Stutt empírískum rannsóknum (Rose, ÞGP&Breedon o.fl.) • Óafturkræfur kostnaður – raungengissveiflur hafa áhrif á ákvarðanir um útflutning og innflutning • Samkeppni (t.d. í verslun) • Stærðarhagkvæmni • Ákvarðanir um fjárfestingu og sparnað
Kostnaður sjálfstæðs gjaldmiðils (3) • Gengissveiflur geta valdið fjármálalegum óstöðugleika • Fljótandi gengi er þó betra en illverjanleg fastgengisstefna... • ...þótt gengissveiflur hafi aukist eftir að krónan fór á flot
Niðurstaða I - kostnaður • Sjálfstæðum gjaldmiðli í jafn litlu landi og Íslandi fylgir líklega umtalsverður fórnarkostnaður • Hann kemur hins vegar fram á löngum tíma og birtist í minni utanríkisviðskiptum við evrusvæðið en ella (ÞGP&Breedon 60%) • Þarf sterk rök til þess halda sjálfstæðum gjaldmiðli ef annarra kosta er völ
Þjóðhagslegur ávinningur • Hefðbundin viðhorf • Vegna sveiflna í viðskiptakjörum og breytilegra aflabragða getur sveigjanlegt gengi verið gagnlegt tæki til þess að draga úr sveiflum í atvinnu og framleiðslu og stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskapnum • Umdeilt hvort gengisbreytingar magni eða mildi sveiflur (ræðst m.a. af eðli gengisbreytinga) • Ekki stutt rannsóknum hér
Dregur sjálfstæð peningastefna úr hagsveiflum? • Íslenskur þjóðarbúskapur sker sig úr hvað varðar sveiflur einkaneyslu – ekki útflutnings • Sveiflur einkaneyslu tengjast gengissveiflum • Sjálfstæð peningastefna/gjaldmiðill virðist fremur auka sveiflur einkaneyslu en minnka • Gengissveigjanleiki öryggisventill?
Hvers vegna dregur sveigjanlegt gengi ekki úr sveiflum? • Áhrif á útflutning takmarkaðri en ella vegna • Kvótakerfis • Langs meðgöngutíma fjárfestingar í álframleiðslu • Sterk áhrif á efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja – sem eru sveiflumagnandi • Mikil gengislækkun líkleg til að leiða til samdráttar • Erfðasyndin (original sin) – Ísland líkist “nýmarkaðsríkjum” • Hrein skuldastaða – heildarskuldir/-eignir • Áhrif gengisbreytinga á verðlag – mest í OECD
Niðurstaða II – þjóðhagslegur ávinningur • Sjálfstæður gjaldmiðill er engin trygging fyrir háu atvinnustigi og ólíklegt að sveigjanlegt gengi mildi sveiflur • Reynsla frán 2001 bendir til hins gagnstæða
Hverju fær sjálfstæð peningastefna áorkað? • Peningastefnan hefur í grundavallaratriðum þau tæki sem þarf til þess að stuðla að stöðugu verðlagi til lengri tíma litið – þótt líklegt sé að breytileikinn verði áfram meiri en í stærri löndum (Hunt 2006) • Spurning hve hátt vextirnir þurfa að fara og hvað það kostar
Hvers vegna hefur árangurinn ekki verið nægilega góður til þessa? • Óvenjustórir skellir (en fyrirsjáanlegir?) á tímum hnattræns ofsparnaðar • Spár hafa vanmetið vöxt eftirspurnar og verðbólgu • Ófullkomin haggögn, röng líkön, dómgreind “spámanna” • Ógerlegt að spá fyrir um gengisþróun • Veikt miðlunarferli mikil vaxtamunur óstöðugl. • Ísland óhagkvæmt (of smátt) gjaldmiðlasvæði • Allt ofangreint
Valkostir í peningamálum (1) • Til skamms tíma: umbætur á núverandi kerfi • Skýrari framsetning peningastefnunnar • Bætt gagnaöflun (t.d. um fjármunamyndun) • Fleiri og betri líkön • Auka dýpt skuldabréfamarkaða • Æskilegt að hið opinbera taki meiri ábyrgð á verðbólgumarkmiðinu
Valkostir í peningamálum (2) • Langtímamarkmið: Hætta að sóa tímanum í umræðu sem engu skilar • Afturhvarf til fastgengis • Sjálfsprottna evruvæðingu • Einhliða upptöku evru eða... • ... annarra gjaldmiðla
Hvers vegna ekki fastgengi? • Hefur verið reynt með slökum árangri • Ísland á barmi gjaldeyriskreppu 2001 • Áhættusamt eftir að höft á alþjóðlegar fjárhreyfingar voru afnumdar árið 1995 • Flóttinn frá miðjunni – til aukins sveigjanleika eða gjaldmiðlabandalags (Danmörk undantekning) • Eykur hættu á fjármálaóstöðugleika • Sterk tengsl á milli fjármála- og gjaldeyriskreppna (fastgengi=minni áhættuvarnir)
Sjálfsprottin evruvæðing? • Alsherjar evruvæðing ólíkleg nema í samhengi óðaverðbólgu • Hagræði í viðskiptum að hafa einn gjaldmiðil • Áhætta skapast í millibilsástandi • Aukin notkun evru dregur hins vegar úr virkni peningastefnu – einkum ef hluti launa yrði greiddur í evrum • Krónan er lögeyrir þarf atbeina löggjafa • Seðlabankinn lánar lausafé í ISK
Einhliða upptaka evru? • Ekki hægt að leiða þá umræðu til lykta án umræðu um ESB • Upphafskostnaður án EMU-aðildar ca 15-16 ma.kr. + birgðir ≈ 40 ma.kr. • Myntsláttuhagnaður rennur til ECB • Lánveitandi til þrautavara? Staða bankanna sem N-Evrópskra banka yrði sterkari með aðgangi að fyrirgreiðslu ECB • Fyrirgreiðsla í ISK vanmáttug en betri en engin
Einhliða upptaka annarra gjaldmiðla? • Mikilvægt að efnahagsleg tengsl séu náin og utanríkisviðskipti við gjaldmiðlasvæði mikil • Hvorki USD né CHF komast nálægt EUR • EES forsenda peningalegs samruna • Ekki einu sinni fríverslunarsamningur við BNA
Aðild að ESB? • Pólitískt úrlausnarefni • EMU-aðild hefur kosti... • Aukin viðskipti – minni raungengissveiflur • Aukin samkeppni • Aukinn stöðugleiki einkaneyslu • Fjármálastöðugleiki – samtrygging • ...sem þarf að meta gagnvart öðrum efnahagslegum kostum/ókostum
Jafnvægi í myntbandalagi • Í myntbandalagi ákvarðast hlutfallslegt verðlag (svæða) á mörkuðum án afskipta Seðlabanka/stjórnvalda • Raungengi (=hlutfalllegt verðlag) sveiflast eftir sem áður, en líklega mun minna en þegar gengi gjaldmiðils flýtur • Óhindruð samkeppni tryggir að verðbólga svæða verði til (mjög) langs tíma svipuð • Fyrirvari Belassa-Samuelsson áhrif • Spurning við hvaða verðlag og atvinnustig jafnvægi myndast • Hagsveiflur verða líkari Evrópu
Lokaorð • Framtíðarskipan peningamála snýst í meginatriðum um tvo kosti • Endurbætur á núverandi fyrirkomulagi • Aðild að ESB/EMU • Litlar líkur virðast á ESB aðild í bráð • mikilvægt að bæta núverandi fyrirkomulag eftir því sem kostur er • Sjálfstæður Seðlabanki og verðbólgumarkmið