1 / 26

Lifað á landinu

Lifað á landinu. Landbúnaður víðsvegar á jörðinni (bls. 202 – 222). Yfirlit. 11% af þurrlendi jarðar er notað til jarðræktar Á meira en 2/3 hluta þurrlendis jarðar er jarðrækt ekki möguleg sökum jarðvegs og loftslags

rane
Télécharger la présentation

Lifað á landinu

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Lifað á landinu Landbúnaður víðsvegar á jörðinni (bls. 202 – 222)

  2. Yfirlit • 11% af þurrlendi jarðar er notað til jarðræktar • Á meira en 2/3 hluta þurrlendis jarðar er jarðrækt ekki möguleg sökum jarðvegs og loftslags • Ræktun ræðst ekki eingöngu af loftslagi og jarðvegi; líka af þekkingu, tækni, fjármagni, mörkuðum, flutningum • Í dag er jarðrækt víða ekki sjálfbær – nýmyndun gróðurmoldar er mjög hæg og ræktunin gengur of nærri henni Valdimar Stefánsson 2006

  3. Loftslag og jarðvegur • Allt líf á jörðinni er háð sólarljósinu • Loftslag og jarðvegur setja allri jarðrækt takmörk • Ólíkar plöntutegundir hafa þróast við mismunandi loftslag og þess vegna er mismunandi hvaða tegundir henta til ræktunar á hverjum stað Valdimar Stefánsson 2006

  4. Frost • Til að rækta korn (hveiti og hafra) þarf um 180 frostlausa daga • Nær engar plöntur ná þroska þar sem frostlausir dagar eru færri en 90. • Akuryrkja er þess vegna lítil sem engin í Norður-Rússlandi, -Kanada, -Skandinavíu og syðst í Suður-Ameríku • Nokkrar tegundir, s. s. kaffi-, kakó og gúmmítré, bananar, kókóspálmar auk mangó og papya þurfa frostlaust loftslag til að vaxa Valdimar Stefánsson 2006

  5. Úrkoma • Nær engar jurtir komast af með minna en 250 mm úrkomu á ári • Um 20% þurrlendis jarðar henta af þessum sökum ekki til ræktunar • Hveiti þolir þurrk best af korntegundunum • Fyrir ræktun skiptir heildarársúrkoman ekki öllu máli, heldur hvenær ársins úrkoma fellur • Í hitabeltinu er sáning og gróðursetning miðuð við regntímann á viðkomandi stað Valdimar Stefánsson 2006

  6. Gróðurmold jarðar • Í laufskógabeltinu myndast myldin og næringarík brúnmold sem er góð til jarðyrkju • Á forngrýtissvæðum í barrskógabeltinu á norðurhveli jarðar er jarðvegur sem er steinefnaríkur en næringasnauður og því illa fallinn til jarðyrkju • Jarðvegur sem myndaður er af framburði vatnsfalla (árseti) hentar afar vel til jarðyrkju enda er það undirstaða elstu hámenningasvæða jarðar (Nílardalur, Gangesdalur, fljótadalir Kína) Valdimar Stefánsson 2006

  7. Gróðurmold jarðar • Jarðvegur eyðimarkanna getur hentað vel til jarðyrkju, þar sem úrkomuleysið veldur því að næringarefnin skolast ekki burt úr jarðveginum • Á eldstöðvasvæðum í hitabeltinu er víða frjósamur jarðvegur sem er myndaður úr gosefnum eldfjalla • Lössjarðvegur, myndaður úr efnum sem fuku frá jökulröndinni á ísöld er undirstaða margra mikilvægustu akuryrkjusvæðum heims (Suður-Rússland, Norður-Kína og miðríki Bandaríkjanna) Valdimar Stefánsson 2006

  8. Áveitur • Um 17% akurlendi jarðar fær vatn með áveitum • Áveitur geta valdið saltmengun jarðvegs • Þurrt og heitt loftslag veldur saltmengun jarðvegs vegna of hraðrar uppgufunar • Áveituvatn geta hækkað grunnvatnsflötinn alveg upp að yfirborðinu og sölt safnast þá fyrir í yfirborðslaginu (Mið-Asía, Pakistan, Írak) • Vegna of mikillar vatnsnýtingar getur grunnvatnsflötur lækkað svo mikið að erfitt verður að afla vatns (Kalifornía, Palestína) Valdimar Stefánsson 2006

  9. Landbúnaður og þekking • Þróuð hafa verið harðgerðari afbrigði fljótsprottinna korntegunda sem gefa af sér meiri uppskeru • Þetta starf hófst á 5.áratugnum undir stjórn S.Þ og hefur verið kallað “Græna byltingin” og leiddi m. a. til þess að uppskera tvöfaldaðist á Indlandi á tveimur áratugum • Mörg lönd urðu sjálfum sér næg en þessi nýju afbrigði voru dýr og þurftu meiri af tilbúnum áburði • Afleiðingin var að fátækir bændur gátu ekki nýtt sér þetta og ríkari bændur keyptu land af þeim fátæku og urðu enn ríkari; þeir fátæku enn fátækari Valdimar Stefánsson 2006

  10. Landbúnaður og rekstur • Þrír þættir ráða því hvernig landbúnaðar-framleiðsla er stunduð: • Jarðnæði: frjósemi jarðvegs og loftslag • Fjármagn: vélakostur, áburður • Vinnuafl: hæfni bænda, menntun, líkamleg afköst • Uppskera í iðnríkjum er að meðaltali fimmtán sinnum meiri en í þróunarríkjum • Munurinn felst í meiri framleiðni vinnuafls, þ. e. vélvæðing eykur afköstin. Valdimar Stefánsson 2006

  11. Landbúnaður og rekstur • Framleiðsluaðferðir í landbúnaði: • Hánýtja (intensive) landbúnaður • Mikið vinnuafl og fjármagn notað á hverja flatareiningu akurlendis • Lágnýtja (extensive) landbúnaður • Lítið er lagt af vinnu og fjármagni í framleiðsluna m.t.t. flatareiningu akurlendis Valdimar Stefánsson 2006

  12. Landbúnaður og eignarhald • Eignarhald á jörðum hefur mikil áhrif á framleiðsluaðferðir • Í Brasilíu er 70% akra í eigu 3% bænda • Víða þar sem svona er háttað, þ. e. fáir jarðeigendur eiga risastórar jarðir, er stundaður lágnytja landbúnaður • Með dreifðara eignarhaldi mætti auka framleiðsluna verulega Valdimar Stefánsson 2006

  13. Flokkun landbúnaðar • Landbúnaður er flokkaður eftir því hvort: • Búskapur byggist á akuryrkju eða húsdýrahaldi • Búskapur er hánytja eða lágnytja • Afurðirnar eru ætlaðar til sölu (markaðsbúskapur) eða til eigin nota (sjálfsþurftarbúskapur) Valdimar Stefánsson 2006

  14. Landbúnaðargreinar • 1. Sviðurækt • 2. Skiptirækt • 3. Hrísgrjónarækt • 4. Plantekrur • 5. Kornrækt • 6. Blandaður búskapur • 7. Húsdýrarækt Valdimar Stefánsson 2006

  15. 1. Sviðurækt • Sviðurækt er stunduð sem sjálfsþurftarbúskapur í hitabeltinu • Hún er elsta aðferðin við jarðrækt og þarfnast fárra áhalda – pálbúskapur • Um 200 milljónir manna lifa á þessari landbúnaðargrein • Hún er einkum stunduð í regnskógum og á savansvæðum Mið- og S-Ameríku um miðbik Afríku og Suðaustur-Asíu Valdimar Stefánsson 2006

  16. 1. Sviðurækt • Sviðurækt fer þannig fram að menn höggva niður tré og runna og gróðurinn er síðan brenndur og við það myndast næringarefnarík aska. • Síðan er sáð í og eða plantað fyrir regntímann • Ekki notaðar vélar né fjármagn • Stunduð er svo kölluð “mixed cropping” þ.e. mörgum tengundum er plantað í sama akur • Sviðurækt er ekki varanlegt form jarðræktar heldur þurfa bændur að flytja sig um set þegar að jarðvegurinn verður næringarsnauður • Sviðurækt býður ekki uppá fasta búsetu Valdimar Stefánsson 2006

  17. 2. Skiptirækt • Skiptirækt hefur komið í stað sviðuræktar víða í hitabeltinu t.d. í Afríku • Hún byggist á því að akrarnir eru nýttir í nokkur ár en síðan hvíldir í nokkur ár • Meðan akrarnir eru í hvíld vaxa grös og runnar sem síðan er brennt fyrir næstu sáningu Valdimar Stefánsson 2006

  18. 2. Skiptirækt • Skiptirækt byggir á fastri búsetu • Akrarnir eru nýttir í 2-5 ár • Skiptirækt er vinnuaflsfrekur sjálfsþurftarbúskapur • Einföld verkfæri eru notuð s.s.haka,sigðar • Ræktað er m.a. maís, grænmeti, kartöflur • Hvíldartími styttist oft vegna fólksfjölgunar • Jafnhliða skiptirækt stunda bændur naugriparækt Valdimar Stefánsson 2006

  19. 3. Hrísgrjónarækt • Hrísgrónarækt er mikil í S- og SA-Asíu og eru hrísgrjón þar mikilvægasta matjurtin • Algengasta form landbúnaðar í heiminum eru smábú þar sem stunduð er hrísgrjónarækt • Uppskeran er einkum ætluð til eigin afnota, fyrir fjölskylduna • Í Burma og Taílandi eru hrísgrjón mikilvæg útflutningsvara Valdimar Stefánsson 2006

  20. 3. Hrísgrjónarækt • Í Asíu er 80% heimsframleiðslunar og neysla á hrísgrjónum gríðarleg, einkum við Ganges, Brahmapútra, Mekong og Chang Jiang • Mikil hrísgrjónarækt er einnig í Vestur- og Austur-Afríku, á Madagaskar, og í Suður-Ameríku: í Brasilíu, Kólumbíu, Úrúgvæ og víðar • Í nokkrum iðnríkjum eru hrísgrjón ræktuð sem markaðsbúskapur, í sunnanverðum Bandaríkjunum, Japan og á Norður-Ítalíu (Pó-sléttunni) Valdimar Stefánsson 2006

  21. 3. Hrísgrjónarækt • Tvær megingerðir hrísgrjóna: • Þurrlendishrísgrjón (hálendisgrjón) sem eru ræktuð án áveitna • Votlendishrísgrjón (láglendisgrjón) sem ræktuð eru með áveitum • Um 90% heimsframleiðslunnar eru votlendishrísgrjón • Til eru um 7000 mismundandi hrísgrjónaplöntur • Á vaxtatímanum þurfa hrísgrjón 20 stiga meðalhita og 1200 sólskinsstundir á 150 dögum til að ná þroska. Valdimar Stefánsson 2006

  22. 4. Plantekrubúskapur • Plantekrur eru stórbýli í hitabeltinu þar sem eingöngu er stunduð jarðrækt • Aðeins er ræktuð ein plöntutegund, t.d. bananar, kaffi, te, sykurreyr, bómull og tóbak • Þessi ræktun var þróuð af Evrópubúum, eingöngu með þarfir þeirra í huga og fyrstu plantekrurnar voru stofnaðar af Portugölum og Spánverjum í Brasilíu og Vestur-Indíum á 16. og 17.öld Valdimar Stefánsson 2006

  23. 4. Plantekrubúskapur • Þetta er vinnuaflsfrek grein sem studdist við vinnuafl þræla framan af en í dag er hún unnin af illa launuðu verkafólki • Plantekrur eru flestar í eigu fjölþjóðlegra fyrirtækja t.d. Del Monte og Unilever og eru afurðirnar nær eingöngu seldar til iðnríkja • Viðkvæm grein fyrir meindýrum/plágum • Iðnríkin eru einráð um verðlagningu og hafa þróunarlöndin neyðst til að selja sífellt meira magn af þessum vörum til að geta flutt inn sama magn af iðnvarningi Valdimar Stefánsson 2006

  24. 5. Kornrækt • Hveiti,hrísgrjón og maís eru mikilvægustu plönturnar í matvælaframleiðslu heimsins • Stærstu framleiðendurnir eru Kína, Rússland, Bandaríkin og Kanada • Um helmingur hveitis á heimsmarkaði kemur frá Bandaríkjunum og Kanada • Akrarnir eru á stórum sléttum, m. a. þar sem lössjarðvegurinn er til staðar, í þurru loftslagi • Mjög vélvædd ræktun og því er framleiðslan mjög mikil á hvern vinnandi mann (mikil framleiðni) • Þessi framleiðsla er lágnýtja vegna þess hve akurlendið er gríðarstórt Valdimar Stefánsson 2006

  25. 6. Blandaður búskapur • Í Evrópu, Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada hefur þróast fjármagnsfrekur blandaður búskapur • Allar afurðir eru ætlaðar til sölu á markaði • Aðaltekjulindin eru húsdýrafurðir, mjólk og kjöt en það sem ræktað er á ökrunum er einkum fóður fyrir húsdýrin • Vegna vélvæðingarinnar starfa tiltölulega fáir við framleiðsluna þótt oft sé offramleiðsla á matvælum • Hefðbundinn íslenskur landbúnaður telst til þessa flokks Valdimar Stefánsson 2006

  26. 7. Kvikfjárrækt • Stunduð á viðskiptagrundvelli (markaðsbúskapur) eða af hirðingjum • Stórfelld kvikfjárrækt er stunduð á þurrum svæðum þar sem ekki er mögulegt að stunda akuryrkju • Í Evrópu eru kvikfjárbúgarðar eingöngu á Spáni og í Portugal en landnemar frá þessum löndum komu á fót slíkum búgörðum um alla Ameríku • Kvikfjárrækt er hluti af lífmynstri margra hirðingjaþjóða og á það einkum við á þurrum svæðum sunnan Sahara (Sahel-svæðinu) Valdimar Stefánsson 2006

More Related