1 / 50

Staðan og það sem framundan er í efnahagsmálum

Staðan og það sem framundan er í efnahagsmálum. Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og bankamaður. Um frjálshyggju og siðferði. Efnahagur og viðskipti eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur er leiðir að markmiði . Gott mannlíf er markmið, viðskiptalífið á að vera þjónn mannlífsins.

norm
Télécharger la présentation

Staðan og það sem framundan er í efnahagsmálum

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Staðanogþaðsemframundaner í efnahagsmálum Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og bankamaður

  2. Um frjálshyggju og siðferði Efnahagur og viðskipti eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur er leiðir að markmiði. Gott mannlíf er markmið, viðskiptalífið á að vera þjónn mannlífsins. Gildi okkar og stærstu hagsmunir, s.s. velferð og menning, mættu afgangi. Allt siðferði byggist á að til séu dyggðir og lestir, við þurfum að vinna með þessi hugtök.

  3. Um frjálshyggju og siðferði Frelsi er skynsamlegasta og besta leiðin í viðskiptum, enda séu markaðir frjálsir í raun og háðir samkeppni og siðareglum. Ríkið verður að sinna þessu, en hefur ekki gert það. Hér eru varla frjálsir markaðir, fákeppni er allsráðandi og lítill hópur manna hefur ráðskast með okkur í eiginhagsmunaskyni. Frjálshyggjan miðast við viðskipti og viðskiptalíf, en var því miður yfirfærð í stærra samhengi.

  4. Um frjálshyggju og siðferði Stjórnmálamenn okkar hrifust með, misstu dómgreind á þróunina. Lífsreynsla og starfsreynsla er það sem helst getur tryggt dómgreind. Stjórnmálin eru að breytast til hins verra, verða sérgrein. Ungt fólk hlýtur starfsþjálfun inni á Alþingi. Sumir nýliðar virðast ekki átta sig á flækjustiginu og nánast týnast inni á Alþingi. Þetta sýnir að starfsreynsla og lífsreynsla þurfa á ný að vera fengin áður en sóst er eftir þingsæti.

  5. Um frjálshyggju og siðferði Ríkið á að tryggja að ákveðnir hlutir séu gerðir, og stunda eftirlit. Að menn virði t.d. lög og rétt, ógni þ.á.m. ekki almannaheill. Frjálshyggjan hefur haft mikil áhrif, menn hafa dregið úr réttmætum umsvifum ríkisins, og veikt margar mikilvægrar stofnanir. Menntun, menning, heilbrigði og löggæsla eru málaflokkar sem ekki má vanrækja og ekki er unnt að fela markaðnum að annast.

  6. Um frjálshyggju og siðferði Gáleysi stjórnmálamanna í góðærinu var áberandi, oftrú á lögmál markaðarins og þau sett í of vítt samhengi. Menn unnu ekki eftir réttum leiðum. Áföll og hagsveiflur eiga ekki að vera stóráföll, aðeins úrlausnarefni. Þeir sem léku mikilvægustu hlutverkin njóta ekki lengur trausts. Persónur skipta ekki máli, þeir sem gegndu stöðum axli ábyrgð. Ójöfnuður hefur aukist og valdaójafnvægi ríkti. Fáir auðmenn réðu för, náðu völdum af hinum réttkjörnu.

  7. Um frjálshyggju og siðferði Menntun er veitt sem samfélagsþjónusta, þeir sem þiggja hana eiga að vera skuldbundnir samfélaginu og eiga að taka ábyrgð, vera ábyrgir. Eiginhagsmunasemi réð samt för, hver sá aðeins um sig. Gengur ekki upp, það er ekki meirihluti fyrir slíku samfélagi.

  8. Um frjálshyggju og siðferði Samþjöppun auðs er hagrænt vandamál. Við þurfum að efla jöfnuð og jafnræði á öllum sviðum, endurvekja gamlar og góðar hugmyndir. Þurfum að leggja rækt við gamlar hefðir, söguna og landið, endurnýja okkur á þessu sviði. Við þurfum að endurreisa hugmyndafræði okkar á nýjan hátt. Tryggja að hlutirnir fari ekki aftur í sama farið.

  9. Um frjálshyggju og siðferði Hugsunarhátturinn sem var, frjálshyggjan, leiddi ekki til þess sem við viljum, ... við leitum því að öðru menningarlegra, manneskjulegra, siðferðilegra góðæri. Setjum hugmyndir um velferð og farsæld í öndvegi, þar á meðal í hagstjórn.

  10. Staðan í efnahagsmálum Ríkissjóður var ekki rekinn með nægum afgangi í góðærinu, þess vegna þarf að skera niður núna. Hann á að safna til mögru áranna í góðærinu og ekki að þurfa að skera svona mikið niður og auka með því á kreppuna. Skuldirnar eru nú tvöföld þjóðarframleiðslan. Erfitt, nema nýtt góðæri komi. Það kemur, en seinna en við viljum.

  11. Staðan í efnahagsmálum Efnahagsástandið er enn að versna í veröldinni, eignaverð er að lækka og þar með eftirspurn almennings. Fiskverð gefur eftir. Hugsanlegt er að forsendur þjóðhagsáætlunar og fjárlaga bresti.

  12. Staðan í efnahagsmálum Við sjáum nú kosti þess að vera með krónuna, snögg gengisaðlögun heldur okkur á mottunni í einkaneyslu, kominn er jákvæður viðskiptajöfnuður. Í augna-blikinu er landið sjálfu sér nógt. Smærri ESB ríkin, ríkin á jaðrinum, kveljast vegna þess að þróun evrunnar tekur ekkert tillit til þarfa þeirra, þar er engin gengisaðlögun, hún miðast við stóru hagkerfin í miðjunni. Lærum af þessu, förum vel með krónuna !

  13. Staðan í efnahagsmálum Allir bankar heimsins reyna nú að vernda eiginfjárhlutfall sitt með því að lána ekki, allir nauðhemla á sama tíma, stútfullir af lausafé. Þjóðfélag án lánsfjármiðlunar getur ekkert framkvæmt. Þetta er vandamál um allan heim á sama tíma og er stór hluti af kreppunni. Atvinnuástandið fer hratt versnandi.

  14. Staðan í efnahagsmálum Lífeyrissjóðirnir tryggja nýmyndun sparnaðar og byggja þar með undir fjárhagslegt sjálfstæði landsins. Ríkisgjaldþrot er varla í spilunum. Þjóðargjald-þrot er ekki til sem hagfræðihugtak. Eignarrétturinn er sterkur, fasteignir og lóðir (land) eru verðmæti sem ekki verða tekin af fólki sem ekki skuldar.

  15. Staðan í efnahagsmálum Fasteignabólur, hlutabréfabólur, hrávörubólur, lánabólur, skuldabréfabólur, og vogunarsjóða-bólur springa nú samtímis um allan heim, í keðjuverkun eins og púðurkerlingar. Kvótabólan íslenska er að springa.

  16. Staðan í efnahagsmálum Frekari lækkun eignaverðs er helsta hættan hér heima eins og í veröldinni. Nýju bankarnir gætu farið aftur á hausinn. Spái því samt ekki. Enn er ekki búið að yfirfæra eignir í nýju bankana, enn er unnt að koma raunhæfu mati að.

  17. Staðan í efnahagsmálum Nafnvextir (óverðtryggðra liða) verða áfram háir en stýrivextir byrja að lækka í vor og lækka jafnt og þétt út árið með lækkandi verðbólgu. Raunvextir munu fara hækkandi vegna lánsfjárskorts og verða í sögulegu hámarki á næstu misserum og árum.

  18. Staðan í efnahagsmálum Hugsanlegt er að Kreppan verði lík þeirri sem Japan glímdi við eftir að bólurnar sprungu þar um 1990 en hún fól í sér vítahring samdráttar og verðhjöðnunar. Við slík skilyrði borgar sig fyrir alla að fresta framkvæmdum, sem læsir samdráttinn inni. Heimskreppa af því tagi hófst 1859 og stóð í nær 20 ár.

  19. Staðan í efnahagsmálum Innlán eru ekki í bráðri hættu. Þau eru helsta uppspretta lánsfjár, auk lífeyris-sjóðanna, þar sem erlend lán fást ekki. Við getum ekki verið án sparifjáreigenda og innlána þeirra.

  20. Staðan í efnahagsmálum Stjórnvöld þurfa að meta stöðuna og bregðast við Verði það ekki gert með skipulögðum og skilvirkum hætti kann að fara mjög illa Gera leiðtogar okkar sér ekki grein fyrir alvöru málsins ? ,,Ákvarðanastol“ virðist vera vandamál

  21. Hvað er framundan ? Gerir fólk sér grein fyrir því í hvaða stöðu við erum komin ? Það er tálsýn að halda að vandinn verði skamm-vinnur, kreppan verður löng og ströng. Í gamalli táknmálsfrásögn Biblíunnar um draum Faraós táknuðu horuðu kýrnar sjö jafnmörg erfið ár. Þær átu feitu kýrnar, sem táknuðu góðærið. Góðærið er oft nálægt sjö ár, heimskreppur líka.

  22. Hvað er framundan ? Ekki trúa fagurgala og loforðum stjórnmála-manna. Ekkert verður gert sérstaklega fyrir þá sem skulda t.d. myntkörfulán. Íbúðarhúsnæði landsmanna er ein varanlegasta eign þjóðarinnar, með verðtryggðum veðlánum hefur fjármálakerfið akkerisfestu í þessum eignum. Ekki er unnt að sleppa þessari akkerisfestu

  23. Hvað er framundan ? Ekki verður hróflað við verðtryggingu. Hún hindrar eignatilfærslu frá eldra fólki og einnig óhóflega seðlaprentun þar sem henni yrði óðara velt út í verðlagið. Við getum ekki gengið í sjóði sparifjáreigenda, þeir eru ein mikilvægasta uppspretta lánsfjár í landinu. Óhætt er að þrengja að notkun verðtryggingar með því að áskilja að lánstími skuli vera minnst t.d. 7 ár og að vextir skuli vera fastir.

  24. Hvað er framundan ? Raunvextir geta hækkað í 8-9% á sparifé, 11-12% á lánsfé. Gríðarlega háir raunvextir eru framundan, endurskoðun vaxta húsnæðislána banka í haust og áfram er áhyggjuefni. Hugsanlegt er að ekki sé rétti tíminn til að áskilja að vextir verðtryggðra lána skuli vera fastir, nema miðað verði við upphafsvextina.

  25. Hvað er framundan ? Lífeyrissjóðir munu skerða bótagreiðslur, etv. um 25-30% á næstu tveimur árum. Almennar launalækkanir og/eða skerðing starfshlutfalla ? Ef verðhjöðnun gerir vart við sig þarf þó líklega að banna launalækkanir, etv. um allan heim.

  26. Hvað er framundan ? Þúsundir íslenskra fyrirtækja stefna í gjaldþrot á næstu tveimur árum. Tugþúsundir einstaklinga verða gjaldþrota og eignalausir. Atvinnuleysi eykst til muna á næstu vikum og mánuðum. Þjóðin skiptist meira og meira í tvo hópa, eignalausa og eignafólk.

  27. Hvað er framundan ? Eignatilfærslur hafa verið stórfelldar Þjóðfélagið verður ekki það sama, þegar upp er staðið. Nýja Ísland verður ekki jafn huggulegur staður að búa á og áður. Félagslegur óróleiki og átök eru framundan.

  28. Getum við unnið úr þessu ? Efnahagsþróunin í veröldinni ræður mestu: Tryggja þarf Alþjóðagjaldeyrissjóðnum aðgengi að lánsfé frá öllum löndum sem eru með jákvæðan viðskiptajöfnuð og lága skuldastöðu, til að miðla áfram til þeirra landa sem eru með halla, gegn eðlilegum skilmálum.

  29. Getum við unnið úr þessu ? Efnahagsþróunin í veröldinni ræður mestu: Nýjar alþjóðlegar reglur vantar um ríkisfjármál og stjórn peningamála. Frjálshyggja á ekki erindi í hagstjórn. Hagstjórn þarf framvegis að taka mið af þróun eignaverðs (verðbólum) og samþjöppun auðs. Skattlagning hátekna og stóreigna verði helstu liðir í samstilltu alþjóðlegu átaki gegn auðokun.

  30. Getum við unnið úr þessu ? Efnahagsþróunin í veröldinni ræður mestu: Stjórnvöld hvarvetna þurfa að veita bein lán til fyrirtækja, gegn lögbundnum veðleyfum (lögveðum) fram fyrir lán banka sem ekki lána. Lönd sem vel standa þurfa að auka opinberar framkvæmdir

  31. Getum við unnið úr þessu ? Efnahagsþróunin í veröldinni ræður mestu: Stemma þarf stigu við nauðungaruppboðum Gera fólki þess í stað kleift að setja eignir sínar inn í búseturéttarfélög og fasteignaleigufélög með aðkomu banka og sveitarfélaga. Fólkið fái kauprétt að íbúðunum.

  32. Getum við unnið úr þessu ? Efnahagsþróunin í veröldinni ræður mestu: Samræma þarf innlánatryggingar um víða veröld svo hafið sé yfir vafa að innlán séu hvarvetna trygg. Um leið ætti að lækka kröfur um eiginfjárhlutföll banka tímabundið. Seðlabankar þurfa að lækka vexti áfram og veita lausafé til banka sem þora að lána

  33. Getum við unnið úr þessu ? Efnahagsþróunin í veröldinni ræður mestu: Samstillt alþjóðlegt átak við endurnýjun regluverks og siðferðis á fjármálamörkuðum.

  34. Getum við unnið úr þessu ? Látum skynsemina ráða ! Óhjákvæmilegt er að hækka skatta. Notum breiða og fjölbreytta skattstofna. Hinir tekju- og efnameiri þurfa að borga. Þeir sem fóru varlega og ollu ekki tjóninu ! Mikilvægt er að leggja ekki þyngri byrðar á fólk og fyrirtæki en unnt er að komast af með.

  35. Getum við unnið úr þessu ? Látum skynsemina ráða ! Eignarskattur hefur verið lagður af og erfðafjár-skattur lækkaður niður í næstum ekkert. Er eftirsjón að eignarskatti? Erfiður skattstofn og óvinsæll. Var kallaður ,,ekknaskattur“. Noregur er með eignarskatt, samt eru ekkjur þar. Eignarskattur vinnur stöðugt gegn auðokun. Sama er að segja um erfðafjárskattinn. Tímabundinn eignarskattur er skynsamlegur.

  36. Getum við unnið úr þessu ? Látum skynsemina ráða ! Verjum undirstöðuatvinnuvegi og fyrirtæki áföllum með því að Seðlabankanum verðið veitt heimildir til að lána þeim og fái lögveð fyrir framan lán annarra. Tryggja þarf matvælaöryggi landsins, innflutningur á landbúnaðarvörum er mikilvægur til að halda framfærslukostnaði niðri, en ekki má ganga svo langt að framleiðslugeta landbúnaðarins og vinnslustöðva hans verði sett í hættu.

  37. Getum við unnið úr þessu ? Látum skynsemina ráða ! Eflum búseturéttarfélög og fasteignaleigufélög, með aðkomu banka og sveitarfélaga. Fólkið fái endurkaupsrétt að íbúðunum. Skapað verði samkeppnisumhverfi á þessu sviði með því að fólk geti framselt kauprétt sinn og fært sig milli félaga, fáist hagstæðara boð þar síðar.

  38. Getum við unnið úr þessu ? Látum skynsemina ráða ! Höldum forystu í grænni og endurnýjanlegri orku, veröldin öll þarf hana. Til þess verðum við að halda áfram að virkja. Skilgreinum fleiri ósnertanleg svæði, þjóðgarða, til framtíðar. Leyfum síðan framkvæmdir og virkjanir annars staðar, komi á annað borð upp tækifæri til slíks.

  39. Sjávarútvegurinn er undirstaðan Látum skynsemina ráða ! Framseljanlegar aflaheimildir hafa leitt til hagræðingar og samruna. Hagræðingin var grundvöllur sterkrar krónu. Almenningur naut þess, þetta voru góð ár. Óleystur siðferðisvandi er fólginn í gróða þeirra sem hætta rekstri. Ef menn hefðu ekki getað yfirgefið greinina og hesthúsað gróða hefði umræðan verið önnur. Sjávarútvegurinn hefur margar hliðar, kvótinn er aðeins ein þeirra.

  40. Sjávarútvegurinn er undirstaðan Látum skynsemina ráða ! Sjávarútvegsfyrirtækin afla gjaldeyrisins og tryggja nú sjálfstæði landsins, ásamt lífeyris-sjóðunum. Fjalla verður af ábyrgð um þennan undirstöðuatvinnuveg landsins. Fiskibyggðirnar eru þegar byrjaðar að skapa atvinnu, á meðan þarf að SV-hornið jafna sig. Við misstum engan mann í hafið árið 2008. Veigamikil rök gegn smábátum hafa fallið.

  41. Sjávarútvegurinn er undirstaðan Látum skynsemina ráða ! Olían hefur verið dýr að undanförnu, innkaup hennar eru álag á gjaldeyrisforða landsins. Olíunotkun á hvert kíló fisks sem veiddur er á kyrrstæð veiðarfæri er aðeins um fjórðungur þess sem er á dregin veiðarfæri. Sjávarútvegurinn bindur mikinn útblásturskvóta (Kyoto), einkum með veiðum í troll.

  42. Sjávarútvegurinn er undirstaðan Látum skynsemina ráða ! Fiskveiðar okkar hafa verið fjármagnsfrekar hátækniveiðar. Ekki munu fást erlend lán á næstu árum. Munu framleiðslutækin úreldast í kreppunni eða munum við aðlaga okkur ? Minni notkun fjármagns á tímum þegar erfitt verður að afla lánsfjár verður lykilatriði.

  43. Sjávarútvegurinn er undirstaðan Látum skynsemina ráða ! Tillaga um breytingu á reglunni um að 12 mílna línan umhverfis landið loki strandsvæðum, auk flóa og fjarða, fyrir togveiðum. Stærri ,,strandhelgi“. Hugmyndin er sú að byggðir landsins fái aukna strandhelgi fyrir kyrrstæð veiðarfæri. Togveiðar þoki utar í þekktum og varfærnum skrefum. Sjávarútvegsfyrirtækin fái að vita stefnuna og byrji strax að aðlaga sig þessu.

  44. Sjávarútvegurinn er undirstaðan Látum skynsemina ráða ! Við eigum einn besta smábátasmíðaiðnað veraldar-innar og getum sjálf endurnýjað framleiðslutækin á hagkvæman hátt. Ísland væri um leið að skapa venju, etv. lögbundna eða jafnvel stjórnarskrárbundna reglu, um strandhelgi sem ESB verði að viðurkenna, ef við gerumst aðilar. Hver á hlutabréfin í fyrirtækjunum sem stunda strandveiðarnar skiptir ekki öllu máli.

  45. Auðokun er hagrænt vandamál • Kreppur verða á ca. 70 ára fresti • Undanfari þeirra er jafnan • samþjöppun auðs, • háir raunvextir, • verðbólur • og yfirtökuæði • Græðgi mannsins er arftekin, - og minnið ekki gott.

  46. Auðokun er hagrænt vandamál • Samþjöppun auðs leiðir til félagsleg óróa, jafnvel uppreisna og stöku sinnum byltinga ... • ... og síður en svo til friðar og framfara • Franska byltingin • Rússneska byltingin • Valdataka nasista í Þýskalandi • Íranska byltingin • Undanfari djúpra efnahagslægða er undantekningarlaust samþjöppun auðs

  47. Auðokun er hagrænt vandamál Ríkjandi stefnur í hagstjórn láta allar auðokun eiga sér stað: • Handstýringarstefnan (Keynes) • Afskiptaleysisstefnan (Friedman) • Reykjanomics (Reaganomics) Samþjöppun auðs er alltaf undanfari kreppu. • Eftirspurnarbrestur neytenda • Spákaupmennska, verðbólur, yfirtökuæði, eignatilfærslur

  48. Siðbót í bankastarfsemi Nokkur atriði sem þarf að taka á varðandi bankareglur: • Eigendur banka þurfa að vera alvöru fjárfestar • Ekki spákaupmenn eða féflettar. Hverjir kaupa næst ? • Eigendur mega ekki vera jafnframt stærstu skuldarar • Varast að farið sé á svig við reglur • Spákaupmennska er ekki verkefni banka • Bannað verði að fjármagna sig stutt og lána langt • Afleiðuviðskipti á eingöngu að nota til að eyða áhættu • Lán til hlutabréfakaupa þurfa að vera gegn traustu fasteignaveði

  49. Siðbót í bankastarfsemi • Eigið fé fyrirtækja má ekki vera lánsfé í raun • Kross-eignartengsl fjárfestingarfélaga sem ,,gíruð” eru upp • Stjórnarmenn banka þurfa að vera ábyrgir menn • Siðblindir eru um 1% af hverri þjóð en 3-5% í viðskiptalífinu • Stjórnendur þurfa að vera á rétt hvetjandi launum • Setja þarf reglur og hafa eftirlit með umbun til stjórnenda

  50. Takk ! Spurningar ?

More Related