1 / 30

Fjárfesting og fjármögnun í sjávarútvegi

Fjárfesting og fjármögnun í sjávarútvegi. Málstofa hagfræðisviðs Mánudaginn 19. Mars 2001 Ólafur Örn Klemensson. Efnistök. Fjármunamyndun sjávarútvegs 1990-99 Fastafjármunir sjávarútvegsfyrirtækja 1990-98 Arðsemi og framleiðni fjármuna Skuldir sjávarútvegs og þróun fjármunamyndunar

oki
Télécharger la présentation

Fjárfesting og fjármögnun í sjávarútvegi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fjárfesting og fjármögnun í sjávarútvegi Málstofa hagfræðisviðs Mánudaginn 19. Mars 2001 Ólafur Örn Klemensson

  2. Efnistök • Fjármunamyndun sjávarútvegs 1990-99 • Fastafjármunir sjávarútvegsfyrirtækja 1990-98 • Arðsemi og framleiðni fjármuna • Skuldir sjávarútvegs og þróun fjármunamyndunar • Fjármunamyndun og fjármögnun • Fjármunir, fjárfestingar og fjármögnun skráðra sjávarútvegsfyrirtækja 1995-99 • Samanburður á skráðum fyrirtækjum og sjávarútvegsfyrirtækjum í heild • Niðurstöður

  3. Af hverju fjárfestingar og fjármögnun sjávarútvegs • Mikil skuldaaukning á seinustu árum, sérstaklega frá 1995 • Skuldaaukning meiri en fjármunamyndun • Rennur fjármagn úr greininni? • sjá mynd af skuldum

  4. Skuldir og fjármunamyndun • Mjög lítill stígandi í skuldum fyrri hluta 10 . áratugarins (12% aukning) • Viðsnúningur 1995 • Mikil hækkun skulda á síðari hluta 10. áratugar (60% aukning) • Fjármunaeign meiri en skuldir allt til 1997 • Skuldir tæplega fimmtungi hærri en fjármunaeign í lok árs 1999 • Mynd skuldir sjávarútvegs og fjármunaeign

  5. Fjármunamyndun á föstu verðlagi • Nærri tvöföldun í fjármunamyndun milli 1990 og 2000 • Leitnilínan áberandi upp á við frá 1995 • Fjármunamyndun í fiskiðnaði mun jafnari milli ára en í fiskveiðum • Sveiflur milli ára mjög miklar • Hlutdeild sjávarútvegs í fjárfestingum í tölvutækni metin út frá hlutdeild í VLF • Mynd 4. Fjármunamyndun í sjávarútvegi á föstu verði

  6. Hlutdeild sjávarútvegs í heildarfjármunamyndun • Miklar sveiflur-milli 6% og 12% af heildarfjárfjármunamyndun • Ath. hlutdeild sjávarútvegs í VLF dregst stöðugt saman • Að meðaltali er hlutdeild sjávarútvegs í fjámunamyndun rúmlega 8% • Hlutdeildin að jafnaði mjög stöðug • Enginn munur milli fyrri hluta 10. áratugar og seinni hluta • Að tiltölu við vægi sjávarútvegs í VLF eykst fjármunamyndun í sjávarútvegi frá 1995 • Hlutdeild sjávarútvegs í fjármunaeign fyrirtækja mjög jöfn eða milli 17-18% árin 1990-99

  7. Hlutfallsleg skipting fastafjármuna • Grundvallarbreyting hefur orðið í samsetningu fastafjármuna • Breytingin verður um 1994-95 • Rekstrarfjármunir (skip, tæki, fasteignir) lækka úr 85% af fastafjármnum 1990 í 70% 1998 • Hlutfall “annarra eigna” (aðalalega aflaheimildir) og áhættufjármuna (aðalalega hlutabréfaeign) hækkar úr 14% 1990 í 29% 1998 • Mun hraðari aukning í “öðrum eignum” eða úr 3% 1990 í 16% 1998 • Hér segir til sín markaðsvæðing sjávarútvegsfyrirtækja, hagræðing og áhrif kvótakerfisins, uppkaup og yfirtökur • Mynd 5

  8. Arðsemi eigna og fjármunaliða • Virkni eigna og eignaliða til að skapa tekjur hefur hraðminnkað á seinustu árum • M.ö.o. fjármunir aukast hraðar en tekjur • Hér virðist samsetning fjármuna hafa áhrif • Fleiri þættir koma til, sérstaklega samdráttur í aflaheimildum • Virkni rekstrarfjármuna til að skapa tekjur minnkar minna en virkni fastafjármuna til tekjumyndunnar • Hjá skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum er virkni fjármuna verulega lakari en hjá sjávarútvegi í heild • Framleiðni fjármuna langt frá því að vera góð og fer minnkandi • Mynd 7

  9. Skuldir og þróun fjármunamyndunar • Kaflaskil verða 1995-96 • Lántökur lækka um 17 ma. kr. 1990-94 en aukast um 63 ma.kr. frá 1995-2000 • Fjármunamyndun 1990-94 var 32 ma.kr. en 61 ma.kr. 1995-2000 • Skuldir sjávarútvegs rúmlega 170 ma.kr. um seinustu áramót • Svo virðist sem grundvallarbreyting hafi orðið í fjárfestingahegðun og fjármögnunarstefnu sjávarútvegsins á seinustu 5 árum • Mynd 8.

  10. Fjármunamyndun og fjármögnun • Fjármunamyndun 1990-2000 var 92 ma.kr. • 32 ma.kr. 1990-94 en 62 ma.kr. 1995-2000 • Ný lán -17 ma. kr. 1990-94 en +63 ma.kr. 1995-2000 • Gert er ráð fyrir að helmingur framlegðar (hagnaður fyrir afskriftir) fari til fjárfestinga • Fjármunamyndun og ný lán+1/2 framlegðar haldast nokkurn veginn í hendur 1990-94 • En frá 1995 er þessi fjármögnun fjármunamyndunar u.þ.b. helmingi hærri en fjármunamyndun

  11. Framhald.... • Mismunur á þjóðshagslegri fjármunamyndun og nýjum lánum+innri fjármögnun úr rekstri skýrist af tvennu: • 1. EF eykst sem hlutfall af heildarfjármagni • 2. Fjárfestingar í varanlegum veiðiheimildum og áhættufjármunum koma ekki fram í þjóðhagslegri fjármunamyndun þar sem um er að ræða viðskipti innan greinarinnar að mestu leyti • M.ö.o. hluti af fjármögnun hefur farið í að borga menn út úr greininni gegnum samruna og yfirtöku og til kaupa á varanlegum aflaheimildum • Þetta er skýr vísbending um hagræðingu og samþjöppun í greininni

  12. Fjárfestingahreyfingar skráðra sjávarútvegsfyrirtækja 1995-99 • Bestu heimildirnar um fjárfestingar og fjármögnun í sjávarútvegi eru í ársreikningum skráðra fyrirtækja • 20 fyrirtæki með um 45% af heildarveltu • Um 40% brúttófjárfestinga í skip • Rúmlega 1/3 í áhættufjármuni og veiðiheimildir • Um fimmtungur í vélar, tæki og búnað • Skipting fastafjármuna er þ.s.n. sú sama hjá skráðum fyrirtækjum og hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í heild • Aðeins munar í hlutdeild aflaheimilda sem er hærri hjá skráðum fyrirtækjum

  13. Framhald... • Ef fjárfestingar í rekstrarfjámunum og óefnilegum eignum eru greindar..... • Fiskiskip með 45% • Vélar og tæki með 24% • Fjárfestingar í aflakvótum 21% • Fasteignir og aðrar eignir 10%

  14. Skráð sjávarútvegsfyrirtæki • Þróun í uppbyggingu fastafjármuna er sú sama hjá skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum og sjávarútvegi í heild • Þó má greina hraðari minnkun rekstrarfjármuna hjá skráðum fyrirtækjum • Greinileg tilhneiging hjá skráðum fyrirtækjum til fjárfestinga í áhættufjármunum á seinustu árum • Eign í aflaheimildum hefur tvöfaldast á seinustu árum, úr tæplega 10% af fastafjármnum í tæplega fimmtung nú • Þetta eru merki þess að skráð fyrirtæki eru virkari í hagræðingarferli, uppkaupum og samruna • Mynd 6.

  15. Fjármögnun fjárfestinga hjá skráðum fyrirtækjum 1995-99 • Um helmingur fjárfestinga er fjármagnaður úr rekstri • Um þriðjungur með nýjum lánum • Um 1/6 með nýju hlutafé • Ath. hversu lítil hlutdeild nýs hlutafjár er a.t.t.t. þeirrar áherslu sem lögð hefur verið á hagræðingu-stækkun-samruna og yfirtöku • Talsverð fylgni virðist vera milli HAF og fjárfestinga • Að jafnaði fer um 1/2 af HAF til fjármögnunar fjárfestinga • Nýtt hlutafé kemur aðeins inn 1996-97 • Árin 1998-99 er fjármögnun nær eingöngu úr rekstri og með nýjum lánum

  16. Niðurstöður • Breyting í fjárfestingahegðun og fjármögnun um 1995 • Fjármunamyndun fer vaxandi frá 1995-96 • Skuldir hærri en fjármunaeign frá 1997 • Fjárfestingar í vaxandi mæli í aflaheimildir og áhættufjármuni-sérstaklega hjá skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum • Þetta er hluti af yfirstandandi hagræðingarferli-uppkaupum, samruna og samþjöppun

  17. Framhald.... • Fjármunir fara úr sjávarútvegsgeiranum sem greiðsla fyrir aflaheimildir og hlutafé • Virkni fjármuna til tekjumyndunar hraðminnkar • Ath. að 1/2 fjármögnunar er úr rekstri en aðeins þriðjunugur ný lán hjá skáðum fyrirtækjum • Aðeins 1/6 fjárfestinga er fjármagnaður með nýju hlutafé á seinustu 5 árum, þrátt fyrir stefnumótun um hagræðingu, uppkaup og samruna

More Related