1 / 27

Nifteindastjörnur og svarthol

Nifteindastjörnur og svarthol. Massamestu stjörnurnar. Þær stjörnur sem hafa meiri massa en 8 sólarmassa eru einungis um 3% allra stjarna. Þær verða að rauðum ofurrisum sem enda ævina í miklum hamförum sem sprengistjarna. Innsti hluti stjörnunnar situr eftir í miðju sprengingarinnar.

skip
Télécharger la présentation

Nifteindastjörnur og svarthol

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Nifteindastjörnur og svarthol

  2. Massamestu stjörnurnar • Þær stjörnur sem hafa meiri massa en 8 sólarmassa eru einungis um 3% allra stjarna. • Þær verða að rauðum ofurrisum sem enda ævina í miklum hamförum sem sprengistjarna. • Innsti hluti stjörnunnar situr eftir í miðju sprengingarinnar. • Ef hann er meiri en 1,4 sólarmassar þá verða þyngdarkraftarnir of miklir til að rafeindaþrýstingurinn geti haldið á móti.

  3. Atómin falla saman • Þegar þrýstingurinn er svona mikill þrýstast rafeindirnar inn að miðju atómsins. • Rafeindirnar renna inn í róteindirnar og mynda nifteindir. • Efnið sem úr þessu verður er nær eingöngu úr nifteindum. • Þyngdarhrunið stöðvast á nifteindaþrýstingi – þar sem tvær nifteindirnar geta ekki verið í saman skammtaástandi hrinda þær hvor annarri frá sér (lögmál Paulis)

  4. Nifteindastjarna • Atómið er að mestu tómarúm. • Þegar rafeindirnar þrýstast inn í kjarnann þéttist efnið mjög mikið. • Nifteindastjarna verður því mjög smá, innan við 30 km í þvermál. • Eðlismassi stjörnunnar er um 4  1017 kg/m3.

  5. Innri gerð

  6. Undir skorpu nifteindstjörnu er fljótandi efni að mestu úr nifteindum en einnig þyngri frumefnum eins og járni og einnig rafeindir.

  7. Kólnun • Nifteindastjörnur eru í upphafi mjög heitar, allt að 1011 K en kólna í 109 K strax fyrsta daginn. • Kólna niður í 100 milljón K á um 1000 árum með fiseindageislun. • Eftir það verður kólnun hægari með ljósgeislun og er hitinn komin í um milljón gráður eftir 10 þúsund ár.

  8. Snúningur og segulsvið • Þegar kjarninn fellur saman eykst snúningshraði hennar mjög mikið. • Nifteindastjarna getur snúist mörg hundruð snúninga á sekúndu. • Straumar í fljótandi miðju skapa segulsvið sem eflist mjög þegar hún fellur saman.

  9. Tifstjörnur • Í hinu geysiöfluga segulsviði umhverfis nifteindastjörnu eru rafhlaðnar agnir á hreyfingu og geisla frá sér rafsegulgeislun sem útvarpsbylgjum. • Stefna geisunar er út frá segulpólum sem falla ekki endilega að snúningspólum. • Ef geislinn hittir á jörðina þá kemur það fram sem blikkandi útvarpsgeisli. • Slík stjarna kallast tifstjarna (pulsar).

  10. Tifstjörnur uppgötvuðust fyrst um 1960 og strax grunaði menn að þar væru nifteindastjörnur á ferð. • Kenningar um nifteindastjörnur höfðu verið til síðan á fjórða áratugnum.

  11. Stærstu stjörnurnar • Nifteindaþrýstingurinn getur ekki haldið uppi stjörnu nema að kjarninn sem eftir verður sé innan við 3 sólarmassa. Ef hann er meiri þá verða endalok stjörnunnar önnur. • Þegar allra stærstu stjörnurnar, yfir 25 – 30 sólarmassa, springa þá verður kjarninn yfir 3 sólarmössum. • Slíkar stjörnur enda því ekki sem nifteindastjörnur.

  12. Svarthol • Ef kjarninn sem eftir er verður meira en 3 sólarmassar er ekkert sem getur stöðvað þyngdarhrunið og kjarninn fellur saman í einn punkt (singularity). • Umhverfis punktinn er þyngdarkraftar svo sterkir að ekki einu sinn ljósið sleppur burt. • Slíkt fyrirbæri kallast svarthol.

  13. Lausnarhraði • Lausnarhraði er sá upphafshraði sem hlutur þarf að hafa til að losna frá þyngdaráhrifum einhvers massa. • Lausnarhraði við yfirborð Jarðar er um 11 km/s. • Schwarzschild radíus er sú fjarlægð frá massamiðju (singularity) þar sem lausnarhraði er jafn ljóshraða. • Innan þess radíus er lausnarhraðinn meiri en ljóshraði og því kemst ekkert þaðan. • Stærð þessa radíus er háður stærð massans skv.

  14. Yfirborð svarthola • Yfirborð kúlu umhverfis svarthol með radíus jafnan Schwarzschild-radíus kallast jaðar svartholsins (event horizon). • Það verður jafnframt að yfirborði svartholsins því ekkert innan þess berst frá svartholinu.

  15. Rúmtími • Í almennu afstæðiskenningunni kom Einsteins með nýja sýn á þyngdarkraftinn. • Hann hugsaði sér að rúmið og tíminn væru tengdar stærðir, mynduðu eina heild sem hann nefndi rúmtíma – spacetime. • Þyngdarkrafturinn er í raun sveigja í rúmtímanum sem massi veldur.

  16. Mjög massamiklir hlutir mynda mikla sveigju í rúminu umhverfis sig. • Sveigjan hefur áhrif á allt sem hreyfist í rúminu, bæði aðra massa svo sem tungl og massalausa hluti eins og ljósið. • Sveigja á braut ljóss framhjá sólu hefur verið mæld og staðfestir spár afstæðiskenningarinnar. • Slíkt fyrirbæri kallast þyngdarlinsa.

  17. Holur í rúmtímanum • Því massameiri sem hlutur er því dýpri er holan. • Óendalega massamiklir hlutir skapa óendanlega djúpar holur í rúmtímanum.

  18. Svarthol og Einstein • Þegar hlutur fellur í svarthol verður atburðarrásin ólík fyrir þann sem fellur í svartholið og þann sem fylgist með. • Utan frá séð virðist hann hægja á sér og dofna eftir því sem hann nálgast jaðarinn. • Sá sem fellur inn í svartholið eykur stöðugt hraðann þegar hann nálgast um leið og hann sér heiminn umhverfis hreyfast hraðar og hraðar. Að lokum munu flóðkraftar teygja á öllum hlutum sem koma nærri miðju svartholsins.

  19. Hawking - geislun • Þar sem svarthol hefur hitastig sem er hærra en umhverfið þá geislar það frá sér varmageislun. • Mótsögn að svarthol geti geislað einhverju frá sér. • Þar sem hitastig svarthola er meira eftir því sem svartholið er minna og svarthol minnka við útgeislunina þá eykst útgeislunin með tímanum. • Að lokum hverfur svartholið í gammablossa. • Því hlýtur líftími svarthola að vera endanlegur.

  20. Ofur svarthol • Þegar massamikil stjarna endar ævi sína verður til hefðbundið svarthol. • Þar sem þéttleiki stjarna er mikill eða mikið er um efni geta myndast svarthol með margfalda sólarmassa. • Þá myndast ofur svarthol (supermassive). • Slík svarthol má finna í miðjum vetrarbrauta.

More Related