1 / 14

Íslensk málsaga Af máli verður maður kunnur, bls. 21-27

Íslensk málsaga Af máli verður maður kunnur, bls. 21-27. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Af hverju er enska svona áleitin um allan heim?. Ekkert tungumál er talað jafn víða á jarðarkringlunni og enska : Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Nýja-Sjáland

Télécharger la présentation

Íslensk málsaga Af máli verður maður kunnur, bls. 21-27

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslensk málsagaAf máli verður maður kunnur, bls. 21-27 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Af hverju er enska svona áleitin um allan heim? • Ekkert tungumál er talað jafn víða á jarðarkringlunni og enska: • Bretland • Kanada • Bandaríkin • Ástralía • Nýja-Sjáland • Suður-Afríka

  3. Af hverju er enska svona áleitin um allan heim? • U.þ.b. 600 milljónir manna eiga ensku að móðurmáli og vel á annan milljarð manna læra ensku sem fyrsta erlent mál! • Engin tunga hefur mótast af jafn fjölbreytilegum aðstæðum, landslagi og menningu og enska. • Enska hefur því gríðarlega mikinn orðaforða.

  4. Af hverju er enska svona áleitin um allan heim? • Enska málfélagið er útbreiddast allra í heiminum. • Fleiri tala þó mandarín-kínversku. • Enska hefur mikil áhrif og margir óttast að hún útrými allt að helmingi tungumála heimsins á 21. öldinni. • Hvers vegna?

  5. Af hverju er enska svona áleitin um allan heim? • Sjónvarpsefni með ensku tali er ódýrt og aðgengilegt. • Alþjóðleg fjölmiðlun er að mestu leyti á ensku (CNN, SKY, CBS, BBC o.s.frv.) • Meirihluti efnis á Netinu er á ensku. • Helmingur af vísindatímaritum heimsins er á ensku. • Enska er alþjóðatungumál á ýmsum sviðum, s.s. Í viðskiptum, flugsamgöngum og olíuiðnaði. • Sífellt fleiri fyrirtæki og félög starfa um víða veröld og nota ensku í samskiptum sínum ámilli landa. • Sífellt meiri kennsla í æðri menntastofnunum fer fram á ensku (Íslendingar hafa þó haldið sínu striki). • Alþjóðavæðing/hnattvæðing fer fram á ensku.

  6. Esperanto • Tungumál er grundvöllur þjóðerniskenndar. • Blóðugar styrjaldir hafa brotist út milli einstakra þjóða og þjóðarbrota vegna þjóðernisdeilna. • Pólski læknirinn Lazaro Ludvika Zamenhof (1859-1917)réðst í það verkefni að búa til einfalt, alþjóðlegt tungumál svo að þjóðir heims ættu auðveldara með samskipti og hefðu e.t.v. eitthvert sameiningartákn.

  7. Esperanto • Zamenhof gaf árið 1887 út bókina Alþjóðlegt tungumál undir dulnefninu d-ro Esperantó (spænska, þýðir sá sem vonar). • Esperantó er hlutlaust mál í þeim skilningi að það er ekki móðurmál nokkurs manns. • Mállýskur eru ekki til í esperantó. Einungis má greina örlítinn framburðarmun eftir því hvaðan mælandinn kemur! • Zamenhof vonaði að þjóðir heims lærðu að nota tungumálið í samskiptum sín á milli en hver þjóð átti að halda áfram að nota sitt tungumál heima við.

  8. Esperanto - viðbætir • Stofnorð esperantós eru að mestu leyti indóevrópsk, tekin úr helstu Evrópumálunum. • Latneskir orðstofnar eru þó yfirgnæfandi. • Að þvíleytimáteljaesperantóindóevrópsktmál. • Önnur einkenni málsins minna þó meira á viðskeytamálin svonefndu, s.s. finnsk-úgrísku eða tyrknesku málin. • Í esperantó hefur hver máleining (morfem) einnig sjálfstæða merkingu sem minnir á mál eins og kínversku. • Af þessu leiðir að esperantó er mjög alþjóðlegt að allri gerð.

  9. Minnkar veröldin með hverju ári? • Með hverju ári minnkar heimurinn í þeim skilningi að sífellt fleiri lönd verða einn vinnumarkaður með nútímatækni. • Í sumum löndum eru nýbúar svo margir að þeir mynda eigin málfélög meðal heimamanna. • Nútímatækni gerir mönnum einnig kleift að búa að sínu þótt þeir dvelji fjarri heimahögum • Japani á Íslandi getur t.d. horft á japanskar sjónvarpsstöðvar! • Ekkert bendir til annars en að landamæri þjóða opnist æ meira, samgöngur verði greiðari og heimurinn allur eitt markaðssvæði. • Hafa ber í huga að aðeins 13 tungumál eru samskiptatæki 80% heimsins!

  10. Minnkar veröldin með hverju ári? • Tiltölulega fáar sálir tala íslensku miðað við mörg önnur tungumál heimsins. • Samt sem áður hefur íslenska forsendur til að halda áfram að lifa og dafna.

  11. Minnkar veröldin með hverju ári? • Íslendingar eiga miklar bókmenntir bæði að fornu og nýju. Sífellt koma fram nýir höfundar og skrifa bækur sem mikið eru lesnar. • Erlendar bókmenntir eru þýddar á íslensku í miklum mæli og þær auðga málið á margvíslegan hátt. • Íslenska er orðríkt mál og sífellt eru búin til ný orð um alls konar tækninýjungar og aðstæður sem upp koma. • Skólakerfi landsins er traust og allir landsmenn eiga þess kost að njóta menntunar. Fjöldi manns leggur stund á háskólanám. • Sífellt meiri metnaður er lagður í innlendar kvikmyndir og þeim fjölgar hægt og bítandi. • Aldrei hefur íslenskt mál verið notað á jafn fjölbreytilegan hátt og nú. Íslenska er notuð í háþróuðum vísindagreinum, um hvers konar tækni, í auglýsingum þar sem reynir á þanþol tungunnar o.s.frv. • Margir fjölmiðlar leggja rækt við málið og krefjast góðrar þekkingar fréttamanna og annarra starfsmanna á meðferð þess.

  12. Af hverju eigum við að tala íslensku? • Við erum sérstök þjóð af því að við tölum þessa tungu og á henni hvílir mestöll menning okkar. • Okkur farnaðist heldur illa meðan við vorum hluti annars ríkis. Aldrei hafa Íslendingar notið jafn góðra lífskjara og á þjóðveldistímanum. • Dæmin sýna að þær þjóðir sem týna tungu sinni glata líka sjálfsforræði sínu. Ef fullveldi fer forgörðum virðist jafnframt týnast metnaður til að standa á eigin fótum.

  13. Af hverju eigum við að tala íslensku? • Ísland væri ætíð útkjálki í öðru ríki, en sjálfstæð ráðum við málefnum okkar á eigin forsendum. Útkjálkahéruð eru að flestu leyti lakar sett en meginsveitir. • Okkur ber skylda til að varðveita tunguna því að hún er lykill að einstökum menningarafrekum. Týnist málið verður rof í menningarsögunni. Ómetanleg listaverk verða óaðgengileg. • Málið hefur mótast í íslensku samfélagi hverju sinni og tekið mið af landi og loftslagi. • Íslenska útrásin hefur tekist vel enda hafa Íslendingar öfluga sjálfsmynd sem tengist tungumáli þeirra og menningu.

  14. Ísland: fjölþjóðlegt samfélag? • Það er ekkert nýtt að fólk af erlendum uppruna hafi tekið sér bólfestu á Íslandi. Einnig hefur fjöldi Íslendinga sest að í öðrum löndum. • Undanfarið hefur innflytjendum hins vegar fjölgað mjög frá því sem áður var. Við það sjá menn bæði kosti og galla. • Sumir vilja sporna við þróuninni og skylda alla til þess að læra íslensku. • Aðrir benda á að það sé þjóðinni til hagsbóta að hér búi fólk sem talar margvísleg tungumál. • Hvaða stefnu teljið þið að íslensk menntayfirvöld eigi að móta í þessum efnum?

More Related