1 / 13

Kalda stríðið, þjóðfrelsisbarátta, Víetnam, Austurlönd nær

Kalda stríðið, þjóðfrelsisbarátta, Víetnam, Austurlönd nær. 7. kafli. Kalda stríðið 1945-1991.

nova
Télécharger la présentation

Kalda stríðið, þjóðfrelsisbarátta, Víetnam, Austurlönd nær

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kalda stríðið, þjóðfrelsisbarátta, Víetnam, Austurlönd nær 7. kafli Nútíminn 1900-2008

  2. Kalda stríðið1945-1991 • Tímabilið eftir seinni heimsstyrjöld hefur verið kallað kalda stríðiðvegna þess að það einkenndist af spennuástandi milli tveggja risavelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna (Rússlands)sem kepptu um áhrif og völd í heiminum. • Bandaríkin: • Lýðræði. • Opið kapítalískt hagkerfimeð eðli markaðarins um framboð og eftirspurn. • Frjálshyggja með það að markmiði að skattar eigi að vera lágir og þegnarnir borgi sjálfir sína menntun og heilbrigðisþjónustu. • Einkaframtakið í hávegum haft. • Hægrisinnuðstjórnmálmeð sterkum ítökum auðhringa og pólitískra þrýstihópa. • Bræðingur margra evrópskra þjóðernishópasem ráða ferðinni. • Sundurleit einstaklingshyggjuþjóðsem þarf sífellt að sameinast um óvin til að stríða við til að gleyma eigin vandamálum. • Sovétríkin (Rússland): • Einræði Kommúnistaflokksins– aðrir flokkar bannaðir. • Kommúnískt miðstýrt hagkerfiþar sem framboði og eftirspurn var stjórnað af ríkinu. • Ríkið sá um allar þarfir einstaklinganna, s.s. menntun, heilbrigði og starf. • Einkaframtak óþarft, hagsmunir heildarinnar réðu hér mestu. • Þjóðernishyggja með blöndu af ofsóknaræði– öðrum þjóðum raðað upp í kringum aðalþjóðina, Rússa, sem varnarvirkjum og tjónaþolum í átökum og stríði. 7 Nútíminn 1900-2008

  3. Kalda stríðið1945-1991 Andstæðar fylkingar um 1960 7 Nútíminn 1900-2008

  4. Kalda stríðið1945-1991 Andstæðar fylkingar um 1980 7 Nútíminn 1900-2008

  5. Kalda stríðið1945-1991 Taflan hér til vinstri sýnir þróun og fjölgun kjarnorkuvopna-birgða stórveldanna tveggja, BNA og SR. Hér eru ekki taldar með tölur frá Bretum og Frökkum yfir þeirra kjarnavopn. 7 Nútíminn 1900-2008

  6. Kalda stríðið1945-1991 • Sameinuðu þjóðirnar: • Stofnaðar 1945 í þeim tilgangi að varðveita heimsfriðinn og leysa deilur. • Innan þess myndað Öryggisráðsigurvegaranna sex úr Seinni heimsstyrjöld, Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland, Frakklandog Kína – voru einskonar ríkisstjórn með neitunarvald á athafnir og ályktanir SÞ. • Aðalstöðvar SÞ eru í New York í Bandaríkjunum. • Örlög Þýskalands – tákn Kalda stríðsins: • Fyrstu áratugina eftir Seinna stríð var Þýskaland hernámslandBandaríkjamanna, Breta, Frakka og Sovétmanna – Berlín var líka skipt upp á milli sigurvegaranna. • Þjóðernishreinsanir: Eftir stríð höfðu milljónir Þjóðverja verið fluttar nauðugar frá landsvæðum austurhéraðanna til að endurskapa þjóðerniskort Austur-Evrópu á þann hátt sem Stalín líkaði. • Sömuleiðis voru milljónir Pólverja neyddir burt úr austurhéruðum vestur á bóginn. • Þýskalandi var að lokum skipt í tvö ríki: • Vestur-Þýskaland með lýðræði, kapítalískan efnahag og NATO-aðild • Austur-Þýskaland með einræði kommúnista og efnahag og Varsjárbandalagsaðild. Byggðir fólks sem talaði germönsk tungumál í Mið-Evrópu um árið 1940. 7 Nútíminn 1900-2008

  7. Kalda stríðið1945-1991 Atlantshafsbandalagið (NATO) • Hvert risaveldi um sig safnaði í kringum sig vinveittum ríkjum og myndaði hernaðarbandalag þar sem þau sóru að koma hvert öðru til aðstoðar ef á eitt þeirra yrði ráðist. • Atlantshafsbandalagið – NATO(North Atlantic Treaty Organization) • Stofnað 1949á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins af ótta við hernaðarstyrk Sovétríkjanna. • Harðar deilur urðu á Íslandi hvort ganga ætti í bandalagið og óeirðir urðu fyrir utan Alþingi 30. mars 1949 þegar atkvæðagreiðsla um aðildina fór fram. • Aðilar: Bandaríkin, Kanada, Bretland, Ísland, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Noregur, Danmörk, Belgía, Holland, Spánn, Portúgal, Ítalía, Grikkland, Tyrkland. • Varsjárbandalagið: • Stofnað í Varsjá 1955 af alþýðulýðveldunum (kommúnistaríkjunum) • Ætlað sem andsvar við Atlantshafsbandalagið og inngöngu Vestur-Þjóðverja í það. • Formlega leyst upp 1991. • Aðilar: Sovétríkin, Pólland, Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Albanía. Varsjárbandalagið 7 Nútíminn 1900-2008

  8. Kalda stríðið1945-1991 • Í frægri ræðu 5. mars 1946talaði Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, um að járntjaldværi að skipta Evrópu í tvennt. • Er þessi fræga ræða Churchills af mörkum talin vera táknræn fyrir upphaf Kalda stríðsins. • Í framhaldi af þessari ræðu hefur ætíð síðan verið vísað til markanna á milli Vesturlanda og Austantjaldslandanna sem skipti Evrópu í tvennt, sem einskonar járntjalds, víggirt svæði, markalína ríkja með tvenn ólík pólitísk og efnahagsleg samfélagsform. 7 Nútíminn 1900-2008

  9. Kalda stríðið - Kóreustríðið1945-1991 • Kóreustríðið: • Árið 1950 réðust hersveitir Norður-Kóreu, sem vorukommúnistar vinveittir Rússum, inn í Suður-Kóreu semvar vinveitt Bandaríkjamönnum sem kom SK til hjálpar. • Hernaðurinn var einkar grimmúðlegur og blönduðustKínverjar beint inn í átökin með Norður-Kóreubúum ogmargar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna meðSuður-Kóreu, sérstaklega þær sem voru hliðhollar BNA. • Árið 1953 var loks samið um vopnahlé og var vígstaðanþá lítt breytt frá því fyrir 1950. • Dánir og særðir: 1,2-1,6 milljónir NK & Kína.– 500.000 SK & SÞ. • Í dag standa milljónir hermanna við vopnahléslínuna tilbúnir aðberjast á ný. • Norður-Kórea er í dag eitt lokaðasta og kúgaðasta land veraldar. 7 Nútíminn 1900-2008

  10. Kalda stríðið-Kúbudeilan1945-1991 Nikita Khrushchev, aðalritari Sovétríkjanna • Kúbudeilan: • Árið 1959komst Fidel Kastrótil valda á Kúbu eftir harða skæruliðabaráttu þar sem spillt harðstjórn vinveitt BNA hafði verið við völd. • Kastró tók upp vinsamleg samskipti við Sovétríkinþar sem hann var hliðhollur hugmyndakerfi kommúnista. • Árið 1962 reistu Sovétmenn skotpalla fyrir kjarnorkuflaugará Kúbu. • Því mótmæltu Bandaríkjamennharðlega og settu hafnbann á Kúbu. • Magnaðist spennan svo mjög að nær komst heimurinn ekki Þriðju heimsstyrjöldinni. • Sovétmenn gáfu að lokum eftir og fjarlægðu skotpalla sína á Kúbu og Bandaríkjamenn sína í Tyrklandi. John F. Kennedy, forseti BNA 7 Nútíminn 1900-2008

  11. Kalda stríðið-Friðarhreyfingar1945-1991 • Friðarhreyfingar: • Eftir Kúbudeiluna fengu friðarhreyfingar byr í seglin. • Almenningi hryllti við brjálæði vígbúnaðar-kapphlaupsins og þeirri staðreynd að árið 1965 var hægt að sprengja þessa plánetu okkar í loft upp ótal sinnum með kjarnorkusprengjum. • Vinstrihreyfingarvoru í fararbroddi mótmælendanna. • Frá þessum hreyfingum spruttu síðar margvíslegar aðrar hreyfingar sem börðust fyrir dýraverndun, náttúruvernd, osvfr. • Margir frægir listamenn (Bítlarnir, t.d.) voru áberandi í friðarhreyfingunni. • Hippar kölluðust þeir sem vildu lifa sínu lífi eftir hugsjónum friðarsinnanna. Let’s give peace a chance! Make love, not war! 7 Nútíminn 1900-2008

  12. Kalda stríðið-Víetnam1945-1991 • Víetnamstríðið: • Árin 1965-1973 háðu Bandaríkjamenn stríð við kommúnistastjórn Norður-Víetnam og skæruliða í Suður-Víetnam. • BNA unnu allar orrustur en hugrekki og þrjóska Víetnama vann samt á endanum stríðið. • BNA sneru almenningi í Víetnam – og reyndar heiminum öllum - gegn sér með tillitsleysiog skeytingarleysi fyrir lífi almennra borgara. Úr myndinni Full Metal Jacket 7 Nútíminn 1900-2008

  13. Kalda stríðið1945-1991 • Kalda stríðið einkenndist oft af miklum öfgum. • Mikil ódæðivoru framin af risaveldunum íbaráttunni um völd og áhrif. • Hundruðir þúsunda manna voru myrtir og pyntaðiraf leppstjórnum risaveldanna, verst var ástandið íRómönsku Ameríkuþar sem einræðisherrar ogherstjórnir vinveittir BNA bældu af hörku niður allamótstöðu og framþróun í álfunni. • Árið 1987 hefur Mikhail Gorbachev, nýr aðalritari Sovétríkjanna, glasnostog perestroijku sem þýðir opnara samfélag og endurbætur á þeirri stöðnun sem ríkti í Sovétríkjunum. • Sovétríkin voru hins vegar of langt leidd og eftir töluverð átök innanlands líða Sovétríkin undir lok í desember 1991. • Er þá talið að Kalda stríðinu ljúki formlega séð. • Sumir hafa reyndar bent á það í hálfkæringi að réttur aðili hafi tapað Kalda stríðinu en rangur aðili unnið það. • Eftir það urðu Bandaríkin að ofurveldi, miklu stærra og ríkara en nokkurt annað ríki hér á jörð. Berlínarmúrinn 7 Nútíminn 1900-2008

More Related