1 / 33

Maðurinn, orkan og umhverfið

Maðurinn, orkan og umhverfið. Orkulindir og orkunotkun (bls. 338 – 351). Maðurinn, orkan og umhverfið. Umhverfið setti áður mönnunum skilyrði í samspili manns og náttúru Iðnvæðing og fólksfjölgun á 19. öld leiddu til þess að menn tóku að nýta auðlindir sem ekki endurnýjast í miklum mæli

neveah
Télécharger la présentation

Maðurinn, orkan og umhverfið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Maðurinn, orkan og umhverfið Orkulindir og orkunotkun (bls. 338 – 351)

  2. Maðurinn, orkan og umhverfið • Umhverfið setti áður mönnunum skilyrði í samspili manns og náttúru • Iðnvæðing og fólksfjölgun á 19. öld leiddu til þess að menn tóku að nýta auðlindir sem ekki endurnýjast í miklum mæli • Framan af gætti umhverfisáhrifa eingöngu í nágrenni við viðkomandi starfsemi • En álag á umhverfið fór sífellt vaxandi Valdimar Stefánsson 2006

  3. Maðurinn, orkan og umhverfið • Á 7. og 8. áratug 20. aldar hafði iðnaður og orkunotkun vaxið svo að áhrifanna gætti fjarri losunarstöðum • Þá fyrst fóru menn almennt að velta fyrir sér áhrifum okkar á náttúruna og því hvernig nýting náttúruauðlinda gæti spillt umhverfi okkar Valdimar Stefánsson 2006

  4. Maðurinn, orkan og umhverfið • Um 70% af orkunotkun í heiminum fer fram í iðnríkjum • Sífellt vex eftirsóknin í óendurnýjanlegar auðlindir þar • Afleiðingarnar eru umhverfisspjöll og hætta á auðlindaþurrð • Íbúar þróunarlanda ofnýta einnig sínar auðlindir, t. d. eldiviðinn Valdimar Stefánsson 2006

  5. Ýmsar orkulindir • Þrír flokkar • Orkulind sem ekki endurnýjast (t.d. olía) • Orkulind sem endurnýjast(t. d. vatnsafl) • Orkulind sem endurnýjast með takmörkunum (t. d. eldiviður) Valdimar Stefánsson 2006

  6. Ýmsar orkulindir • Birgðir af jarðeldsneyti (olía, kol, jarðgas) dreifast ekki jafnt um jörðina • Steinkol er að finna í öllum heimshlutum og er mun meira magn til af þeim en olíu • Mestu olíulindir heims eru í Mið-Austurlöndum • Kol og olía eru umfangsmestu vöruflokkar sem fluttir eru um heimshöfin Valdimar Stefánsson 2006

  7. Ýmsar orkulindir • Notkun jarðeldsneytis er líka misskipt • Hún er mest í Norður-Ameríku,Vestur-Evrópu og Japan • Á þessum svæðum er lögð áhersla á að minnka orkunotkun • Notkun á jarðeldsneyti fer vaxandi meðal þróunarlanda • Ástæðan er m. a. uppbygging iðnaðar og fjölgun í borgum • Verður umhverfisvandamál framtíðar Valdimar Stefánsson 2006

  8. Olía og jarðgas • Olía er orkulind sem ekki endurnýjast • Ágóði af olíuvinnslu verður sífellt minni þrátt fyrir hækkandi olíuverð (tuttugufaldur um 1900, nú sex- til tólffaldur) • Jarðgas finnst oftast í tengslum við olíulindir en lengi fram vel var það ekki nýtt • Jarðgas mun verða mikilvæg orkulind langt fram eftir 21. öldinni, ekki síst af umhverfisástæðum • Mengun við brennslu á jarðgasi er helmingur þess sem verður við brennslu á olíu og kolum • Jarðgas er flutt með leiðslum og/eða með skipum Valdimar Stefánsson 2006

  9. Kol • Á 19. öld varð kolanám gríðalega umfangsmikið í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku • Þegar iðnaður þróaðist dró verulega úr kolaframleiðslu • Áhugi á kolum sem orkugjafa fer aftur vaxandi vegna fyrirsjáanlegs olíuskorts • Mestu kolaframleiðslulönd og notendur eru Kína, Bandaríkin og Rússland Valdimar Stefánsson 2006

  10. Kol • Nú er kolum breytt í annað orkuform fyrir flutninga, t. d. raforku • Brennsla á kolum losar m. a. brennisteinsdíoxíð, koldíoxíð, nituroxíð og kvikasilfur út í umhverfið • Brúnkol eru mesti mengunarvaldurinn • Þau finnast í miklum mæli í Mið-Evrópu, Bandaríkjunum og Rússlandi • Kínverjar munu nota mest af kolum á næstum áratugum Valdimar Stefánsson 2006

  11. Hve lengi endist jarðefnaeldsneytið? • Samkvæmt áætlun BP Statistical Review má reikna með að birgðir jarðeldsneytis muni endast: • Kol í 228 ár • Jarðgas í 68 ár • Olía í 43 ár • Reikna má þó með að þessar tölur hækki ef nýjar birgðir finnast og hækkandi verð geri auðlindina arðbærari Valdimar Stefánsson 2006

  12. Mór • Mór finnst víða í tempraða beltinu þar sem hann myndast í mýrlendi, t. d. í barrskógabeltinu • Nokkuð var um að mór væri nýttur hér á landi fyrr á öldum • Mór er notaður sem orkugjafi í raforkuverum og í iðnaði • Hugsanlegt er að nota mó sem hráefni í efnaiðnaði til framleiðslu gerviefna Valdimar Stefánsson 2006

  13. Notkun á jarðeldsneyti ógnar umhverfinu • Umhverfisvandamál eru til staðar í öllum löndum heims • Þau eru þó að jafnaði mest í iðnríkjunum • Til þess að þróast á efnahagssviðinu verður ríki að hafa aðgang að nægilegum orkulindum • Í þróunarlöndunum er nauðsynlegt að bæta aðgang að orku til þess að bæta lífskjör almennings Valdimar Stefánsson 2006

  14. Notkun á jarðeldsneyti ógnar umhverfinu • Vinnsla og notkun orkulinda sem ekki endurnýjast hafa staðbundin og jafnvel hnattræn áhrif • Meðal skaðlegustu efnanna er brennisteinsdíoxíð sem veldur súru regni sem mengar jarðveg, ár og vötn • Súrt regn hefur valdið alvarlegri mengun, einkum í Mið-Evrópu og Bandaríkjunum austanverðum Valdimar Stefánsson 2006

  15. Notkun á jarðeldsneyti ógnar umhverfinu • Hækkandi hlutfall koldíoxiðs í loft-hjúpnun er vaxandi vandamál • Stafar fyrst og fremst af brennslu á jarðeldsneyti en einnig af sviðurækt og eyðing skóga • Koldíoxíð er gróðurhúsaloftegund • Gleypir hitageislun frá jörðinni og gerir það að verkum að hitastig við yfirborð jarðar verður hærra Valdimar Stefánsson 2006

  16. Notkun á jarðeldsneyti ógnar umhverfinu • Hlutfall koldíoxíðs í andrúmslofti er mælt í milljónustuhlutum; ppm • Um 1850: < 300 ppm • 1958: 315 ppm • 1997: 365 ppm • 2006: 380 ppm • Frá 1958 hefur magn koldíoxíðs í andrúmslofti aukist um rúm 20% Valdimar Stefánsson 2006

  17. Valdimar Stefánsson 2006

  18. Notkun á jarðeldsneyti ógnar umhverfinu • Einfaldasta skýringin á virkni koldíoxíðs í andrúmslofti er gróðurhúsalíkingin • Samkvæmt henni hagar koldíoxíðið sér eins og glerið í gróðurhúsinu • Sólargeislarnir komast inn um glerið en missa við það orku þannig að þegar þeir endurkastast aftur á glerið á leið sinni út komast þeir ekki í gegn • Þess vegna hitnar í gróðurhúsinu Valdimar Stefánsson 2006

  19. Notkun á jarðeldsneyti ógnar umhverfinu • Í dag hafa langflest ríki heims samþykkt niðurstöður vísindamanna um hnattræna hlýnun • Alþjóðlegt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda var gert í Kyoto í Japan árið 1997 • Samkomulagið felur í sér skuldbindingu flestra iðnríkja um að takmarka hjá sér losun gróðurhúsalofttegunda Valdimar Stefánsson 2006

  20. Olía og kol: vinnsla og flutningur Valdimar Stefánsson 2006

  21. Þynning ósónlagsins • Ósón (O3) er eitt form súrefnis (O2) • Myndast fyrir áhrif sólgeislunar í heiðhvolfinu • Ósónlagið verndar okkur gegn útfjólubláum geislum sólar • CFC-efni (klórflúorkolefni) t. d. freon berast upp í heiðhvolfið og gengur í samband við ósónið og brýtur ósónsameindirnar niður • Við það þynnist ósónlagið og jörðin er ekki eins vel varin gegn útfjólubláum geislum Valdimar Stefánsson 2006

  22. Þynning ósónlagsins • Útfjólubláir geislar sólarinnar valda húðkrabbameini og slík krabbameinstilfelli hafa aukist á suðurhveli jarðar • CFC-efnin valda einnig gróðurhúsaáhrifum • Samkvæmt endurskoðuðum Montreal-sáttmála frá 1992 skuldbinda aðildarríkin sig til að hætta allri notkun CFC-efna • Ísland og önnur Norðurlönd hafa verið í fararbroddi í þessum málum Valdimar Stefánsson 2006

  23. Kjarnorka • Í löndum þar sem lítið er um jarðefnaeldsneyti og vatnsorku, t. d. Frakklandi og Japan, hafa menn snúið sér að kjarnorku • Árið 1995 voru um 7% af seldri raforku í heiminum framleidd í kjarnorkuverum • Þá voru rúmlega 400 kjarnakljúfar starfandi í um 30 löndum • Eldsneyti í kjarnorkuverum er úran og því telst kjarnorka til orkulinda sem ekki endurnýjast Valdimar Stefánsson 2006

  24. Kjarnorka • Mestu úrannámur eru í Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Ástralíu, Níger, Namibíu og Suður-Afríku • Í kjarnorkuverum er kjarnorkan nýtt til að hita vatn og gufan notuð til að framleiða rafmagn • Kjarnorkuverin eru tiltölulega umhverfisvæn ef ekki kemur til óhappa eða bilunar sem leiðir til að geislavirk efni sleppa út í umhverfið Valdimar Stefánsson 2006

  25. Kjarnorka • Stærsta vandamálin eru geislavirku úrgangsefnin sem frá orkuverunum koma og er mikið rannsóknarstarf unnið til að finna leið svo meðhöndla megi úrgangsefnin á öruggan og sjálfbæran hátt • Annað vandamál samfara kjarnorkuvinnslu fellst í því að þjóðir fari að auðga úranið til kjarnorkuvopnaframleiðslu Valdimar Stefánsson 2006

  26. Orkulindir sem endurnýjast • Sólarorka • Vatnsorka • Vindorka • Jarðhiti endurnýjast með takmörkunum • Lífrænt eldsneyti (etanól og metanól) endurnýjast einnig með takmörkunum Valdimar Stefánsson 2006

  27. Sólarorka • Langflestar orkulindir jarðar hafa þegið orku sína frá sólinni, í einni mynd eða annarri (undantekningar: kjarnorka, sjávarfallaorka og jarðvarmi) • Sólarrafhlöður eru enn ekki fjárhagslega samkeppnisfærar við jarðeldsneyti • Sólarrafhlöður til upphitunar eru þó víða komnar í notkun, m. a. í Ástralíu og Japan Valdimar Stefánsson 2006

  28. Vatnsorka • Vatnsorkan er ein mikilvægasta orkulind heimsins í dag • Um 20% af raforkuframleiðslu jarðar er frá vatnsorkuverum • Helmingur virkjanlegrar vatnsorku er í þróunarlöndunum en einungis er búið að nýta 10% hennar þar • Hlutur vatnsorku í heildarorkunotkun heimsins er þó aðeins um 3% í dag Valdimar Stefánsson 2006

  29. Vatnsorka • Gríðarleg orka býr í sjávarfallastraumum en erfiðlega hefur gengið að nýta hana • Á vesturströnd Frakklands, í Kanada og Rússlandi hafa verið byggðar sjávarfallavirkjanir í þröngum sundum þar sem mikill munur er á flóði og fjöru • Hverflar virkjananna eru þannig gerðir að þeir geta snúist í hvora áttina sem er • Helsta vandamálið eru ýmis efni í hafinu sem tæra málminn í hverflunum þannig að skipta þarf ört um hverfla Valdimar Stefánsson 2006

  30. Vindorka • Vindurinn er meðal þeirra orkulinda sem maðurinn hefur nýtt lengi, s. s. til að drífa báta • Vindmillur koma fram síðar til þess að mala korn og dæla vatni • Danmörk er komin lengst allra Evrópuþjóða í að nýta vindinn til raforkuframleiðslu og sjá vindrafstöðvar Dönum fyrir drjúgum hluta þeirra raforku sem þeir þarfnast Valdimar Stefánsson 2006

  31. Jarðhiti • Með jarðhita er átt við orku sem safnast saman og geymist í berggrunninum • Það stafar einkum af eldvirkni þar sem heit bergkvika úr iðrum jarðar hitar upp berggrunninn • Víða er þessi jarðhiti nýttur til húshitunar og raforkuframleiðslu t. d. á Íslandi, í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi Valdimar Stefánsson 2006

  32. Lífrænt eldsneyti • Lífrænt eldsneyti er samheiti á öllum þeim afurðum dýra og plantna sem nýttar eru í þeim tilgangi að vinna úr þeim orku • Mikilvægasta lífræna eldsneytið er eldiviður • Eldiviðarskortur bitnar einkum á fátækustu íbúum þróunarlandanna • Í dag er orkukreppa í þróunarlöndunum vegna eldiviðarskorts og skógeyðing sem fylgir henni er eitt alvarlegasta umhverfisvandamál heimsins Valdimar Stefánsson 2006

  33. Lífrænt eldsneyti • Bílvélar geta gengið fyrir vínanda (metanol og etanol) sem unnin eru úr plöntum • Um allan heim er unnið að tilraunum til að taka upp notkun á vínanda (og einnig jarðgasi, raforku og vetni) í stað bensíns og díselolíu • Í Brasilíu gengur um helmingur einkabíla fyrir hreinum vínanda • Enn er nokkuð í land með að þessir orkugjafar skáki olíunni en á næstu áratugum gæti það breyst Valdimar Stefánsson 2006

More Related