1 / 33

Kennslubók

Kennslubók. Kennslubók: Economics eftir N.Gregory Mankiw og Mark P. Taylor Kennd í þjóðhagfræði I við HÍ. 1. kafli. 10 grunnatriði hagfræðinnar. Hagfræði (economy). ... Orðið economy kemur úr grísku og þýðir “sá sem sér um efnahag heimilisins”

raja
Télécharger la présentation

Kennslubók

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Kennslubók Kennslubók: Economics eftir N.Gregory Mankiw og Mark P. Taylor Kennd í þjóðhagfræði I við HÍ.

  2. 1. kafli 10 grunnatriði hagfræðinnar

  3. Hagfræði (economy). . . ... Orðið economy kemur úr grísku og þýðir “sá sem sér um efnahag heimilisins” • Þessi skýring virðist skrýtin en er það samt ekki. Margt er líkt með hagkerfum og heimilum • Á báðum stöðum þarf að skipta með sér verkum og skipta niður þeim takmörkuðum gæðum sem eru til staðar

  4. Þurfum að taka margar ákvarðanir • Hver á að vinna? • Hvaða vörur á að framleiða og hversu mikið af hverri? • Hvaða aðföng á að nota til framleiðslunnar? • Á hvaða verði á að selja framleiðsluna?

  5. Skortur Ráðstöfun framleiðslugæða – þ.e. hvernig við verjum vinnutíma okkar, fjármagni, auðlindum o.s.frv. – skiptir máli, af því að gæðin eru af skornum skammti Skortur er móðir hagfræðinnar ,,scarcity is the limited nature of society’s resources”.

  6. Skortur . . . þýðir, að samfélagið býr við takmörkuð framleiðslugæði – gæðin eru af skornum skammti! – og getur því ekki framleitt alla þá vöru og þjónustu, sem fólk kysi helst að neyta Verðum því að velja og hafna

  7. Hagfræði Hagfræðifjallar um það, hvernig samfélagið ráðstafar takmörkuðum gæðum sínum.

  8. Hagfræði • Er skipt í tvö smærri svið • Þjóðhagfræði • Fjallar um gerð og gangverk þjóðarbúskaparins og skoðar hagkerfið í heild sinn. • Ákvörðun landsframleiðslu og hagvaxtar, atvinnuleysis, verðbólgu, gengis, erlendra skulda • Rekstrarhagfræði • Fjallarum ráðstöfun knappra framleiðslugæða af sjónarhóli einstaklingsins eða einstakra fyrirtækja. Þá eru fyrirtækin miðpunkturinn og skoðuð eru hugtök eins og framboð, eftirspurn og framleiðslukostnaður

  9. Samband fyrirtækja og neytenda

  10. Lögmálin 10 • Fjalla um ákvörðunartöku einstaklinga • Lögmál 1-4 • Fjalla um samskipti fólks • Lögmál 5-7 • Fjalla um hvernig hagkerfið í heild virkar • Lögmál 8-10

  11. 1. Fólk þarf að velja og hafna -”There is no such thing as a free lunch!”

  12. 1. Fólk þarf að velja og hafna • Til að öðlast eitt þarf að fórna öðru • Matur eða föt? • Skóli eða svefn? • Tómstundir eða vinna? • Hagkvæmni eða jöfnuður?

  13. 1. Fólk þarf að velja og hafna • Hagkvæmni (efficiency) • þýðir að samfélagið nái sem bestum lífskjörum út úr takmörkuðum gæðum sínum. • Jöfnuður (equity) • að lífskjörunum sé skipt með réttlátu móti milli fólks • Þessi tvö markmið geta stangast á

  14. 2. Fórnarkostnaður • Fórnarkostnaðurtiltekins hlutar er það, sem við þurfum að fórna til þess að fá hann (sjá skilgreiningu á bls. 6 í bók) • Fórnarkostnaður:Efþaðaðframkvæmaatburð X þýðiraðekkierhægtaðframkvæmaatburð Y, þáervirðiþessaðgera Y fórnarkostnaðurþessaðgera X. • Kostnaður að vera í skóla? • Bækur, strætó, bíll, matur o.fl. • Hverju eru þið að fórna? Tímavirði ykkar! • Hvað kostar menntun? Er hún ókeypis?

  15. 3. Hagsýnt fólk hugsar á jaðrinum • Jaðarbreytingar (e. marginal changes) eru almennt örlitlar breytingar sem eiga sér stað. • Fólk tekur ákvarðanir um kostnað og ábata við jaðarinn • að fá sér eða fá sér ekki aðra pizzu sneið • Að vera eitt ár áfram í skóla eða fara að vinna • ...fólk velur eftir því hvort jaðarábati er hærri eða lægri en jaðarkostnaður

  16. 3. Dæmi • Það kostar EUR 100.000 að fljúga 200 sæta flugvél frá London til Varsjár, þ.e. sætið kostar EUR 500. Flugvélin er að fara í loftið en enn þá eru 10 sæti laus. Það er farþegi við hliðið sem er tilbúinn að borga EUR 300 fyrir farið. Borgar það sig að hleypa honum um borð? • Hver er jaðarkostnaður? • Hver er jaðarábati?

  17. 3. Dæmi/svar • EUR 100.000 erþegarfallinntil, svokallaðursokkinnkostnaður • Aukakostnaðurinn við farþegann er um það bil matarkostnaður í fluginu – jaðarkostnaður auka farþega er lítill! • Á meðan farþeginn borgar meira en sem nemur matarkostnaðinum að þá borgar sig að fá hann um borð

  18. 4. Fólk bregst við breytingum/hvötum • Hvati (e. incentive) eru mikilvægur í hagfræði! • T.d. hægt að reyna að fá fólk til að láta af óæskilegri hegðun eða verðlauna eitthvað sem er vel gert. • Fólk tekur ákvarðanir með því að meta kostnað og ábata. Ákvarðanir geta því breyst ef kostnaður eða ábati breytist. • Hvað gerist þegar skattur á matvöru hækkar? • Verðhækkun á bensíni hvetur fólk til að aka minna – og hvetur olíuframleiðendur til að dæla meiri olíu úr iðrum jarðar • Hvað með tilboðið á Bónusvideo um að þú færð spólu ókeypis næst ef hún er ekki inni? • Áhugaverð áhrif löggjafar um bílbeltanotkun (bls. 7 í bók) • Slysum fjölgaði!

  19. 4. Fólk bregst við breytingum/hvötum • Dæmi úr bókinni “Freakonomics” • Hagfræðingar skoðuðu dagvistarheimili • Könnuðu vandamál sem er vel þekkt, að foreldrar koma of seint að sækja börnin sín • Ákváðu eftir 4 vikur að prófa að sekta þá sem komu of seint um 3$ sem lagðist við mánaðarlegan reikning upp á 380$. • Hvað gerðist?

  20. 4. Fólk bregst við breytingum/hvötum • ...seinkunum fjölgaði! • Tvennt gerðist • Sektin var of lág. Hvað ef sektin hefði verið 100$ í stað 3$? • Peningar í stað sektarkenndar • En hvað með t.d. umferðarsektir?

  21. 5. Allir geta hagnast á viðskiptum • Fólk hagnast á viðskiptum • Fæstir smíða skóna sína sjálfir, ekki lengur • Við flytjum út fisk og flugferðir og kaupum kaffi og suðræna ávexti frá útlöndum • Samkeppni eykur hag af viðskiptum • Innflutningur – eins og önnur samkeppni! – lækkar verð á innlendri framleiðslu • Hvað kostaðiflugfariðáður en Iceland express varstofnað? • Verslun leiðir af sér sérhæfingu og gefur fyrirtækjum og aðilum tækifæri að gera það sem þeir eru bestir í að gera.

  22. 6. Opnir markaðir eru jafnan skilvirkastir • Í Sovétríkjunum sálugu var notast við svokallaða miðstjórn eða áætlunarbúskap • Lítil sem engin samkeppni þar sem ríkið réði öllu • Kerfið hrundi • Markaðshagkerfi er hagkerfi sem ráðstafar gæðum með ákvörðunum heimila og fyrirtækja í samskiptum þeirra á milli. • Heimili ákveða hvaða vörur eru keyptar og einstaklingar ákveða fyrir hvern þeir vinna. • Fyrirtæki ákveða hvað þau framleiða og hvern þau ráða til vinnu. • Ósýnilega höndin úr bók Adam Smiths, Auðlegð þjóðanna

  23. 6. Opnir markaðir eru jafnan skilvirkastir frh. • Það hefur sýnt sig að þótt allir séu með eigin hagsmuni í huga í markaðshagkerfum, að þá eykst velferð þjóðfélagsins í heild mest (ósýnilega höndin)

  24. 6. Opnir markaðir eru jafnan skilvirkastir frh. • Vörur, sem skortur eru á, eru dýrar, svo að fólk fer þá sparlega með þær – og þar fara þá saman hagur einstaklingsins (sérhagur) og hagur samfélagsins (samhagur, almannahagur) • Vörur, sem nóg er af, eru ódýrar, svo að fólk kaupir þær gjarnan og þá minna af öðrum, sem skortur er á

  25. 7. Opinber íhlutun getur verið nauðsynleg Þegar markaðurinn bregst, getur ríkisvaldið fyllt skarðið til að efla hagkvæmni eða jöfnuð. • . Markaðsbrestur • verður þegar markaður ráðstafar ekki gæðum á hagvæman hátt • tildæmisþegarfyrirtækinærmarkaðsráðandistöðu • Gæti einnig verið vegna ytri áhrifa, þ.e. þeim áhrifum sem atferli eins manns hefur á annan (t.d. mengun) Ósýnileguhöndinaþarfaðverndameðlöggjöf • Eignarréttur

  26. 7. Opinber íhlutun getur verið nauðsynleg • Almannavaldið getur því stundumeflt hagkvæmni og jöfnuð með því að grípa inn í • Menntun fyrir alla • Heilbrigðisþjónusta fyrir alla • Skattar á mengun

  27. 8. Lífskjör ráðast af landsframleiðslu. Lífskjör þjóða eru metin og mæld með því að • Bera saman tekjur manna í ólíkum löndum, þ.e. með því að • Bera saman þjóðartekjur á mann í ólíkum löndum eða • Bera saman þjóðartekjur á hverja vinnustund í ólíkum löndum

  28. 8. Lífskjör ráðast af landsframleiðslu. • Nær allur munurinn á lífskjörum þjóða ræðst af ólíkri framleiðni • Galdurinn er að nýta framleiðslugæðin á sem hagkvæmastan hátt, svo að hægt sé að kreista sem mesta framleiðslu og neyslu – sem best lífskjör! – út úr tiltækum gæðum

  29. 8. Lífsskilyrði fólks eru háð framleiðini • Framleiðni (e. productivity) er það magn gæða sem einstaklingur afkastar að framleiða á einum klukkutíma • Meiri framleiðni  Betri lífskjör • Þá er fyrirhöfnin á bak við framleiðsluna tekin með í reikninginn

  30. 8. Lífsskilyrði fólks eru háð framleiðini

  31. 9. Verðlag hækkar ef ríkisvaldið prentar of mikið af peningum Verðbólgaer almenn hækkun verðlags • Ein uppspretta verðbólgu er vöxtur peningamagns í umferð • Þegar ríkisvaldið (seðlabankinn) prentar peninga í stórum stíl, t.d. til að fjármagna halla á ríkisbúskapnum, þá minnkar verðgildi peninga • Minna verðgildi peninga veldur því, að vörur og þjónusta kosta meira en áður, svo að verðlag hækkar: það er verðbólga!

  32. 10. Samband verðbólgu og atvinnustigs • A.m.k. til skammstímaersambandmilliverðbólguogatvinnuleysis • Phillips-kúrvansýnirhvernigþjóðfélög geta til skamms tíma valið milli verðbólgu og atvinnuleysis òverðbólgaðñatvinnuleysi

  33. Yfirferð kaflans • Höfum skoðað hugtök eins og: • Skortur (scarcity) • Hagfræði (economics) • Skilvirkni (efficiency) • Fórnarkostnaður (opportunity cost) • Markaðsbrestur (market failure) • Ósýnilega höndin (invisible hand) • O.fl.

More Related