1 / 34

Að vera maður sjálfur með öðrum

Að vera maður sjálfur með öðrum. Hvað þýða þessi stóru orð? Fyrirlestur Ólafs Snævars. Kynning/um mig. Ég heiti Ólafur Snævar Ég er 21 árs Ég á afmæli 20. desember Ég á tvö eldri systkini

sanaa
Télécharger la présentation

Að vera maður sjálfur með öðrum

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Að vera maður sjálfur með öðrum Hvað þýða þessi stóru orð? Fyrirlestur Ólafs Snævars

  2. Kynning/um mig Ég heiti Ólafur Snævar Ég er 21 árs Ég á afmæli 20. desember Ég á tvö eldri systkini Áhugamálin mín eru tónlist, leiklist, íslensk fræði/tungumál, bókmenntir, hitta vini mína, menning og listir.

  3. Efni fyrirlestrarins Kynning á sjálfum mér Daglegt líf Upplifun mín á daglegu lífi með ófötluðum

  4. Menntun Fyrst var ég í Öskjuhliðarskóla/Klettaskóla Svo fór ég í Borgarholtsskóla á Sérnámsbraut Eftir Borgó fór ég í HÍ í diplómanám fyrir fólk með fötlun

  5. Vinir Ég á núorðið fullt af vinum sem ég kynntist í öllum skólunum sem ég var í, bæði vini með fötlun og ekki. Ég held góðu sambandi við þá sem er mikilvægt og gott.

  6. Almenn fög í Borgó og HÍ Í Borgó fór ég út á almenna braut í íslensku. Ég tók íslensku 102, 202 og 212. Ég ætlaði að fara í almenna leiklist. Í HÍ fórum við diplómanemar í tíma sem heitir Fötlunarfræði og vorum þá með 1. árs þroskaþjálfanemum sem eru okkar bestu vinir í dag. Einnig fórum við í annan tíma með nemum sem voru að útskrifast úr þroskaþjálfafræðum sem heitir Fatlað fólk í kynjuðu samfélagi.Síðast en ekki síst fór ég á valnámskeið sem heita Goðsögur, Þjóðsögur og ævintýri og Upplýsingatækni og miðlun

  7. Verkefni í Borgó og í HÍ Ég vann að ýmsum verkefnum í báðum skólunum. Í íslensku las ég kjörbækur og skrifaði ritgerðir eins og hinir sem voru með mér í íslenskuáföngum. Í háskólanum vann ég umræðuverkefni og eina stóra samvinnurannsókn í hópi. Ég fékk einnig það verkefni að kynna hugmyndir Nirje og Wolfensberger um normalíseringu. Það var hópaverkefni þar sem við meðal annars settum upp spjallþátt. Ég fékk sömu verkefni eins og allir aðrir. Mér leið eins og alvöru nema þegar ég fékk sömu kröfur og aðrir.

  8. Samvinnurannsókn erlendis og gerð hennar Við, Embla vinkona, unnum að samvinnurannsókn, ásamt stelpum sem heita Dagný og Þórey, í tímanum Fötlunarfræði í HÍ. Við undirbjuggum rannsóknina með því að lesa greinar um viðfangsefnið sem var „Eldra fatlað fólk í búsetukjörnum“. Við hringdum í eitt dvalarheimili og Dagný talaði við eldri hjón með þroskaskerðingu, sem leigja íbúð í húsnæði sem Blindrafélagið á.

  9. Samvinnurannsókn erlendis og gerð hennar 2 Ég, Embla og Guðrún Stefáns, kennarinn okkar í fötlunarfræði, fórum sem gestir á ráðstefnu í skóla í Manchester, og við Embla kynntum þar á meðal samvinnurannsóknina okkar. Við endurunnum samvinnurannsóknina með að hafa Powerpoint kynningu.

  10. Félagslífið mitt Ég tek þátt í félagslífi eins og allir aðrir. Ég tel að félagslífið sé mikilvægt fyrir fatlaða jafnt sem ófatlaða. Það fer eftir því um hvernig félagslíf er að ræða. Mestu máli skiptir að finna sér félagslíf við sitt hæfi.

  11. Félagslíf/myndir

  12. Boccia, tónstofa Valgerðar og fleira Ég æfi Boccia einu sinni í viku, hjá íþróttafélaginu Öspinni. En áður en ég byrjaði að æfa hjá Öspinni æfði ég hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur. Ég hef keppt á íslandsmótum og innan félaganna. Einnig er ég í tónstofu Valgerðar, tónskóli fyrir fólk með sérþarfir. Þar er ég í söngtímum og í svonefndum kór sem heitir Bjöllukór og þar er ég að spila á Zusuki bjöllur.

  13. Framhald Svo er ég í rannsóknarnefnd í fötlunarfræðum við HÍ. Guðrún kennari bauð mér lausa stöðu í nefndinni og ég þáði hana. Ég er líka á leiklistarnámskeiðum niður í Iðnó niður í bæ. Ég er í leikhópi þar sem heitir Tjarnarleikhópurinn. Við í hópnum erum að fara að æfa leikrit sem við bjuggum til, í haust. Það verður sýnt í enda október.

  14. Myndir af mér að fara að keppa, á tónleikum og að æfa með leiklistinni

  15. Leikfélög Ég hef tekið þátt í þremur leikritum. Í Borgó var ég í leikfélaginu Zeus sem setti um sýninguna „Rómeó og Júlía“ eftir Shakespeare, í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Ég lék líka í sýningunni „Sarínó sirkusinn í leikstjórn Agnars Jóns Eigilsonar. Sýningin var opnunarsýning hátíðarinnar „List án Landamæra“. Fatlaðir og ófatlaðir einstaklingar unnu saman að sýningunni. Einnig lék ég í sýningu sem við vinir mínir settum upp. Við settum upp leiksýninguna „Graese“.

  16. Myndir

  17. Hvernig upplifi ég mig með fötlun og aðra ófatlaða Ég fæ stundum eða oftast sterkan innblástur frá ófötluðum, þegar ég umgengst þá, sem segir að ég líti á mig eins og þá. Ég gleymi stundum að ég sé fatlaður. En stundum vorkenni ég mér að vera með fötlun og ég er viss um að fleiri fatlaðir einstaklingar gera það líka. Þá finnst mér ég eiga ekki sömu tækifæri og hinir.

  18. Liðveisla Ég hef verið með liðveislu 1 sinni í mánuði og mér líkar það vel. Það er fólk á fertugsaldri með mig í liðveislu og við erum mjög góðir vinir. Ég var einu sinni með stuðningsfjölskyldu en er hættur með hana.

  19. Skammtímavistanir Þegar ég var 2 ára fór ég á fyrstu skammtímavistunina mína sem heitir Álfaland. Svo fór ég í Eikjuvogi þegar ég var unglingur og er hættur núna þar.

  20. Frænka mín í heimsókn Þegar mamma og pabbi eru að fara í ferðalög kemur Ásgerður frænka sem er 24 og er hjá mér á meðan. Það er mikill vinskapur milli okkar.

  21. Menntamál Fatlaðir eiga rétt á því að sækja almennt nám eins og hinir. Ég er að spá í að fara í fullt almennt nám, ef ég ræð við það.

  22. Við erum ólík Fullkomnun skiptir ekki öllu máli út í samfélaginu Sumir eru fatlaðir alla tíð og sumir ekki Fjölbreytileikinn er alltaf í fyrirrúmi Við eigum ekki einungis að hugsa um okkur sjálf, það eru aðrir í heiminum Engin synd á að við skulum vera ólík, annars er ekkert skemmtilegt að vera til

  23. Dæmi Ef maður er fatlaður kemur fyrir að ófötluð manneskja segir eitthvað niðrandi við mann Þá er best fyrir fatlaða aðilann að snúa vörn í sókn

  24. Samfélagið fatlar mann Samfélagið getur fatlað mann og það er alveg rétt Það eru hindranir á veginum sem við viljum ryðja í burtu. Við verðum að sætta okkur við sumt sem okkur finnst ósanngjarnt En mörgu er hægt að breyta

  25. Draumur um að vera normal Við fatlaðir erum að velta vöngum okkar yfir og spyrja okkur að því. Af hverju getum við ekki verið normal eins og hinir? Niðurstaðan er skýr, það verður aldrei að veruleika, þótt við viljum það Með að fá að vera meira með ófötluðum viðurkennir samfélagið mig eins og ég er. Skilgreiningin á því að vera normal þarf að vika, þá getur mér liðið eins og að ég sé normal.

  26. Þessu á að fara eftir! Að það sé borinn virðing gagnvart fólki með fötlun Enginn á að líða það að hann sé lagður í einelti Við erum heilt samfélag og búum við frið

  27. Búsetumál fatlaðra • Fatlaðir eiga að mestu að ráða hvar og með hverjum þeir búa. • Flutningaferlið getur tekið sinn tíma • Þarf að leita að húsnæði við hæfi • Hugsa hvort einstaklingur gerist kaupandi, leigjandi eða meðleigjandi (það að segja ef einhverjir leigja saman). • Athuga hvort einstaklingur eigi efni á leigu eða kaupum

  28. Atvinnumál fatlaðra á jafnt við aðra • Allt fatlað fólk á rétt á atvinnu til jafns við aðra • En það er dálítið erfitt að fá vinnu hvar sem er • Tryggja þarf að fatlaðir fái sömu laun til jafns við aðra fyrir sömu vinnu • Athuga færnishæfni umsækjenda ef að þess þarf • Hvort umsækjandi sé virkur til vinnu

  29. Hvað hef ég verið að vinna við Í Hinu Húsinu Í unglinga og bæjarvinnunni Í HÍ Kaffi Gæs Í Kirkjugarði Grafarvogs ogsfr Á skólabókasafni og almennu bókasafni (starfsnám) Það hefur verið ánægjulegt að vinna á þessum stöðum

  30. Væntingar til framhaldslífs Ég sé fyrir mér að ég leigi eða kaupi íbúð, í framtíðinni Að leigja með vinum mínum ef það færi svo Að samfélagið muni þróast Að borin sé virðing gagnvart fötluðum

  31. Viðhorf til fatlaðra einstaklinga Það er verið að gagnrýna fólk með fötlun með því að segja að það sé ekki partur af samfélaginu. Ef til vill er fólk með fordóma gagnvart fötluðum Það fólk sem hefur svona áráttu veit ekki betur af því að það hefur ekki fengið nógu mikla fræðslu Margir spyrja sig. Af hverju er þessi svona?

  32. Samantekt Jöfn tækifæri fyrir alla Ég get, ætla og skal Fatlaðir eru ekki í jaðarhópi Félagslíf fyrir alla Engin mismunun Fatlaðir geta gert allt með getu, raunsæi, viðeigandi aðstoð, ákveðni, jákvæðni, hvatningu og þrautseigju

  33. Við blómstrum eins og hitt fólkið! Við erum öll dýrmædd, hver á sinn hátt. Við gerum okkar besta Við tilheyrum öll undir regnbogahópi Við berjumst fyrir því að lifa Við höldum baráttunni áfram

  34. Takk fyrir!

More Related