1 / 12

Þátttaka ferðamanna í sameiginlegum kostnaði

Þátttaka ferðamanna í sameiginlegum kostnaði. Hugleiðingar á aðalfundi SAF , 11. apríl 2011. Ari Skúlason. Hagfræðingur. Hagfræðideild Landsbankans. Greining Hagfræðideildar 2013 – Ferðaþjónusta á Íslandi. Töluverð umfjöllun um hlutverk opinberra aðila

Télécharger la présentation

Þátttaka ferðamanna í sameiginlegum kostnaði

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Þátttaka ferðamanna í sameiginlegum kostnaði Hugleiðingar á aðalfundi SAF, 11. apríl 2011 Ari Skúlason Hagfræðingur Hagfræðideild Landsbankans

  2. Greining Hagfræðideildar 2013 – Ferðaþjónusta á Íslandi • Töluverð umfjöllun um hlutverk opinberra aðila • Samspil ferðaþjónustu og hins opinbera • Mikilvægi innviða og skipulags • Geta opinber afskipti aukið þann þjóðhagslega ábata sem greinin skilar? • Ný eða bætt nýting framleiðsluþátta • Aukin framleiðni .... • ... tækniframfarir og stærðarhagkvæmni • Ferðaþjónusta: Mikil þörf á samhæfingu og skipulagi sem hið opinbera þarf að taka þátt í

  3. Þátttaka ferðamanna í sameiginlegum kostnaði • Erfitt umfjöllunarefni – lítið verið skoðað skipulega • Sýnir eins og margt annað hve rannsóknir af ýmsu tagi í kringum ferðaþjónustuna og þarfir hennar eru komnar stutt á veg og hve veik staða rannsóknarþáttarins er miðað við aðrar greinar. • Rannsóknir í ferðaþjónustu einungis brot af því sem gerist í öðrum atvinnugreinum • Ekki miklar mælingar á þátttöku ferðamanna og því litlu úr að moða • Einungis um að ræða hluta af tekjustreymi frá ferðamönnum • Skiptir auðvitað sífellt meira máli með auknum fjölda ferðamanna ... • ... og þar með aukinni notkun ferðamanna á innviðum Hér: Engar töfralausnir, einungis hugleiðingar og vangaveltur

  4. Sérstaða Íslands • Íslendingar eru fámenn þjóð í stóru og ógreiðfæru landi • Fastur kostnaður vegna ýmissa fjárfestinga til almenningsnota – svokallaðra innviða – hvílir á tiltölulega fáum og er þar með tiltölulega þungur baggi á þjóðinni. • Umferðarmannvirki, almenningssamgöngur, fjarskipti o.s.frv. • Fjölmennari þjóð – fastur kostnaður mun lægri á hvern íbúa. • Starfsemi ferðaþjónustunnar eykur fólksfjöldann í landinu og getur þannig haft áhrif á nýtingu ýmissa opinberra fjárfestinga.

  5. Skattar og tekjur ríkisins • Tekjuöflun ríkisins byggir mikið á óbeinum sköttum, allir sem eru staddir hérlendis borga sinn hluta að miklu leyti. • Ríkið innheimtir líka skatta í formi notendagjalda, t.d. bensíngjald • Aukinn notendafjöldi felur þannig í sér þjóðhagslegan ábata – fastur kostnaður dreifist á fleiri herðar. • Á sérstaklega við ef nýting þessara innviða er ekki full

  6. Hve miklu máli skipta ferðamenn? • Íslendingar á aldrinum 25-70 ára: ca. 180.000 • Fjöldi ferðamanna 2012: 650.000 • Meðaldvöl: 10,2 nætur 2011 • Mikil notkun innviða á meðan á dvöl stendur: • Notkun Íslendinga? • Niðurstaða: Ferðamenn skipta miklu máli fyrir nýtingu innviða hér á landi • Meira en annars staðar • Vaxandi þýðing • Hversu mikil þýðing? Nýtingarhlutföll okkar og þeirra?

  7. Hvernig lítur dæmið út? • 650 þúsund ferðamenn, • Hver um sig dvelur í ca. 10 daga • 46% nota bílaleigubíla, 37% áætlunar- og hópferðabíla • Hversu marga kílómetra aka þessir ferðamenn? Hversu mikil eldsneytiskaup? • Hversu stóran hluta bensíngjalds og vsk. af eldsneyti og flutningum eru þeir að greiða? • Niðurstaða: töluverðan hluta – en þetta mætti skoða miklu betur • Þörf fyrir mun meiri rannsóknir

  8. Hagræðið af þátttöku ferðamanna • Erlendir gestir stækka innanlandsmarkað – breiddar- og stærðarhagræði • Óbeinir skattar og notendagjöld eru einnig greidd af ferðamönnum • Ferðamenn geta þannig lækkað meðalkostnað við ýmsar fjárfestingar hins opinbera í innviðum og almannagæðum. Allir notendur vegakerfis greiða t.d. bensíngjald og taka þannig þátt í föstum kostnaði við samgöngukerfið • Á sérstaklega við ef notkun landsmanna sjálfra er ekki mikil og aukinn fjöldi notenda skapar hvorki beinan né óbeinan kostnað, tefur t.d. ekki fyrir þeim sem þegar nýta sér innviðina • Sérhver ferðamaður sem nýtir slík mannvirki utan álagstíma skilar því hreinum ábata í sameiginlega sjóði

  9. Mikilvægi fyrir landsbyggðina • Það er óumdeilt að íslensk ferðaþjónusta byggist fyrst og fremst á sérstæðri náttúru sem er helsta aðdráttarafl landsins. • Uppbygging áfangastaða, nýsköpun og vöruþróun eru forsendur þess að áfangastaðurinn Ísland sé samkeppnishæfur í alþjóðlegri samkeppni um hylli ferðamanna. • Náttúrufegurðin er fyrst og fremst á landsbyggðinni • Ferðaþjónustan er mikilvæg fyrir landsbyggðina vegna þess að hún byggir á notkun aðfanga sem ekki er hægt að flytja úr stað, s.s. náttúrufegurð. • Ferðaþjónustan er þannig ein af fáum greinum þar sem landsbyggðin hefur enn raunverulega hlutfallslega yfirburði vegna landfræðilegra aðstæðna. • Þessir yfirburðir hafa að miklu leyti tapast hvað sjávarútveg og landbúnað varðar

  10. Samspil landsbyggðar, ferðaþjónustu og þátttöku ferðamanna í sameiginlegum kostnaði • Ferðaþjónusta er í þessu tilliti augljós vaxtarbroddur í flestum byggðum landsins • Aukinn fjöldi ferðamanna á því að geta aukið arðsemi fyrirtækja – sérstaklega á strjálbýlli svæðum • Samspil greinarinnar og stjórnvalda ætti því að skipta verulegu máli einmitt þarna • Arðsemisútreikningar, t.d. vegna umferðarmannvirkja • Hversu mikinn hluta kostnaðar bera ferðamenn? • Er rétt að hið opinbera úthluti þessum tekjum til að styrkja innviði úti á landi? • Hverjar eru stærðirnar? • Enn og aftur: Þörf á mun meiri rannsóknum og mælingum

More Related